Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 Þeim varð á í MESSUNNI Bókaútgáfan Hólar á Akureyri er ina Þeim varð á í messunni, í rit- í þann mund að senda frá sér bók- stjórn Guðjóns I. Eiríkssonar og IS-VIDEO GRENSÁSVEGI 50 - SÍMI 588 4455 Fullt af góðum tilboðum Alltaf með nýjustu myndirnar Ný mynd og ein mynd úr flettirekka, kr. 350 TILBOÐ I I pk. Pox og videospóla, kr. 500 TILBOÐ II 1 I ís og videospóla, kr. 500 1,5 I Coke kr. 119 Orville örbylgjupopp, kr. 119 Samlokur (tilbúnar) og súperdós af Coke, kr. 200 xnessxs Hundaeigendur í Reykjavík Samkvæmt 5. gr. reglugerðar nr. 201 /1957 um varnir gegn sullaveiki skulu eldri hundar en 6 mánaða hreinsaðir af bandormum í október eða nóvember ár hvert. Starfandi dýralæknar í Reykjavík annast hreinsun. Heilbrigðiseftirlitið hvetur þá hundaeigendur sem halda óskráða hunda í Reykjavík að skrá þá hið fyrsta. Þeir hundaeigendur sem enn hafa ekki greitt leyfisgjald fyrir 1995 eru hvattir til að gera það strax svo komist verði hjá frekari innheimtuaðgerðum. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Auglýsing um starfslaun listamanna árið 1996 Starfslaun handa listamönnum Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa lista- mönnum árið 1996, í samræmi við ákvæði laga nr. 35/1991. Starfslaun eru veitt úr fjórum sjóðum þ.e.: 1. Launasjóði rithöfunda, 2. Launasjóði myndlistarmanna, 3. Tónskáldasjóði 4. Listasjóði. Umsóknir skulu hafa borist Stjórn listamannalauna, menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöðum fyrir kl. 16 mánudaginn 15. janúar 1996. Umsóknir skulu auðkenndar „Starfslaun lista- manna" og tilgreina þann sjóð sem sótt er um laun til. Umsóknareyðublöð fást hjá menntamálaráðuneytinu. Ath.: Hafi umsækjandi áður hlotið starfslaun verður um- sókn hans því aðeins tekin til umfjöllunár að hann hafi skilað Stjórn listamannalauna skýrslu um störf sín í sam- ræmi við ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 35/1991. Reykjavík, 10. nóvember 1995 Stjórn listamannalauna Jóns Hjaltasonar. I bókinni er að finna fjölmargar gamansögur af ís- lenskum prestum, bæði lífs og liðn- um, og er víða komið við. Hér á eft- ir fara nokkrar sögur úr bókinni og er sú fyrsta af séra Pétri Magnús- syni sem var prestur í Vallanesi austur á Héraði frá 1939-1960: Eitt sinn sem oftar var komið að fermingu hjá séra Pétri og höfðu þrjú börn gengið til fræðslunnar um veturinn. Ekki tókst þó betur til með athöfnina en svo að séra Pétur fermdi eitt barnanna tvisvar, annað einu sinni og það þriðja aldrei. Finnur Jónsson, biskup í Skál- holti, kom eitt sinn að staðarráðs- manni sínum þar sem hann hafði mök við griðkonu. Hreytti biskup þá út úr sér: „Fúlt brúðkaup, fá- mennt!“ „Komu þó fleiri en boðnir voru,“ svaraði ráðsmaður. Við upphaf jólaguðsþjónustu á að- fangadagskvöld í Neskirkju í Reykjavík gengu kórfélagar á söng- loftið í bláum kyrtlum. Heyrðist þá lítið barn segja: „Þarna eru englarn- ir.“ í því gengur presturinn að altar- inu, klæddur rauðum hökli, og seg- ir þá annað barn: „Já, og þarna kemur jólasveinninn.“ Séra Baldur Vilhelmsson í Vatns- firði hitti sóknarbarn sitt á fórnum vegi í vetrarlok og tók það tali. Þar kom í samræðunum að klerkur seg- ir: „Já, góði, það var dauft mannlíf- iö í Djúpi í vetur. Það var ekkert um að vera í félagslifl, ekki einu sinni jarðarför." Séra Jóhann Þorkelsson, dóm- kirkjuprestur í Reykjavík, var einu sinni sem oftar að flytja líkræðu. Sú sem jarðsungin var í það skiptið hafði dáið í hárri elli, ógift og barn- laus. í lok ræðu sinnar flutti prest- urinn hinni látnu kveðju frá börn- Ut er komin bók þar sem sagðar eru grínsögur af prestum. um, tengdabörnum og barnabörnum og hrukku þá margir kirkjugesta við. Eftir jarðarförina kom einn af ættingjum hinnar látnu að máli við prestinn og sagði byrstur: „Þú flutt- ir hér kveðju frá afkomendum hinn- ar látnu en hún var bæði ógift og barnlaus.“ „Æ, æ, líkræðurnar hljóta að hafa ruglast á skrifborðinu," stundi séra Jóharrn en bætti síðan við: „En hún hafði svo sem aldurinn til þess að eignast bæði mann og börn, blessun- in.“ Séra Jón ísleifsson, í Ámesi á Ströndum, er ekki þekktur fyrir að ganga I skartklæðum dags daglega og nostrar ekki mikið við útlit sitt. Sumarið 1991 fór séra Jón, sem vandi hans var, út í Árnesey að sinna æðarvarpi. Með honum var ungur aðstoðarsveinn. Séra Jón fór í sínum lökustu fotum til dúntekj- unnar enda átti hann ekki von neinna heldri manna þama á eyj- unni. Þar var hins vegar mikiö af fuglahræðum eins og gengur. Strákur og prestur ganga um UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Bjarnarbraut 2, Borgamesi, sem hér segir, á eft- irfarandi eignum: Hríshóll, Innri-Akraneshreppi, þingl. eig. Sveinn Vilberg Garðarsson, gerð- arbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, 16. nóvember 1995 kl. 10.00. Litla-Berg, Reykholtsdalshreppi, þingl. eig. Ólafúr Guðmundsson, gerð- arbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Vátiyggingafélag íslands hf., 16. nóvember 1995 kl. 10.00. Borgarvík 1, Borgamesi, þingl. eig. Ármann Jónasson, gerðarbeiðendur Ingvar Helgason hf„ Sævarhöfða 2, 112 Reykjavík og Sparisjóður Mýra- sýslu, 16. nóvember 1995 kl. 10.00. Steinsholt í Leirár- og Melasveit, þingl. eig. Ólafúr H. Ólafsson, gerðar- beiðandi Tannlst. Jónasar Geirssonar, 16. nóvember 1995 kl. 10.00. Bær 3, Andakílshreppi, þingl. eig. Margrét Kolbeinsdóttir, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður ríkisins og Vátiyggingafélag íslands h£, 16. nóv- ember 1995 kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í B0RGARNESI Hl. Hrafhakletts 8, Borgamesi, þingl. eig. Geirdís Geirsdóttir, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður verkamanna, 16. nóvember 1995 kl. 10.00. Dagsbrúnarmenrt Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 15. nóvember næstkomandi klukkan 20.30 í Borgartúni 6 (gamla Rúg- brauðsgerðin). Fundarefni: 1. Félagsmál a. Kosning í uppstillingarnefnd b. Kosning til kjörstjórnar Annað: Edda Rós Karlsdóttir flytur erindi um samanburð á tekjum verkafólks á íslandi og í Danmörku. Önnur mál. Kaffiveitingar verða á fundinum. Af gefnu tilefni eru félagsmenn beðnir að sýna skírteini við innganginn. Þeir sem hafa einhverra hluta vegna ekki skírteini vegna ársins 1995 eru beðnir að snúa sér til skrif- stofu félagsins. Stjórn Dagsbrúnar varpið og skipta með sér eynni. Þeg- ar þeir hittast aftur sér strákur sér til undrunar að prestur er nú allt í einu miklu betur klæddur en þegar þeir skildu. Það stóð ekki á svarinu hjá séra Jóni: „Ég skipti um fot við eina fuglahræðuna." Með fótboltaskóna í messu Gísli Kolbeins, sonur séra Hall- dórs Kolbeins, fékk Melstað árið 1954. Eitt sinri sem oftar kom hann í Kaupfélagið á Hvammstanga og ætl- aði meðal annars að kaupa vinnu- vettlinga. Kom þá þar að Benedikt Líndal á Efra-Núpi og hváði: „Hvað er þetta maður, ætlarðu að messa yfir söfnuðinn með vinnuvettling- um?“ Séra Gísli svaraði: „Nei, en það er sannarlega ekki vanþörf á að vera með vinnuvettlinga þegar maður heilsar sumum sóknarbörnunum.“ Séra Róbert Jack fæddist í Glas- gow í Skotlandi árið 1913. Þrátt fyr- ir að hann ætti allar rætur í því landi fluttist hann til íslands og gerðist knattspyrnuþjálfari og síðar prestur. Eitt sinn auglýsti séra Róbert guðsþjónustu með þessum orðum: „Messa á sunnudaginn klukkan tvö. Takið fótboltaskóna með.“ Þetta gerðist á prestafundi í Haukadal í Biskupstungum, líklega árið 1943 eða þar um bil. Að morgni annars fundardags var fegursta veð- ur og klerkar glaðir og drifu sig í sund á staðnum. Seinastur kom séra Jakob Jónsson, jafnan léttur á fæti og snöggur í hreyfingum, og stakk sér umsvifalaust til sunds, hvarf í kaf, skaut upp aftur, rak upp öskur, hvarf enn. Félagar hans í presta- stéttinni hlógu að þessum aðfórum og héldu að hann væri að leika list- ir sinar og gamna sér með þessum hætti en allir voru í gáskaskapi. Innan skamms var séra Jakob með miklu busli kominn að laugarbarm- inum og þá urðu félagar hans þess vísari að hér hafði verið alvara á ferð. Séra Jakob var lítt eða ekki syntur og missti vald á sér þegar í laugina kom. Þegar prestarnir höfðu náð úr sér hrollinum eftir þetta var séra Jakob spurður hvað hann hefði hugsað þegar hann sökk í annað sinn og var að drukkna: „Hugsað! Síðasta hugsunin var: Ætla mannfýlurnar ekkert að gera til að bjarga mér?“ Og í lokin skulum við grípa niður i frásögn séra Hannesar Arnar Blan- dons. Hans helsta tómstundagaman er leiklistin og hefur Hannes oft brugðið sér í hin ýmsu hlutverk eft- ir að hann varð prestur. „Einu sinni var ég með í leikritinu „Láttu ekki deigan síga, Guðmundur" og lék þar mann sem á sjö konur á ýmsum tímaskeiðum. Á einum stað á hann í innilegum samræðum við konu númer 4 eða 5 þar sem þau kryfja ævintýri næturinnar til mergjar. Yf- irleitt hafði fólk gaman af þessu en þó brá svo við á einni sýningu að dauðahljóð varð í salnum en gestir voru flestir úr félagi aldraðra. En við Anna, mótpartur minn, skemmt- um okkur eins og ekkert hefði ískorist og þegar hæst stóð á stöng- inni heyrðist skyndilega í eldri konu i salnum: „Almáttugur, þennan læt ég aldrei jarða mig.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.