Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Page 39
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 47 Stjáni stuð með nýja útvarpsstöð í eina viku: Langar að fá merka menn í heimsókn „Sambýlið að Bröndukvísl 17, þar sem ég bý, er íjögurra ára um þess- ar mundir og við ætlum að halda upp á afmælið með því að hafa okk- ar eigin útvarpsstöð í eina viku. Við munum senda út alla dagana frá átta á morgnana til tíu á kvöldin á FM 88,6,“ segir Kristján Þórðarson sem löngu hefur verið þekktur í út- varpi sem Stjáni stuð. Sjálfur ætlar Stjáni stuð að sitja við hljóðnemann fyrir hádegi en hann hefur fengið unglinga í hverfinu til liðs við sig í dagskrárgerðina. Margir muna eftir Kristjáni frá því hann var með eig- in þætti á útvarpsstöðvunum Útrás, Rót og Sólinni. Kristján, sem er 26 ára gamall, hefur haft ótrúlegan áhuga á útvarpi frá því hann var barn að aldri en þá fékk hann að skoða ríkisútvarpið. Kristján þykir bæði duglegur og kjarkmikill en hann hefur staðið að undirbúningi útvarpsstöðvarinnar frá því í maí í vor. Hann hefur feng- ið íþrótta- og tómstundaráð til liðs við sig en það skaffar honum tæki til rekstursins. Engu að siður hefur stofnkostnaður Kristjáns verið um 90 þúsund krónur og vonast hann til að þeir peningar skili sér til hans að nýju í gegnum auglýsingar. Heitir Þruman „Við verðum með ýmiss konar tónlist og spjallþætti þannig að þetta verður fjölbreytt dagskrá," segir hann. „Við viljum að fólk taki þátt í þessu með okkur og það getur hringt í beina útsendingu í síma 567^0886.“ Útvarpsstöðin verður starfrækt í húsakynnum sambýlisins, þar sem Kristján býr, og mun hún kallast Þruman í höfuðið á plötuverslun á Kristján Þórðarson, betur þekktur sem Stjáni stuð, verður með útvarpsstöð- ina Þrumuna í gangi næstu viku. DV-mynd Brynjar Gauti. Camilla og Karl í sömu veislunni Camilla Parker-Bowles, sem fræg er fyrir að vera hjákona Karls prins, mætti i opinbert sam- kvæmi á Ritz hótelinu fýrir stuttu. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess aö Kalli prins var í sama teiti. Camilla kom með föður sínum í veisluna og hún passaði mjög vel að ljós- myndarar næðu ekki að mynda hana og prinsinn saman. Fyrrver- andi eiginmaður Camillu, Andrew, var einnig gestur í sam- kvæminu svo varla hefur þetta verið þægileg stund fyrir þessa frægu konu. En Andrew yfirgaf Ritz-hótelið víst í fyrra fallinu. Laugaveginum sem hefur gefið þess- ari nýju útvarpsstöð plötur. Kristján langar til að fá merka menn í heimsókn og sagðist hann hafa lagt inn skilaboð fyrir Bubba Morthens. „Hann var ekki í bænum en ég vona að hann komi í heim- sókn.“ Kristján segist hafa þráð það lengi að fá að vera með þátt í út- varpi en ekkert hafi þýtt fyrir hann að sækja um á útvarpsstöðvunum. „Forráðamenn útvarpsstöðva virð- ast ekki taka mark á umsóknum mínum. Jafet Ólafsson hjá Bylgj- unni hafði t.d. aldrei heyrt nafhið Stjáni stuð. Með því að vera með þennan útvarpsrekstur i viku get ég í-leiðinni kynnt mig.“ Mikill spenningur Kristján segist vera ánægður á sambýlinu en þar hefur hann búið frá upphafi. Hann segist spila mikið af plötum og hefur áhuga á flest allri tónlist, þó ekki klassík. „Ég var um- boðsmaður fyrir hljómsveit en er hættur þvi núna.“ Mikill spenningur er á sambýlinu fyrir hinni nýju útvarpsstöð og Stjáni stuð hvetur alla til að hlusta á FM 88.6 í næstu viku. -ELA Ritiö MIKILVÆG SÍMANÚMER er komiö út og berst þér nú um helgina. Það hefur hagnýtt notagiidi og inniheldur gagnlegar upplýsingar. 5551111 js*„1 VEISLUEIOHÖSÍÐ SÍMt ‘593 SAOO Ui f*9w JWV Mundu aö stinga MIKILVÆGUM SÍMANÚMERUM fremst í símaskrána þína eða hafa á annan hátt viö höndina. MIKILVÆG SÍMANÚMER koma sér vel þegar á þarf að halda. Útgefandi Steinvík sf. f ( í ■i t * Ráðstefna Rauða kross íslands um skipulag sjúkraflutninga í tengslum við aðalfund sinn gengst Rauði kross íslands fyrir ráðstefnu um skipulag og framkvœmd sjúkraflutninga. Ráðstefnan verðurhaldin á Scandic Hótel Loftleiðum föstudaginn 17. nóvember. Hún hefst með skráningu og afhendingu gagna kl. 9.30 og henni lýkur kl. 16.00. FRUMMÆLENDUR: Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra Jón Viðar Matthíasson, aðstoðarslökkviliðsstjóri f Reykjavfk Magnús Hreinsson, formaður RKÍ-deildar Djúpavogs Svanhvít Jakobsdóttir, skrifstofustjóri f heilbrigðisráðuneytinu Þórir Sigurbjörnsson, fulltrúi RKÍ í sjúkraflutningaráði Jón Baldursson, yfirlœknir slysadeildar Borgarspítalans Dr. Eelco H. Dykstra, forstöðumaður CIEMS, evrópskrar upplýsingamiðstöðvar um sjúkraflutninga Úlfar Hauksson, formaður heilbrigðis- og almannavarnanefndar RKÍ Ráðstefnustjóri verður Guðjón Arngrímsson blaðamaður. Upphaflega var fyrirhugað að halda ráðstefnuna 27. október en þá var henni frestað. Þeir sem áður létu skrá sig eru velkomnir á ráðstefnuna nú og aðrir geta látið skrá sig á skrifstofu RKÍ f sfma 562 6722 fyrir 16. nóvember. Þátttaka er án endurgjalds. RAUÐI KROSS ISLANDS ; ,'***«

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.