Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Blaðsíða 14
14
erlend bóksjá
j Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. Tom Clancy & Steve Pieczenlk:
Mlrror Image.
2. Mary Hlgglns Clark:
The Lottery Wlnner.
3. Dean Koontz:
Dark Rlvers of the Heart.
4. Sldney Sheldon:
Nothlng Lasts forever.
5. Danlelle Steel:
Wings.
6. Catharlne Coulter:
The Duke.
7. Nelson DeMille:
Spencerville.
8. Sharyn McCrumb:
She Walks These Hllls.
9. Carol Shlelds:
The Stone Diaries.
10. Patricia Cornwell:
The Body Farm.
11. David Guterson:
Snow Falllng on Cedars.
12. Stephen King:
Insomnla.
13. Dick Francis:
Wlld Horses.
14. Whitney Otto:
How to Make an Amerlcan Quilt.
15. W.E.B. Griffin:
The Murderers.
Rit almenns eölis:
1. Paul Reiser:
Copplehood.
2. Tlm Allen:
Don't Stand to Close
To a Naked Man.
3. Mary Pipher: Revivlng Ophelia.
4. Rlchard Preston: The Hot Zone.
5. Delany, Delany & Hearth:
Havlng Our Say.
6. H. Johnson & N. Rommelmann:
The Real Real World.
. 7. M. Scott Peck:
The Road Less Travelled.
8. R. McEntire & T. Carter:
Reba: My Story.
9. Thomas Moore: Care of the Soul.
10. Clarissa Plnkola Estés:
Women Who Run wlth the Wolves.
11. Dorls Kearns Goodwln:
No Ordinary Tlme.
12. B.J. Eadie & C. Taylor:
Embraced by the Llght.
■ 13. LouAnne Johnson:
Dangerous Minds.
14. J. Lovell & J. Kluger: Apollo 13.
15. Laurie Garrett:
The Comlng Plague.
(Byggt á New York Times Book Revlew)
vísindi_______________________
Grísafrumur
í mannsaugu
Frumur úr augum grísa koma
kannski til með að bjarga sjón
mikils fjölda .gamals fólks sem
. þjáist af svokallaðri augnkölk-
. un. Sjúkdómur þessi er algeng-
asta ástæða skertrar sjónar eða
■ algerrar blindu hjá göiplu fólki.
Vísindamenn við riídssjúkra-
húsið í Kaupmannahöfn eru að
fara í gang með rannsóknir þar
: sem frumur úr grísaaugum
verða ræktaðar og settar í stað
kalkaðra frumna í augum gam-
f als fólks.
Rannsóknirnar kreijast sam-
j vinnu vísindamanna á ýmsum
: sviðum þar sem m.a. tryggja
þarf að ræktun frumnanna
heppnast og þróa verður ný
skurðtæki.
Streita hægir
ábata
Sálræn streita kemur í veg
• fyrir að sár grói eðlilega. Þetta
er niðurstaða bandarískra vís-
| indamanna eftir að þeir rann-
sökuðu 13 konur sem önnuðust
< ættingja með heilabilun.
Vísindamennimir gerðu smá-
; skeinu á handlegg kvennanna og
13 kvenna í samanburðarhópi.
Sár síðarnefndu kvennanna
greru á 39 dögum en hinna á 49
dögum. Blóðsýni leiddu í ljós að
konumar sem önnuðust ættingj-
ana framleiddu minna af efni
sem er til aðstoðar varnarkerfi
: líkamans.
Umsjón
Guðlaupr Bergmundsson
Booker fyrir sögu úr
fyrra heimsstríðinu
Þótt flestir hafi talið næsta víst að
Salman Rushdie, höfundurinn
dauðadæmdi, fengi hin eftirsóttu
bresku Booker-verðlaun að þessu
sinni fyrir nýju skáldsöguna sína,
The Moor’s Last Sigh eða Síðasta
andvarp Márans, var dómnefndin
sjálf á öðru máli.
Eftir harðar umræður í nefndinni
var niðurstaðan sú að veita þessi
kunnustu bókmenntaverðlauna
Bretlands ensku skáldkonunni Pat
Barker fyrir skáldsöguna The Ghost
Road sem kalla mætti á islensku
Draugaleiðina. Verðlaunaféð nemur
20 þúsund sterlingspundum en það
samsvarar ríflega tveimur milljón-
um íslenskra króna.
Úr kennslu í
skáldsagnagerð
Pat Barker er 52 ára að aldri ög
kemur frá norðurhéruðum Eng-
lands. Hún stundaði nám í alþjóða-
sagnfræði við London School of Ec-
onomics áður en hún sneri blaðinu
við og gerðist kennari.
Lengi framan af gekk henni illa
að koma skáldverkum sínum á
framfæri. Sjálf hefur hún orðað það
svo að hún hafi um árabil þurft að
nærast á höfnunarbréfum frá hin-
um ýmsu bókaforlögum. Enda hafði
hún náð 39 ára aldri þegar fyrsta
saga hennar kom loksins út. Sú heit-
ir Union Street og sá dagsins ljós
árið 1982. Sú saga var reyndar siðar
kvikmynduð undir nafninu Stanley
and Iris, og fóru kunnir leikarar,
Jane Fonda og Robert de Niro, með
aðalhlutverkin. Sjálf var hún hins
Pat Barker með verðlaunabók sína,
The Ghost Road. Símamynd Reuter
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
vegar afar ósátt við niðurstöðuna á
hvita tjaldinu.
Röð skáldsagna um
fyrra heimsstríðið
Pat Barker hefur hlotið mest lof
fyrir röð skáldsagna um fyrra
heimsstríðið og ömurleg áhrif þess
á þá ungu menn sem lentu í skot-
gröfunum. Þessar sögur eru sagðar
vel heppnuð blanda staðreynda og
skáldskapar.
Verðlaunaskáidsagan hennar er
einmitt sú þriðja í þessari ritröð.
Þar segir frá enskum liðsforingja úr
alþýðustétt sem er sendur á vígvöll-
inn á meginlandi Evrópu þegar
skotgrafahernaðurinn er í algleym-
ingi. Þar kynnist hann öðrum ung-
um manni, enska ljóðskáldinu
Wilfred Owen sem lét lífið rétt fyrir
lok styrjaldarinnar en skildi eftir
sig áhrifamikil ljóð um eymd stríðs-
ins sem síðar gerðu hann frægan.
Hlustaði á
sögur afa síns
Barker kveðst hafa fyllst áhuga á
þessu tímabili í sögu þjóðar sinnar
vegna frásagna afa sína af lífinu í
skotgröfunum. Hún líkir slátrun
ungra manna í orustunni við
Somme í Frakklandi við útrýmingu
gyðinga á tímum nasista að því leyti
að þessir atburðir lýsi hluta mann-
legs eölis sem hvorki sé hægt að
skilja né gleyma. Þessir atburðir
megi aldrei verða fortíð í hugum
fólks.
Barker er fyrst kvenna til að
hljóta Booker-verðlaunin síðan árið
1990. Telja má víst að þessi heiður
hafi mikil áhrif á sölu bóka hennar,
ekki síst verðlaupaskáldsögunnar.
Dómnefndin kynnti sér alls 141
skáldsögu að þessu sinni. Við sjálfa
lokaákvörðunina komu til greina,
auk þeirra tveggja bóka sem þegar
hafa verið nefndar, skáldsögur eftir
breska rithöfundinn Barry Unsw-
orth, Justin Cartwright frá Suður-
Afríku og Tim Winton frá Ástralíu.
Metsölu kilju r
Bretland.
Skáldsögur:
1. Jane Austen:
Prlde and Prejudlce.
2. Ruth Rendell:
Slmlsola.
3. Davld Guterson:
Snow Falllng on Cedars.
4. Colln Dexter:
The Daughters of Cain.
5. Chaterine Cookson:
The Tlnker’s Glrl.
6. John Grisham:
The Chamber.
7. Tom Clancy:
Debt of Honour.
8. Ellls Peters:
Brother Cadfael’s Penance.
9. Maeve Blnchy:
The Glass Lake.
10. Josephine Cox:
A Llttle Badness.
-
Rit almenns eölis:
1. Alan Bennett: Writlng Home.
2. lan Botham:
Botham: My Autoblography.
3. Nelson Mandela:
Long Walk to Freedom.
4. J. Lowell & J. Kluger: Apollo 13.
5. Peter de la Bllliére:
ÍLooklng for Trouble.
6. Andy McNab:
Bravo Two Zero.
7. Jung Chang: Wild Swans.
8. Blll Watterson:
Calvln & Hobbes lOth Anniversary
Book
9. S. Britwistle & S. Conklin:
The Making of Prlde and Prejudice.
10. S. Nye & P. Dornan:
The A-Z of Bahavlng Badly.
(Byggt á The Sunday Tlmee)
Danmörk
1. Michael Crichton:
Congo.
2. Jung Chang:
Vilde svaner.
3. Peter Hoeg:
De máske egnede..
4. Michael Larsen:
Uden sikker viden.
5. Anne Tyler:
Sankt muligvis.
6. Margaret Forster:
Kampen om Christabel.
7. Jostein Gaarder:
Sofles verden.
(Byggt á Polltlken Sondag)
Kaupendur meðalstórra bila geta látið sig hlakka til:
Gervihnattaleiðsaga fyrir aldamót
Þess verður ekki langt að biða að
flestir meöalstórir bílar verði fáan-
legir með gervihnattarleiðsögukerfi
gegn vægu aukagjaldi. Leiðsögu-
kerfi þetta reiknar út hagstæðustu
leiðina að áfangastað og sendir öku-
manni ýmsar upplýsingar, svo sem
um ástand vega og veðurhorfur.
Fyrst verður ökumaðurinn þó að slá
áfangastað sinn inn í sérstaka tölvu
í bílnum. Reiknað er með að þetta
muni gerast fyrir aldamót.
Tíu árum síðar mun tölvan í bíln-
um taka að sér mestan hluta akst-
ursins utan þéttbýlis. Ökumenn fara
þá beinustu leið út á næsta þjóðveg,
tengjast umferðarleiðsögukeifinu og
láta skila sér á áfangastað.
Ratsjá mun sjá til þess að hæflleg
fjarlægð verði milli bíla og hún sér
til þess að beita bremsunum um leið
og hún finnur að slys er yfirvofandi.
Hugsanlega munu raflínur undir
slitlaginu gera ökumanni kleift að
slökkva á bensínvélinni og nýta raf-
orkuna. En þetta er bara framtíðar-
músík.
Þýsku bílaframleiðendurnir
BMW og Mercedes Benz eru þegar
komnir með gervihnattarleiðsögu-
tæki í lúxusbílana sína en þau eru
svo dýr, kosta tæpar 300 þúsund
krónur, að þau eru ekki á færi þorra
almennings. Ford verksmiðjurnar
eru byrjaðar að prófa svona leið-
sögutæki og verða þau hugsanlega
boðin sem aukahlutur i bílum eftir
tvö til þrjú ár.
Sérfræðingar segja að verðið
verði að lækka um meira en helm-
ing til að almenningur kaupi leið-
sögukerfið, auk þess sem kerfið
verður að geta veitt upplýsingar um
næstu bensínstöðvar, gistihús og
ýmislegt fleira. Þá verður það að
geta komið boðum til lögreglu ef
eitthvað skyldi bjáta á.
Stafrænt landakort er nú aðeins
til af Þýskalandi en slík kort af Eng-
landi og Frakklandi eru væntanleg
á næsta ári.
Margir hafa af því áhyggjur að
með kerfi þessu geti stjórnvöld
fylgst nákvæmlega með hverri
hreyfingu borgaranna um leið og
þeir stíga upp í bíl sinn og nota leið-
sögukerfið.
Gervihnatíaleiösaqa fvrir bíla
Undir aldamót verða flestir meðalstórir bílar með gervihnattaleiðsögutæki sem aðstoðar ökumenn við
að finna bestu leiðina að áfangastað
Tölvuleiðsaga
Ökumaður setur inn áfanga-
stað við upphaf ferðar og tölva
sýnir hagstæðustu teiðina á
skjá íbílnum. Leiðin erstöðugt
endurmetin þegar töivan fær
upplýsingar um umferð frá
leiðsögugervihnetti og stjórn-
miðstöð umferðarinnar