Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Blaðsíða 2
2 fréttir
^ 'k k
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 JjV
Níu krónur í launaumslagi fiskverkamanns:
Þetta er svínarí
Loðnuveiðin:
„Kropp“í
flottrollin
- segir Páll Pétursson félagsmálaráðherra
DV, Akureyri:
„Þetta er auðvitað svínarí og eng-
in framkoma við verkafólk að með-
höndla það svona. Ef hér er um eðli-
legan verkamann að ræða þá hefur
viðkomandi fyrirtæki engar máls-
bætur. Hins vegar hlýtm- verkamað-
urinn að eiga sér bakhjarl í verka-
lýðsfélagi sínu og ég skil ekki að
verkalýðshreyfingin uni slíkri
framkomu. Mér finnst það líka und-
arleg varfæmi að gefa ekki upp
nafnið á því fyrirtæki sem þama á í
hlut,“ segir PáU Pétursson félags-
málaráðherra vegna fréttar DV í
gær um launamál farandverka-
manns sem fékk 9 krónur útborgað-
ar eftir 4 daga vinnu þegar af hon-
um höfðu m.a. verið teknar tæpar 8 ~
þúsund krónur i húsaleigu og hita
fyrir fjóra daga.
í frétt DV sagði einnig frá ein-
staklingum sem réðu sig í fisk-
vinnslu utan sinnar heimabyggðar,
kostuðu 17 þúsund krónum til að
koma sér á vinnustað en var sagt
eftir tvær vinnuvikur að ekki væri
frekari vinnu að hafa og þeir gætu
annaðhvort farið heim aftur eða
skráð sig atvinnulausa, og ekki
fengu þeir greiddan ferðakostnað.
Páll Pétursson segir að gera eigi
ráðningarsamninga við fiskverka-
fólk. Hann segir t.d. varðandi erlent
vinnuafl að sé starfsmanni gert að
hætta störfum áður en ráðningar-
samningur sé útrunninn og hafi
ekkert til saka unnið þá beri vinnu-
veitanda að greiða kostnað við
heimferð viðkomandi. Páll segir að
eftir þessu sé gengið og skipti engu
máli hvar í heiminum viðkomandi
eigi heima.
Bjöm Snæbjömsson, formaður
Verkalýðsfélagsins Einingar í Eyja-
firði, segir samninga fiskvinnslu-
fólks þannig að 9 mánaða vinnu á
sama stað þurfi til að viðkomandi
fái kauptryggingarsamning. „Þessa
9 mánuði má senda viðkomandi
heim ef um hráefnisskort er að
ræða og þetta fólk hefur ekkert
starfsöryggi. Ég hef því miður trú á
því að minna sé gert fyrir íslenskt
fiskverkafólk en erlent. Það eru eng-
ir samningar til varðandi íslend-
inga sem segja til uni að greiða
skuli ferðakostnað þeirra," segir
Bjöm Snæbjömsson. -gk
Eftirmál vegna „ómyndanna“ í Lögreglublaðinu:
Uppsetningin er
hreinn og klár
dónaskapur
- segir Bertram Möller varðstjóri
„Ég verð að segja það alveg eins
og er að uppsetningin á myndunum
í Lögreglublaðinu er hreinn og klár
dónaskapur hjá Lögreglufélagi
Reykjavíkur í garð annarra lög-
reglumanna en þeirra sem em í fé-
laginu. Ég hef verið í lögreglunni í
31 ár. Þótt ég hafi séð ástæöu til að
segja mig úr félaginu þá em þetta
trakteringamar sem ég fæ í stað-
inn,“ sagði Bertram MöUer, varð-
stjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, í
samtali við DV í tilefni af myndun-
um í nýjasta hefti Lögreglublaðsins
eða öllu heldur myndlausu römm-
unum sem sagt var frá í DV í gær.
Bertram gagnrýnir Lögreglufélag-
ið fyrir uppsetningu á félagatali lög-
reglumanna í Reykjavík í blaðinu.
Yfirskrift á þeirri síðu heftisins sem
DV birti í gær, þ.e. „Lögreglumenn
í Reykjavík í desember 1995“, stand-
ist ekki. Nokkm síðum fyrir aftan
„ómyndimar" er birtur listi yfir 37
lögreglumenn með yfirskriftinni:
„Þessir standa utan Lögreglufélags
Reykjavíkur“. Bertram segir þetta
mesta dónaskapinn því flestir þess-
arra 37 manna séu í Félagi íslenskra
rannsóknarlögreglumanna. Aðrir
hafi sagt sig úr Lögreglufélagi
Reykjavíkur vegna fiármálaóreiðu í
félaginu í kringum kaup og rekstur
á Hvammsvík í Kjós.
Bertram sagðist vita af mikilli óá-
nægju með uppsetninguna, jafnt hjá
félögum í Lögreglufélagi Reykjavík-
ur sem öðrum lögreglumönnum.
„Einu lögreglumennimir, sem ég
hef heyrt hampa þessu og gera grín
að þessu, era stjómarmenn í Lög-
reglufélagi Reykjavíkur. Ef þetta er
áramótaskaupið þeirra þá mega
þeir eiga það mín vegna,“ sagði
Bertram.
-bjb
^ Akureyri:
Alfadans og brenna
hjá Þórsurum
Jón Arnar Magnússon, íþróttamaður ársins 1995, lét skfra son sinn Krister
Blæ á nýársdag í trássi við tilmæli starfsmanns Mannanafnanefndar. Starfs-
maðurinn taldi sig ekki geta leyft þetta nafn þar sem það væri ekki íslenskt
og engin hefð væri fyrir því hérlendis. Jón Arnar er hér með Krister Blæ, sem
er rétt rúmlega mánaðargamall. DV-mynd BG
Fékk neitun frá Mannanafnanefnd:
DV Akureyri:
Ýmsar kynjavemr verða á ferð-
inni á félagssvæði íþróttafélagsins
Þórs á Akureyri í dag, kl. 17, en þá
gangast Þórsarar fyrir hinni árlegu
þrettándagleði sinni í 60. skipti:
Skrúðganga álfa, púka, trölla,
jólasveina og fleiri kynjavera með
álfakóng og drottningu hans í farar-
broddi veröur á svæðið en síðan
taka við ýmis skemmtiatriði, auk
þess sem brenna verður á svæðinu
og í lokin vegleg flugeldasýning.-gk
Barn sótt til Norðfjarðar
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF
LÍF, fór um klukkan sjö í gærkvöldi
austur á Norðfiörð til að sækja ný-
fætt bam. Ekki fengust upplýsingar
um hvað amaði aö barninu en
ástæða þótti til að flyfia það til
Reykjavíkur.
-ÞK
Skýrmæltasti
fjölmiólamaður-
inn valinn
Félagið Heymarhjálp hefur
ákveðið að velja þann fiölmiðla-
mann sem þykir hafa skýrasta
framsögn í útvarpi eða sjónvarpi og
veita honum viðurkenningu.
Þriggja manna dómnefnd velur sig-
urvegarann en í henni sifia Gylfi
Baldursson, heymar- og talmeina-
fræðingur, Sigrún Hjálmtýsdóttir
söngkona og Jóhanna S. Einarsdótt-
ir, framkvæmdasfióri Heyrnarhjálp-
ar. Óskað er eftir skriflegum áhend-
ingum frá almenningi til Heymar-
hjálpar, Snorrabraut 29, fyrir fyrsta
febrúar 1996.
-em
Létum samt
skíra drenginn
Krister Blæ
„Við hringdum í Mannanafna-
nefnd og spurðum hvort nafnið
Krister væri leyfilegt því að við
fundum það í bókinni Nöfn íslend-
inga en ekki á bannlistanum sem
við höfðum séð. Starfsmaður nefhd-
arinnar sagðist ekki geta samþykkt
þetta nafn því að það væri ekki ís-
lenskt og engin hefð fyrir því. Strák-
urinn var samt skírður og prestur-
inn sagði söfnuðinum bara hvernig
málið stæði gagnvart nefndinni. Svo
er bara að vita hvað gerist,“ segir
Jón Amar Magnússon, frjálsíþrótta-
maður frá Sauðárkróki og íþrótta-
maður ársins 1995.
Jón Amar og kona hans, Hulda
Ingibjörg Skúladóttir, höfðu sam-
band við starfsmann Mannanafna-
nefndar í lok síðasta árs, rétt fyrir
skírn sonar þeirra á nýársdag, til að
fá samþykki nefndarinnar fyrir
nafninu Krister Blær. Að sögn Jóns
Amars sagðist starfsmaður nefnd-
arinnar geta samþykkt Blæs-nafnið
en ekki nafnið Krister. Jón Amar
segir að þau hafi samt ákveðið að
sefia þetta svar ekki fyrir sig.
„Það borgar sig ekki að gefa sig
þannig að við létum skíra strákinn
Krister Blæ og köflum hann báðum
nöfnunum svo að þau gleymist ekki.
Við héldum fyrst að við mættum
ekki skira úr því að nafnið var ekki
leyfilegt og vorum búin að gera ráð-
stafanir út af því. Presturinn sagði
hins vegar að það væri ekki nafh-
giftin sem skipti mestu máli heldur
vigslan í söfnuðinn þannig að hann
myndi skíra drenginn," segir hann
Fyrir Alþingi liggur framvarp til
laga um breytingar á mannanöfn-
um. Jón Arnar segir að nái fyrir-
hugaðar breytingar fram að ganga
verði Krister-nafnið leyft því að þá
komi á það eignarfalls s í eignarfalli
og veröi því gjaldgengt á íslandi.
Nafnið Krister er talið sænskt að
uppruna.
-GHS
DV, Akureyxi:
„Við erum búnir að leita
mjög víða hér út af Austurland-
inu, alveg norðan frá Héraðs-
flóa, og höfum ekki fundið mik-
iö af loðnu,“ sagði Geir Garð-
arsson, skipsfióri á loðnubátn-
um Þorsteini frá Akureyri, í
gærdag.
Geir sagði að þeir á Þorsteini
: hefðu tekið þijú höl og náð í
þeim um 200 tonnum en þá
p loðnu fengu þeir á „Rauða
Torginu". Talsvert vestar og
| sunnar hafa síldarbátamir að-
allega verið og þar hafa bæði
þeir og nokkur loðnuskip verið
að fá bæði loðnu og síld þótt
ekki hafi verið um mikla veiði
aö ræða. Þar er loðnan mun
sunnar en áður hefur þekkst á
þessum árstíma og er óhætt að
segja að loðnan haldi áfram að
koma sjómönnum sem og öðr-
um á óvart. -gk
Lottó:
Potturinn
fimmfaldur
Fyrsti vinningur í lottóinu
verður fimmfaldur í kvöld en
það er í þriðja sinn í sögu
lottósins hér á landi. Aðalvinn-
ingurinn verður yfir tuttugu og
tvær mifljónir. Búast má við ör-
tröð við sölustaði lottósins þar
sem þátttaka landsmanna eykst
eftir því sem potturinn stækk-
ar. -em
stuttar fréttir
P
Samið um flugsæti
Stærstu launþegafélög lands-
f ins hafa samið við Flugleiðir
I um 5.000 sæti til helstu áfanga-
I staða í sumar. Flugmiðarnir
hækka um 2% frá i fyrra. RÚV
greindi frá.
Fekk biðlaun
Héraðsdómur dæmdi starfs-
í manni biðlaun í sex mánuði þó
að hann heföi fengið sams kon-
I ar starf hjá fyrirtækinu eftir að
það var einkavætt, skv. Útvarp-
inu.
1161 snjofloðum
Tjón varð af völdum 44 snjó-
flóða hér í fyrra. í n flóðum
lenti samtals 116 manns, þar af
létust 36. Þetta kom fram I Út-
varpinu.
Hagstæð viðskipti
Vömskipti við útlönd vom
hagstæð um 1,7 milljarða króna
í nóvember. Útflutningur nam
12,2 milljörðum og innflutning-
ur 10,5 milljörðum, skv. Bylgj-
unni.
Bílum fjölgaði
Fólksbílainnflutningur jókst
um 38% fyrstu ll mánuði árs-
ins 1995 en heildarinnflutning-
ur jókst um 12% frá 1994 til
1995. Bylgjan greindi frá.
Sjö embætti laus
Biskup Islands hefur auglýst
sjö embætti laus til umsóknar
og tvær stöður aðstoðarpresta.
Umsóknarfrestur er til 3.
febrúar.
Sjoðir sameinast
Almennur lífeyrissjóður
iðnaðarmanna sameinaðist
lífeyrissjóðnum Framtíö um
síðustu áramót. .Qpjg