Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 JjV UV LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 31 Hún á tíu ára fyrirsætuferil að baki í útlöndum: Starfið gefur manni mörg tækifæri - segir Andrea Brabin sem á heimili bæði í Mew York og Los Angeles „Það er óhætt að segja að margt hafi gerst í mínu lífi síðan ég vann Fordkeppnina hér heima árið 1985. Ég hef verið heppin, mér hefur gengið vel, jafnt meðan ég var í Par- ís og einnig undanfarin ár í Banda- ríkjunum," segir Andrea Brabin, 27 ára, sem starfað hefur sem fyrir- sæta á erlendum vettvangi undan- farin tíu ár. Andrea er bresk í fóðurætt en á íslenska móður og er alin upp í Reykjavík. Hún hafði sótt námskeið hjá Unni Arngrímsdóttur sem ungl- ingur en starfaði á bensínstöð þegar hún var uppgötvuð. „Það var Unni að þakka að ég fór út í fyrirsætu- Þessa mynd tók Andrea af Baltasar Kormáki leikara þegar hann var í hléi frá upptökum á kvikmyndinni Agnesi. Guðni rekur vaxtarræktarstofu í Los Angeles og gengur mjög vel. „Ég þjálfaói hjá honum.“ „Þetta er Cara sem leigir með mér i New York.“ störf, hún uppgötvaði mig,“ segir Andrea. Árið 1985 unnu tvær stúlkur Fordkeppnina, Andrea Brabin og Valgerður Backman. Þær áttu að taka þátt í keppninni Supermodel of the World árið 1986 en þar sem Val- gerður komst ekki tók Andrea ein þátt i henni og var meðal efstu stúlkna. Hún hafði þá um eins árs skeið starfað sem fyrirsæta i París. „Það var svolítið skrýtið að fara í keppnina eftir að hafa starfað í og kynnst fyrirsætuheiminum. Ég hafði bæði verið í London og París við störf og fannst í raun hallærislegt að fara í keppni. Það var hins vegar skemmtilegt að taka þátt í henni. New York heillar Fyrstu flögur árin var ég að mestu í París og starfaði þá hjá um- boðsskrifstofu sem Ford Models út- vegaði mér. Síðan flutti ég til New York og starfaði í fyrstu hjá Ford en ákvað síðan að starfa frekar hjá minni umboðsskrifstofu. Undanfar- in ár hef ég starfað hjá Company í New York og Elite í Los Angeles. Það er mjög gott að vinna í Bandaríkjunum og ég passa vel inn á þann markað. Þó vil ég heldur starfa í New York heldur en Los Angeles enda er meira að gera þar - markaðurinn mun stærri. Ég er ánægð með starfið og líkar það mjög vel. Það er fjölbreytt og gefur manni mörg tækifæri. Vinnutíminn hentar mér líka ágætlega, stundum er mik- ið að gera en svo koma ágætisfrí á milli. Auk þess hef ég átt kost á að ferðast um allan heim i gegnum þetta starf. Það er t.d. mjög eftir- minnilegt þegar ég fór til Ken- ía i myndatökur. Ég hef ferð- ast um Evrópu, Bandarík- in, Ástralíu, Japan, kom- ið til Hawaii og þannig gæti ég lengi talið. Þá get ég nefnt að það er alltaf mjög skemmti- legt að fara í myndatökur fyrir Wathne-systur. Ég hef talsvert unnið fyrir þær en í verðlistum þeirra er ævinlega reynt að hafa umhverfið framandi og spennandi.“ Þess má geta að Wathne-systur eru íslenskar en þær reka fyrirtæki með fínan og dýran sportfatnað í Bandaríkjunum. Þá hefur Andi-ea talsvert starfað fyrir JC Penney, sem íslendingar þekkja, jafnt í verðlista sem sjónvarpsaug- lýsingum. Spennandi tískusýningar Fyrir tveimur árum hætti Andrea að sýna fót á tískusýningum. Hún segist hafi kosið að losna undan stressinu sem þeim fylgir og starfa frekar fyrir verðlista og auglýsing- ar. „Það var mjög skemmtilegt á sýningunum því þar var mað- ur með fingurna á púlsin- um og kynntist nýju fólki. Það er alltaf mik- il spenna í kringum tískusýningar sem gaman er að taka þátt í. Ég sakna þeirra en telhenta mér betur að starfa sem ljós- myndafyrir- sæta.“ Það er alltaf gríðar- legur áhugi hjá ungum stúlkum að gerast fyrirsætur og jafnan sækja um hund- rað stúlkur um að komast í Ford- keppnina á ári hverju. Andrea segir að ef vel gangi í fyrirsætustarfinu sé það mjög eftirsóknarvert. „Þetta er ákveðin heppni. Stundum er þetta hörkuvinna og maður þarf sterk bein en mér finnst þetta þó mest heppni. Ef vel gengur er þetta mjög skemmtilegt starf. Þessi fyrirsætu- heimur hefur þó breyst talsvert á undanförnum árum og hann er erf- iðari en hann var. Samkeppnin er orðin miklu meiri, fleiri fyrirsætur og fleiri ljósmyndarar. Reynslan kemur mér til góða þar sem ég hef verið lengi i þessu og á marga fasta viðskipta- vini. Það er mun erfiðara fyrir ung- ar stúlkur að komast áfram núna í þessum heimi heldur en var áður.“ Líf í tveimur stórborgum Andrea gifti sig fyrir tveimur árum, Ágústi Jakobssyni, en hann starfar við kvikmyndagerð í Los Angeles. Þau eiga heimili þar í borg en meðan Andrea býr í New York leigir hún með vinkonu sinni, Cöru, sem einnig er módel. Hún viður- kennir að þetta sé tvöfalt líf, að eiga heimili í tveimur stórborgum. „Samt finnst mér ég hvorki eiga heima i Los Angeles né New York, heima er alltaf á íslandi,“ segir hún. „Einhvern tíma í framtíðinni ætla ég að flytja heim,“ bætir hún við. Andreu finnst að hún hafi verið að uppgötva ísland á nýjan leik að undanförnu. „Ég kom ekki heim nema einu sinni á ári og fylgdist lít- ið með því sem var að gerast á ís- landi. Síðastliðið sumar veiktist móðir mín og það varð til þess að tengsl mín við landið jukust og ég hef verið meira hér heima að und- anförnu en í mörg ár. Mér finnst Reykjavík hafa breyst mikið, það er ótrúlega mikil gróska og mikið um að vera. Ég hef kynnst heilmörgu skemmti- legu fólki hér og „Þessa mynd tók Eiður Snorri af mér og Cöru í New York.“ \ fæ örugglega heimþrá þegar ég fer héðan núna,“ segir Andr- ea en hún fór til Bandaríkjanna aftur í gær. Það var síðastliðið sumar sem Andrea fékk ljósmynda- dellu og byrjaði að taka myndir af fólki sem hún þekkir. „Vinkona mín var ófrísk og langaði í myndir af sér og bað mig að taka þær. Ég varð svo ánægð með útkomuna að ég hélt áfram að mynda og þá aðallega fólk. Þetta er mjög skemmtilegt, auk þess sem ég hef lært heil ósköp á því að vinna með svo mörgum ljósmyndurum. En Ijósmyndunin er einungis áhugamál," segir Andrea Brabin en nú stendur yfir ljósmyndasýning í Loftkastalanum á myndum hennar. Þegar hún var spurð hvort hún ætli sér að feta í fótspor Maríu Guðmundsdóttur sagði hún svo ekki vera. „Ég var mjög glöð að María skyldi koma á opnunina og líta á sýn- inguna. Það var gaman að hitta hana. Ég býst þó ekki við að ég muni leggja þetta fyrir mig,“ segir Andrea og bætir við að hún ætli sér að taka bókina um Maríu með sér út og lesa hana en því hefur hún ekki komið í verk. Andrea segir að það hafi verið fyrir tilstilli Ingvars Þórð- arsonar hjá Loftkastalanum sem hún ákvað að setja upp sýninguna. „Ingvar er gamall vinur minn og hann hvatti mig óspart til að setja hana upp. Það var að hans frum- kvæði sem ég setti upp þessa sýningu og mér hefur þótt al- veg sérstaklega skemmtilegt að vinna við hana.“ Fyrirsætur og fíkniefni Oft er rætt um glamúrlíf í kringum fyrirsætuheiminn og óheilbrigt liferni. Andrea viðurkennir að það sé rétt en hins vegar sé það hverrar fyrirsætu að ákveða hvort hún taki þátt í því lífi eða ekki. „Þetta er „showbusiness" og það eru hættur í þessu fagi eins og svo mörgu öðru. Mér finnst ég að minnsta kosti hafa komið heil út úr þessu. Fyrir mína tíð í fyrirsætustarfinu var víst mikið um fíkniefni samfara starfinu en það breyttist. Það kemur m.a. fram í bókinni Model, sem vakið hefur mikla athygli í Bandaríkjunum, en hún kom þar út fyrir jólin. Ég þekki enga fyrirsætu sem hefur farið illa vegna fikniefnaneyslu. Hins vegar er maður að heyra að talsvert sé um fíkniefni meðal yngstu fyrirsætanna núna, sérstaklega heróínneyslu. Einnig hefur alnæmi verið að koma fram í þessum hópi. Sjálf hef ég ekki kynnst þessu hraða óreglulífi af eigin raun svo nokkru nemi.“ Andrea segist hafa hitt margar af þessum heimsfrægu of- urfyrirsætum í gegnum tíðina. Henni finnst þeirra heimur ekki öfundsverður. „Ég fékk kannski nasaþefinn af því lífi þegar best gekk í París. Þá var ég á stanslausum ferðalög- um í þrjú og hálft ár. Ég vann og gerði ekkert annað, átti enga vini og ekkert heimili. Það getur þó vel verið að mað- ur geti leyft sér ýmislegt í lífinu með allar þær milljónir sem þær þéna. Þegar maður er á ferðalögum vegna mynda- takanna vaknar maður iðulega klukkan fimm á morgnana og er að vinna fram á kvöld. Stundum í of miklum hita eða öfugt. En það er vissulega spennandi að koma á nýjar slóð- ir og kynnast nýjum löndum." Andrea segir að móðir sín hafi alla tíð staðið við bakið á sér og verið stolt af dótturinni. „Foreldrar mínir voru mjög jákvæðir þegar ég ákvað að fara utan á sinum tímá. Sjálf skil ég það varla því ég var aðeins sautján ára. En þau treystu mér fullkomlega." Hættur víða Ljósmyndarar og förðunarmeistarar hafa gaman af að breyta útliti Andreu Brabin. Andrea segist hafa töluvert samband við íslendinga sem búsettir eru I Los Angeles enda margir sem þar búa. „Það eru allir að læra kvikmyndagerð - það er tískufagið." Hún hefur hins vegar minni samskipti við íslendinga í New York. „Los Angeles er stórhættuleg borg og miklu hættu- legri en New York. Þessar tvær borgir eru ólikar. Ég hef verið mjög ánægð í New York, mannlífið er fjölbreytt, svo og götulífið. Maður fer hins vegar ekki mikið út á götu í Los Angeles.“ Þegar Andrea er spurð hvað ungar stúlkur, sem dreymir um fyrirsætustörf í útlöndum, ættu helst að varast þegar þær leggja land undir fót, er hún fljót til svars: „Ég myndi aldrei fara ein út án þess að hafa komist á samning hjá ein- hverri umboðsskrifstofu. Ég mæli eindregið með að þessar stúlkur taki fyrst þátt í þeim fyrirsætukeppnum sem hér eru í boði. Þá fá þær í raun strax að vita hvort þær eiga ein- hvern möguleika eða ekki. Einnig er haldið vel utan um öll mál fyrir þær stúlkur sem eru á samningi, allt borgað fyrir þær og séð um þær í byrjun, maður hefur því engu að tapa. Það kostar stórfé að koma sér upp myndamöppu og alls óvíst að ná árangri. Margar þessar pínulitlu umboðsskrif- stofur, sem enginn þekkir, geta verið stórhættulegar og best að varast þær. Þess vegna hef ég ekki önnur skilaboð' en þau að stelpur eiga ekki að fara á eigin vegum út.“ Margbreytilegt útlit Það er sagt að Andrea hafi það útlit sem tiskuljós- myndarar kjósa helst - útlit sem endalaust er hægt að breyta. „Ég er oftast valin í hlutverk þar sem menn vilja gera úr mér kvikmyndastjörnur frá ár- unum 1920-70. Þeir vilja að ég sé mikið máluð og leika sér yfirleitt með útlitið." Andrea hefur starfað með tveimur íslenskum ljósmynd- urum i útlöndum, Eiði Snorra og Bernharð Valssyni. „Þetta eru frábærir ljósmyndarar á heimsmælikvarða. Mér sýnist líka að það sé meiri atvinnumennska í tískuljómyndun hér á landi nú en fyrr.“ Þegar Andrea var beðin að segja lesendum einhverjar skemmtilegar sögur úr heimi fyrirsætunnar baðst hún und- an. „Mér er illa við allar sögur,“ segir hún. „í rauninni hafa orðið til margar sögur um mig hér heima, ég á að hafa upp- lifað miklu meira heldur en ég hef nokkurn tíma gert. Það eru einnig kjaftasögur í Ameríku, þær eru úti um allt og öf- undin líka sem fylgir þessu starfi. Það er þess vegna best að segja sem minnst.“ Ljósmyndasýning í New York Andrea hélt af landinu í gær .og þá til Flórída þar sem ljósmyndarar bíða hennar. „Það er hitt og þetta í gangi en oft veit maður ekki hvað bíður manns i þessu starfi. Stund- um er maður bókaður þrjá mánuði fram í tímann en oft koma bókanir með stuttum fyrirvara," útskýrir hún. „Mig langar að halda áfram að mynda og það er áhugi á að setja upp ljósmyndasýningu mína í New York - það þyk- ir mér mjög spennandi. Ég á marga vini í New York sem eru ljósmyndarar og hjá þeinr hef ég fengið aðstöðu. Á næstu árum sé ég mig þó frekar í fyrirsætustarfinu. Konur eru að eldast í faginu enda hafa þær mun meiri karakter um þrítugt en sautján ára. Þetta getur þó allt breyst - þessi heimur er óútreiknanlegur." -ELA Þannig leit Andrea Brabin út, aðeins sextán ára, þegar hún tók þátt í Ford- keppninni árið 1985.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.