Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1995, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 15 K-lykillinn í þágu barna Dagana 19.-21. október munu Kiwanismenn á íslandi standa fyr- ir fjársöfnun fyrir fleira en einu góðu málefni í þágu geðsjúkra. Ég vek hér athygli á þessari sófnun og hvet landsmenn til að taka vel á móti Kiwanismönnum með K-lyk- ilinn, en söfnunarfé mun renna meðal annars til kaupa á íbúð fyr- ir fjölskyldur utan af landi sem sækja meðferð með börnum sínum á barna- og unglingageðdeild Land- spítalans. Eina deildin hérlendis Barna- og unglingageðdeildin er eina deildin sinnar tegundar hér- lendis og á að þjóna íslendingum upp að 18 ára aldri hvaðanæva af landinu. Stofnunin hefur rekið tvær legudeildir, auk dagdeildar. Göngudeildarþjónusta án innlagna hefur verið veitt eftir mætti. Stofn- unin nær aðeins að sinna litlum hluta þeirra sem þurfa á þjónust- unni að halda, en miðað við það hefur tiltölulega of 'stór hluti rekstrarfjármagnsins runnið til legudeilda. Ef nýta á sem best takmarkað fjármagn þarf að styrkja göngu- deildarþjónustuna með því að flytja fjármagn frá rekstri legu- deilda. Þetta þýðir að leguplássum verður að fækka. Þessar breyting- ar þurfa ekki að þýða verri þjón- ustu við börn og fjölskyldur þeirra, ef við fáum húsnæðisað- stöðu í nágrenni stofhunarinnar. Á móti fækkun á sólarhrings- innlögnum barna kemur dagmeð- -ferð virka daga á sömu deildum, og er barnið þá með foreldrum sín- um þegar meðferð er ekki í gangi. Með aukinni þekkingu og þróun 1 meðferðarmálum sjáum við æ oftar að barn verður ekki með- höndlað án foreldra sinna. Foreldr- arnir eru mikilvægustu stuðnings- aðilar barnsins, en þurfa oft stuðn- ing og ráðgjóf til að takast á við þann vanda sem um er að ræða hjá barninu og í fjölskyldunni. Mikið álag á fjölskyldur Ibúðin sem hér um ræðir myndi auk þess að hýsa fjölskyldur barna sem eru lögð inn til meðferðar hluta sólarhringsins eða allan, nýt- ast fyrir þær fjölskyldur sem þurfa á göngudeildarþjónustu að halda. Við fyrstu komu á barna- og ungl- Kjallarinn ingageðdeild þurfa oft að fara fram umfangsmikil viðtöl við foreldra og rannsóknir á barninu til að grafast fyrir um orsakir og eðli vandans. Þetta er mikið álag á fjöl- skyldur og ómetanlegt að geta búið út af fyrir sig nærri vettvangi með- an slík athugun fer fram. Viðleitni okkar til hagræðingar felst í því að lækka kostnað við innlagnir og styrkja göngudeUdar- þjónustu og þar með bæta þjón- ustu og eftirfylgd við þá sem við þegar sinnum. Vissulega vitum við að ekki verður með þessu móti umtalsverð breyting á fjölda þeirra sem við náum að þjóna. Til þess þarf óhjákvæmilega að koma til aukið fjármagn. Söfnun Kiwanismanna fyrir íbúð til afnota fyrir fjölskyldur sem til okkar leita er mikilvægur liður í endurskipulagningu stofh- unarinnar, án þess að hún dragi úr þjónustu við landsbyggðina. Valgerður Baldursdóttir Valgerður Baldursdóttir yfirlæknir á barna- og unglinga- geödeild Landspítalans „Með aukinni þekkingu og þróun í með- ferðarmálum sjáum við æ oftar að barn verður ekki meðhöndlað án foreldra sinna." „Foreldramir eru mikilvægustu stuðningsaðilar barnsins en þurfa oft stuðning og ráðgjöf .6.6. segir Valgerð- ur m.a. í greininni. Þjónustugjöld Visa Islands ég ákæri í bréfi sem sent var Samkeppn- isstofhun ákæri ég Greiðslumiðl- un hf. v/Visa íslands vegna: * posaleigu * gjaldskrárflokkunar * áhættuflokkunar. Jafnframt þessu fór ég fram á nákvæmari skilgreiningu á gjald- skrá Visa Islands og hvað liggur til grundvallar mismunandi gjald- þrepum. Einnig fór é'g fram á opin- bera birtingu gjaldskráa beggja verðbréfafyrirtækjanna, svo sem lög um Samkeppnisstofnun heim- ila. Posaleiga í gjaldskrá Visa íslands frá 28. mars 1995 segir ótvírætt að posa- leiga sé kr. 1.750,- + vsk. Á þeim tima sem ég tók við Visa verðbréf- um var mér gert að greiða kr. 2.250,- + vsk. og hygg ég aö svo kunni að vera með fleiri greiðslu- viðtakendur. Gerð var krafa til þess að Greiðslumiðlun hf. fari eft- ir eigin gjaldskrá. Þjónustugjöld Ég ákæri vegna 333,33% munar á hæsta og lægsta gjaldflokki vegna þjónustugjalda Visa íslands. Rök mín: Að fyrirtæki sem selur þjónustu sína sem í eðli sínu er sú sama, hvort sem um er að ræða söluturn, matvöruverslun eða veit- Kjallarinn Ahættuflokkun Eftir að kortaviðskipti urðu raf- ræn og þar sem greiðsluviðtakend- ur greiða allan kostnað svo sem símakostnað, posaleigu, fjár- magnskostnað auk þóknunar þyk- ir mér ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að dregið hafi úr misnotkun korta og áhætta verðbréfafyrir- tækjanna hafi minnkað. Ég bendi getur átt við er 37. gr. en hún hljóðar syo: „Kortaútgefendum er skylt að veita Samkeppnisstofhun upplýsingar um viðskiptaskilmála sína gagnvart korthöfum og greiðsluviðtakendum. Skulu korta- útgefendur birta gjaldskrá sína op- inberlega ef Samkeppnisstofnun krefst þess." Telji samkeppnisráð að við- Sigurður Lárusson kaupmaður ingahús, geti ekki mismunáð aðil- um á svo hrottalegan hátt. Álagn- ing greiðsluviðtakenda á ekki að skipta nehiu máli í þessu sam- hengi. Ég bendi jafnframt á að rök um hagkvæmni stærðar eigi ekki við um ákvörðun þjónustugjalda, enda sé mun liklegra að kostnaður s.s. vegna tölvuþjónustu fari eftir færslufjölda en ekki eftir fjárhæð- um hverrar færslu.- „Ég bendi jafnframt á að rök um hag- kvæmni stærðar eigi ekki við um ákvörð- un þjónustugjalda, enda sé mun líklegra að kostnaður s.s. vegna tölvuþjónustu fari eftir færslufjölda en ekki eftir fjárhæðum hverrar færslu." á að ekki sé hægt að merkja að greiðsluviðtakendur hafi fengið að njóta þess á nokkurn hátt. Við umfjöllun Samkeppnisstofh- unar kemur 17. gr. samkeppn- islaga liður b. væntanlega til skoð- unar en hún hljóðar svo: „óhag- kvæmri nýtingu framleiðsluþátta t.d. vegna þess að valkostum við- skiptavina fækkar, framleiðsla og sala verður dýrari og keppinautar útilokast frá markaðnum." Hin grein samkeppnislaga sem einnig skiptaskilmálar kortaútgefenda feli í sér óréttmæt skilyrði, sem aðeins taki mið af eigin hagsmun- um eða komi illa niður á hags- munum korthafa eða greiðsluvið- takenda og séu ekki í samræmi við ákvæði 35. gr., getur það lagt bann við slikum skilmálum og lagt fyrir kortaútgefendur að breyta við- skiptaháttum sinum. Hvað er orsök og hvað er afleið- ing? Meira um það síðar. Sigurður Lárusson Ingi Björn Alberts- son, fyrrverandi al- þinglsmaður. Meðog á móti Stjórnmálamaöur í emb- ætti forseta íslands? Eiga sama rétt og aðrir „Mér finnst að það eigi fyrst og fremst að fara eftir við- komandi per- sónu hvort hún þykir hæf til að gegna embætti forseta íslands og að fólkið beri traust til við- komandi. Mér finnst það gjór- 'samlega útilok- að að ein stétt manna þyki ekki gjaldgeng til að gegna þessu emb- ætti. Viðhorfið í þjóðfélaginu er hins vegar þannig að í þjóðarsál- ina er brennt eitthvert neikvætt viðhorf til stjórnmálamanna, fólk vill helst ekki sjá þá neins staðar. Það er ekki gott að segja hvað veldur þessu en þó má leiða líkum að því að það sé vegna þess að það kemur i hlut srjórnmálamanna að leggja álögur á fólkið og þeir líða sjálfsagt fyrir það. Menn eiga hins vegár alls ekki að gjalda þess að hafa verið eða vera í stjórnmálum þegar kemur að því að við kjósum okkur forseta og eiga að hafa sama rétt og aðrir að koma til greina í embættið. Stjórnmála- menn, bæði fyrrverandi og núver- andi, geta verið mjög hæfir til að gegna þessu embætti og það er engin hætta á því að þeir fari að blanda sér meira í pólitík í emb- ætti forseta. Forseti íslands þarf að vera vel menntaður og vel að sér í málefnum þjóðarinnar og koma vel fram fyrir hönd þjóðar- innar eins og ég tel að Vigdís hafi gert. Það skiptir ekki máli hvort viðkomandi hefur starfað áður í pólitík" Eiga ekki erindi í þetta embætti „Ég tel stjórn- málamenn ekki eiga erindi í þetta embætti, a.m.k. ekki eins og þeir hafa hagað sér fram að þessu. Þeir hafa t.d. haft mjög litinn Sigrún Porstelns- áhuga á að efla d™rÆSmb- lyðræðlö með ættisins árlð 1988. því að skjóta málum tU þjóð- aratkvæðagreiðslu. Sá sem velst tU þessa embættis þarf að vera mjög lýðræöislega sinnaður og serja ekkert ofar manninum og manngUdinu. Það hefur verið lát- ið að því liggja að forsetinn sé sameiningartakn þjóðarinnár og stjórnmálamenn eru þekktari fyr- ir annað en sameiningu í fram- komu sinni og gjörðum. Hins veg- ar skýtur skökku við þegar litið er tU þess hverjir eru handhafar for- setavalds í fjarveru forsetans. Það eru forseti Alþingis, forsætisráð- herra og forseti Hæstaréttar. Þetta sýnir þann blekkingarvef sem fólk gleypir við þegar talað er um að embætti forsetans skuli vera ópðlitískt. Það væri mjög óheppi- legt að hafa forseta sem virkaði sem varnagli fyrir valdakerfið gegn hagsmunum fólksins."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.