Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Page 52
f FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö ! DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. . Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER 550 5000 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 Norsk-íslenska síldin: Úrslitatilraun í Moskvu „Við erum sammála um að gera _úrslitatilraun til að reyna að ná samkomulagi i Moskvu síðar í mán- uðinum. Takist ekki samkomulag þá erum við jafnframt sammála um að gefa út sameiginlegan síldar- kvóta,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra í samtali við DV eftir fund sem hann átti með Færeyingum um norsk-íslenska síl- arstofninn og önnur mál sem tengj- ast fiskveiðum þjóðanna. Fundinum, sem haldinn var í Þórshöfn í Færeyjum, lauk í gær- dag. Þorsteinn segist ánægður með niðurstöðuna. „Það var algjör samstaða um að fara þessa leið. Þetta var góður fundur og við gerðum þarna samn- ing um gagnkvæmar veiðiheimildir á kolmunna sem er nýmæli og mjög mikilvægt skref,“ segir Þorsteinn. -rt Níu mjlljóna Audi á ísafjörð Bifreið af gerðinni Audi A 8 að verðmæti 9,4 miljónir var dreginn út í Happdrætti Háskóla íslands á gamlársdag. Vinningurinn kom á seldan miöa á ísafirði. Vinningshaf- ~inn vill ekki láta nafns síns getið en tekur væntanlega við bílnum síðar í mánuðinum. -em íslenska útvarpsfélagið: Jafet hættur sem útvarps- stjóri Jafet S. Ólafsson hefur verið leystur frá störfum sem útvarps- stjóri íslenska útvarpsfélagsins að _ eigin ósk. í samtali við DV sagðist Jafet skilja sáttur við fyrirtækið. Hann hefði á sínum tíma verið ráð- inn í tvennum tilgangi. Annars veg- ar að setja niður deilur í hluthafa- hópi félagsins og hins vegar að f]ár- magna myndlyklakaup. Þessum verkefnum væri lokið og þvi tíma- bært að snúa sér að öðrum verkefn- um, sem hann vildi ekki upplýsa hver væru. Framkvæmdastjórn mun taka að sér daglegan rekstur ásamt stjómar- formanni sem jafnframt fer með ábyrgð útvarpsstjóra samkvæmt út- varpslögum. Verkaskipting hefur orðið innan stjórnarinnar og verður Jón Ólafsson stjórnarformaður. Sig- urður G. Guðjónsson verður vara- 'r~Tormaður ásamt Nathan W. Pear- son. -bjb L O K I brother Litla merkivélin Loksins með Þ og Ð Nýbýlavegi 28-sími 554-4443 Veörið á sunnudag og mánudag: Rigning um allt land Á sunnudag og mánudag verður austlæg átt, nokkuð hvöss, einkum á sunnudaginn. Rigning verður um allt land og hiti á bilinu 2 til 7 stig, hlýjast allra sýðst. Veðriö í dag er á bls. 53 Átök hafa átt sér stað í Verkalýðsfélaginu Dagsbrún að undanförnu vegna stjórnarkjörs sem fram fer 19. og 20. jan- úar. Kristján Árnason, verkamaður hjá Reykjavíkurborg og frambjóðandi til formanns Dagsbrúnar, skilaði í gær inn framboðslista. Snær H. Karlsson, formaður kjörstjórnar, tók við listanum og Árni H. Kristjánsson fylgdist með. í stjórnarkjörinu í Dagsbrún eru tveir listar í framboði. Halldór Björnsson, núverandi varaformaður Dagsbrúnar, leið- ir hinn listann. Borgarráð hefur frestað tillögu um að borgarstjóra verði falið að óska eftir viðræðum við fulltrúa ríkisins og Akureyrarbæjar um skipulag, rekstrarform og eignarað- ild að Landsvirkjun í frámtíðinni en í fréttum að undanfornu hefur kom- ið fram að borgaryfirvöld og bæjar- yfirvöld á Akureyri hafa hug á að selja sinn hlut í fyrirtækinu. í greinargerð borgarstjóra með tillögunni kemur fram að borgin eigi mikið fé bundið í fyrirtækinu og hljóti það að ýta undir að óskað verði eftir slíkum viðræðum. Þá hljóti virkjunarmöguleikar borgar- innar á Nesjavöllum að ýta undir viðræður. Reykjavíkurborg á 45,5 prósenta eignarhlut í Landsvirkjun, ríkið 50 prósent og Akureyrarbær 4,5 pró- sent. Búist er við að tillagan verði tek- in upp aftur á borgarráðsfundi í næstu viku. -GHS i Fimmfaldur 1. vmninjur Fáránlegar skattareglur: Ekki glóra að fjár- festa í hlutabréfum - nema fyrir tiltölulega lágar upphæðir, segir Pétur Blöndal alþingismaður „Það er eins og það hafi verið stefna stjómvalda að beina fjár- magninu til rikisins frá atvinnulíf- inu og yfir í íbúðarhúsnæði vegna eigna- og tekjuskatts og spariskír- teina. Ef menn selja íbúðarhús- næði er söluhagnaðurinn skatt- frjáls. En ef menn selja atvinnu- húsnæði eða hlutafé þá er það að fullu skattskylt. Þetta eru svo fá- ránlegar reglur að það er ekki glóra í því að fjárfesta í hlutabréf- um nema menn séu undir mörk- unum í eignarskatti og arði og að þeir njóti skattaafsláttar. Því að- eins er það skynsamlegt að kaupa hlutabréf, annars ekki. Og þetta gerir mönnum með snjallar hug- myndir nær ómögulegt að ná í fjármagn í gegnum hlutabréfa- markaðinn,” segir Pétur Blöndal, alþingismaður og fjármálasérf'ræð- ingur. „Að slepptum þessum skattafrá- drætti þá er skynsamlegra að fjár- festa í spariskírteinum ríkissjóðs en í hlutabréfum fyrir þá aðila sem lenda i eignarskatti. Ef menn eru komnir með arð sem er um- fram 120 þúsund krónur á ári fyr- ir einstakling fara þeir að greiða eignarskatt. Þessi arður er af sem nemur svona um það bil tveggja milljóna króna hlutafjáreign að meðaltali. Hins vegar greiða menn ekki tekjuskatt af ríkisskuldabréf- um,“ sagði Pétur. Hann tók fram að á síðasta ári hefði ávöxtunin af hlutabréfum hér á landi verið mjög góð en það væri vegna þess að hlutabréfa- markaðurinn hér byrjaði á núlli. Þegar svo er verði ávöxtunin alltaf góð. „Menn kaupa bréfin á nafnverði og svo rjúka þau upp fyrsta eða fyrstu árin á meðan verið er að ná því upp hvað fyrirtækin eru und- irmetin. Þegar hlutabréfin eru svo komin á rétt mat hækka þau bara í samræmi viö arðsemi fyrirtækj- anna, það er að segja hagnað þeirra. Það vita allir að íslensk fyrirtæki hafa sýnt lítinn hagnað í gegnum árin. Ef þau fara að sýna hagnað, eins og fyrirtæki erlendis, upp á 6 til 10 prósent af veltu, sem þykir eðlilegt þar, þá breytast for- sendur. Arðsemi fyrirtækjanna þarf að vera um 16 prósent, að meðaltali, til þess að vera sam- bærileg, við eignarskattinn, fyrir þá sem fara upp fyrir þessi mörk og hafa ekki keypt bréfin með skattaafslætti. Hann breytir hins vegar dæminu nokkuð. Og fyrir fólk sem er að kaupa hlutabréf fyr- ir tiltölulega lágar upphæðir er það skynsamlegt vegna skattaaf- sláttarins. Og ef menn eru innan við 120 þúsund króna arðmörkin er það tekjuskattslaust eins og vextir af spariskírteinunum," sagði Pétur Blöndal. -S.dór Borgarstjóri vill viðræður um Lands- í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.