Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 15 Þrettándinn er í dag og þá verð- ur ekki hjá því komist að klifra út á svalir og taka niður jólaseríuna og príla upp í tréð í garðinum og plokka úr því jólaljósin. Það er sérkennilegt að norpa við það tímunum saman í desember að hengja þetta tildur út til þess eins að plokka það af nokkrum dögum síöar. En við það verður að búa. Nágrannarnir eru fljótir að reka augun í þann sem ekki tekur nið- ur jólaseríuna. Sá er talinn latur og utan við sig. Slíkt má ekki henda í virðulegu hverfi, sérstak- lega eftir að næsta gata við var í sumar valin fegursta gata bæjar- ins. Flækja í kassa Nágrannar mínir eru allir sem einn hinir mætustu. Þeir gera mér þó stundum grikk með dugnaði sínum. Það bregst ekki að um leið og desember gengur í garð sé ég til þeirra hangandi utan á húsunum við skreytingar. Þakskegg, svalir og tré uppljómast um leið og að- ventan gengur í garð. Þetta er út af fyrir sig ágætt nema hvað ég nenni ekki út sjálfur. Ég veit af vísu af kassa í kjallaranum með flæktu seríudóti en fyllist hryll- ingi við þá tilhugsun eina að reyna að greiða úr draslinu og koma ljósi á. Þegar logað hafði á öllum hús- um í grenndinni í hálfan mánuð var frúin nokkuð farin að ókyrrast og ýtti mjög á bónda sinn til jóla- afreka. Ég hafði mig því upp viku fyrir jól og sótti kassann ógurlega. Það stóð heima. Allt var í flækju. Ég dró lufsurnar um allt stofugólf- ið og reyndi að greiða úr. Seríu- tréð í garðinum stækkar stöðugt og kallar á æ fleiri seríur. Mér tókst að losa seríurnar í sundur en lítið var um ljósadýrð. Þegar ég stakk útiseríunum í samband, með viðeigandi spennubreyti, kviknuðu ljós á stangli. Margt er mér betur gefið en þolinmæði til þess að stunda rannsóknir á líflitl- um jólaseríum. Ég tilkynnti frúnni því að seríurnar væru ónýtar og henti þeim. Jólaljós strax Með þessari aðgerð hélt ég að ég fengi dagsfrest en þar skjátlaðist mér. Konan vildi jólaljós á sínar svalir og sitt tré. Klukkan var far- in að ganga tíu að kvöldi. Ég taldi í fáfræði minni að lítið væri hægt að gera en mín vissi betur. „Það er opið tO tíu í kvöld. Drífum okkur og kaupum nýjar.“ Svo mörg voru þau orð. Ég skil stundum ekki fyrr en . skellur i tönnum og fór því orðalaust í vetrarúlpuna. Saman ókum við hjónin fram hjá upplýst- um görðum nágrannanna. Konan dásamaði þessa myndarlegu menn en eiginmaðurinn einbeitti sér að akstrinum. Okkar garður beið í myrkrinu. „Viltu þá ekki hafa þetta eins og hjá manninnum í Ár- túnsholtinu?" spurði ég þegar við nálguðumst raftækjabúðina. „Hann er víst með þúsundir jóla- ljósa á húsinu, bílskúrnum, verk- færaskúrnum og reiðhjólinu. Gott ef hann er ekki með upplýsta jóla- sveina í trjánum og logandi hrein- dýr í garðinum." Ég dró andann djúpt eftir þessa ræðu. „Það vant- ar nú ekki öfgarnar í þig,“ sagði konan. „Það er engin hætta á því að þú nennir að skríða eftir mæn- inum til þess að hengja á hann jólaljós. Það þarf bara íjós á sval- irnar og tréð.“ Við ókum áfram. Lipur afgreiðslumaður I búðinni kom til okkar lipurleg- ur afgreiðslumaður. Konan tíund- aði vanda okkar en maðurinn sneri sér að mér og ræddi um ser- íurnar við húsbóndann á heimil- inu eins og sá væri sérfræðingur í þessum rafvörum. „Við þurfum seríur á tréð,“ sagði ég. „Þú þarft ekki að fara lengra," sagði af- greiðslumaðurinn lipri. „Hér erum við með áttatíu ljósa útiserí- ur með spennubreyti, samkvæmt Evrópustaðli og prófaðar og sam- þykktar af sænskum og þýskum yfirvöldum. Pottþétt vara.“ „Láttu mig hafa tvær,“ sagði ég og var í framan eins og sænskir og þýskir seríustaðlar væru gamlir kunn- ingjar mínir. Ég þorði ekki að segja afgreiðslumanninum að pabbi væri rafvirkjameistari. Ég óttaðist að hann færi þá að tala um volt og vött, spennu og spennu- breyta og þess háttar. Ég hef nefni- lega ekki nægan þroska í slíkar umræður. Toppurinn í minni raf- Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri virkjun er að skrúfa úr ónýta ljósaperu og setja nýja í staðinn. Ég verð alltaf jafn hissa þegar ljós- ið kemur aftur. Konan blandaði sér nú i sér- fræðilega umræðu okkar. „Þessir spennubreytar eru bara fyrir eina seríu. Áttu ekki spennubreyti sem tekur þær báðar? Það er ómögu- legt að vera með þessa spennu- breyta úti um allt.“ „Ekkert mál,“ sagði afgreiðslumaðurinn og teygði sig upp í hillu. „Hérna er spennubreytir fyrir þær báðar,“ sagði hann og rétti mér breytinn. Ég lét eins og það væri eðlilegt þótt konan hefði hafið þessa spennubreytaumræðu. „Það er best að fá eina inniseríu líka,“ sagði ég og fann mig um stund í hlutverki rafvirkjasonarins. Ég neita því ekki að mér jókst sjálfs- traust vegna afgreiðslumannsins. Áfall og spennufall „Þetta er ágæt verslun og þjón- ustan til fyrirmyndar," sagði ég á heimleiðinni. Konan gaf ekkert út á það. Hún þekkir allt sitt heima- fólk svo ég áræddi ekki að ræða frekar um spennubreyta, volt og vött. „Ég set þetta upp á morgun," sagði ég og vegna þess að jólin voru skammt undan stóð ég við loforðið. Seríurnar voru nýjar og ekki í flækju. Mér gekk því þokka- lega að koma þeim á tréð. Spennu- breytinn setti ég í samband í bU- skúrnum og báðar seríurnar í. Tréð í garðinum stóð þarna upp- ljómað og fegurra tré gat ekki að líta í götunni. Innra með mér var ég stoltur. Ég gekk út á götuna og horfði á tréð mitt og leit yfir til grannanna. Það verður þá ekki mér að kenna ef við missum af titlinum „feg- ursta gata bæjarins" næsta ár, hugsaði ég með mér. Það fór um mig, rafvirkjasoninn, vægur straumur, eiginlega jólaspenna. Ég gekk inn til konunnar og bað hana að ganga með mér til stofu og líta á dásemdina út um glugg- ann. „Sjáðu,“ sagði ég og dró frá gardínuna. „Hvað?“ sagði þessi elska og sá ekki neitt. Það sem verra var, ég sá ekki neitt heldur. Það logaði alls ekki á trénu. Nýju seríurnar voru verri en þær gömlu. Það logaði þó á stöku peru á þeim. Ég er ýmsu vanur en við- urkenni þó að þetta var mér tals- vert áfall. Mér leiðist að setja útiseríur á tré í kulda og trekki í desember og enn verra er ef rífa þarf herlegheitin strax niður. Bjargað í horn „Viltu ekki tala við afgreiðslu- manninn, vin þinn?“ spurði kon- an. „Ætli það sé nóg spenna á þessu hjá ykkur?“ Ég var ekki í jólaskapi og kunni ekki að meta athugasemdina. Örþrifaráð mitt var að kalla til eldri bróður minn. Hann veit meira um rafmagn, volt og spennubreyta en ég. Hann leit á dótið og kvað þegar upp sinn dóm. „Spennubreytirinn er brunninn yfir. Hann þolir alls ekki tvær svona seríur. Hver selur þér þetta, maður? „Ja, það var nú ansi al- mennilegur maður,“ stamaði ég. „Þetta er bjáni,“ sagði bróðir minn. Ég held að hann hafi frekar átt við afgreiðslumanninn en mig. Þrátt fyrir áfallið voru þetta gleðitíðindi fyrir mig. Væri hægt að skipta á spennibreytinum ónýta og öðru skárra þyrfti ég ekki að taka niður seríurnar. Ég náði með lagni samningum við frúna að hún skipti við afgreiðslu- manninn lipra. Ég treysti mér ekki í frekari sérfræðiumræðu við hann. Allt gekk þetta upp og ljós komust á ný á tréð. Það skal að vísu viðurkenn- ast að þeim hefur talsvert fækkað yfir jól og áramót. Ég hef ekki reynt viðgerðir. Flækja á ný En nú er komið að því óhjá- kvæmilega. Að loknum þrettánda heyrir ljósadýrð jólanna sögunni til. Ég efa það ekki að nágrannar mínir klifra um mæna og svalir strax í fyrramálið og ganga frá sin- um málum. Ég held að ég bíði til hádegis eða jafnvel þangað til á morgun. Ég á líka allmarga daga inni miðað við hve seint seríurnar komust í gagnið. Þessar fara því í kassa með nýju spennubreytunum. Það verður jafn erfitt að greiða úr þeim að ári liðnu og vera kann að þær endi á haugunum þegar líður á næstu að- ventu. Þá er ekkert annað að gera en að heimsækja þann lipra á ný.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.