Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Blaðsíða 33
I>V LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 dþermynd „ Nærmynd af séra Flóka Kristinssyni, snknarpresti í Langholtskirkju: Hvikar hvergi í stóru málunum - segir starfsbróðir og vinur - á ekki að vera prestur, segir sóknarnefndarmaður „Þegar þessar deilur eru skoöaöar þá verða menn að hafa það í huga að Flóki er þeim sem hann deilir við afskap- lega óþægur Ijár í þúfu. Líklega finnst honum hann hafa mjög á réttu að standa og þá hvikar hann hvergi. Svona er hann í stóru málunum ... Hann horfir f sálina á manni og segir sfna skoðun. Það getur oft verið óþægilegt því eins og segir: Oft má satt kyrrt liggja," segir starfsbróðir Flóka og vinur, séra Hannes Blandon. „í mínum huga er Flóki hlýr og góður, alltaf hreinn og beinn. Hann er hreinskiptinn og það fýkur gjarn- an í hann þegar maður er á önd- verðum meiði við hann. Ef honum fmnst hann til dæmis hafa rétt fyr- ir sér gefur hann ekki tommu eftir. Hann er fylginn sér og rúmlega það, án þess þó að vera ráðríkur - þ.e. hann er málefnalegur," segir séra Hannes Öm Blandon, sóknarprest- ur í Laugalandsprestakalli í Eyja- firði, um starfsbróður sinn og vin, séra Flóka Kristinsson, sóknarprest í Langholtskirkju. Deilur sem risið hafa milli prests og organista í Langholtskirkju hafa vart farið fram hjá neinum en þær náðu hámarki yfir hátíðimar þegar Jón Stefánsson organisti ákvað að taka sér sumarfrí ásamt kór sínum yfir jólin. Prófasti tókst ekki að miðla málum í deilunni og því tók biskup íslands, hr. Ólafur Skúlason, á það ráð, í samráði við kirkjumála- ráðherra, að fá löglærðan sáttafull- trúa að deilunni. Sú ákvörðun varð til að hleypa af stað enn frekari deil- um innan kirkjunnar og kallaði biskup gagnrýni formanns prestafé- lagsins, séra Geirs Waage, yfir sig og hafa hörð skoðanaskipti átt sér stað milli presta um ákvörðun bisk- ups. Maður smáatriðanna og dellukarl Hannes og Flóki hafa þekkst frá því snemma á áttunda áratugnum er þeir hófu nám í guðfræðideild Háskóla íslands á svipuöum tíma. Síðan störfuðu þeir saman hjá lög- reglunni í Kópavogi um skeið. Að sögn Hannesar urðu þeir ágætis mátar en hin seinustu ár hafa sam- skipti þeirra minnkað, enda starf- andi hvor í sínum landshlutanum. „Flóki er afskaplega mikill prinsippmaður. Hann hefur gaman af þvi að skoða málin og brjóta þau til mergjar og kemst stundum að niðurstöðu sem er ekki allra. Hann vill gera þá hluti sem hann tekst á hendur alveg hárnákvæmt og ef hann ætlar að gera eitthvað þá verð- ur það að vera byggt frá grunni og öll smáatriði á hreinu." Hannes segir Flóka mikinn dellu- karl. Ef hann hafi fengið áhuga á einhverju þá haíi hann hreinlega sökkt sér ofan í hlutina. „Eitt sinn fékk hann mikinn áhuga á Martin Buber, gyðingi og heimspekingi, sem seint verður sagt að sé hefðbundinn kristinn guð- fræðingur. Flóki varð sérfræðingur á ýmsum sviðum. Hann fékk dellu fyrir rauðvini í eina tíð og varð óskaplegur vinþekkjari um tíma. Ég get líka sagt að hann er afskaplega notalegur og skemmtilegur í litlum hópi - fjölfróöur og víðlesinn. Hann er góður guðfræðingur, reyndar hörkuguðfræðingur. Ein af dellun- um hans eða áhugamálunum er lit- úrgían, þ.e. messuhaldið, og það sökkti hann sér ofan í. Þetta á hann sameiginlegt með sr. Amgrími Jónssyni. Til dæmis hvikar Flóki hvergi þegar hann hefur komist að einhverri niðurstöðu í málum sem varða messugjörðina. Það kann að vera ein skýringin á þessu ástandi," segir Hannes. Úþægur Ijár í þúfu „Þegar þessar deilur eru skoðað- ar þá verða menn aö hafa í huga að Flóki er þeim sem hann deilir við afskaplega óþægur ljár í þúfu. Lík- lega finnst honum hann hafa mjög á réttu að standa og þá hvikar hann hvergi. Svona er hann í stóru mál- unum. Síðan er hann mjög hrein- skilinn, eins og ég sagði. Hann horf- ir í sálina á manni og segir sína skoðun. Það getur oft verið óþægi- legt því eins og segir: „Oft má satt kyrrt liggja." En stundum þurfa menn að taka til hendinni án þess að ég viti hvort það á við í þessu til- viki. Það er greinilegt að bæði Flóki og Jón eru prinsippmenn og járn- karlar.“ Hannes segir að deilumar hafi. í raun komið sér á óvart. Hann hafí einhvem veginn gert ráð fyrir því að þegar Flóki réðst til starfa í Langholtskirkju myndi hann fara til starfa með manni sem deildi með honum skoðunum á kirkjutónlist og litúrgíu. „Ég er meira en lítið hissa á .þessu ástandi í Langholtskirkju. Ég hélt að við þrír; ég, Jón og Flóki ásamt mörgum öðrum á sama tíma, hefðum ausið úr sama brunni - branni Róberts Abrahams Ottósson- ar, kennara í guðfræðideild og tón- listarmanns. Mér kom á óvart að Jón skyldi ekki deila músík- og lit- úrgískum skoðunum með Flóka. Fyrst þeir gera það ekki þá er ég ekki hissa á að stálin stinn hafi mæst. Mér þykir miður ef ég les of mikið inn í ástand eða stööu mála. Ég á þá ósk heitasta að þessum deil- um linni með einhverri þeirri lausn sem allir aðilar eru sáttir við því þetta ástand eitrar kirkju landsins og ég bið þess að guð fái að ráða ferðinni í kirkjunni." Flóki er ágætis drengur Kynni séra Arngríms Jónssonar, fyrrum sóknarprests í Háteigs- kirkju, og séra Flóka hófust fyrir nokkram árum. Arngrímur deilir sama áhugamáli með Flóka, þ.e. báðir hafa þeir mikinn áhuga á lit- úrgíunni, og reyndar hefur séra Arngrímur, að beiðni Flóka, messað í Langholtskirkju einu sinni eða tvi- svar í fjarveru hans. „Af þessum kynnum kemur séra Flóki mér fyrir sjónir sem einsták- lega almennilegur náungi og ágætis drengur. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta af samskiptum mínum við hann og sýnist af okkar kynnum hann ekki vera með neinn ófrið í huga,“ segir séra Arngrímur og bætir því við að það hafi komið sér á óvart að séra Flóki hafi lent í þess- um deilum. „Ég verð að segja að mér fannst þessi uppákoma fráleit af'hendi Jóns Stefánssonar. Það er eins og árásin hafi verið markaðssett. Það er óhæfa að fara að á þennan hátt á stórhátíðum og eftir því sem ég hef lesið lítur út fyrir að það hafi vakað fyrir honum að klekkja á séra Flóka.“ Skiptar skoðanir um lit- úrgiuna og helgihaldið Deilurnar í Langholtssókn eru á milli Jóns Stefánssonar, organista og kórstjóra, og séra Flóka. Áður en Flóki kom til starfa í Langholtssókn var hann sóknarprestur í Stóra- Núpsprestakalli. Þar var hann sókn- arprestur um nokkurra ára skeið, eöa allt til ársins 1991. Organisti í Ólafsvallakirkju var Vilmundur Jónsson. „Okkar samstarf gekk ágætlega en ég geri ráð fyrir því að safnaðar- nefndir og öll sóknarbörn séu mér ekki að öllu leyti sammála. Okkur tókst að leysa öll ágreiningsmál okkar í millum. Hann hefur ýmsa góða kosti sem prestur - er góður söng- og ræðumaður. Kannski hefur hann ekki alltaf náð góðum sam- skiptum við alla. Það sýnir sig kannski núna.“ Aðspurður að því hvort deilumar í Langholtssókn komi honum á óvart segir Vilmundur erfitt að bera saman kirkjuhald þar og í svo lítilli sókn sem séra Flóki þjónaði áður í og ekki var messað í á hverjum sunnudegi. „Það eru alltaf dálítið skiptar skoðanir um litúrgíuna og helgi- haldið. Ég hélt þó að Jón og séra Flóki væru á svipuðu róli í þeim efnum. Það komu kannski upp skiptar skoðanir á milli okkar Flóka en við leystum það ávallt í góðu og gátum vel unnið saman,“ segir Vilmundur. Skapríkur í viðtali við Ragnhildi Magnús- dóttur, fyrrverandi sóknamefndar- formann í Stóra-Núpsprestakalli, sem birt var í DV sl. laugardag, kemur fram að samstarfið við séra Flóka hafi endað á leiðinlegan og sársaukafullan máta. „Það var að mínu áliti síður en svo gott að starfa með honum og hann skildi við okkur mjög ósáttur. Þetta gerðist ekkert á einum degi... Það má margt gott segja um séra Flóka. Hann er vel gefinn, hef- ur góða söngrödd og á gott með að koma orðum i búning en hann er mjög skapríkur. Hann vildi að safn- aðarstjórnin [sóknarnefndin] hjálp- aði sér í kjarabaráttu sinni en okk- ur fannst það ekki okkar hlutverk," sagði Ragnhildur. Flóka var gefinn kostur á að svara þessum ummælum í DV og kom þar skýrt fram að hann gerði sér aðrai' hugmyndir um störf og hlutverk sóknamefndar en nefndar- menn sjálfir. Enn fremur lagði hann áherslu á að Stóra-Núpsprestakall væri eitt rýrasta brauð landsins og það hefði ekki gert honum auðveld- ara að komast af, enda studdi hann þá hugmynd síðar meir að presta- kallið yrði lagt niður. „Hann var óánægður með kjörin héma og eins og komið hefur fram í fjölmiðlum fannst honum presta- kallið rýrt. Það kom fram í sam- skiptum hans við sóknarnefndirnar og einkenndi liklega samstarf þeirra, án þess að ég viti það ná- kvæmlega, enda sat ég ekki í sókn- arnefnd á þessum tíma,“ segir Vil- mundur. Ekki á ráttri hillu í lífinu Jón Vigfússon frá Efri- Brúnavöll- um var varamaður i sóknamefnd Ólafsvallasóknar þegar séra Flóki þjónaði Stóra-Núpsprestakalli. Hann ber séra Flóka ekki vel sög- una og hefur ákveðnar skoðanir um framtíð hans. „Hann þjónaði vel í kirkjunni og ég set ekkert út á það. Að mörgu leyti hef ég samt talið að hann sé ekki á réttri hillu í lífinu sem prest- ur. Mér finnst prestsstarfið mikil- vægt og ekki á allra færi að leysa það sómasamlega af hendi. Flóka fannst brauðið heldur rýrt og hans hugmyndir vom þær að sóknar- nefnd ætti að sjá til þess að prestur lenti ekki i fjárhagserfiðleikum og þetta varð meðal annars til að skapa ágreining. Hann var ágætis prestur og góður ræðumaður þangað til hann var orðinn ósáttur, þá var hann farinn að deila á sóknarnefnd úr predikunarstól. Ég get því ekki sagt að deilurnar i Langholtskirkju hafi komið mér á óvart. í raun mátti alveg reikna með þeim. Mín per- sónulega skoðun er sú að það sé ekki varanleg lausn þótt skipt verði um sóknarnefnd eöa starfsmenn. Þetta virðist elta Flóka.“ Ann kirkjunni alls hins besta „Flóki er drengur góður og ég þekki hann sem ljúfan mann sem ann kirkjunni alls hins besta. Það kom mér verulega á óvart að hann skyldi lenda í þessum deilum. Mér finnst deilan hin kostulegasta fyrir það að setja jólahelgihald í uppnám með þessum hætti. Ég heföi reyndar undrast bessa deilu hjá hverjum sem er. Þó verð ég að segja að ég hefði talið Flóka líklegri en flesta til að hvika ekki frá samvisku sinni og bestu sannfæringu. Ég efa það samt ekki að Flóki hafi sína bresti eins og aðrir menn en ég hef ekki fengið að sjá þá,“ segir séra Gunnlaugur Garðarson, sóknarprestur í Glerár- kirkju á Akureyri. Honum finnst séra Flóki ekki hafa notið sannmælis í fjölmiðlum. Óásættanlegt sé að birtar séu hálf- kveðnar vísur sem gefi í skyn að hann hafi unnið sér eitthvað voða- legt til sakar. Það hafi ítrekað kom- ið fram hjá prófasti að enginn einn sökudólgur sé í þessari deilu. 490 fyrirgefningar Hr. Pétur Sigurgeirsson biskup vildi aöspurður ekki blanda sér í deiluna í Langholtssókn á nokkurn máta og gefa Flóka lyndiseinkunn en fannst blaðamaður ekki spyrja óáþekkt Pétri postula þegar hann spurði meistara sinn forðum og stendur skrifað í Mattheusarguð- spjalli 18:21. „Og það eitt vil ég láta frá mér fara. Mér finnst rétt að Kristur svari þessu: „Þá gekk Pétur til hans og spurði: „Herra, hve oft á ég að fyrirgefa bróður mínum ef hann misgjörir við mig. Svo sem sjö sinnum." Jesús svaraði: „Ekki segi ég þér sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö!“ „Á þessu lifir kirkjan innbyrðis og i boðun sinni. Þama er jafnframt að finna meginreglu kærleikans sem við lifum eftir og menn ættu að hafa í huga núna,“ sagði Pétur. -pp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.