Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1995, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 Neytendur Lög um eignasMptasamninga fjöleignarhúsa aö breytast? Fólk ætti að bíða í um vikutíma - segir Sigurður H. Guðjónsson hjá Húseigendafélaginu „Eins og staðan er í dag er skyn- samlegast fyrir fólk aö bíða í viku til tíu daga með að láta gera eigna- skiptasamninga eða eignaskiptayfir- lýsingu. Eins og lögin eru nú þarf slíkur samningur að liggja fyrir svo að hægt sé að þinglýsa afsali af eign en ég reikna með að tekin verði ákvörðun um að lögunum verði breytt þannig að fólk hafi eitt ár til aðlögunar. Reglugerðin sem menn hafa beðið eftir í langan tíma leysir ekki vandann og fólk hefur verið aö rjúka til og láta gera þessa samninga í miklum flýti og borga fyrir það stórfé. í sumum tilvikum hefði það verið óþarfi þar sem eldri samningar hefðu verið fullgildir. 'Sumir hafa verið að hafa stórfé af fólki og matað krókinn vegna þess að fólk hefur ekki haft tök á að skoða málið ofan í kjölinn," sagði Sigurður H. Guð- jónsson hjá Húseigendafélaginu í samtalí við DV í gær. Hann sagði að í ákvæðum laga frá 1976 segði að mönnum bæri að gera þessa samn- inga til þess að fá eignum þinglýst en þinglýsingaryfirvöld hefðu ekki krafist þessa fyrr en nú með breytt- um lögum um fjöleignarhús, frá síð- ustu áramótum. Ekki þurfi allir að undirrita „Lögin hafa kveðið á um að allir íbúar t.d. fjöleignarhúsa þurfi að undirrita eignaskiptasamning og það hefur valdið vandræðum. Einn mað- ur hefur getaö komið í veg fyrir að hægt væri að ljúka slíkum málum. Fólk hefur meira að segja verið að setja skilyrði fyrir því að það undir- riti, það fái að hafa hund eða eitthvað slíkt. Samþykki Alþingibreytingarn- ar á lögunum verður séð við þessu," sagði Sigurður, Hann sagði að í sum- um tiMkum ætti að vera nægjanlegt að stjórn eða meiríhluti húsfélags undirritaði samningana en hugsan- lega þyrftu þó allir að samþykkja einhvern hluta þeirra svo ekki væri hægt að ganga á hlut einhvers að honum forspurðum. Víða í ólestri „Engar hæfniskröfur eru til um Nú er fólki ráðlagt að bíða með að láta gera eignaskiptasamninga. Vonast er til þess að Alþingi fresti gildistöku laga sem kveða á um að samningarnir verði að liggja fyrir til þess að hægt sé að þinglýsa afsali fasteigna. DV-mynd GVA það hverjir megi annast þessa samn- inga en ég ráðlegg fólki að hafa sam- band við okkur eða Húsríæðisstofn- un til þess að fá nánari upplýsingar um hverjir best séu hæfir til þess," sagði Sigurður. Hann sagði að með stöðluðum og samræmdum vinnu- brögðum ætti í framtíðinni að vera hægt að lækka kostnaðinn við þessa vinnu mjög mikið. Þórir Hallgrímsson hjá Sýslu- mannsembættinu í Reykjavík sagði ómögulegt að skjóta á þann fjölda sem þessi mál næðu til en sagði vand- ann þó hafa verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. í ljós hafi komið að eignaskiptamálin hafi verið mjög víða í ólestri í Reykjavík. Aðspurður um kostnaðinn sagði Þórir hann ekki þurfa að vera mikinn. Hann sagðist telja aö þrjú þúsund krónur á íbúð ætti að vera hæfilegt. -sv Safnhaugar Margir hafa vanist því að raka saman grasinu af blettinum, setja það í poka eða kassa og láta flytja það um langan veg til urðunar eða brennslu með tilheyrandi mengun og kostnaði. Á síðari árum hafa þó sífellt fleiri áttað sig á því hversu gott hráefni felst í úrgangi af þessu tagi og hafið gerð eigin gróðurmoldar úr garðaúrgangi og lífrænum úrgangi úr eldhúsinu. Moldargerð af þessu tagi á sér ævaforna sögu. Hvað má nota? Leifar af grænmeti og ávöxtum. Hvers kyns hýði og skurn, til dæmis af ávöxtum og grænmeti, hnetum og eggjum. Pottamold. Kaffikorg og -síur. Telauf og síur. Brauðafganga. Eldhúspappír ef hann er notaður á heimilinu. Jafnvel má setja dag- blaðapappír í litlu magni í hauginn. Sumir telja óþarft að nafa sérstaka; ruslafótu fyrir safnhaugsúrgang og setja hann í tómar mjólkur- fernur eða önnur ílát sem til falla. I hitanum í skápnum undir vask- inum hefst rotnunin og því er gott að' geyma úrganginn þar í um viku tíma, eða á þeim tíma sem tekur að fylla dallinn sem notaður er. Heimild: Græna bókin um neytendur og umhverfi eftir Garðar Guöjónsson EignasMptasamningar: Óttast þennan frest - segir by ggingafalltrúi „Eg óttast aö með því að fresta því að taka í gildi þetta ákvæði lag- anna um þinglýsingu samninga muni vandanum aðeins verða frestað sem því nemur, Ég held að aðalatriðiö sé að skipuleggja vinn- unauppánýtt, ogpaðámjögmörg- um vígstöðvum," sagði Magnús SædaL byggingafulltrúiReykjavík- urborgar. Hann sagði að tappi hefði verið í kerfinu og langan tíma tæki fyrir fólk að fá eignaskiptasamn- ingagerða. „Éin lausnin er sú að taka á mál- ínu strax og eign fer í meðferð fast- eignasala; Liggí eignaskiptasamn- ingur ekki fyrir væri þá þegar hægt að setja hjólin af stað. Við vitum að sala fasteigna gengur ekki eins og sala á franskbrauði. Þetta eru vandaafgreiösmr og við verð- um alltaf ljótu karlarnir, hjá émb- ætti byggingafulltrúa og sýslu- mannsembættinu, af því að við af- greiðum málið ekki í einum græn- um," sagði Magnús. Hann sagði umrædda samríinga vera afskap- lega mikilvæga fyrir eigendur fast- eigna því það væri ótækt aðá reiki væri hversu margir fermetrar ein íbúð væri. -sv Reikningar berast seint frá Borgarspítalanum: Óeðlilega langur tími - eölileg skýring, segir innheimtudeildin „Manninum mínum var ekiö á Landspítalann 8. mars og skömmu síðar fékk ég reikning frá Rauða krossinum fyrir kostnaðinum við bílinn, um tvö þúsund krónur, og nú í september fékk ég reikning frá Borgarspítalanum vegna þess að læknir var staddur í bílnum. Mér finnst óeðlilega langur tími líða og ég vissi ekki til þess að ég ætti að borga lækniskosfríaðinn," sagði kona í Reykjavík sem hafði samband við DV. „Þetta á sér sínar eðlilegu skýring- ar.Með neyðarbílnum er alltaf lækn- ir og fólk borgar fyrir hvort tveggja. Bíllinn er rekinn eins og slysadeild á hjólum og þessi umrædda kona hefur ekki þurft að borga komugjald á Landspítalanum en 2.248 kr. fyrir lækninn og 125 kr. fyrir gíróseðil- inn," sagði Guðrún Valtýsdóttir hjá innheimtudeild Borgarspítalans. Um reikningana sagði Guðrún að innheimtudeildin væri aö vinna upp stopp sem hefði orðið þegar nýtt tölvukerfi var tekið í notkun. Slysa- deildarkerfið væri flókið því um 60 þúsund sjúklingar kæmu á deildina árlega. Við erum að verða búin að ná í skottið á okkur og þetta stendur allt til bóta," sagði Guðrún. Utfararstofa Þórðarsonar í Tilveru DV síðastliðinn þriðjudag var sagt frá þremur útfararstofum í Reykjavík. Sú fjórða varð út undan, Útfarar- stofa Þórbergs Þórðarsonar, en hún starfar bæði á Akranesi og í Reykjavík. „ÞórbergUr Þórðarson var starfsmaður Akranesskirkju og Utfararstjóri um árabil. í ágúst á síðasta ári fór hann að starfa sjálfstætt og nú erum við með aðstöðu að Bárugötu 4 í Reykja- vík og Heiðargerði 3 á Akra- nesi," segir Ólafur Örn Péturs- son, samstarfsmaður Þórbergs. Ólafur Örn segir þá veita alla al- hliða þjónustu og vegna þess að þeir eru aðeins tveir geti þeir boðið persónulega þjónustu. Þeir bjóða bæði kistur frá Kirkjugörð- unum og Davíð Ósvaldssyni. Kringlukast: ídagogá morgun Kringlukast, markaösdagur Kringlunnar, er orðinn fastur lið- ur hjá verslunum og hófst í ell- efta sinn sl. miðvikudag. Verslan- ir og mörg þjónustufyrirtæki í verslunarmiðstöðinni bjóða ótal tilboð á nýjum vörum og veit- ingastaðir hússins eru einnig með sérstök tilboð. Kringlukastið stendur í dag og á morgun. Lögð er áhersla á að bjóða upp á nýjar vörur á tilboðsverði og algengast er að afsláttur sé 20-40%, í sumum tOvikum meiri. Kringlukast: Stóri af sláttur Viðskiptavinir Kringlukasts geta tekið þátt skemmtilegum kaupleik, Stóra afslætti, þar sem fjórar verslanir bjóða jafnmarga hluti, í dýrum verðflokki, með 45-60% afslætti. Fjórir heppnir kaupendur eru dregnir út a hverjum degi Kringlukasts og geta þeir fengið að kaupa hlutinn með tugþúsunda afslætti. Leik- reglur eru kynntar í Kringlunni en að þessu sinni eru það Sport- kringlan, Byggt & búið, Skífan og Japis sem taka þátt í leiknum. í boði eru skíðagalli, frystikista, hljómborð og myndbandstæki. Skólaskyr: Nýttfyrir yngrikynslóðina Mjólkursamsalan er um þessar mundir að setja nýja vörutegund á markað, skólaskyr, sem fram- leidd er hjá Mjólkurbúi Flóa- manna. Skyrið fæst með þremur mismunandi . bragðtegundum, jarðarberja, vanillu og ananas. Umbúðaskreytingum, bragðefn- um og samsetningu vörunnar er ætlað að höfða til yngri kynslóð- arinnar. Vonast er til að þessi ævaforna, holla og þjóðlega mjólkurafurð nái í ríkari mæli til ungra neytenda í þessum nýja búningi. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.