Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1995, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIB SÍMINN SEM ALDRE! SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANUMER 550 5000 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995. SævarKarl: Á annað ' hundrað jakkafötum stolið „Þetta voru mest ný Hugo-jakkaföt, þjófarnir geta opnaö heila verslun með þaö sem þeir tóku. Fötin eru einhneppt með 5-6 tölum og rauðum miða. Þau voru m.a. sýnd á Astro fyrir einni viku," sagði Sævar Karl Olason klæðskeri við DV í morgun. Jakkafótum að andvirði 4,5-5 millj- ónir króna var stolið í innbroti í verslun hans, Oliver, í Ingólfsstræti , aðfaranótt miðvikudags. Sævar Karl sagði að 120-150 jakkafótum hefði verið stolið í innbrotinu, hver að andvirði 39-45 þúsund krónur. Þykk- ur borvar m.a. notaður í innbrotinu sem var í lager verslunarinnar. Rannsóknarlögregla ríkisins fer með rannsóknmálsins. -Ótt Lögreglumenn semja: Hækkun 9,6 prósent Landssamband lögreglumanna og samninganefnd ríkisins sömdu í gærkvöld. Samningurinn felur í sér, samkvæmt heimildum DV, 9,6 pró- senta hækkun. Samningurinn gerir einnig ráð fyrir breytingu á starfs- heitum auk fleiri atriða. Gunnar Björnsson í samninga- nefnd ríkisins vildi ekki tjá sig um samninginn þar sem hann hefði enn ekkiveriðkynnturífélögunum. -rt Kartöflustríðið: Kílóverð lægst f immtán krónur Kartöfluverðstríðið hélt áfram í verslunum höfuðborgarsvæðisins í gær. Kílóverðið fór lægst í 15 krónur hjá Bónusi í lausasölu. Aðrir héldu að sér höndum og breyttu verði Utiö sem ekki neitt. Algengt kílóverð er á bilinu 40-50 krónur í dag sem er allt að 100% lægra verð en fyrir nokkrum dögum. Það var heildverslunin Mata sem hóf stríðiðjneð því að selja Álfheima- búðinni kártöflur á niðursettu verði. Þar hefur salan gengið vel, að sögn Kára Ingólfssonar verslunarstjóra, og selst hátt í 1.400 tonn á 2 dögum. Reiknað er með að kartöfluverð hækki eftir helgi og því fer hver að verða síðastur að gera góð kaup. -bjb LOKI Það verður að segjast um fataþjófinn að hann hefur „mjög einfaldan smekk!" Bankarænirigiiin handtekinn, ákærður og dæmdur innan sólarhrings: Mjog þungur domur - seglr skipaður verjandi - segir manninn andlega fatlaðan • „Einhverjar skýringar eru á að þetta er rajög þungur dómur. Spurníngin er hvort dómarmn hef- ur verið hræddur viö almenningsá- litíð og bví dæmt manninn fljótt og þungt," segir Guömundur Ágústs- son, skipaður verjandi mannsins sem tilraun geröi til að ræna Háa- leitísútibu I^dsbahkáns í fyrra- dag. Maðurinn var í gær dæmdur í sex mánaöa fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur innan við sólarhring frá þyí brotið var framiö. Guð- mundur segir að sér hafi komið mjög á óvart hve dómurinn var þungur og telur að betri yfirvegun málsins hefði leitt til sanngjarnari refsingar. „Ég áttí. von á að maðurinn fengi skilorðsbundna refsíngu. Þetta er lægsta stig fjármunabrots, sem er gripdeM Maðurinn var sam- vinnuþyður, játaði allt og gerði enga tilraun til ofbeldis. Hann er andlega fatlaður og hann á engan umtalsverðan sakaferil að baki, aðeins eitt ávísanafals fyrir 15 árum og umferðarlagabrot," segir Guðmundur. Hann hyggst áfrýja máiinu til Hæstaréttar. Hallvarður Einvarðssoii ríkis- saksóknari sagði í samtali við DV i morgun að venjulega væri reynt aö ákæra eins fljótt og auðið væri í öllum málum. Hahn sagöi þessa flýtímeðferð ékki nýja í dómskerf- inu en sagði að oft drægistaðkoma málum fyrir dóm vegna anna hjá embættinu. „Þarna voru engin vafamál. Rán- ið var að fullu upplýst og því ekk- ert því til fyriístöðu að gefa út ákæru og senda málið til dóms," sagði Hallvarður. Allan V. Magnússon héraðsdóm- ari, sem dæmdi málið, sagði að hér væri ekki um nýfar vinnureglur hjá héraðsdómi að ræða. Réttar- farsregmrnarbyðu upp á flýtimeð- ferð af þessu tagi og værí öft gert. Hinum dæmda yar sleppt að loknum dómi. Hann'er 34 ára gam- all, atvinnulaus og hefur átt í fjár- hagslegum þrengingum undanfar- inár. -GK Ungur maður féll sex metra ofan af þaki húss: Ótrúlegt hvað hann slapp vel - segir móöir mannsins Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri; „Það er alveg ótrúlegt hvað hann slapp vel frá þessu og óhætt að segja að það sé kraftaverk að hann meidd- ist ekki meira," segir Sólveig Þórðar- dóttir á Húsavík, móðir 26 ára gam- als manns sem féll ofan af þaki Borg- arhólsskóla þar í bæ í fyrradag, um 6 metra fall. Jónas Aðalsteinsson trésmiður var að vinna við að leggja pappa á þak skólans ásamt fleiri mönnum. Þeir voru að huga að þvi að fara í kaffi þegar Jónas hrasaði skyndilega og skipti engum togum að hann fór fram af þakinu. „Það hefur sennilega bjargað miklu að hann lenti á vinnu- palh sem tók af honum mesta fallið og svo lenti hann á eina auða blettin- um þegar hann kom niður en allt í kring var spýtnabrak og fleira sem tilheyrir vinnustað sem þessum," segir móðir Jónasar. Hún segir að Jónas sé óbrotinn en með sprungur í beinum, bæði í baki og mjöðm, og þá fékk hann innvortis blæðingar auk þess sem hann er nokkuð marinn. „Já, það er satt sem menn eru að segja að hann er ekki feigur," segir Sólrún um Jónas son sinn. Fyrir 3 vikum varð hann fyrir líkamsárás tveggja manna á Húsavík sem þjörm- uðu illa að honum og skildu hann eftir mikið slasaðan úti á götu. Var hann mikið bólginn eftir þá árás og m.a. með höfuðáverka sem gerðu það að verkum að hann hefur að ein- hverju leyti tapað heyrn á öðru eyra, tímabundið a.m.k. „Hann var ekki búinn að ná sér að fullu eftir þessa árás þótt hann væri farinn að vinna aftur," segir Sólveig, móðir Jónasar. Vonast enn eftir lausn fyrir áramót - segir utanríkisráðherra um Smuguviðræðurnar Netabátur suður með sjó veiddi þessa geröarlegu hrefnu sem vegur um tvö tonn. Jakop Júlíusson, skurðmeistari í Fiskbúðinni Sæbjörgu í Reykja- vík, var ekki í vandræðum með að gera að skepnunni i morgun. Alls munu rúmlega 500 kíló af kjöti falla til við skurðinn. D-mynd Sveinn „Málið er ekkert auðvelt. Það er svo með alla samninga að þeir eru ekki einfaldir og ég gekk ekki út frá að málinu lyki á þessum fundi. Ég hef vonast eftir lausn fyrir áramót og sé ekki ástæðu til að afskrifa það enn," segir Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra um Smuguviðræður íslendinga í Moskvu. Embættismenn þjóðanna héldu áfram fundi í morgun en staðan er mjög óljós og í Moskvu vörðust menn . allra frétta af gangi viðræðna. -rt Veðriðámorgun: Golaeða kaldi Á morgun verður suðvestan- gola eða kaldi á landinu. Skúrir um landið sunnan- og vestanvert en léttir til á Norður- og Austur- landi. Hiti 2 til 6 stig yfir dagjnn en síðan kólnandi. Veðrið í dag ér á bls. 36 m. brother tölvu límmiða prentari Nýbýlavegi 28 - sími 554-4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.