Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Side 38
46 fréttir LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 Danir fagna fyrsta konunglega brúðkaupinu í 28 ár: Eftirvænting fyrir brúðkaup aldarinnar Laugardaginn 18. nóvember mun Alexandra Christina Manley ganga inn kirkjugólfið í Hallarkirkjunni í Friðriksborgarhöll í fylgd föður síns. Þar mun hún játast Jóakimi prins, yngri syni Margrétar Þórhild- ar drottningar og Henriks prins. Eft- irvæntingin er mikil innan kon- ungsfjölskyldunnar og ekki síst meðal almennings í Danmörku sem beðið hefur eftir konunglegu brúð- kaupi í 28 ár. Viðbúnaðurinn var mikill 1967, þegar Margrét Þórhild- ur og Henrik prins voru geFin sam- an í Holmenskirkju, en hann jafnast ekkert á við viðbúnaðinn í dag. Jóakim kom öllum á óvart þegar hann tilkynnti trúlofun sína í sum- ar. Engan grunaði hvað var í vænd- um þótt trúlofunin hefði átt langan aðdraganda. Jóakim hafði kynnst Alexöndru í Hong Kong þar sem hún var dugandi starfsmaður stórs verðbréfafyrirtækis. Rómantíkin kviknaði og innan tíðar virtist ljóst hvert stefndi. En enginn vissi þó neitt og varð mikið öngþveiti á dönskum fjölmiðlum, sérstaklega vikublöðunum, í kjölfarið. Rifjaðist • upp fyrir mönnum að Jóakim fetaði þarna í fótspor móður sinnar en hún kom einnig öllum á óvart þegar hún tilkynnti trúlofun sína og Hen- riks prins fyrir tæpum 30 árum. Allt frá trúlofun Jóakims og Alex- öndru hafa kastljós fjölmiðla í Dan- mörku beinst að hjónaleysunum. Ljósmyndarar og blaðamenn hafa fylgt Jóakim og sérstaklega Alex- öndru hvert sem þau hafa farið. Les- endur, sérstaklega þeir sem kaupa vikublöðin, hafa fengið nákvæmar lýsingar á hverri hreyfingu, svip- brigðum og látbragði Alexöndru. Kaupmenn og framleiðendur alls Stjörnuspekingur segir að Jóakim og Alexandra eigi margt sameigin- legt í stjörnunum. Hann spáir afar kærleiksríku hjónabandi sem þó verði hlaðið spennu á stundum. mælti sérstaklega með honum en hann hefur saumað brúðarkjóla handa öllum brúðum konungsfjöl- skyldunnar frá því Margrét gifti sig. í honum verður væntanlega silki frá Hong Kong en eitt koffort Al- exöndru, sem kom frá Hong Kong fyrr i haust, var fullt af dýrindis silki. Hönnunin er mikið leyndar- mál og á kjóllinn að koma á óvart. Konunglegir gestir Friðriksborgarhöll er í Hillered, skammt norðvestur af Kaupmanna- höfn. Höllina lét Kristján konungur fjórði byggja en Hallarkirkjan var byggð á árunum 1602-1617. Þar hafa einungis tvö konungleg brúðkaup verið haldin áður, hið fyrra 1752, þegar Friðrik fimmti kvæntist Júlí- önu Maríu af Braunschweig, og hið síðara 1850 þegar Friðrik sjöundi kvæntist Danner greifynju. Um 400 gestir verða viðstaddir sjálfa athöfnina í kirkjunni, þar af 50 útvaldir fulltrúar fjölmiðla. Brúð- guminn mun koma til kirkjunnar klukkan 16 í fylgd Friðriks krón- prins sem verður svaramaður litla bróður. Hálftíma síðar mun Alex- andra koma til kirkjunnar í fylgd föður sins. Athöfnin mun taka um Trúlofun Jóakims og Alexöndru kom öllum í opna skjöldu á sama hátt og þegar Margrét Þórhildur og Henrik prins trúlofuðu sig fyrir tæpum 30 árum. kyns varnings voru ekki lengi að sjá hagnaðarvon í brúðkaupinu og áður en langt um leið var Alexöndru- postulín, Alexöndrukonfekt, Alex- öndrudragtir og Alexöndru þetta og Alexöndru hitt boðið til sölu. Veltan varð gífurleg. Danir hyggjast einnig notfæra sér brúðkaupið á mörkuð- um sínum í Austurlöndum. Hefur völdum viðskiptaðilum eystra verð- ur boðið á danska menningarhátíð í Hong Kong 10. desember. Heillandi og skemmtileg Verðandi prinsessa Danmerkur virðist hafa fallið í kramið hjá Dön- um og eru fáir þar undanskildir. Þeim finnst hún sérlega heillandi og skemmtileg manneskja og æðisleg eða „smaddersod", eins og eigandi skóverslunar, sem Alexandra heim- sótti, orðaði það. Eru það ólíkt vin- samlegri móttökur en Henrik prins fékk en Danir voru afar lengi að taka hann í sátt og voru beinlínis rætnir á stundum. Hvar sem Alexandra fer hópast fólk sam an til að virða hana fyrir sér og jafnvel eiga við hana orða- stað. Er áhuginn svo mikill að fari hún í verslun er fólk með nef- ið límt við rúð- una og glápir. Alexandra hefur verið mikið í búðum, enda hefur fatasafn hennar miðast við heitara loftslag í Hong Kong. Hefur hún reyndar átt í vand- ræðum með að fá föt í sinni stærð en hún er ekki nema 163 sentímetr- ar á hæð, notar föt númer 34 og skó númer 36. En Alexanxdra lætur það ekki á sig fá heldur sérpantar og sveiflar greiðslukortinu. Hún er ekki ein á ferð. Með henni eru vin- konur úr konungsfjölskyldunni eða hofdama drottningar og til öryggis fylgja tveir öryggisverðir henni hvert fótmál. Slíka gæslu hefur Jóakim aldrei þurft úti á götu. Þessa dagana er verið að leggja síðustu hönd á brúðarkjólinn en hann saumar danskur skraddari, Jorgen Bender. Margrét Þorhildur Erlent fréttaljós Verðandi prinsessa Danmerkur virðist hafa fallið í kramið hjá Dönum. Þeim finnst hún sérlega heillandi og skemmtileg manneskja og æðisleg, eða „smaddersod", eins og eigandi skóverslunar orðaði það. er tekið til þess að Danir eru um 5,5 milljónir. Það er þó ekkert í saman- burði við þegar síðasti þátturinn í endursýningu á framhaldsþáttunum Matador var sýndur. Þá voru hvorki meira né minna en 3,6 milljónir Dana límdar við skjáinn. Samt er búist við að brúðkaup aldarinnar slái metið enda horfðu um 1,6 millj- ónir áhorfenda á viðtal við Al- exöndru sem sjónvarpað var 1. nóv- ember. Stormasamt hjónaband Eins og áður sagði hefur verið fjallað um brúðkaupið frá öllum mögulegum hliðum og þar eru stjörnuspekingar engin undantekn- ing. Stjörnuspekingur Billedbladets segir að Jóakim og Alexandra eigi margt sameiginlegt í stjörnunum. Hann spáir afar kærleiksríku hjóna- bandi sem þó verði hlaðið spennu á stundum. Þau munu fylgjast að í geðsveiflum, vera samtímis hátt upp og niðri. En skapgerðin er ólík. Jóakim er jarðbundinn, enda land- búnaðarfræðingur, meðan Alex- andra lætur tilfinningarnar ráða. Stjömuspekingurinn segir það boða stormasamt hjónaband þar sem hún verður fjörkálfurinn en hann hinn trausti klettur heima fyrir. Alexandra er af breskum og kín- verskum uppruna. Hér er hún ásamt móður sinni sem gaf ráð varðandi brúðarkjólinn. Haukur L Hauksson klukkustund og verð- ur henni sjónvarpað beint og á risaskjá skammt frá höllinni. Strax eft- ir athöfnina mun öll konungsfjöl- skyldan, um 50 manns, safnast til myndatöku. Síðan munu brúðhjón- in aka í opnum hestvagni drottning- ar um Hillered og veifa til mann- fjöldans. Leiðin verður vörðuð log- andi kyndlum og mikil flugeldasýn- ing ifer fram. Gestir verða frá öllum heims- hornum og munu fulltrúar allra konungsfjölskyldna Evrópu verða viðstaddir, þar á meðal Karl Breta- prins. Lengi var óvist hvort Henrik prins gæti verið við brúðkaupið vegna þrálátrar bakveiki en hann flaug nýlega frá Frakklandi til Dan- merkur í einkaþotu og undir eftirliti lækna. Móðir hans, amma Jóakims, er hins vegar of lasburða og gömul til að treysta sér. Stærsta fjölmiðlauppákoman Viðbúnaðurinn fyrir þetta brúð- kaup aldarinnar er gífurlegur enda búist við stærstu fjölmiðlauppákomu í Danaveldi fyrr og síðar. Hátt i eitt þúsund blaða- og fréttamenn munu fylgjast með brúðkaupinu sem sjón- varpað verður beint á báðum stærstu sjónvarpstöðvunum. Áhugi erlendra fjölmiðla er gífurlegur. Blaðamenn munu fjalla um bók- staflega allt sem viðkemur þessari hátíðarstund: klæðnaðinn, gestina, óvæntar uppákomur, áhorfendur, veisluna og hátíðahöld almennings. Yfir 100 manna lið á vegum danska ríkisútvarpsins mun koma að út- sendingum á brúðkaupsdaginn, enda búist við að öll met verði sleg- in varðandi áhorf. Þegar Danir léku gegn Hollend- ingum í undanúrslitum Evrópu- meistarakeppninnar í knattspyrnu 1992 var talið að um 2,8 milljónir hefðu horft á leikinn í sjónvarpi, sem er gífurlegur fjöldi þegar tillit

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.