Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1995, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1995, Síða 9
FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 9 PV______________Útlönd Karl prins fær ráð frá Major: Varaður við að kvænast John Major, forsætisráðherra Bretlands, hefur varað Karl Breta- prins við og tjáð honum að breskur almenningur muni ekki sætta sig við að prinsinn kvænist ástkonu sinni Camillu Parker-Bowles ef hann skilji við Díönu prinsessu. Greint er frá þessu í breska blaðinu Daily Mirror í dag. Hefur blaðið þetta eftir háttsettum aðilum í íhaldsflokknum. 1 gær greindi breska blaöið Daily Express frá því að Camilla vildi ólm giftast Karli og fá titilinn Hennar konunglega hátign. Camilla skildi við eiginmann sinn fyrr á þessu ári. Blaðið hafði það eftir vinum Camillu að hún væri ekki reiðubú- in að vera ástkona prinsins til ei- lífðar og vildi gera samband þeirra formlegt. Aðstoðarmenn Karls og meðlimir Parker-Bowles fjölskyldunnar vísa hins vegar þessari frétt á bug í blað- inu Daily Mail og segja hana fram- leiðslu auðugs ímyndunarafls. Díana er fjarri góðu gamni og dvelur nú á lúxushóteli á eyjunni Barbuda í Karíbahafi. Fjöldi Ijós- myndara er sagður kominn til eyj- Það er trú Majors að almenningur verði mótfallinn hjónabandi Karls prins og Camillu. Simamynd Reuter unnar til að reyna að ná mynd af prinsessunni en hingað til hefur henni tekist að vera í friði. Díana eyddi jólunum ein en synir hennar dvöldu með föður sínum og öðrum meðlimum konungsfjölskyl- dunnar. Reuter Það er ekki laust við að hann sé feiminn, litli tígrisdýrshvolpurinn í Taronga- dýragarðinum í Sydney í Ástralíu, þar sem hann horfir framan í heiminn. Litli tígri, sem hér er með mömmu sinni, henni Seletan, var sýndur almenningi í fyrsta sinn í gær. Litla skinnið á tvö systkini sem voru fjarri góðu gamni þeg- ar myndin var tekin. Símamynd Reuter Drukknuðu við að bjarga ellefu ára gamalli stúlku Læknar á Bretlandi reyndu ár- angurslaust í fimm klukkustundir að bjarga lífi ellefu ára stúlku og tveggja karlmanna sem reyndu að bjarga henni þegar hún féll niður um vök á ísilögðu stöðuvatni. Öll þrjú voru þau fost undir ísn- um í tvær klukkustundir í gær áður en lögreglunni tókst að ná til þeirra í almenningsgarði í Kinsley í norð- urhluta Englands. Hjartað var hætt að slá í þeim öllum þegar komið var með þau á sjúkrahús en læknar reyndu að verma líkama þeirra með hjartahnoði og með því að dæla í þau heitiun vökva. Stúlkan var að elta hund á ísnum þegar slysið varð. Mennirnir féllu síðan sjálfir í vatnið hvor á eftir öðrum þegar þeir komu til bjargar. Reuter SAAA5UNG SF-40 faxtœki ermeðslma, hógœða- upplausn, 10 númera minni, tenqjanlegt við símsvara, Tjósritunar- möguleikum o.m.fl. ^ Samsung SF-2800 er óvenju-fallegt faxtœki. Það hefur innbyggðan stafrœnan símsvara, kirstolsskjá, 80 númera minni, 10 núméra beinvalsminni, 16 gráskala hágœðaupplausn á móttöku, Ijósritunarmöguleika, 10 blaðsiðna arkamatara ogýmislegl leira. (Kostar innanbœjarsímtal og vömmar eru sendar samdœgurs) Grensásvegi 11 Sími: 5 886 886 Fax: 5 886 888 TIL ALLT AO SA MAlVADA V_ .UMWtaak v4AtB*rtÍ cKea SAGA-CÍ STORKOSTLEÚ NÝ TEIKNIMYND FRA WALT ; y DISNEY UM P O CA H O N TA^ HX f f''' ^ \ ' fj j InJ 444 AKUREY ÁLFABAKKA ^ % BÍÓHÖLLIN: Sýnd kl. 1, i, 5 og 7. íslenskt tal. SAGABÍÓ: Sýnd kl I, 3 og 5. íslenskt tal. SAGABÍÓ: Sýnd kl. 1, 3, 5, 7, 9 og 11. Enskt tal. AKUREYRI Sýnd ld. 3, 5, 7 og 9. Mcð íslensku tali KEFLAVIK Sýnd kl. 3 og 5. Mcð íslensku tali f 4^4 ^ SNORRABRAUT -;|í Sýnd kl. 3, 5 og 7. ísl. tal. Sýnd kl. 9 og II. Enskt tal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.