Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Blaðsíða 64
w FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 Veðrið á sunnudag og mánudag: Strekkingur og skúrir Á morgun verður suðvestanstrekkingur og skúrir eða slydduél við norðurströndina en hægari og bjart með köflum sunnanlands. Hiti verður 3 til 7 stig, hlýjast suðaustanlands. Á mánudaginn verður fremur hæg norðlæg eða breytileg átt. Smáél verða við norðausturströndina en skýjað með köflum annars staðar, hiti 0 til 5 stig. Veðrið í dag er á bls. 69. Launanefndin: er um að taka upp kjaraviðræður - segir Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambandsins ;,Þaö var ákveðið á fundi launa- nefndar á fimmtudaginn að halda viðræðum áfram og ræða stöðuna, hvaða möguleikar eru í henni. Við berum það svar inn á furid for- manna landssambanda ASÍ, næst- komandi mánudag, að vinnuveit- endur séu tilbúnir til að ræða við okkur um hugsanlegar breytingar varðandi launin eða kaupmáttinn, umfram það sem er skrifað inn í samninginn í dag,“ sagði Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusam- bands Islands, í samtali við DV í gær. Þetta er alveg í samræmi við mat DV á stöðunni eftir samtali við Þórarin V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóra Vinnuveitendasam- bandsins, í síðustu viku. Umrædd launanefnd, sem skip- uð er þremur fulltrúum frá verka- lýðshreyfingunni og þremur frá vinnuveitendum, á aðeins að líta á vöruverðshækkanir og vlsitölu og meta út frá þeim hvort forsendur kjarasamninga hafa breyst þannig að forsendur þeirra séu brostnar. Þórarinn benti hins vegar á að mögulegt væri að taka upp ein- hverjar viðræður á vettvangi launanefndarinnar. Hins vegar taldi hann ekki hægt að taka upp venjulegar kjarasamningaviðræð- ur með samninganefndum allra að- ila. Benedikt Davíðsson vildi taka það skýrt fram að allt væri þetta með „þrjú hundruð fyrirvörum", eins og hann orðaði það, um að- ferðafræði og allt annaö sem að málinu snýr. „Það mikilvægasta í málinu er að það er ekki lokað á að ræða málið, ef flnnst ásættanleg aðferð eru þeir tilbúnir til viöræðna," sagði Benedikt Davíðsson. Á mánudag funda forménn landssabanda ASÍ en á þriðjudag verður aftur fundur í launanefiid- mni. -S.dór Þessir litlu hnoðrar, sem komu í heiminn fyrir sex vikum, eru undan innfluttum border collie hundi frá Englandi, sem hlotið hefur tvö alþjóðleg meistarastig, og border collie tík ræktaðri á íslandi. Alls voru hvolparnir fjórir í gotinu. Þar sem þeir eru ákaflega fjörugir var erfitt að láta þá sitja fyrir og var einn horfinn út í buskann þegar smellt var af. DV-mynd RaSi Flæmski hatturinn: Útgerð ræður fiskifræðing „Það fer fiskifræðingur á okkar kostnað á Flæmska hattinn. Mér _____finnst nauðsynlegt að einhver fræð- ingur fái að sjá prufur af þessu svæði og kynna sér þetta af eigin raun,“ segir Snorri Snorrason, út- gerðarmaður á Dalvík, sem ráðið hefur Jón Kristjánsson fiskifræð- ing til að sinna rannsóknum á rækjustofninum á Flæmska hattin- um. Jón fer til Kanada eftir tvær vik- ur og verður um borð í Dalborgu EA, skipi Snorra, fram undir jól. Það sem þykir tíðindum sæta er að þrátt fyrir að rækjumiðin á Flæmska hattinum hafi verið mjög í umræðunni á íslandi og íslensk stjórnvöld hafi barist fyrir veiði- stjórn þarna þá fer ekki sérfræðing- ur frá Hafrannsóknastofnun til __^..rannsókna á svæðinu. -rt Máli sonar á hendur bana- manni móður vís- að heim í hérað Hæstiréttur hefur ómerkt og vís- að heim 1 hérað miskabótamáli sem sonur konu höfðaði á hendur manni sem banaði henni í Kópa- vogi fyrir sjö árum. Málið var höfð- áð á þeim forsendum að missir móðurinnar hefði haft ýmsa erfið- leika í för með sér í lífi sonarins. Stefnandi tapaði málinu í héraði og áfrýjaði til Hæstaréttar og krafð- ist þess að banamaðurinn greiddi 2,8 milljóna króna í miskabætur með vöxtum frá árinu 1988. Hæstiréttur hefur nú vísað mál- inu heim i hérað á þeim forsendum að héraðsdómur fjallaði á sínum tíma ekki um kröfu málsaðila um málskostnað með hliðsjón af því að þeir höfðu báðir fengið gjafsókn og gjafvörn. Málið verður því að end- urflytja munnlega og síðan dæma í héraði. -Ótt EG TEK OFAN HATT MINN FYRIR ÞE5SU! Tennishöllin er á barmi gjaldþrots Tennishöllin í Kópavogi rambar á barmi gjaldþrots. Fy'rirtækið, sem rekur höllina, skuldar um 175 millj- ónir króna, samkvæmt áreiðanleg- um heimildum DV, þar af eru rúm- ar 20 milljónir í vanskilum. Unnið er að því að skuldbreyta lánum, auka hlutafé og semja við verktaka sem unnu að byggingu hallarinnar en margir þeirra hafa enn ekki fengið greitt. Sigurður Geirdal bæjarstjóri í Kópavogi, fyrir hönd bæjarsjóðs Kópavogs, á í viðræðum við eigend- ur hallarinnar en bæjarsjóður gekkst í tæplega 70 milljóna króna ábyrgð þegar höllin var byggð. Ekki náðist í Sigurð Geirdal bæjar- stjóra í gær. Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs, sagðist vona að ekki kæmi til þess að bærinn þyrfti að kaupa Tennishöllina til að gæta hagsmuna sinna. Sér vitanlega væri ekki rætt um að kaupa höllina á 120 milljónir en rætt hefði verið um það hvort bærinn væri tilbúinn til að vera áfram í áþyrgðum. „Við munum líta jákvætt á það að uppfylltum ákveðnum skilyrð- um,“ segir Gunnar. -GHS Grensásveqi 11 Sími: 5 886 886 Fax: 5 886 888 . Grœnt númer: 800 6 886 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.