Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1995
7
I>V Sandkorn
Fréttir
Drakúla á förum
Sýningum Leik-
félags Akureyr-
ar á leikritinu
um Drakúla
greifa er aö
Ijúka og virðist
Ijóst að sýning-
in hefur ekki
fengiö þá aö-
sókn sem for-
svarsmenn fé-
lagsins vonuð-
ust eftir, þrátt fyrir að opinber um-
fjöllun um leikritið hafi verið já-
kvæð. Mun hin dræma aðsókn lítið
gleðiefni leikhússtjóranum Viðari
Eggertssyni sem er sjálfur í hlut-
verki greifans og að ljúka ferli sín-
um sem leikhússtjóri á Akureyri
innan skamms. Hans bíður það
verkefni að taka við starfi leikhús-
stjóra i Reykjavík en þar mun það
því miður ekki hafa verið óalgengt
undanfarin misseri ef marka má
blaðaskrif að sýningar hafi „fallið"
sem kallað er.
Auglýst aftur
'Sú ákvörðun
formanns Leik-
félags Akureyr-
ar að sækja
sjálf um stöðu
leíkhússfjóra á
Akureyri og
taka við af Við-
ari kom mjög á
óvart, ekki síst
vegna þess að
Sunna Borg,
sem um ræðir, veitti öðrum um-
sækjendum um stöðuna upplýsing-
ar. I kjölfarið pískra menn um að
Sunna hafi bætt sér í hóp umsækj-
enda þegar sýnt var að engir
„þungavigtarmenn" voru í hópi um-
sækjenda og þannig fengi félagið
ástæðu til að framlengja umsóknar-
frestinn. Leiðir tveggja af síðustu
leikhússtjórum á Akureyri hafa leg-
ið til „æðri metorða" sunnan heiða,
núverandi leikhússtjóri hjá Leikfé-
lagi Reykjavikur var áður leikhús-
stjóri á Akureyri og nú fetar Viöar
Eggertsson í fótspor hans. Ráðning
Viðars til LR hefur reyndar orðið
deiluefni í gölmiðlum og þá ekki
síst það, að manni virðist, að hann
skuli ekki vera kona. .
Miðbærinn
„skreyttur"
Til stendur aö
fjórum togurum
þýska útgerðar-
fyrirtækisins
Mecklenburger
Hochseef-
ischerei verði
lagt við bryggju
á Akureyri i
vetur en skipin
eiga einnig að
fara í slipp í
bænum. Hafnarstjóm hefur sam-
þykkt af þessu tilefni að bæta þurfi
landtengingar við Torfunefsbryggju
og virðist því ljóst að fara eigi með
togarana í miðbæinn. Torfunefs-
bryggja er nefnilega á miðbæjar-
svæðinu, rúmlega 100 metra frá
göngugötunni t.d. og telja margir
Akureyringar það litla bæjarprýði
að hafa skipin þarna i vetur. Hvort
það er stefna yfirvalda á Akureyri
að gera Torfunefsbryggju að „skipa-
kirkjugarði" er ekki ljóst en þar er
nú fyrir gamall togari Útgerðarfé-
lags Akureyringa sem lagt hefur
verið..
Hitað upp
Þorvaldur
Jónsson,
markvörður
knattspyrnu-
liðs Leifturs i
Ólafsfirði,
sagði frá því í
viðtali á dög-
unum aö er
hann æfði og
lék með liði
KA í hand-
knattleik á
ámm áður hefði upphitun Magnús-
ar Gauta Gautasonar, aðalmark-
varðar liðsins, vakið athygli sína.
Sú upphitun mun hafa farið fram
með þeim hætti að Gauti, sem var
a.m.k. mikill pípureykingamaður,
fékk sér að reykja, barði sér síðan á
brjóst og fór svo inn á og varði eins
og berserkur. Þetta minnir á tilþrif
fyrrnm landsliðsmiðherja okkar í
körfuknattleik, Kristins Stefánsson-
ar úr KR, en hann „hitaði upp“ meö
því að fá sér sígarettu og setjast á
ofn í búningsklefanum smástund.
Þættu þetta vist ekki merkilegar
upphitunaræfmgar í
dag þar sem menn teygja og toga
alla vöðva áður en gengið er til
leiks.
Umsjón: Stefán Kristjánsson
Þrír milljarðar í skolp-
hreinsistöð við Fitjar?
Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum:
„Um er að ræða stórt mál. Þvi
vilja menn undirbúa það vel og ná
fram þeim samningum sem eru við-
unandi fyrir báða aðila. Við vonum
að það takist sem fyrst og fljótlega
verði hægt að heQa framkvæmdir
og þeim ljúki fyrir aldamótin,"
sagði Kristján Pálsson, alþingismað-
ur og formaður verkefnisstjórnar
frárennslismála Reykjanesbæjar.
Nefndin hefur rætt við fulltrúa
varnarliðsins um uppsetningu
skolphreinsistöðvar við Fitjar í
Njarðvík.
Fyrirhugað er að setja upp
skolpútrásarkerfi, sem dæli öllu
skolpi í sjó nokkur hundruð metra
frá ströndinni. Bandarískt fyrirtæki
gerði úttekt á slíkri framkvæmd og
niðurstaðan var sú að hún mundi
kosta þrjá milljarða króna. Hins
vegar telja ýmsir að hægt sé að
vinna þetta fyrir minni pening.
Um er að ræða sameiginlega
framkvæmd Njarðvíkurhverfis
Reykjanesbæjar og varnarliðsins.
Umræður um framkvæmdina hófust
1990. Skolpútrás varnarliðsins er í
miðri Njarðvík - við ströndina í
Fitjum. Skipting kostnaðar stendur
í mönnum. Varnarliðið vill ekki
borga samkvæmt tölu íbúða og
fólksfjölda. Þá væri kostnaður
þeirra 75%.
- færö allan vinninginn þegar þú vinnur í Gullnámunnil
Vinnur þú meö öörum? Þegar þú vinnur í Gullnámunni færðu vinninginn óskiptan.
Þú lendir ekki í því að þurfa að deila vinningnum með öðrum, frekar en þú vilt.
Það ert þú ein(n~) sem vinnur - þegar þú vinnur.
Gullpotturinn nemur aldrei lægri upphæö en 2.000.000 króna og hefur oft náö ab hlaöast upp í 10.000.000 króna og gott betur. Þar fyrir utan eru greiddir vinningar úr happdrættisvélum
Gullnámunnar sem eru aö jafnaöi um 80 milljónir króna í viku hverri. Hér eru því á ferðinni fjölmargir „smærri" vinningar aö ógleymdum Silfurpottinum sem dettur aö meöaltali einu sinni á dag
og er aldrei lægri en 50.000 krónur en hefur fariö hæst í um 600.000 krónur.