Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1995 Fréttir Tveir létust og um 20 farþegar slösuðust er Norðurleiðarrúta valt 1 Hrútafirði: Fólk kastaðist út og varð undir rútunni - sagði farþegi í samtali við D V í gærkvöldi „Rútan byrjaði bara að renna í hálkunni og síðan kom vindhviða sem feykti henni út af veginum. Hún hefur örugglega farið tvær veltur," sagði Halldór Gunnlaugs- son, farþegi í Norðurleiðarrútunni sem valt við Þóroddsstaði í Hrúta- firði, skammt norðan við Staðar- skála, um níuleytið í gærkvöldi, með þeim afieiðingum að tveir lét- ust og um 20 farþegar slösuðust. Halldór taldi að í rútunni hefðu verið um 40 farþegar, hún hefði verið þéttsetin. Þegar DV fór í prentun í gærkvöldi lágu staðfestar tölur um fjölda slasaðra ekki fyrir í srjórnstöð Almannavarna sem' komiö hafði verið upp á lögreglu- stöðinni á Blönduósi. Samkvæmt heimildum DV munu þeir vera um tuttugu. „Við erum tuttugu farþegar hérna sem ekið var með niður á bæinn Þóroddsstaði. Þeir sem mest voru slasaðir urðu eftir við rút- una," sagði Halldór. Hann átti von á að búið yrði um fólkið í Staðar- skála í nótt. Allt tiltækt björgunarhð var kvatt á vettvang og einnig tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF og TF-SIF. Þyrlurnar voru not- aðar til að koma slösuðum í heilsu- gæslustöð á Hvammstanga og á sjúkrahúsið á Blönduósi. Sömu- leiðis var komið með farþega til Reykjavíkur í nótt. Björgunarsveit- armenn úr nágrenni við slysstað- inn voru kallaðir til aðstoðar. Stella Hrönn Jóhannsdóttir var einnig farþegi í rútunni: „Fólk hreinlega kastaðist út úr rútunni og einhverjir lentu undir henni. Ég lá sjálf á rúðunni, er óskorin en er eitthvað skökk og snúin. Ég held ég sé óbrotin. Fólk er mjög rólegt hérna en þar sem stutt er síðan þetta gerðist hef ég trú á að sjokkið eigi eftir að koma. í rútunni voru bæði börn og full- orðið fólk og margir eru brotnir; fótbrotnir, viðbeinsbrotnir og handleggsbrotnir. Ég hef sem betur fer aldrei lent í öðru eins og ætla rétt að vona að ég eigi ekki eftir að upplifa svona lagað aftur," sagði Stella Hrönn. Ljóst er að hér er um að ræða eitt mesta hópslys sem orðiö hefur álandinuíseinnitíð. -sv/bjb LeitaðáBotnsheiði Leit var gerð að manni á Botns- heiði í gærkvöld þegar hann skilaði sér ekki til byggða. Maðurinn fór akandi frá Suðureyri um miðjan dag og þegar hann hafði ekki skilað sér til Isafjarðar um sjöleytið var snjó- bíll ræstur til þess að leita uppi á heiði. Maöurinn skilaði sér gangandi niður að bænum Birkihlíð í Botni í Súgandafirði klukkan rúmlega hálf- átta og hafði þá misst bíl sinn út af á Botnsheiöinni. Ófært var orðið innan bæjar og utan á ísafirði í gærkvöld og auk þessrafmagnslaustíbænum. -sv Stuttarfréttir Hagnaðuraf karfa íslensk sjávarutvegsfyrirtæki gætu hagnast verulega ef veiði- reglur Evrópusambandsíns um karfa á íslandsmiðum verða rýmkaðar. RÚV greindi frá þessu. Hafnarsjóðiríþröng Staöa hainarsjóða er verri nú en oft áður. Samkvæmt frétt RÚV lenda 34 hafnir af 60 í „veikasta ílokki" hjá Vita- og hafnamála- stofnun. Daggarskrikjasést Daggarskríkja sást við Grinda- vflíurberg á laugardag. Sam^ kvæmt frétt RÚV er það í annað sinn sem slíkur fugi sést austan Atiantshafs. Fimm aldraðir viöskiptavinir eldhuss öldrunarþjónustudeildar Félagsmálastoftíunar við Dal- braut 21-27 hlutu Salmonellusýk- ingu í síðusta viku. Gripið var til ryrirbyggjandi ráðstafana og hafa fleiii ekki sýkst > Rallkappivalt Steingrímur Ingason rallkappi velti bíl sínum í alþjóðlegri keppni i Englandi í gær og varð að hætta keppni. Hann var i þriðjá sæti þegar óhappið átti sér ;Stað á næstsíðustu sérleið. Stein- grímur slapp ómeiddur frá velt- unni, samkvæmt RÚV. lOþúsundáhorfendur Aðstahdendur sjónvarpsstööv- arinnar Stöövar 3 segjast geta náð tö 10 þúsund áhörfenda á skðmmum tíma. RíMssjónvarpið greindi £rá þessu og að ný sjón- varpsstöð, Fjölsýn, heföi tekið til starfa í Vestmannaeyjum um helgína. -bjb Anna Sigurðardóttir sigraði i keppninni Miss Fitness sem haldin var f Sjall- anum á Akureyri. DV-mynd Rasi Miss Fitness í Sjallanum: Anna og Guðrun til ítalíu - E vrópumeistaramót næstkomandi fimmtudag „Anna Sigurðardóttir úr Reykja- vík sigraði í keppninni Miss Fitness sem haldin var í Sjallanum á Akur- eyri á laugardaginn var. Keppnin var haldin í annað sinn hér á landi og vann Anna einnig í fyrra. Akur- eyringurinn Guðrún Gísladóttir hafnaði í 2. sæti og Sigurbjörg Ág- ústsdóttir frá Vestmannaeyjum í því þriðja. Efstu tvær stúlkurnar, Anna og Guðrún, halda til ítahu nk. fimmtudag og taka þar þátt í Evrópu- meistaramóti Miss Fitness. Atta stúlkur tóku þátt í keppninni. „í keppninni erum við að leita að mjög hæfileikaríku fólki og mikils er af því krafist. Dæmt er eftir feg- urð, framkomu og líkamsburði. Keppnin er þríþætt. Fyrst koma stúlkurnar fram í síðkjólum og halda stutta ræðu, þá koma þær fram á bíkini og þar er dæmt eftir vexti og formi. Loks er svokallað frjálst atriði þar sem þær þurfa að sýna fram á liðleika, styrk og sköpunargáfu. Flestar sýna eitthvert þolfimiatriöi," segir Sigurður Gestsson, eigandi lík- amsræktarstöðvar á Akureyri, en hann og Einar Guðmann standa fyrir keppninnihérálandi. -sv Norski forsætisráðherrann: Bjargaðilífi manns í SAS-þotu og millilenti hér Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs, átti þátt í að bjarga lífi 42ja ára norsks læknis frá Björg- vin sem fékk snert af hjartaáfalli um borð í þotu skandinavíska flugfélags- ins SAS á laugardaginn. Þotan sem var á leið frá Ósló til New York átti eftir 22ja mínútna flug að íslandi þegar maðurinn -fékk snert af hjartaáfalh. Forsætisráðherrann taldi óráðlegt að halda áfram með sjúklinginn og óskaði eftir því að vélin lenti hér, að sögn norska blaðs- ins VG. Norski forsætisráðherrann, sem var á leið á 50 ára afmæhsþing Sam- einuðu þjóðanna í New York, sat fyr- ir framan manninn og varð vör við það þegar maðurinn fölnaði upp og seig saman í sætinu. Hún er mennt- aður læknir og aðstoðaði eiginkonu hans, sem einnig er læknir, við að flyrja hann í aðra sætaröð þar sem hann gat lagst út af. Samkvæmt VG hélt forsætisráðherrann utan um manninn þar til vélin var lent Sjúkrabfll beið mannsins og eigin- konu hans á KeflavíkurflugveUi og voru þau strax flutt á Borgarspítal- ann í Reykjavík. Maöurinn var á spítalanum í sólarhring og gekkst þar undir rannsóknir. Ekki tókst að fá upplýsingar um nafh mannsins eða nákvæmar upplýsingar um líðan hans. Samkvæmt heimildum DV var hann þó talinn nógu hress til að út- skrifast af Borgarspítalanum og hélt hann þá ásamt konu sinni áfram til New York með flugi til Baltimore síðdegis í gær. -GHS Þing Verkamannasambandsins hefst á morgun: Uppsögn samninga og kjaramálin í heild - veröa fyrirferðarmest, segir Björn Grétar „Á sama tíma sem fyrirtækin sýna góða afkomu og greiða niður sínar skuldir þá stóreykst skuldastaða heimilanna. Launamunurinn í land- inu vex eins og við höfum fengið að Sjá undanfarið. Sömuleiðis eykst launamunurinn milli verkafólks á íslandi og verkafólks í nágranna- löndunum, eins og til að mynda í Danmörku. Og þegar við tölum um að segja upp kjarasamningum til að ná fram einhverri lagfæringu á laun- um verkafólks tala atvinnurekendur bara um félagsdóm. Ég tel að það væri það vitiausasta sem VSÍ gæti gert að kæra uppsögn kjarasamninga til Félagsdóms. Það myndi engan vanda leysa. Sjálft vandamáhð stæði eftir óleyst. Það viturlegasta sem hægt er að gera í stöðunni er að vinnuveitendur setjist niður með okkur og við leysum málin með samningum," sagði Bjöcn Grétar Sveinsson, formaður Verkamanna- sambandsins, í samtah við DV í gær. Hann sagði að fyrir utan kjaramál- in, sem yrðu fyrirferðarmest á þing- inu, myndu menn án efa taka upp málefni lífeyrissjóðanna og snúast til varnar hugmynd Finns Ingólfssonar viðskiptaráðherra um breytingar á þeim. Varðandi uppsögn kjarasamninga sagði Björn Grétar að framkvæmda- stjórn sambandsins hefði í ályktun á Vestmannaeyjafundinum skorað á aðildarfélögin að segja upp gildandi kjarasamningum. Nú væri það þingsins að segja til um framhaldið. „Miðað við tónjnn í verkafólki um þessar mundir efast ég ekki um að samþykkt verði á þinginu að hvetja til uppsagnar kjarasamninga," sagði Björn Grétar. Þing Verkamannasambandsinms hefst að Hótel Loftleiðum á morgun, þriðjudag, og stendur fram á fóstu- dag. í sambandinu eru 52 verkalýðs- félög með um 52 þúsund félagsmenn. Það eru um 150 manns sem eiga rétt til þingsetu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.