Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 „Okkur telst til að grasalækning- ar hafi verið stundaðar í okkar ætt frá því um 1700. Móðir mín, Ásta Erlingsdóttir, lærði grasalækningar af föður sínum, Erlingi Filippus- syni, hann af móður sinni og þannig koll af kolli,“ segir Ásthildur Ein- arsdóttir, sem lærði grasalækningar af móður sinni, og hefur náð góðum árangri í að hjálpa fólki með hina ýmsu kvilla. Fjögur börn Ástu hafa lært fræðin af henni og stunda nú grasalækningar. Óhefðbundnar lækningar hafa verið vaxandi hér á landi og á und- anfornum árum hafa komið upp margvíslegar nýjungar _í því sam- bandi svo sem nálastungur, heilsu- fæði, líkamsrækt og fleira. Þó grasa- lækningar hafi alla tíð þekkst á ís- landi virðist trúin og eftirspurnin sífellt vera að aukast. Ásthildur telur að nokkur þróun hafi verið í þessu frá þvi ættfeður hennar byrjuðu að sjóða niður grös og jurtir. „Fyrst var þetta sennilega mest til að græða sár og kannski einhvern krankleika. Það er alltaf að bætast við jurtirnar hér á landi og úr meiru að moða en áður var,“ segir hún. Fá góð ráð Ásthildur segir að móðir sin, sem nú er 75 ára, fylgist vel með því sem börn hennar eru að gera og gefi góð ráð ef með þarf. Sjálf er hún að mestu hætt að búa til grasaseyði. Ásta hefur löngum verið þekkt fyrir að hjálpa fólki með hina ýmsu sjúk- «r ■ • _______________________________________________ Ásthildur Einarsdóttir tínir jurtir um allt land og býr tll grasaseyði sem hún segir að geti hjálpað við ýmsum kvillum. ert við gert, lagaðist af grasaseyð- inu. „Ég var óvinnufær sökum sárs- auka og hafði þjáðst í öllum liðamót- um. Jóna Anna var stöðugt að biðja mig að prófa þar sem hún hafði góða reynslu af seyðinu svo ég lét til leið- ast. Éftir eina viku fann ég mun á mér og eftir nokkrar vikur var gigt- in horfin. Ég hef ekki fundið fyrir henni síðan,“ segir Edda. Jóna Anna segist hafa keypt bók- ina um Ástu grasalækni á bóka- markaði árið 1990. „Ég fékk trú á grasalækningum eftir lestur bókar- innar og þar sem ég átti bamabarn með mikla eymabólgu, og sveppa- sýkingu að auki, ákvað ég að leita til Ásthildar. Barnið hafði verið mjög mikið á penísillínkúrum og ég hafði áhyggjur af þvi. Ég fékk grasa- seyði sem bamið drakk í hálft ár og hefur hvorki fengið eymabólgu né sveppasýkingu síðan en það em fjögur ár síðan þetta var. Ég fór með þessa dótturdóttur mína í sund í sumar á heitum degi og við vorum þar alllengi. Um kvöldið var hún skaðbrennd á öxl- um og handleggjum og það mátti ekki snerta hana. Ég fékk brunaá- burð hjá Ásthildi og bar vel á hana. Það er dagsatt að næsta dag sást ekki að bamið hefði brunnið," segir Jóna Anna. Hún sagðist vita um fleiri tilfelli þar sem fólk hefði brennst og áburðurinn hefði bjarg- að. „Hann bæði tekur sviða og er græðandi fyrir húðina. Ég vil gjarn- an segja frá þessu því oft hefur mig langað að hringja í fólk, sem lent hefur í brunum, t.d. vegna sjóðandi Fjölskylduleyndarmálið hefur varðveist í margar kynslóðir: Fólk er opið fyrir náttúrulækningum i ■ - segir Ásthildur Einarsdóttir sem lærði grasalækningar af móður sinni dórna með grasaseyðum og fjöl- t skylduleyndarmálið er vel varðveitt ' í höndum barna hennar nú. „Fólk kemúr til okkar af öllum mögulegum ástæðum. Við höfum út- búið krem fyrir fólk með fótasár, seyði fyrir ungbörn með maga- kveisu, fólk með astma, gyllinæð, brunasár, eyrnabólgu, blöðrubólgu, blöðruhálskirtilssjúkdóm og hvað- eina. Við sjúkdómsgreinum ækki neinn en fólk leitar til okkar þegar það hefur verið lengi á lyfjakúrum án nokkurs árangurs. Ég hef séð mikinn árangur með brunasár og er mjög ánægð með það,“ segir Ást- hildur. Hún hefur einnig séð bata á fótasári en hún segist bæði gefa seyði og krem við því og öðrum sár- um sem ekki gróa. „Það flýtir fyrir, bætir blóðrás og eyðir bólgum." Einungis íslenskar jurtir Ásthildur og fjölskylda hennar nota eingöngu íslenskar jurtir í áburð og seyði. „Við tínum jurtirn- ar um allt land. Sumar jurtir vaxa bara á einstökum stöðum og þá leit- um við þær uppi. Mest tínum við seinni part sumars en sumar er hægt að ná í fyrr. Þó þarf maður að ná jurtunum áður en þær blómstra. Ætli þetta séu ekki tuttugu tegundir af jurtum sem ég nota en það er mjög seinlegt og mikil vinna að tína þær - maður þarf að hafa góða fæt- ur og bak. En þetta er áhugamál hjá okkur." Ásthildur segist finna fyrir vax- andi áhuga hjá fólki fyrir grasa- seyði. „Ég tala auðvitað aldrei um að ég sé að lækna neinn - þetta eru bara náttúruleg efni sem hafa verið notuð í aldaraðir. Mér finnst fólk vera opið fyrir að prófa þessa leið - sérstaklega þegar það hefur reynt allt annað. Kannski heyri ég einung- is frá þeim jákvæðu en ég veit að sumir eru óþólinmóðir og missa móðinn ef þeim líður ekki betur eft- ir eina flösku af grasaseyði. Það er misskilningur því oft þarf að drekka seyðiö í einhverjar vikur áður en fólk finnur mun. Konur hafa meiri þolinmæði en karlar.“ Varð loksins barnshafandi Ásthildur er ákaflega hreykin af því að eiga þátt í því að ung kona varö bamshafandi. „Við hjónin vor- um búin að reyna að eignast bam í fimmtán ár án árangurs. Við vorum búin að fara í allar rannsóknir og i ljós kom að maðurinn minn er með slappar sæðisfrumur þannig að tæknifrjóvgun var eini möguleiki okkar. Þannig aðgerö er fram- kvæmd í Belgíu og við sendum þangað nauðsynlega pappíra. Ég hafði oft komið til Ásthildur fyrir ömmu mína sem þjáðist af hægða- teppu en grasaseyðið hjálpaði henni. Það kom einhvem tíma til tals á milli okkar Ásthildar að mér tækist ekki að verða ófrísk. Hún hvatti mig til að fá hjá sér grasa- seyði handa eiginmanninum. Hann hafði enga trú á þessu en lét tilleið- ast. Það var um haustið 1994 sem hann byijaði að taka inn seyðið. Sl. vor kvartaði ég við Ásthildi um að ég hefði mikla verki með blæðing- um og þá lét hún mig líka hafa seyði. Tveimur mánuðum síðar var ég orðin bamshafandi og er nú kom- in fimm mánuði á leið,“ segir kon- an, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Hún segist trúa því að seyðið hafi komið jafnvægi á líkamsstarf- semi þeirra. Stuttu eftir að konan varð ófrísk fékk hún bréf frá Belgíu að komið væri að henni á biðlistan- um. Tvær konur, sem báðar hafa ver- ið fastir kúnnar hjá Ásthildi, Jóna Anna Stefánsdóttir og Edda Lýðs- dóttir, voru staddar hjá henni þegar viðtalið var tekið. Edda segist vilja koma því á framfæri að sársauka- full gigt, sem hún fékk fyrir nokkrum árum og læknar gátu ekk- vatas, og segja frá þessum áburði." Ásthildur segir að þessi áburður sé gerður úr mörgum íslenskum jurtum og hún viti til þess að hann hafi oft gert gagn. „Systurdóttir mín brenndist sem bam, fékk 3ja stigs bruna, þessi áburður var borinn á hana og það sér ekkert á henni í dag.“ Læknar vantrúaðir Læknar hafa ekki séð ástæðu til að leita til grasalækna eftir jurta- seyðum eða áburðum. „Það myndi ekki standa á mér að útvega þeim krem eða seyði en þeir hafa ekki sóst eftir því. Ég myndi halda að lýtalæknar gætu notað krem frá mér t.d. eftir andlitsaðgerðir því þau em mjög græðandi," segir Ást- hildur. „Læknar hafa vitaskuld mis- munandi skoðanir á grasalækning- um eins og aðrir en ég veit um til- felli þar sem þeir hafa sagt að það saki ekki að reyna.“ Ásthildúr segist oft gefa grasa- seyði til vina og kunningja en hún þurfi líka að selja það. „Það liggur mikil vinna að baki þessu og ekki síður kostnaður. Maður reynir að hafa upp í kostnaðinn en ég lifi ekki á þessu,“ segir hún. í mörg ár var Ásta grasalæknir sú eina sem útvegaði fólki seyði og krem en i dag eru allnokkrir sem sjóða grös og jurtir. Það virðist því vera komin samkeppni á þessum markaði. „Jú, það er mikill áhugi á náttúrulækningum hjá almenningi. Ættin hennar mömmu hefur verið lengi í þessu og fólk þekkir okkur. Það hafa komið til okkar margar kynslóðir úr sömu fjölskyldunum og fengið seyði," segir Ásthildur Ein- arsdóttir sem vill reyndar ekki kalla sig grasalækni. „Mamma hefur aldrei viljað kalla sig grasalækni - það var bara fólkið sem gerði það.“ -ELA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.