Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 6. JANUAR 1996 lent fréttaljós Fjárlagadeila Clintons Bandaríkjaforseta og repúblikana hafði víðtæk áhrif: Starfsstúlka sjúkrahúss fékk þúsund krónur í launaumslaginu Baráttan um bandarísku fiárlöqin Barátta milli Bills Clintons Bandaríkjaforseta og leiðtoga Repúblikanaflokksins um fjárlögin varð þess valdandi að margar opinberar stofnanir vestra voru lokaðar í þrjár vikur, lengur en nokkru sinni. Um 760.000 opinberum starfsmönnum var ýmist sagt upp eða þeir unnu fyrir takmörkuð eða engin laun frá 16. desember síðastliðnum Helstu tillögur demókrata og repúblikana um að jafna fjárlagahallann fyrir árið 2002 Demókratar • 7 ára áætlun Clintons um hallalaus fjárlög gerir ráð fyrir 465 milljarða dollara sparnaði ' Spamaður í heilsugæslu fyrir aldraða á ekki að vera meiri en 98 milljarðar dollara. 54 milljarðar verða teknir . af aðstoð til fátækra Tillögur um 98 milljarða dollara skattalækknun, og 28 . milljarða niðurskurð á skattafslætti fyrirtækja Hvíta húsið gerir ráð fyrir 2,5 prósenta hagvexti Repúblikanar • Tillaga repúblikana gerir ráð fyrir 812 milljarða dollara niðurskurði á sjö árum " 270 milljarða niðurskurður á heilsugæslu aldraðra ■ 253 milljarðar dollara í lækkun skatta. 26 milljarðar til viðbótar með því að loka skattasmugum fyrirtækja Repúblikanar segja að 115 milljarða vanti til að tillaga demókrata gangi eftir vegna minni hagvaxtar sem fjárlagaskrifstofa þingsins spáir Vegabréf og áritanir ekki afgreidd Sum sendiráð lenda í vanskilum Atvinnuleysisbætur klárast Ahrif lokunar ríkisstofnana 1 Margar fjölskyldur áttu yfir höfði sér hús- næðismissi vegna þess að ekki var hægt endurnýja húsnæðislán eða styrki á veguió hins opinbera Mataraðstoð við aldraða í hættu Þúsundir gesta komu að lokuðum þjóðgörðum ■ ■ Bob Dole og Newt Gingrich ekki samstiga í fjárlagadeilu: Oldungur gegn byltingarmanni •i: - lofningurinn meðal repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings annars vegar og fulltrúadeildinni hins vegar um fjárlagadeiluna við Clinton forseta er gott dæmi um þann mun sem er á leiðtogum þingdeildanna, þeim Bob Dole, for- seta öldungadeildarinn- ar, og Newt Gingrich, forseta fulltrúadeildar- innar. Dole er sáttfús maður, reiðubúinn að gera samninga en Gingrich er aftur á móti byltingarmaður fullur eldmóðs. Öldungadeildin sam- þykkti í vikunni að veita fé svo hægt væri að opna á ný þær stofn- anir hins opinbera sem þá höfðu verið lokaðar i tæpar þrjár vikur. Repúblikanar í fulltrúadeildinni kröfðust þess hins vegar að Clint- on samþykkti fyrst áætlun um að eyða fjárlagahallanum á næstu sjö árum. Bob Dole, sem þykir líklegastur repúblikana til að keppa við Clint- on í forsetakosningunum í haust, þarf að hugsa um pólitíska framtíð sina og hafa um leið auga með Gingrich á meðan reynt er að ná samkomulagi við forsetann í fjár- lagadeilunni. Gingrich einbeitir sér hins vegar aðeins að einu markmiði, því að hrinda í fram- kvæmd róttækri stefnuskrá repúblikanaflokksins. Þessi nýjasti ágreiningur þeirra Bob Dole og Newt Gingrich ræða um hvernig megi leysa fjár- lagadeiluna við Clinton forseta. Símamynd Reuter Doles og Gingrich um leiðir endur- speglar ólíkan persónuleika og stíl sem tvímenningamir hafa sýnt undanfarið ár. Gingrich varð fræg- ur fyrir að berjast hatrammlega gegn leiðtogum demókrata þegar þeir voru í meirihluta í fulltrúa- deiidinni. Þegar valdahiutfóliin snerust við og Gingrich varð deild- arforseti hélt hann enn í fyrri her- skáu vinnubrögð sín. Dole hefur aftur á móti unnið að því i gegnum árin að sv.eigja laga- setninguna að markmiðum sínum, enda öldungadeildin mun fámenn- ari og minnir meira á eins konar klúbb. Þótt kímnigáfa hans sé oft ansi bitur, beitir hann henni líka til að draga úr spennu í öldungadeildinni og til að komast að mála- miðlunum. „Það kemur stund- um fyrir að stíll okkar er frábrugðinn,“ sagði Gingrich um andstöðu sina við tilraunir Do- les til að fá áætlunina um opnun ríkisstofn- ana samþykkta. Dole bar á móti því að það væri klofning- ur milli þeirra Gingrich og sagði að þeir vildu báðir að ríkisstofnanir störfuðu eðlilega og að báðir vildu hallalaus fjárlög. Um leið var hann ósammála þeirri aðferð Gingrich að nota lok- un ríkisstofnana sem svipu yfir Clinton til að fá hann til að fallast á fjárlaganiðurskurð. „Ég skil ekki rökin á bak við það,“ sagði Dole. Fjárlagadeilu Bills Clintons Bandaríkjaforseta og meirihluta repúblikana í þinginu kann að vera lokið í bili. Fulltrúadeildin tók fyrir í gær frumvörp sem áttu að gera kleift að opna að nýju op- inberar stofnanir sem höfðu ver- ið lokaöar í þrjár vikur, lengur en nokkru sinni fyrr. Ekki var ljóst, áður en blaðið fór í prentun í gærkvöldi, hvort þau voru sam- þykkt. Þó má búast við að svo hafi verið. Frumvörpin sem fulltrúadeild- in fékk til meðferðar gera ráð fyr- ir að ríkisstofnanirnar verði opn- ar til og með 26. janúar næstkom- andi en hvort þá tekur við enn eitt stríðið skal ósagt látið. Sama staða kom einnig upp í nóvember en þá var aðeins lokað í sex daga. Repúblikanar, með Newt Gingrich, forseta fulltrúadeildar- innar í fararbroddi, kröfðust þess að Clinton samþykkti að leggja fram áætlun um að eyða fjárlaga- hallanum á næstu sjö árum, með tilheyrandi niðurskurði til vel- ferðarmála sem forsetinn hefur lýst sig andvígan. Skelfilegur hópur „Þetta er skelfilegur hópur þama í þinginu," sagði Mike McC- urry, talsmaður Hvíta hússins, fyrr í vikunni þegar öll sund virtust lok- uð. „Það er skelfilegt hvað þeir eru að gera opinberum starfsmönnum og bandarísku þjóðinni.“ Lokunin nú, sem hófst þann 16. desember, hafði mjög viðtæk áhrif, eins og nærri má geta, ekki aðeins á opinbera starfsmenn, heldur einnig fyrirtæki, sendiráð Bandaríkjanna á erlendri grundu, ferðamenn og marga fleiri. Hvorki fleiri né færri en 760 þús- und opinberir starfsmenn fengu að kenna á deilu forseta og leiðtoga repúblikananna, þeirra Bobs Doles og Newts Gingrich, með því að þeir voru ýmist sendir heim kauplausir eða þá að þeir fengu ekki nema lítið brot venjulegra launa sinna. Ein þeirra var Wanda sem starfar á sjúkrahúsi fyrir uppgjafahermenn utan við Chicago. Hún fékk ekki nema fjórtán dollara útborgaða á fimmtudag þegar búið var að draga frá alla skatta og skyldur. Það jafn- gildir nærri eitt þúsund íslenskum krónum. „Hún skuldar rafmagnsveitunni, hún þarf að borga leigu. Hún getur ekki gert neitt,“ sagði Suzan Erem, starfsmaður Chicagodeildar stéttar- félags opinberra starfsmanna. Indíánar í vanda Oglala Siux indíánaættbálkurinn í Furuási í Suður-Dakóta var líka kominn í vandræði í vikunni vegna lokunarinnar. Gerald Stóra kráka, fjármálastjóri ættbálksins, var al- varlega farinn að íhuga að leita á náðir bankans síns um lán til að koma í staðinn fyrir opinberu fram- Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Al Gore varaforseti koma af einum af fjöldamörg- um fundum um fjárlagadeiluna við leið- toga repúblikana á Bandaríkjaþingi. Símamynd Reuter lögin sem skiluðu sér ekki. „Við erum búnir að taka út alla peningana sem okkur hafa verið ætlaðir til þessa,“ sagði Stóra kráka. Um leið og lokað var 16. desember var hætt að taka við umsóknum um vegabréf eða vegabréfsáritanir. Á ósköp venjulegum degi fær utanrík- isráðuneytið bandaríska 23 þúsund umsóknir um vegabréf og gefin eru út tuttugu þúsund vegabréfsáritanir til erlendra gesta. Fjárlagadeilan hafði líka áhrif á sendiráð Bandaríkjanna um allan heim. Sum þeirra lentu í vanskilum með reikninga fyrir rafmagn og aðra nauðsynlega þjónustu og önn- ur áttu í erfiðleikum vegna þess að ekki var hægt að greiða fyrir örygg- isgæslu sem var í höndum þegna landsins sem sendiráðin voru í. Vanskilapabbar kátir Ferðamenn fóru heldur ekki var- hluta af deilu forseta og þings um stefnuna í ríkisfjármálum. Þjóð- garðar voru lokaðir og þurftu þús- undir gesta þeirra frá að hverfa. Á venjulegum degi heimsækja 383 þús- und manns garðana. Flest listasöfn voru einnig lokuð, svo og þjóð- ardýragarðurinn. Þótt lokun hins opinbera hafi ver- ið flestum til ama og leiðinda var þó einn hópur manna sem lét sér að öllum líkindum vel líka. Það voru feður i óskilum með bamameðlögin. Stofnuninni, sem eltir þá uppi til að hægt sé að rukka þá, var lokað. Óvíst er þó hvort vanskilapöbbun- um sé hlátur í huga nú þegar vænt- anlega er búið að skrúfa fyrir pen- ingakranann að einhverju leyti. Skórkostleg útsala 30 - 60 % verðlækkun Blu di l)lu Verslun Laugavegi 83

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.