Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Blaðsíða 17
JjV LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996
17
Það er greinilegt að fjölmiðlarnir eru uppteknir af Björk og hún er orðin daglegur gestur á síðum dagblaða víða um
heim. Independent er með virtari dagblöðum í Bretlandi og í því blaði er sjaldan tekið ítarlegt viðtal við aðra en marg-
frægar persónur.
— segir Björk
„Af því að ég er ættuð úr mjög
smáu bæjarfélagi er ég mjög vön
öllu slúðri," segir Björk Guðmunds-
dóttir í ítarlegu áramótaviðtali í
breska dagblaðinu Independent sem
birtist þann 31. desember síðastlið-
inn á besta stað í blaðinu. Viðtalið
var tekið á hótelinu Hyde Park
Corner í London en það hótel er í
miklu uppáhaldi hjá Björk.
Það er greinilegt að fjölmiðlarnir
eru uppteknir af Björk og hún er
orðin daglegur gestur á síðum dag-
blaða víða um heim. Independent er
með virtari dagblöðum í Bretlandi
og í því blaði er sjaldan tekið ítar-
legt viðtal við aðra en margfrægar
persónur.
í upphafi greinarinnar er greint
frá því að Björk eigi nú í tilflnn-
ingasambandi við rapparann 3D úr
hljómsveitinni Massive Attack.
„Fyrir mig, að vinna með fólki að
tónlist, er eins mikilvægt og ástar-
í áramótaviðtali vii
ævintýri. Þess vegna hef ég mjög
sjaldan lent í tilfinningasambandi
við þá sem ég starfa með. Ég hef frá
11 ára aldri verið vön þvi að vinna
með strákum og ég alltaf verið eini
kvenmaðurinn. Hingað til hefur
Tricky (sem var samstarfsmaður
Bjarkar á plötunni Post) verið eina
undantekningin," segir Björk. Ekki
er vitað til þess að Björk og 3D séu
í tónlistarlegu samstarfi.
Nakti maðurinn
Nokkru púðri er eytt í lýsingar
Bjarkar á því hver munurinn er á
að búa í Bretlandi og á íslandi. „Á
Islandi er nóg að ganga einu sinni
nakinn eftir aðalgötunni í Reykja-
vík og eftir það yrði sá sami frægur
og aldrei kallaður annað en „nakti
maðurinn“,“ segir Björk.
Fram kemur í viðtalinu að Björk
er að vinna að nýju myndbandi sem
Independent
verður í teiknimyndastíl. Sá sem
sér um teikningarnar heitir John K.
Hann er mjög þekktur sem teikni-
myndahöfundur, er meðal annars
höfundur að teiknimyndafígurun-
um Ren og Stimpy sem margir
kannast við.
Björk ræðir nokkuð Englendinga
í viðtalinu og segir meðal annars:
„Ég held að Englendingar séu
haldnir meiri heimsvaldastefnu-
hyggju en þeir halda sjálfir. Fullt af
fólki frá Englandi getur ekki sætt
sig við þá staðreynd að til er fjöldi
staða í heiminum þar sem fólk
drekkur ekki te. Englendingar
borða margar tegundir fugla, dúfur,
endur og þresti, en ef þú segir þeim
að þú borðir lunda þá gætir þú eins
sagt þeim að þú sért Marsbúi," seg-
ir Björk og hefur örugglega eitthvað
til síns máls.
-ÍS
hefst 8. janúar
KyOLDSKOLI |7|
KOPffllOGSf
INNRITUN Á VORÖNN AÐ HEFJASTI
Tungumál:
Enska
Danska
Norska
Sænska
Þýska
Franska
ítalska
Spænska
íslenskt mál og
íslenska
fyrir útlendinga.
Stæröfræöi, uppritun.
Bókband
Leirmótun
Leturgerö
Ljósmyndun I og II
Silkimálun
Trésmlöi
Útskurður
Vatnslitamálun
Videotaka á eigin vélar
Bútasaumur
Fatasaumur
Bókhald smærri fýrirtækja
Vélritun á tölvur
TÖIVUr, byrjendanámskeiö.
Windows
Word fyrir Windows
Gerbakstur
Gómsætir bauna- pasta-
og grænmetisréttir.
Garöyrkja
Fjölgun trjáplantna og
trjáklippun.
Bridge
Innanhússskipulag
Litur og lýsing
Eigin atvinnurekstur
Innritun í símum 564-1507 og 554-4391
Starfsmenntunarsjóðir ýmissa stéttarfélaga styrkja
félagsmenn sín til náms í Kvöldskóla Kópavogs, t.d. BSRB,
BHMR, Sókn, VR og Starfsmannafélag Kópavogs.
20-50%
afsláttur á ýmsum húsgögnum
vegna breytinga í versluninni.
Einnig til sölu skilveggir og Ijóskastarar úr innréttingum.
cn ^
fN DjO
-D O
T3
C rn
03 LT)
13