Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Síða 21
JL*V LAUGARDAGUR 11. NÓVÉMBER 1995 menning 21 Krónprinsinn fundinn Það eru fleiri en stórsöngvarar á Islandi sem velta fyr- ir sér hvort ekki sé kominn tími á hið guflna þríeyki sönglistarinnar, Pavarotti, Domingo og Carreras, og hvenær óumdeiidir eftirmenn þeirra muni hefja upp tenórraddir sínar svo að um muni. Frábærar tenórradd- ir hafa hins vegar látið bíða eftir sér, á sama tíma sem mikil gróska hefur verið meðal barítona, hvað sem veldur. láski hafa hinir miklu yfir- irðir þríeykisins orðið til þess i draga burst úr nefi verðandi nórsöngvara. Eða eins og ;áldið Rilke sagði'um Rodin, yndhöggvarann mikla: imærri tré þrífast illa í ná- •enni eikarinnar". ' Nú eru hins vegar ýmis teikn lofti um að kominn sé fram Tónlist Aðalsteinn Ingólfsson nór með alla burði til að taka ið af þrieykinu. Hér á ég að álfsögðu við Roberto Alagna, ngan og myndarlegan ítala sem inn er upp í Frakklandi. Svo úkill er feginleiki tónlistar- ressunnar yfir frammistöðu ingvarans að hún er á góðri ið með að kæfa hann með at- ________ .. ,. . Roberto Alaqna. ygh og væntingum. „Kron- 3 rinsinn fundinn" var fyrirsögn í einu tónlistarritinu. n sem betur fer virðist Alagna hafa nógu sterk bein til 3 þola velgengnina, ef marka má viðtöl við hann. [abarettsöngvari Ferill Alagnas er'að ýmsu leyti óvenjulegur. Hann ann fyrir sér með gítarleik og kabarettsöng á frönsku g ítölsku uns þekktur franskur tónlistarmaður bað ann í bríaríi að syngja aríu fyrir sig inn á band. Árang- rinn var framar öllum vónum téðs tónlistarmanns, sem brast í grát og bauð Alagna að sækja einkatíma í óperusöng hjá sér. Loks tók Alagna þátt í söngkeppni sem Pavarotti stendur fyrir og vann þar til verðlauna. í kjölfarið fóru honum að opnast óperuhús, fyrst í Glyndebourne árið 1988 og síðan í Frakklandi. Það var svo í Covent Garden árið 1992, þar sem Alagna söng Rudolfo í La Boheme, að mönn- um varð ljóst að hér væri á ferð- inni efni i meiri háttar tenór. Nú er kominn á markað „debút“ geisladiskur Alagnas, „Vinsælar tenóraríur", sem gefur auðvitað tilefni til að leggja dóm á frammistöðu hans. Geisladiskn- um er skipt til helminga milli ítalskra og franskra tónskálda, sem segir sjálfsagt sitt um þá stefnu sem Alagna hyggst marka sér í sönglistinni. Þarna eru vit- anlega firna vinsælar aríur, „La donna é mobile“, „Che gelida manina!“ og annað í þeim dúr en einnig ýmislegt óvænt, t.d. sjald- gæfar aríur eftir Henri Rabaud og Gounaud. Satt best að segja þarf ekki að hlusta ýkja lengi á þessa geisla- plötu til að heyra að Alagna stendur undir öllum þeim vænt- ingum sem við hann hafa verið bundnar. Hann er lýrískur tenór af bestu gerð, með franskan „el- egans“ í röddinni, blandaðan ástríðufullri innlifun ítalskra stórsöngvara. Eins og stendur minnir Alagna undirritaðan ýmist á Björling (einkum í La Bohéme-aríunni) eða Carreras upp á sitt besta og ef hann fylgir því heilræði Pavarott- is að geyma sér erfiðari óperuhlutverk til síðari tíma á hann sannarlega bjarta framtíð fyrir sér. Roberto Alagna — Popular Tenor Arias London Philharmonic Stj. Richard Armstrong EMI Classics CDC 5 55540 2 Umboð á íslandi: SKÍFAN Með Black Line myndlampa, 40W Nicam Stereo magnara með Surround, aðgerða- birtingu á skjá, textavarpi með ísl. stöfum, fullkominni fjarstýringu, Timer, klukku á skjá, S-VHS inngangi og tveimur Scart-tengjum. ALLT ÞETTA FYRIR AÐEINS o STGR. ajíts'j SIÐUMULA 2 • SIMI 568 9090 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.