Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1995 1 pSM/EBl 17 ^I.T.*^ H&ir$ Lárus Sighvatsson, skólastjóri Tónlistarskólans, ásamt nemanda og kenn- ara. DV-mynd Daníel Ólafsson Tónlistarskólinn 40 ára Daniel Ólafeson, DV, Akianesi: „Tónlistarskóli Akraness var stofnaður 2. nóvember 1955 og verður hann því 40 ára á þessu ári og ætlum við að halda upp á afmælið með ýmsum hætti, m.a. tónleikum á sal Fjölbrautaskólans þann 4. nóvember klukkan tvö," segir Lárus Sighvats- son, skólstjóri Tónhstarskóla Akra- ness. Lárus segir aðalástæðu þess að tón- leikarnir eru haldnir þar þá að salur- inn er stærsti tónleikasalur á Skag- anum. í framhaldi af þessum tónleik- um, 6.-10. nóv., er ætlunin að fara með-minni spilahópa í heimsóknir í stofnanir og fyrirtæki. Tónlistarskólinn flutti í nýtt hús- næði fyrir þremur árum og varð þá mikil breyting því kennsla fór fram á sex stöðum áður. Á haustönn eru skráðir 236 nemehdur og auk þess er skólinn með umsjón með skóla- hljómsveitinni sem starfar í þremur deildum og eru þar 70 krakkar. Lúðrasveitin, sem kölluð er A-sveit, á einnig afmæli á þessu ári því hún er að hefja sitt 10. starfsár. Ég er bjartsýnn á vertíðina í vetur - segir Jóhannes Eyleifssen á Leifa AK 2 Daniel Ólafsson, DV, Akranesi: i „Það er ekki að marka þetta núna, ég er að afbeita gömul loðnubjóð og er nýbyrjaður. Eg er að beita nýrri síld. Þeir eru að fá þetta 30-100 kg á bala. Ég er bjartsýnn á vertíðina í vetur, þó mætti kvótinn vera meiri. Ýsan er í seinna lagi núna vegna þess að sjórinn hefur verið svo heitur í haust," segir Jóhannes Eyleifsson, trillukarl á Leifa AK 2 á Akranesi. Jóhannes er núbúinn að stækka bátinn og skipta um allt rafmagn í honum. Báturinn var tæp sex tonn en er nú á áttunda tonn. Einnig er búið að setja slinkbretti utan á lúið- ina á bátnum og fer hann mjög vel í sjó. Jóhannes segist ekki vera með mikinn kvóta, um 7 tonn af þorski og 14 tonn af ýsu, og hann er, eins og fleiri trillukarlar, ekki ánægður með kvótakerfið. Grásleppuvertíðin í sumar er sú skásta í langan tíma og var þetta 38. vertíðin hjá Jóhann- esi. Fréttir Finnur Ingólfsson viöskiptaráðherra: Launamenn f ái að velja eigin eftirlaunasjóði „Ég vil gefa launamönnum kost á að velja sér eigin eftirlaunasjóði, ekki þvinga þá til að greiða í ákveðna sjóði sem eru misjafnlega fjársterkir. Þegar opnað yrði fyrir slika heimild yrði það eðlilegt að launamenn hefðu rétt til að hafa bein áhrif á fjárfestinga- stefnu sjóðanna með setu á aðal- fundum," sagði Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra við DV en hann setti fram framangreinda hug- mynd á aðalfundi Sambands ís- lenskra sparisjóða sl. föstudag. Finnur vill að fjársterkir aðilar eins og bankar, sparisjóðir, verð- bréfafyrirtæki og. tryggingafélög taki að sér að ávaxta lífeyri launa- fólks. „Við erum meö tiltölulega ungan fjármagnsmarkað sem hefur þó tekið miklum breytingum. Hann þarf að halda áfram að þróast. Líf- eyrissjóðirnir hafa yfirburðastöðu á markaðnum og í skjóh hennar geta þeir haldið uppi háu vaxtastigi í landinu. Með því að gefa fleirum kost á að taka við lífeýrissparnaði landsmanna eykst samkeppni og vextir ættu þar af leiðandi að lækka. Lífeyrissjóðirnir eru stærri en bankar og verðbréfafyrirtæki samanlagt. Þeir hafa því afgerandi stöðu á fjármagnsmarkaðnum," sagði Finnur sem sett hefur á fót nefnd til að kanna með hvaða hætti fjármagnsmarkaðurinn starfar. -bjb Hljóðkort SoundExpert 32 með Cubase LT 1 3.9DD RÉTTVERÐ: 19.900 Frábært tilboð á fax-módöldum Fyrir Heimabanka. Einkabanka og Internet 28.800 Baud 9.2DDI I 1 6.9DD RÉTT VERÐ: 25.900 laugardag 10-14 VÖRULISTINN A INTERNETINU: http://www.nyherji.is/vorur/ Lexmark 4076 color 600 x 300 dpi upplausn s/mín -150 blaða arkamatari 16 milljónir lita 29.9DD RÉTT VERÐ: 39.900 Qiicony' Ghicony IMB7 DX4/100 - 8 MB minni 525 MB diskur 11.3" DualScan litaskjár Innbyggður hátalari og hljóðnemi. Innbyggð mús (Track point) KYNNINGARVERÐ: D D D Rétt verð: 275.000 Caiion Canon T20 Faxtæki Símtól - 30 m rúlla Sjálfvirkur síma/fax deilir 32.9DD RÉTT VERÐ: 39.900 DX4/100 PCI 8 MB minni - 850 MB diskur Wlndows 95 uppsett 1 2 2 . 9 D D Pentium 90 PCl 8 MB minni - 850 MB diskur Windows 95 uppsett 1 5 4. 9 D D .Trust • • Trust tolvurnar komnar aftur - ný sendíng á frábæru verði! TTUSt DX2/80 PCI . Trust jAúqiitib* Æ0É Canon BJC-70 720 dpi litaprentari 4 bls/mín - 2 hylkja kerfi 30 blaða arkamatari Svart og litur samtímis 24.5DD RÉTTVERO: 29.500 8 MB minni - 850 MB diskur Margmiðlunarbúnaður windows 95 uppsett 1 3 4. 9 D D NYHERJA Trust margmiðlunarpakkl „4 speed" geisladrif SoundExpert hljóðkort Hátalarar - 3 geisladiskar með hugbúnaði 23.9DD RÉH VERÐ: 29.900 SKAFTAHLIÐ 24 SÍMI 569 7800 OLL VERÐ ERU STCR. VERÐ M/VSK - TILBOÐSVERÐ CILDA i EINA VIKU EÐA MEÐAN BIRGÐIR ENDAST

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.