Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1995 Frjálst,óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆUND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVl'K, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimaslða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjóm: dvritstísismonnt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif©ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverí á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Norrænn niðurskurður Eftir harmleik síðari heimsstyrjaldarinnar lögðu ráða- menn norrænna ríkja mikla áherslu á aukin tengsl og samstarf þjóða sinna. Norrænt samstarf skilaði líka verulegum árangri á ýmsum sviðum fyrstu áratugina. Sí- fellt fleiri hindranir sem venjulega fylgja landamærum milli ríkja voru lagðar til hliðar og íbúum Norðurlanda veitt gagnkvæm réttindi á svæðinu öllu. Hin síðari ár hefur norrænt samstarf hins vegar hlot- ið harkalega gagnrýni, einkum fyrir að vera gagnslítið og dýrt stofnanabákn sem skipti almenning engu máli lengur. Bent hefur verið á fjölbreytta flóru norrænna nefnda og stofnana sem fundi nánast endalaust, stundum um hin smávægilegustu málefjii. Norrænir stjórnmálamenn hafa margir hverjir áttað sig á réttmæti þessarar gagnrýni og hrint af stað endur- skoðun á öllu þákninu með hagræðingu og beinan niður- skurð að markmiði. Þannig var fyrir skömmu ákveðið að breyta verulega störfum Norðurlandaráðs næstu árin. Og nú fyrir nokkrum dögum skilaði norræn nefnd úttekt sinni á störfum og gagnsemi þeirra norrænu stofnana sem fjármagnaðar eru að meira eða minna leyti af aðild- arríkjum Norðurlandaráðs. Þar eru gerðar tillögur um róttækar breytingar á stofnanaflórunni. Þrátt fyrir umræðu um norrænt bákn vekur það nokkra furðu hversu margar sameiginlegu stofnanir eru. Samkvæmt nefndarálitinu kostar Norðurlandaráð þann- ig rekstur 47 norrænna stofnana að mestu eða öllu leyti. Endurskoðunarnefndin lagði mat á störf þessara stofn- ana meðal annars út frá þeirri grundvallarspurningu hvort starfsemi þeirra skipti einhverju máli fyrir Norð- urlandabúa, hefði það sem kallað er norrænt gildi. Nið- urstaða hennar er í reynd sú að rekstur margra stofnan- anna skipti engu máli fyrir norrænt samstarf eða nor- rænar þjóðir. Þær eigi því að leggja af. Draga má þá ályktun af þeim upplýsingum sem fram koma í skýrslu nefndarinnar að margar norrænar stofn- anir starfi fyrst og fremst af gömlum vana sjálfum sér til dýrðar. Furðu algengt er að verulegur hluti norrænna fjárveitinga til einstakra slíkra stofnana fari beint í reksturinn, það er í að viðhalda stofnuninni sjálfri eins og það sé eitthvert markmið í sjálfu sér — sem það er auðvitað ekki. Margar þeirra hafa einnig afar þunglama- legt stjórnkerfi, oft með tíu til fimmtán manna stjórnar- nefndum. Þær eru líka einkar duglausar við að útvega styrki annars staðar frá en úr norrænu sjóðunum og hafa litlar tekjur af sölu á sérfræði eða þjónustu. Þessi nýja skýrsla er staðfesting þess að gagnrýnin á ofvöxt og árangursleysi í norræna stöfnanábákninu er fyllilega réttmæt. Það þýðir hins vegar ekki að allt nor- rænt samstarf sé til einskis. Margs konar samskipti, til dæmis á sviði lista og menningar, hafa skilað sér í auk- inni kynningu á andlegu lífi og starfi norrænna þjóða. Sjálfsagt er að hlúa að slíkum menningarsamskiptum. Stjórnmálamenn á Norðurlöndum hafa með þessu nefndaráliti fengið í hendur rökstuddar tillögur um að leggja eigi niður hátt í tuttugu norrænar stofnanir. Það er hins vegar spurning hvort þeir ná samstöðu um slík- an sjálfsagðan niðurskurð. Eins og fram kemur í áliti nefndarinnar hefur stundum áður verið gert endurmat á rekstri norrænna stofnana án þess að stjórnmálamenn- irnir hafi fylgt þeim tillögum eftir með því að leggja stofnanirnar niður. Þess vegna fjármagna skattborgarar á Norðurlöndum enn rekstur stofnana sem hafa ekki skilað mælanlegum árangri árum saman., Elías Snæland Jónsson „Ibúöarhúsnæði á landinu mun smám saman færast í opinbera eigu," segir Stefán m.a. Leiguliðarí eigin íbúöum Verið er að breyta húsnæðis- lánakerfinu í eins konar leigu- kerfl. Fólk hættir að eignast íbúð- ir og greiðir í áratugi af lánum sem ekkert lækka. Heila starfsævi tekur að eignast litla íbúð. Fólk sem á lítil börn við kaup getur haldið upp á lokagreiðslu af hús- næðisláninu með "barnabarnabörn- unum. íbúðarhúsnæði á landinu mun smám saman færast í opinbera eigu. Fólk verður að nafninu til skráð fyrir íbúðum en verður í raun leigjendur. 20 þúsund á mánuði í 480 mánuði Fyrirhugaða lengingu lánstíma húsbréfalána úr 25 í 40 ár kalla menn úrbætur og benda á að greiðslubyrðin léttist um 17-19%. Hinum langa lánstíma fylgja hins vegar ókostir sem vega mun þyngra en kostirnir. Breytingin gerir húsnæðiskaupendur að leiguliðum. Fólki endist ekki starfsævin til að greiða upp hús- næði sitt. Stöðugt þarf að greiða vexti af lánum sem greiðast svo hægt upp að fólk eignast sáralítið. Þegar breytingin er komin á að fullu munu fimmtugir íslendingar skulda helminginn 1 ibúðum sem þeir keyptu um þritugt. Á hverjum mánuði í 40 ár þarf dæmigerð fjöl- skylda að greiða yfir 20 þúsund krónur af húsnæöislánum. Eignar- íbúðir verða þá í raun orðnar að leiguhúsnæði. Hefði þetta kerfi lengi verið við lýði væri fólk sem keypti íbúð í ráðherratíð Her- manns Jónassonar, 1956-1958, enn að greiða afborganir með fullum verðbótum. Það sem gerist er auðveldast að skýra með því að taka dæmi af fjölskyldu sem kaupir sína fyrstu eign. íbúðin er þriggja herbergja Kjallarinn Stefán Ingólfsson vorkfræðingur ins eru hjónin liðlega fertug. Enn skulda þau 62% af íbúðarveröinu. Skuldlaus eign þeirra er 2.375 þús- und svo þau hafa eignast 500 þús- und í eigninni á þeim tólf árum sem liðin eru frá kaupunum. Eldra barnið útskrifast úr háskóla sama árið og foreldrarnir eiga fimm- tugsafmæli. Á þessum tímamótum skuldar fjölskyldan 53% af íbúðar- verðinu og hefur því greitt niður húsnæðislánið um eina milljón frá kaupunum 20 árum áður. Enn líður áratugur. Þrjátíu ár eru liðin frá því íbúðin var keypt. Börnin eru á fertugsaldri, komin með fjólskyldur og halda með for- eldrum sínum upp á sextugsaf- mæli þeirra. Á þessu merkisaf- mæli skulda hjónin enn yfir þriðj- ung af íbúðarverðinu. í þrjátíu ár hafa þau greitt 22 þúsund krónur í „Hefði þetta kerfi lengi verið við lýði væri fólk sem keypti íbúð í ráðherratíð Hermanns Jónassonar, 1956—1958, enn að greiða afborganir með fullum verðbót- um. og kostar 6,25 milljónir. Fjölskyld- an á fyrir útborguninni en fær 70% kaupverðsins, 4,375 milh'ónir, lánuö í húsbréfakerfinu. Lánið er eitt af nýju lánunum sem eiga að bæta hag húsnæðiskaupenda, jafn- greiðslulán (annuitet), verðtryggt, með 5,1% vóxtum til 40 ára. Skutdlaus á sjötugsafmælinu Hjónin eru bæði þrítug með tvö börn, 2 og 5 ára. Við kaupin eiga þau 1.875 þúsund krónur skuld- lausar sem eru 30% íbúðarverös- ins. Á fermingardegi yngra barns- afborganir, vexti og verðbætur á mánuði. Engu að síður nemur skuld þeirra hálfri annarri millj- ón. Hjónin hætta bæði að vinna þeg- ar þau komast á eftirlaun, 67 ára. Enn eiga þau samt sem áður eftir að greiða af skuldinni í þrjú ár. Þau hafa fyrir löngu hætt að fá vaxtabætur og bera afborganirnar óbættar. Á sjötugsafmælinu eru bæði börn þeirra komin yfir fer- tugt, eiga 6 barnabörn og 2 barna- barnabörn. - Þetta ár verða hjónin loks skuldlaus. Stefán Ingólfsson Skoðanir annarra Ofullnægjandi kjaradomur? „Það er lélegt réttarríki þar sem dómstóll sem skipaður er af lóggjafanum neitar að skýra frá á hvaða gögnum og samkvæmt hvaða lagastoð hann byggir dómsúrskurð. Hrokafullir kjaradómarar segja að hvorki ríkisstjórn né gjörvöllum launþega- samtökum landsins komi við hvernig hann starfar og á hverju hann byggir vægast sagt umdeilda úr- skurði . . . Dómstóll sem vinnur samviskusamlega byggir úrskurði á lögum og safnar gögnum sem eru forsendur dómanna ... Ef forsendur dóms eru ekki fullnægjandi er dómurinn það tæpast heldur." Úr forystugreln Tlmans 20. okt. Kannski kolmunninn „Um þessar mundir er mjög hátt verð á lýsi og mjöli á heimsmarkaði, svo freisting er mikil að ráö- ast í kolmunnaveiðarnar. Kannski er nýtt ævintýri í uppsiglingu. Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað hef- ur verið að búa skip að undanförnu til kolmunna- veiða. Margar útgeröir munu biða og sjá hvernig þær veiðar ganga. Sjónir manna beinast fyrst og fremst að veiðum kolmunna til bræðslu en rétt er, að minna á, að kolmunninn er víða eftirsóttur mat- fiskur, svo nauðsynlegt er að kanna, hvort ekki sé unnt að auka vinnsluvirði hans." Úr forystugrein Mbl. 20. okt. Hringferðin um svarta kerfið „Svartir peningar halda áfram hringferð sinni um hagkerfi þjóðarinnar og gefa arð og virðisaukaskatt á hverjum áningarstað. Eigendur þeirra geta ekki talið þá fram á skatteyðublöðum og verða því að eyða þeim jafnóðum. Fólkið veitir sér ýmsan mun- að sem það léti vera án þessara peninga og þeir gera gæfumuninn fyrir ótal íslensk fyrirtæki og fjöl- skyldur. Svartir peningar eru orðnir eitt helsta hreyfiafl íslenska hagkerfisins og prímus mótor í velmegun landsmanna." Ásgeir Hannes í föstudagspistli Timans 20. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.