Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Blaðsíða 27
-i MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1995 Menning Hjálmar Hjálmarsson, Pálmi Gestsson og Örn Árnason leika ræningjana. Glatt á hjalla í Kardemommubæ Bamsleg einlægni ræður ríkjum í Kardemommubæ og jafnvel rænin- gjarnir, sem fara á kreik á nótt- unni, eru allra vænstu skinn. Þeir þurfa bara að fá sitt tækifæri eins og aðrir. Ævintýraheimur Thorbjörns Egner er einstakur. Persónurnar eru skýrar í samfélagi Karde- mommubæjarins og boðskapurinn er settur fram á jákvæðan hátt. Alhr geta hrifist með. Þetta er í fimmta sinn sem Þjóð- leikhúsið setur verkið upp frá 1960 og leikstjóri að þessu sinni er Kol- brún K. Halldórsdóttir, en henni til ráöuneytis var Klemens Jónsson, sem stýrði öllum hinum sýningun- um. Upphafleg þýðing Huldu Val- týsdóttur og söngtextar Kristjáns frá Djúpalæk hljóma vel sem fyrr og eru einhvern veginn orðin óað- skiljanlegur hluti af verkinu. Uppsetningin er að fiestu leyti í fastmótuðum stíl sem fylgt hefur verkinu frá upphafi og byggir um margt á hugmyndum og forskrift Leiklist Auður Eydal Smáauglýsingar Heilsa Trimform Bergllndar býður alla velkomna í frían prufutíma. Komið þangað sem árangur næst. Erum lœrðar í rafhuddi. Opið frá 7.30-22 v. daga. Visa/Euro. S. 553 3818. höfundarins sjálfs. Miðað við fyrri sýningar eru helstu útlitsbreyting- arnar fólgnar í skærari litum og suðrænum áhrifum við skreytingu leikmyndar og hönnun búninga. Þetta fannst mér koma vel út og gefa sýningunni ferskan svip. Pálmatré, blómskrúð og leirker breyta samt engu um það að þetta ævintýraland er einhvers staðar hérna rétt handan við hornið í okk- ar heimshluta, og það sama mundi auðvitað gilda hvar sem Karde- mommubærinn væri settur upp. í heild var uppsetningin litrík og lifandi, þó aö rennshð hefði mátt vera þéttara til að byrja með. En fljótlega náði sýningin fullum dampi og það mátti greinilega finna af viðbrögðum krakkanna í salnum að þeir lifðu sig inn í söguna, eftir svohtla ókyrrð þegar sýningin var að byrja. Ræningjarnir eru alltaf jafn vin- sælir og í hlutverkum þeirra nú eru Pálmi Gestsson, Örn Árnason og Hjálmar Hjálmarsson. Þeir fóru rólega í sprellið á frumsýningunni og hefðu kannske mátt vera svoht- ið innlifaðri stundum. En samleik- ur þeirra er skemmtilegur og bestu atriðin eins og þegar þeir ræna Soffíu frænku vel útfærð og hæfi- lega spennandi. Arni Tryggvason var ljúfur sem Tóbías í turninum og Bastian bæj- arfógeti er ein af óbreytanlegu stærðunum í sýningunni enda Ró- bert Arnfinnsson alvanur í hlut- verkinu. Af nýliöum vöktu.þeir Sveinn Þ. Geirsson (pylsugerðar- maður) og Bergur Þór Ingólfsson (Sörensen rakari) sérstaka athygh fyrir skemmtilega túlkun en auð- vitað er sægur af leikurum sem koma við sögu. Krakkarnir í hlutverkum Kam- Ulu og Tommís, þau Guðbjörg Helga Jóhannsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson, standa sig mjög vel. Þau eru elskuleg, skýr- mælt og afslöppuð á sviðinu. Ein af þeim persónum sem setja hvað mestan svip á Karde- mommubæinn (fyrir utan ræningj- ana að sjálfsögðu) er Soffía frænka. Ólafía Hrönn Jónsdóttir er gUmr- andi fin í hlutverkinu og kryddar sýninguna með skemmtilegri túlk- un sinni. Dýragervi eru sérstaklega at- hygUsverð og leikendur innan í þeim stærstu vel samhæfðir í hreyfingum. Hestar, úlfaldi, kisur, hundar og ljón setja mikinn svip á sýninguna og taka þátt í atburðum á sinn hátt. Dansarnir eru fjörugir og vel útfærðir og undirstrika heildaranda verksins. Án söngva og tónUstar væri Kardemommubærinn ekki nema svipur hjá sjón og um þann þátt sér lífleg hljómsveit undir stjórn Jó- hanns G. Jóhannssonar. í heUd ber sýningin Kolbrúnu K. Halldórsdóttur leikstjóra gott vitni. Hún er hefðinni trú, en setur engu að síður upp ferska og sjálfstæða útgáfu af sígildu verki. Þjóöleikhúsið sýnir á stóra sviðinu: Kardemommubæinn eftir Thorbjörn Egner Þýðing: Huida Valtýsdóttir Þýðing söngtexta: Krislján frá Djúpalæk Dansar: Agnes Kristjónsdóttir og Kol- brún Halldðrsdðttir Hljóósljóm: Sveinn Kjartansson Lýslng: Björn Bergsteinn Guðmundsson Leikmynd: Finnur Árnar Arnarsson Búningar: Guðrún Auðunsdðttir Dýragervi: Katrin Þorvaldsdðttlr Tónlistarstjórn: Jóhann G. Jóhannsson Listrænn ráðunautur: Klemens Jónsson Leiksljórn: Kolbrún K. Halldórsdóttir HAGÆÐA- .......J lELEFUNKEIi I1 ¦ " SJONVARPSTÆKI VAXTAÍAUST ÍÁX \ \/t2 MÁMÐ//) h ... op &«0/it(« aoLÍa-íostnaðaf*- / \ i TELEFUNKEN S 8400 M NIC 33" sjónvarpstæki • Black Matrix FST-skjár 4 hátalarar, þar af 2 snúanlegir • Nicam Stereo HiFi-hljómur meö 40 W Surround magnara Isl. textavarp • Upplýst fjarstýring sem er aubveld í notkun, barnalæsing, tímarofi o.m.fl. Verð: 177.600,- TELEFUNKEN S 540 C NIC 29" sjónvarpstæki • Nýr Black D.I.V.A.-skjár 4 hátalarar • Nicam Stereo HiFi-hljómur meö 40 W Surround-magnara • 2 þrepa Zoom Isl. textavarp • Upplýst fjarstýring sem er aubveld í notkun, barnalæsing, tímarofi o.m.fl. Verö: 131.400,- TELEFUNKEN S-531 NIC 28" sjónvarpstæki • Black Matrix FST-skjár 4 hátalarar • Nicam Stereo HiFi-hljómur me5 40 W Surround magnara • ísl. textavarp Fjarstýring sem er auöveld í nofkun, barnalæsing, tímarofi o.m.fl. Verð: 107.700,- EUROCARD raftgreiðslur ¦ TIL ALLT AÐ 36 MANASA = VISA RABGREIOSLUR TIL. S4 MAlMAOA PWKAUFATITCCIWC - nuMLXMIDITI Á»Y»r.lnrrlMl Skipholti 19 Símh 552 9Ö00 k^^^^mVVXVy^VV/.lllCVK*^"!!! 30 J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.