Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Blaðsíða 8
MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1995 UÚönd Skarlimimtaf nauðgaranum Lögreglan í Bangladésh skýrði frá því 1 gær aö getnaðarliniur 35 ára gatnals raanns hefðl verið skorinn af þegar hann reynði að nauðga eigínkonu nágrannans. Fórnariambið, hin þrítuga Ju- lekha, færði yfirvöldum „sönn- unargagrtið" og sagði að Ayub Ali hefoi iæösí inn í kofann sinn á tneðan bóndi hennar var að heiman. „Hann var búinri að reyna að ná mér í nokkurn tíma én án árangurs, Og í dag varð hann örvamtingarMlur" sagði Julekha lögreglunni, „Ég dró frara hníf undan rúminu og skar bara af honum liminn." Julekha sagðist fyrst hafa ætlað að gefa öndunum sínum litninn en siðan snúist hugur. Hjúkrunarkona myrtiungbarn Hjúkrunarkona í Jóhannesar- borg-hefur verið handtekin fyrir morð á átta daga gömlu barni. Konan, sem hafoi áður aðstoðað við fæðinguna, framdi verknað- inn á gjörgæsludeild spítalans og notaðtilþessskurðhníf. Reuter Afmæli Sameinuðu þj óðanna: Fidel Castro sendi stórveldunum tóninn Fjöldi þjóðarleiðtoga kom saman í Bandaríkjunum um helgina til að fagna fimmtíu ára afmæli Samein- uðu þjóðanna. Margir þeirra tóku til máls en mesta klappið fékk Fidel Castro, forseti Kúbu, sem hélt sína fyrstu ræðu hjá Sameinuðu þjóðun- um í meira en hálfan annan áratug. Castro sendi stórveldunum tóninn og sagði þau m.a. vera orðin skálka- skjól nýlendusinna. Forsetinn vand- aði Bandaríkjamönnum heldur ekki kveðjurnar án þess þó að nefna land- ið á nafn. Hjá viðstöddum fór hins vegar ekkert á milh mála við hverja var átt þegar Castro fjallað um við- skiptabannið á Kúbu. Þá vakti það ekki síður athygli að forsetinn var klæddur dökkum jakkafötum í stað hins hefðbundna hermannabúnings sem hann jafnan sést í. Eftir ræðuhöldin átt Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, ítarlegar við- Fidel Castro, sem hér er orðinn þreyttur á ræðuhöldunum, geymdi hermannabúninglnn heima á Kúbu en sparaði þó ekki stóru orðin á fundi S.Þ. um helgina. Simamynd Reuter ræður við nokkra þjóðarleiðtoga en Castro var ekki í þeim hópi. Að sögn eins talsmanns Bandaríkjamanna „týndust" nokkur boðskort á þessa fundi. Sami talsmaður bætti því við að „hundurinn" hefði „étið" boðs- kortin. Óánægjuraddir heyrðust þó hjá fleirum en Kúbuforseta. Þanmg gagnrýndu bæði Japanar og Ný- Sjálendingar Frakka harðlega fyrir kjarnorkutilraumr sínar og sumar þjóðir voru átaldar fyrir að greiða ekki sinn hlut í rekstri Sameinuðu þjóðanna. Málefni Bosníu komu einnig til tals en Boris Jeltsín sagði Rússa aðeins leggja til friðargæslusveitir ef þær heyrðu undir tilskipamr Sameinuðu þjóðanna. Bill CUnton hefur aftur á móti lagt til að sveitunum verði stjórnað af NATO. Reuter HodneyKing kærðurfyrir líkamsárás Rodney King, sem komst í heimsfréttirnar þegar fjórar, hvítar löggur lúskruöu á honum fyrir nokkrum árum, hefur nú sjálfur verið kærður fyrir lík- amsárás. , Málavextir eru þeir, að sögn vitna, að King og Crystal, eigin- kona hans, voru að rífast í Los Angeles í júli Hann sat í bílnum, en hún var á gangstéttínni. Þegar Crystal reyndi að teygja sig inn í bílinn til að ná í veskið sitt ók King af staö. Hún dróst með bíln- um stutta leið en þá ýtti hann henni frá. King segist saklaus af þessu. Læstubörnin inniogfóruífrí Þýskir fósturforeldrar eru nú í haldi lögreglunnar þar í.landi eft- ir að hafa læst inni börnin sín þrjú, stúlkur á aldrinum8-15 ára. Stúlkunum var ætlað að lifa á brauði, marmelaði og ávöxtum þar til foreldrarnir kæmu heim enþauvoruífríi. Reuter ÍSLENSKI LIFEYRISSJOÐURINN DÓMUR ER FALLINN ÞÉRÍHAG - lífeyrissjóðsframlag sjálfstæðra atvinnurekanda er nú frádráttarbært! íslenski lífeyrissjóðurinn - hæsta raunávöxtun séreignasjóða verðbréfafyrirtækja 1991,1992,1993 og 1994 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hnekkt þeirri lagatúlkun skattayfirvalda að atvinnurekstrarframlag einyrkja til lífeyrissjóðs falli ekki undir rekstrarkostnað. Það misrétti sem ríkt hefur milli rekstrarforma várðandi lífeyrissjóðsmál er því væntanlega úr sögunni. Hafir þú ekki greitt í lífeyrissjóð til þessa - þá er rétti tíminn núna! Með því að sýna fyrirhyggju í lífeyrismálúm tryggir þú þér tekjur á eftirlaunaárunum. M LANDSBREFHF. yyfVltn. - 'T^H^ ÁÍ4Str ^*í^sy Löggilt veröbréfafyrirtaski. Aðili að Veröbréfaþingi íslands. SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 588 9200, BRÉFASÍMI 588 8598

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.