Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1995, Síða 22
34
FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995
Afmæli
Bergur Lárusson
Bergur Lárusson, fyrrv. loft-
skeytamaður, Vogatungu 87, Kópa-
vogi, varð áttatíu og fimm ára í
gær.
Starfsferill
Bergur fæddist á Kirkjubæjar-
klaustri í Vestur-Skaftafellssýslu
og ólst þar upp. Hann stundaði
nám við Héraðsskólann á Laugar-
vatni, stundaði nám við Loft-
skeytaskólann og lauk loftskeyta-
prófl 1940.
Bergur stundaði loftskeytastörf
um skeið, var loftskeytamaður i af-
leysingum hjá Eimskipafélaginu,
einkum á Gullfossi. Þá stundaði
hann ýmis verslunarstörf og fyrir-
tækjarekstur.
Bergur hóf, ásamt bræðrum sín-
um, fyrstur áætlunarferðir milli
Reykjavikur og Kirkjubæjarklaust-
urs, sá um rafvæðingu á Kirkju-
bæjarklaustri, stundaði bílainn-
flutning og hafði þá umboð fyrir
Packard-, Simca- og Nissan-bifreið-
ar. Þá stundaði hann, ásamt
Kristni Guðbrandssyni í Björgun,
leit að gullskipinu á Skeiðarár-
sandi.
Fjölskylda
Eiginkona Bergs er Ágústa Jóns-
dóttir, f. 3.8. 1927, húsmóðir. Hún
er dóttir Jóns Bessasonar og Þó-
rönnu Andersen.
Börn Bergs og Ágústu eru Elín,
f. 1.5. 1961, bankastarfsmaður í
Kópavogi, og á hún tvö börn, Berg-
lindi og Sigurgeir; Brynja, f. 9.11.
1962, húsmóðir í Kópavogi, og á
hún tvö börn, Birnu og Birki
Magnús.
Börn Ágústu frá því áður eru
Kristín Jóhanna, f. 9.4.1953, banka-
starfsmaður í Kópavogi, sem er gift
Sigurði Konráðssyni og eiga þau
tvo syni, Hörð og Atla Þór; Hörður
Ágúst, f. 9.9.1955, bOstjóri hjá Vest-
fjarðaleið, og á hann einn son,
Ágúst.
Bræður Bergs eru allir látnir en
þeir voru Helgi, f. 1901, verslunar-
maður og bóndi á Kirkjubæjar-
klaustri, kvæntur Sigurlaugu
Helgadóttur; Siggeir, f. 1903, odd-
viti og loftskeytamaður á Kirkju-
bæjarklaustri, kvæntur Sofflu
Kristinsdóttur; Júlíus Helgi, f.
1905, verslunarmaður og bóndi á
Kirkjubæjarklaustri, kvæntur
Önnu Kristjánsdóttur; Valdimar, f.
1908, verslunarmaður, bóndi og
loftskeytamaður á Kirkjubæjar-
klaustri, kvæntur Guðrúnu Ólafs-
dóttur.
Foreldrar Bergs voru Lárus
Helgason, f. 8.8. 1873, d. 1.11. 1941,
bóndi og alþm. á Kirkjubæjar-
klaustri, og Elín Sigurðardóttir, f.
2.8. 1871, d. 4.6. 1949, húsfreyja.
Ætt
Lárus var bróðir Helga Bergs,
forstjóra Sláturfélags Suðurlands,
föður Helga Bergs bankastjóra og
Jóns Bergs, forstjóra Sláturfélags
Suðurlands. Lárus var sonur
Helga, b. á Fossi á Síðu, Bergsson-
ar, b. þar, Jónssonar. Móðir Bergs
var Þorbjörg Bergsdóttir, prests á
Prestsbakka, Jónssonar og Katrín-
ar Jónsdóttur eldprests Stein-
grímssonar.
Móðir Lárusar var Halla Lárus-
dóttir, b. í Mörtungu, Stefánssonar
stúdents Ólafssonar. Móðir Lárus-
ar var Halla, systir Ólafs, langafa
Þorsteins Erlingssonar skálds.
Halla var dóttir Arnbjarnar, ætt-
föður Kvoslækjarættarinnar, Eyj-
ólfssonar. Móðir Höliu var Ragn-
hildur Einarsdóttir, b. í Mörtungu,
Einarssonar og Guðrúnar Odds-
dóttur, systur Guðriðar,
langömmu Kjarvals, Eldeyjar-
Hjalta og Jóns i Seglbúðum.
Elín var systir Jóhönnu Mar-
grétar, móður Páls landgræðslu-
stjóra og Runólfs, skólastjóra á
Hvanneyri, föður Sveins land-
græðslustjóra. Systir Páls og Run-
ólfs er Róshildur, móðir Brynju
Benediktsdóttur leikstjóra. Elín
var dóttir Sigurðar, smiðs á
Bergur Lárusson.
Breiðabólstað á Síðu, Sigurðsson-
ar, b. í Eintúnahálsi, Jónssonar, b.
á Fossi á Síðu, Sigurðssonar.
Móðir Elínar var Gyðríður
Ólafsdóttir, b. á Syðri-Steinsmýri,
Ólafssonar og Margrétar Gissurar-
dóttur.
Jón Gauti Jónsson
Jón Gauti Jónsson, ráðgjafi og
fyrrv. sveitarstjóri, Hörgatúni 5,
Garðabæ, er fimmtugur i dag.
Starfsferill
Jón Gauti fæddist á fsafirði og
ólst þar upp til sex ára aldurs og
síðan í Kópavogi. Hann lauk stúd-
entsprófi frá MR 1967 og prófi í
viðskiptafræði frá HÍ 1972.
Jón Gauti var kennari við Iðn-
skólann og Gagnfræðaskólann í
Vestmannaeyjum 1967-68, sveitar-
stjóri Búðahrepps á Fáskrúðsfirði
1972-74, Rangárvallarhepps
1974-78, framkvæmdastjóri Scan-
house Ltd í Nígeríu 1978, bæjar-
stjóri Garðabæjar 1979-87, fram-
kvæmdastjóri Stálvikur hf. 1987-90
og hefur verið ráðgjafi hjá Rekstri
og ráðgjöf hf. frá ársbyrjun 1990
auk þess sem hann var sveitar-
stjóri Súðavíkurhrepps frá janúar
til október 1995.
Jón Gauti sat í stjórn Austur-
fells hf. 1973^74, stjórnarformaður
Samtaks STÁ 1975-78, stjórnarfor-
maður Fiskeldis hf. 1980-81, for-
maður Launanefndar sveitarfélaga
1986-88 og stjórnarformaður Rekst-
urs og ráðgjafar hf. frá 1990.
Fjölskylda
Jón Gauti kvæntist 29.5. 1966
Hallgerði Pétursdóttur, f. 13.1.
1948, skrifstofumanni. Hún er
dóttir Péturs Stefánssonar, f. 1917,
d. 1993, lögregluvarðstjóra í Vest-
mannaeyjum, og k.h., Sigrúnar
Magnúsdóttur, f. 1920, d. 1981,
húsmóður.
Börn Jóns Gauta og Hallgerðar
eru Sigrún, f. 10.10. 1966, flug-
freyja í Reykjavik, gift Gunnlaugi
Kr. Gunnlaugssyni flugþjóni og
eru börn þeirra Benedikt Þór
Gunnlaugsson, f. 25.4. 1990, og
Friðrik Örn Gunnlaugsson, f. 17.2.
1993; Jón Gauti, f. 8.1. 1974, há-
skólanemi; Sólveig Asta, f. 25.7.
1980.
Systur Jóns Gauta eru Svan-
hildur Erna, f. 16.6.1935, húsmóð-
ir og ekkja eftir Birgi S. Bogason
framkvæmdastjóra, sem lést 1990;
Sigríður Kristjana, f. 30.7. 1936,
húsfreyja í Brautarholti, gift Páli
Ólafssyni, bónda þar; Þórdís
Helga; f. 8.5. 1941, húsmóðir í
Berlín, gift Joachim Osterhorn
tannlækni; Guðrún Kristin, f. 27.4.
1948, húsmóðir í Garðabæ, gift
Hauki S. Bessasyni rafvirkja.
Foreldrar Jóns Gauta: Jón
Gauti Jónatansson, f. 14.10. 1907,
d. 20.2. 1964, rafmagns- og ljós-
tæknifræðingur í Kópavogi, og
k.h., Guðrún Kristjánsdóttir, f.
4.2. 1909, húsmóðir.
Ætt
Jón Gauti, faðir afmælisbarns-
ins, var sonur Jónatans, bókbind-
ara, sjómanns og skósmiðs í Siglu-
vík í Svalbarðsstrandarhreppi,
Jónatanssonar, b. í Hörgsdal, Jóns-
sonar, b. þar, Magnússonar,
Tómassonar, b. á Rauðá, Vigfús-
sonar. Móðir Jóns var Guðlaug
Árnadóttir, b. á Hofsstöðum í Mý-
vatnssveit, Illugasonar. Móðir Jón-
atans bókbindara var Kristín Tóm-
asdóttir, Magnússonar, bróður
Jóns í Hörgsdal.
Móðir Jóns Gauta Jónatansson-
ar var Kristjana Bjarnadóttir, í
Meðalheimi, Gíslasonar, og Guð-
rúnar Davíðsdóttur.
Guðrún, móðir afmælisbarns-
ins, er dóttir Kristjáns Alberts,
kaupmanns á Suðureyri við Súg-
andafjörð, bróður Finnborgar,
móður Finnborgar, leikkonu og út-
varpsþulu, móður Margrétar
leikkonu, Olgu Guðrúnar rithöf-
undar og Örnólfs rithöfundar,
Árnabarna. Kristján var sonur
Kristjáns, útvegsb. á Suðureyri,
Jón Gauti Jónsson.
Albertssonar, b. á Gilsbrekku,
Jónssonar, b. á Tannanesi, Ólafs-
sonar. Móðir Guðrúnar var Sigríð-
ur Híramína Jóhannésdóttir,
hreppstjóra í Botni, Hannessonar.
Jón Gauti tekur á móti gestum
að Garðaholti í Garðabæ í dag,
fóstudaginn 29.12., milli kl. 17.00 og
19.00.
Tll hamingju
með afmælið
29. desember
85 ára
Stefán Þorsteinsson,
Miðtúni 14, Höfh í Hornafirði.
80 ára
Sigríður Jónsdóttir,
Sauðá, Kirkjuhvafnmshreppi.
Jakobína Jónsdóttir,
Búðavegi 55, Fáskrúðsfirði.
Sigrún Högnadóttir,
Borgarhrauni 2, Grindavík.
Sigrún er að heiman.
Jóhann Ármann Kristjánsson,
fyrrv. aflestrarmaður,
Bessastíg 10, Vestmannaeyjum.
Hann er að heiman.
70 ára
Hinrik Hinriksson,
Aðalstræti 6, Akureyri.
Reynir Böðvarsson,
Breiðabóli við Eyrargötu, Eyrar-
bakka.
60 ára
Ingólfur Þormóðsson,
Þórunnarstræti 134, Akureyri.
Sigurbjörg Guðnadóttir,
Brekkugötu 5, Vestmannaeyjum.
50 ára
Soffía Anna Jónsdóttir,
Hraunstíg 4, Hafnarfirði.
Guðmundur Sigursteinsson,
Skúlagötu 64, Reykjavík.
Sigrún Vilbergsdóttir,
Skógarlundi 19, Garðabæ.
Ingimar Ilalldórsson,
Mánagötu 8, Reykjavík.
Gylfi Valberg Óskarsson,
Hlíðarendavegi 1B, Eskifirði.
Geir Gunnarsson,
Hringbraut 74, Keflavík.
Jóhann Karl Benediktsson,
Engjavegi 12, ísafirði.
40 ára
Guðrún H. Guðmundsdóttir,
írabakka 20, Reykjavík.
Ómar Sigurðsson,
Suðurgötu 53A, Hafnarfirði.
Þórður Anton Víglundsson,
Hlíöargötu 9, Neskaupstað.
Arndís Jónsdóttir
Arndis Jónsdóttir vígslubisk-
upsfrú, Skálholti, er fimmtug í
dag.
Starfsferill
Arndís fæddist í Nýjabæ í
Garðahverfi en ólst upp í Grund I
Garðahverfi. Hún lauk kennara-
prófi frá KÍ 1967, sótti námskeið í
ensku og handmennt við Princeton
í Bandaríkjunum veturinn 1980-81
og stundaði nám í námsorlofi við
KHÍ veturinn 1988-89.
Arndís var kennari við
Öldutúnsskóla í Hafnarfirði
1966-73 og við Sólvallaskóla á Sel-
fossi 1973-94.
Arndís sat í stjórn kvenfélags
Fríkirkjunnar í Hafnarfirði og
stjóm kvenfélags Selfosskirkju um
árabil, í stjórn Prestskvennaífélags-
ins um skeið, hefur setið í stjóm-
um sjálfstæðisfélags Árnessýslu og
sjálfstæðisfélagsins Óðins á Sel-
fossi, var varabæjarfulltrúi á Sel-
fossi og sat þar í skólanefnd og fé-
lagsmálaráði, sat fyrst kvenna í
stjóm kjördæmisráðs Sjálfstæðis-
flokksins á Suðurlandi, var vara-
þingmaður flokksins á Suðurlandi
1987-95, sat í stjórn Landssam-
bands sjálfstæðiskvenna 1986-95
og formaður þess 1991-95 og hefur
setið í framkvæmdastjórn Sjálf-
stæðisflokksins frá 1991.
Fjölskylda
Arndís giftist 30.6. 1973 Sigurði
Sigurðarsyni, f. 30.5. 1944, vígslu-
biskupi. Hann er sonur Sigurðar
Pálssonar, vígslubiskups á Sel-
fossi, og k.h., Stefaníu Gissurar-
dóttur húsmóður.
Börn Arndísar og Sigurðar eru
Stefanía Sigurðardóttir, f. 21.5.
1974, nemi, og er sonur hennar Sig-
urður Edgar Andersen; Jón Magn-
ús Sigurðsson, f. 7.11. 1977, nemi.
Systkini Arndísar em Ragnheið-
ur, f. 23.2.1947, húsmóðir í Nýjabæ
í Garðabæ; Gerður Helga, f. 5.12.
1955, hárgreiðslumeistari í Kópa-
vogi; Guðmundur, f. 4.10.1957, við-
skiptafræðingur í Hafnarfirði; Jón
Halldór, f. 30.7. 1960, rafvirkja-
meistari í Hafnarfirði; Dóra Björg,
f. 6.8. 1967, bankastarfsmaður, bú-
sett í Kópavogi.
Foreldrar Amdísar voru Jón M.
Guðmundsson, f. 20.1. 1926, d. 4.10.
1984, bifreiðarstjóri á Grund i
Garðabæ, og Laufey Árnadóttir, f.
11.11. 1927, d. 7.8. 1969, húsmóðir.
Ætt
Jón var sonur Guðmundar,
kaupmanns og sláturhússtjóra í
Hafnarfirði, Magnússonar, í Hjörs-
Arndís Jónsdóttir.
koti á Hvaleyri við Hafnarfjörð,
Benjamínssonar. Móðir Guðmund-
ar var Guðbjörg Þorkelsdóttir.
Móðir Jóns var Ragnheiður,
systir Jónasar í Stardal. Ragnheið-
ur var dóttir Magnúsar í Stardal
Sigurðssonar og Þorkefínu Þor-
kelsdóttur.
Laufey var dóttir Árna frá Nýja-
bæ, Magnússonar, og Jóhönnu Jó-
hannsdóttur.
Arndís tekur á móti gestum á
heimili sínu í Skálholti í dag,
29.12., eftir kl. 17.00.