Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Qupperneq 11
1E>"V LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995
11
Það er eitt af einkennum mann-
skepnunnar að vera stöðugt að spá
i framtíðina. Ekki síst á okkar
dögum þegar óteljandi stofnanir
og einstaklingar gefa sig út fyrir
að segja til um það sem ókominn
tími muni bera í skauti sínu
næstu daga, vikur, ár, áratugi eða
jafnvel aldir.
Slíkt er gróðavænleg iðja á vor-
um tímum. Og það virðist síður en
svo draga úr ákafa manna til að
reyna að spá fyrir um óorðna
hluti að flestir spádómar, jafnt
spekinga sem sérvitringa, hafi
gegnum tíðina reynst fjarri þeim
veruleika sem framtíðin hefur
borið í skauti sér.
Jafnvel þeir spámenn sem tala
svo óljóst um hlutina að hægt er
að túlka ummæli þeirra á alla
vegu og lesa í orð þeirra atburði
sem þeim sjálfum datt aldrei í hug
halda áfram að vekja áhuga al-
mennings áratugum og öldum
saman.
Þetta hungur í að vita eitthvað
um þá viðburði sem eðli málsins
samkvæmt er ekki hægt að fá vit-
neskju um fyrir fram er eitt af sér-
kennum mannsins sem leitar
stöðugt að því sem er utan seiling-
Horft til næstu
fimm alda
Þegar tO þess er litið að spár
svokallaðra sérfræðinga um jafn
ólíka hluti og efnahagsþróun og
veðurfar reynast úreltar - það er
rangar - nánast um leið og þær
eru birtar hlýtur það að teljast há-
mark bjartsýninnar að ætla að
segja fyrir um þróun mála langt
fram í tímann.
Adrian Berry, sem kunnur er í
Bretlandi fyrir greinar sínar um
vísindgleg málefni í dagblaðinu
Daily Telegraph, er einmitt slíkur
bjartsýnismaður. Hann hefur
horft tO langrar framtíðar og sent
frá sér mikið rit sem á að lýsa því
hvernig heimur jarðarbúa muni
líta út eftir 500 ár.
Margir hljóta strax að efast um
að hægt sé að fjalla af nokkru viti
um líklega þróun mála svo langt
fram í tímann.
Enda er augljóst að fyrir fimm
hundruð árum hefði engum
manni verið fært að spá fyrir um
Sóknin út í geiminn. Því er spáð að á næstu fimm hundruð árum muni maðurinn byggja bæði tunglið og Mars
og stefna til fjarlægari stjarna.
inu, líklega að mestu leyti undir
yflrborðinu. Annars vegar fyrir
ferðamenn. Hins vegar til vinnslu
mikilla auðæfa úr iðrum mánans.
Það muni ýta á eftir stórfyrir-
tækjum í þessu efni að aðsetur á
tunglinu geri mannkyninu fjár-
hagslega mögulegt að byggja úti í
geimnum risavaxnar orkustöðvar
sem senda muni eftirsótta orku til
móttökustöðva á jörðu niðri.
Reikistjarnan Mars
gerð byggileg
Hann telur líklegt að þetta muni
aUt gerast á næstu öld. Og að í
framhaldinu muni maðurinn
beina athyglinni að loftsteinabelt-
inu, þar sem hægt verði að vinna
mikið af aUs konar málmgrýti, og
reikistjörnunni Mars.
Ýmsir vísindamenn hafa undan-
farið lagt fram tUgátur um hvern-
ig hægt sé að gera Mars byggUega
mönnum. Sérfræðingarnir, sem
Berry vitnar tU, telja að hægt sé
að hækka hitastig á yfirborði
reikistjörnunnar og breyta and-
rúmslofti hennar yfir í þá blöndu
af súrefni og vetni sem menn geti
andað að sér.
Hann er sannfærður um áð
þetta muni takast og að á næstu
fimm hundruð árum muni rísa
blómleg mannabyggð á Mars.
Berry spáir einnig stórstígum
framfórum í könnun himingeims-
ins að öðru leyti á þessu fimm
alda tímabili, enda muni mikiU
hluti mannkynsins búa utan jarð-
arinnar við lok tuttugustu og
fimmtu aldarinnar.
Leitin að vitsmunalífi annars
staðar í vetrarbraut okkar muni
hins vegar engan árangur bera -
einfaldlega vegna þess að það sé
ekki tU.
Hvalabúgarðar
í höfunum
Sumar hugmyndir Berrys um
framtíðina eru einkar forvitnileg-
ar fyrir þjóð sem byggir afkomu
sína að miklu leyti á sjávarútvegi.
Hann telur til dæmis að hefð-
bundnar fiskveiðar muni fljótlega
renna sitt skeið á enda. Menn
muni ekki veiða sjávardýr frekar
í framtíðina
þær endurteknu gjörbyltingar sem
orðið hafa á högum manna á jörð-
inni.
Fyrir fimm hundruð árum var
það tU dæmis almenn trú manna
að jöröin væri flöt. Kólumbus
hafði ekki siglt yfir Atlantshaflð
til Ameríku. Jörðin var talin
miðja alheimsins og himingeimur-
inn óbifanleg festing. Helsta orkan
tU aUra verka var krafturinn í
vöðvum manns, hests og uxa.
Árið 1495 höfðu jarðarbúar ein-
faldlega engar forsendur til að
ímynda sér heiminn eins og hann
er í dag, hvorki þekkingu manna,
verkkunnáttu né tækniframfarir.
Nægir þar að nefna nokkra aug-
ljósa þætti, svo sem beislun kjarn-
orkunnar, samgöngutæki á landi,
lofti og láði, geimferðir, heim tölv-
unnar og framfarir í læknavísind-
um
Áhrif ráðandi
krafta í mannlífinu
Erum við ekki í sömu sporum
gagnvart ástandi mála árið 2495?
Berry, sem var þrjú ár að vinna
að bók sinni, telur að þótt von-
laust sé að segja fyrir um einstaka
atburði þá sé mögulegt að leggja
niður fyrir sér líklegar meginlín-
ur langtímaþróunar í mannheimi.
Þar vísar hann sérstaklega til
hugmynda tveggja manna.
Annars vegar skrifa vísinda-
skáldsins Isaacs Asimovs um „sál-
arsagnfræði“ en í þeirri kenningu
felst að hægt sé að leggja mat á þá
sálfræðilegu krafta múgsins sem
ráði framvindu sögulegra atburða
og áætla líkurnar á því hvert þró-
unin stefni.
Hins vegar lýsingar breska
sagnfræðingsins Thomas
Macaulays á tveimur mikilvægum
þáttum í mannlegri hegðan - þátt-
um sem vinni saman sögulega séð.
Annars vegar sé þáð í skapgerð
flestra manna að vilja bæta stöðu
sína. Hins vegar hafi vísindin
óstöðvandi tilhneigingu til að
nálgast fullkomnun.
Þar sem ekki er hægt að ná full-
komnun í þekkingu eða vélum, að
mati Berrys, leiðir af þessum
tveimur samverkandi þáttum
stöðug framþróun tækniþekking-
ar.
Hann bendir á að auður jarðar-
búa hafi aukist um 2,8 af hundraði
á ári að meðaltali mestan hluta
þessarar aldar eða' tvöfaldast á 25
ára fresti. Vegna sífelldrar baráttu
milljarða manna fyrir því að bæta
Laugardagspistill
Elías Snæland Jónsson
aðstoðarntstjórí
lífsgæði sín muni jarðarbúar á
komnandi öldum hafa í vaxandi
mæli efni á að ráðast í ýmis stór-
virki sem í dag séu óframkvæm-
anleg.
Á þessum grundvelli spáir
Berry stórkostlegum framförum
næstu fímm hundruð árin.
Einna forvitnilegastar eru hug-
myndir hans um sókn mannkyns-
ins út í himingeiminn, einkum þó
innan sólkerflsins, en einnig til
fjarlægari staða í vetrarbraut okk-
ar.
Hann telur að næstu stóru skref
i geimferðum verði tekin af einka-
aðilum en ekki stjórnvöldum eins
og raunin var á sjöunda áratugn-
um. Tvennt verði til að knýja þar
á. Annars vegar kröfur sívaxandi
ferðamannaiðnaðar. Hins vegar
þörfin fyrir þau hráefni sem sé að
finna á tunglinu, nærliggjandi
reikistjömum og loftsteinum og
þá orku sem hægt sé að vinna úr
geislum sólarinnar úti í geimnum.
Fyrsti áfanginn verður að hans
mati bygging geimhótela sem
verði á braut umhverfis jörðu með
svipuðum hætti og geimstöðvar og
gervihnettir okkar tíma. Ferða-
menn sem gisti slík hótel muni
kynnast jörðinni og umhverfi
hennar á alveg nýjan hátt. Þar að
auki bjóði þau upp á áður óþekkta
lífsreynslu, svo sem að sjá sólina
setjast sextán sinnum á hverjum
degi og að njóta ásta í þyngdar-
lausu umhverfi.
Berry segir næsta stökkið verða
byggingu mannabústaða á tungl-
en sauðfé eöa nautgripi, heldur
rækta þau í stórum neðansjávar-
búgörðum.
Þetta eigi til dæmis við um skíð-
ishvali sem verði ræktaðir með
skipulegum hætti alveg eins og
nautgripir i dag. „Hvalrekamir"
muni „heyja“ svif og sjávargróður
til að fæða hvalina og slátra þeim
síðan í fyllingu tímans.
Af öðrum spádómum má nefna
líkurnar á að maðurinn vérði sí-
fellt lífseigari. Meðalaldur muni
þannig lengjast í um 140 ár á þess-
um fimm öldum þar sem læknum
muni takast að hægja á öldrunar-
ferlinum með því að veita DNA-
kjarnasýru í genum manna sér-
staka vernd.
Spáð er áframhaldandi stórstig-
um framförum í öllu sem snertir
tölvur og vélmenni. Fram til þessa
hafa forrit í slíkum tækjum byggst
á rökrænu ferli. Tölvan gerir það
sem maðurinn hefur sagt henni að
gera.
Sérfræðingar telja hins vegar að
í framtíðinni muni tölvur í aukn-
um mæli geta hugsað sjálfar og átt
þannig frumkvæði að ákvörðun-
um. Þess sé reyndar skammt að
biða að tölvur verði mönnum
fremri í hugsun.
Elías Snæland Jónsson