Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Blaðsíða 47
ÍjV LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 Guðrún Þórðardóttir Guðrún Þórðardóttir, kennari, húsmóðir og háskólanemi, Hávalla- götu 39, Reykjavík, er sextug í dag. Starfsferill Guðrún fæddist í Reykjavík og ólst þar upp við Sólvallagötuna. Hún lauk verslunarprófi frá VÍ 1953, landsprófi 1955, stúdentsprófi frá VÍ 1957, kennaraprófí frá KÍ 1958, prófi í forspjallsvísindum frá HÍ 1958 og stundar nú íslenskunám við HÍ samhliða kennslustörfum. Guðrún stundaði skrifstofustörf í Reykjavík 1953-54. Auk húsmóð- urstarfa var Guðrún skólastjóri í Skúlagarði í Kelduhverfi 1958-61, kennari við Héraðsskólann á Laug- um 1962-65 og er kennari við Vest- urbæjarskóla frá 1969. Fjölskylda Guðrún giftist 4.10. 1975 Einari Þorlákssyni, f. 1.6.1933, listmálara. Hann er sonur Þorláks Björnsson- ar, verslunarfulltrúa í Reykjavík, og Valgerðar Einarsdóttur hús- móður. Fyrri maður Guðrúnar var Þór- arinn Þórarinsson, f. 14.6. 1932, d. 17.3. 1988, prestur og kennari. Þau skildu 1968. Börn Guðrúnar og Þórarins eru Guðný, f. 13.10. 1956, prentsmiður við Morgunblaðið, gift Hirti Hjart- arsyni og eru börn hennar Guðrún Dalía Salómonsdóttir, f. 1981 og Þórarinn Hjartarson, f. 1991; Hall- dóra, f. 9.4. 1961, landfræðingur í framhaldsnámi í Svíþjóð, gift Er- lendi Péturssyni og eru börn þeirra Björn Erlendsson, f. 1980 og Áslaug Pétursdóttir, f. 1981; Þórður, f. 8.11. 1967, háskólnemi, en kona hans er Marta María Ástbjörnsdóttir og er sonur þeirra Þórarinn Þórðarson, f. 1994. Sonur Guðrúnar og Einars er Þorlákur Einarsson, f. 9.8. 1976, nemi við MR. Systkini Guðrúnar: Magnús, f. 6.9. 1932, d. 12.10. 1992, fram- kvæmdastjóri Atlandshafsbanda- lagsins á íslandi, búsettur í Reykja- vík; Ragnheiður, f. 22.2. 1934, full- trúi hjá ríkisútvarpinu og húsmóð- ir í Reykjavík. Foreldrar Guðrúnar voru Þórður Eyjólfsson, f. 4.5. 1897, d. 27.7. 1975, dr. og hæstaréttardómari í Reykja- vík, og k.h., Halldóra Magnúsdótt- ir, f. 16.8. 1901, d. 23.2. 1992, hús- móðir. Ætt Bróðir Þórðar var Andrés, alþm. í Síðumúla í Hvítársíðu. Þórður var sonur Eyjólfs, b. á Kirkjubóli í Hvítársíðu, bróður Katrínar, ömmu Guðmundar í. Guðmunds- sonar ráðherra. Eyjólfur var einnig bróðir Magnúsar, prófasts og alþm. á Gilsbakka, föður Péturs ráð- herra. Eyjóifur var sohur Andrés- ar, hreppstjóra í Syðra-Langholti, bróöur Helga í Birtingaholti, fóður Ágústs, alþm. í Birtingaholti, afa Helga leikara og Ólafs biskups Skúlasona. Andrés var sonur Magnúsar, alþm. í Syðra- Lang- holti, Andréssonar. Móðir Andrés- ar í Syðra-Langholti var Katrín Ei- ríksdóttir, dbrm. og ættföður Reykjaættarinnar, Vigfússonar, og Ingunnar Eiríksdóttur, b. og ætt- fóður Bolholtsættarinnar, Jónsson- ar. Móðir Eyjólfs var Katrín Eyj- ólfsdóttir frá Snorrastöðum, systir Guðmundar, langafa Þorsteins, fóð- ur Ástríðar Thorarensen forsætis- ráðherrafrúar. Móðir Þórðar var Guðrún Brynjólfsdóttir frá Eystri— Kirkjubæ á Rangárvöll- um. Halldóra var dóttir Magnúsar, útgerðarmanns og forstjóra í Reykjavík, Magnússonar, for- afmæli Guðrún Þórðardóttir. manns á Nesi við Seltjörn, Guð- mundssonar. Móðir Halldóru var Ragnheiður Guðmundsdóttir, í Of- anleiti í Þingholtunum í Reykja- vík, Sigurðarsonar, og Ragnheiðar Árnadóttur, b. í Narfakoti, Hall- grímssonar, prests í Görðum á Akranesi, Jónssonar, stiftprófasts á Staðastað, Magnússonar, bróður Skúla fógeta. Móðir Áma var Guð- rún Egilsdóttir, systir Sveinbjörns rektors, föður Benedikts Gröndals skálds. Til hamingju með afmælið 7. janúar 90 ára Alma Garðarsdóttir, Skagabraut 8, Akranesi. Sigmundur Gestsson, Dvalarheimilinu Nausti, Þórs- höfn. Kristján Þ. Jóelsson, Sléttuvegi 13, Reykjavík. 80 ára Sigurður P. Björnsson, Kambaseli 33, Reykjavík. Lilja Sveinsdóttir, Vallarbraut 4, Seltjarnarnesi. Sveinn S. Árnason, Akurholti 13, Mosfellsbæ. Trausti Valsson, Háaleitisbraut 47, Revkjavík. Vilborg Sigríður Árnadóttir, Baldursgötu 20, Reykjavík. Húnbogi Þorkelsson, Bárustíg 16 B, Vestmannaeyjum. 75 ára 40 ára Sigurveig Kristmannsdóttir, Skipasundi 22, Reykjavík. 70 ára Kristveig Sigurðardóttir, Blönduhlíð 10, Reykjavík. Kjartan G. Guðmundsson, Rimasíðu 27 G, Akureyri. Magnús Tómasson, Skálagerði 13, Reykjavík. Sigriður Hermannsdóttir, Norðurbrún 1, Reykjavík. 60 ára Auður Eygló Kjartansdóttir, Bjargartanga 10, Mosfellsbæ. Herdís Benediktsdóttir, Þingholtsstræti 35, Reykjavík. Rut María Jóhannesdóttir, Kambaseli 5, Reykjavik. Finnbjörn Haukur Bjarnason, Álfholti 30, Hafnarfirði. Páll Jónsson, Óðinsgötu 5, Reykjavík. Richard Guðmundur Jónasson, Árkvörn 2, Reykjavík. Jakob Viðar Guðmundsson, Guðjón Stefánsson, Hólagötu 48, Vestmannaeyjum. Benedikt Bjarnarson, Vallhólma 8, Kópavogi. 50 ára Sigríður Vigfúsdóttir, Laufengi 78, Reykjavík. Engihjalla 15, Kópavogi. Erlendur Yngvason, Hafnarstræti 23, Flateyri. Þorsteinsdóttir Kristín Þorsteinsdóttir húsmóð- ir, Vesturgötu 71, Reykjavík, er fer- tug í dag. Starfsferill Kristín fæddist í Reykjavík en ólst upp að Ytri-Sólheimum í Vest- ur-Skaftafellssýslu. Hún lauk gagn- fræðaprófi frá Skógaskóla 1974 og stundaði námskeið við VÍ 1980. Kristín vann hjá Fiskmati rikis- ins 1975-77, starfaði í Noregi 1977-79 og í Grikklandi um skeið 1978 og starfrækti eigið fyrirtæki 1983-92. Fjölskylda Kristín giftir sig í dag Jens Andressyni, f. 9.4. 1952, vélfræð- ingi. Hann er sonur Andresar Guð- jónssonar og Ellenar M. Guðjóns- dóttur. Sonur Kristínar og Sigurðar M. Jónssonar er Jón Þorsteinn Sig- urðsson, f. 27.5. 1980. Dóttir Kristínar og Jens er Anna Kristín Jensdóttir, f. 28.4. 1992. Stjúpsonur Kristínar og sonur Jens er ívar Jensson, f. 28.10. 1977. Systkini Kristínar eru Einar G. Þorsteinsson, f. 6.12. 1958, bóndi að Ytri-Sólheimum; Guðlaugur, f. 2.9. 1961, bifvélavirki í Reykjavík; Ósk- ar Sigurður Þorsteinsson, f. 29.12. 1966, bóndi að Ytri-Sólheimum; Ólöf Ósk Þorsteinsdóttir, f.18.3. 1974, nemi; Ragnar Sævar Þor- steinsson, f. 16.9. 1978, nemi. Foreldrar Kristínar eru Þor- steinn Einarsson, f. 17.12. 1927, bóndi á Ytri- Sólheimum II, og Guð- laug M. Guðlaugsdóttir, f. 10.1. 1938, verkakona í Vík í Mýrdal. Eiginmaður Guðlaugar er Bergur Kristín Þorsteinsdóttir. Örn Eyjólfsson í Vik í Mýrdal. Kristín og Jens munu gifta sig í dag í Sólheimakapellu en þau verða með móttöku á Hótel Ársöl- um í Vík í Mýrdal kl. 16.00-19.00. Gerður Arný Georgsdóttir Munið nýtt símanúmer 558 5088 Gerður Árný Georgsdóttir hús- móðir, írabakka 14, Reykjavík, er sextug í dag. Fjölskylda Gerður Árný fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún hefur stundað húsmóðurstörf lengst af. Eiginmað- ur hennar var Sigurður Sævar Ás- mundsson, f. 7.10. 1935, d. 31.10. 1989, rafvirki. Hann var sonur Ás- mundar Jónssonar, sem lést 1950, og Rannveigar Bjarnadóttur sem lést 1975. Gerður og Sigurður skildu 1971. Börn Gerðar Árnýjar og Sigurð- ar eru Georg Jóhann Sigurðsson, f. 25.7. 1956, starfsmaður hjá Reykja- víkurborg; Halla Bergdís Sigurðar- dóttir, f. 6.1. 1958, starfsmaður hjá Reykjavíkurborg; Bergþór Sigurðs- son, f. 3.3. 1959, d. 3.9. 1959. Systkini Gerðar Árnýjar eru Erna Guðrún Georgsdóttir, f. 8.6. 1939, húsmóðir í Reykjavík, og á hún þrjú börn; Gyða Bergþóra Ge- orgsdóttir, f. 23.9. 144, húsmóðir í Bandaríkjunum, og á hún tvö börn; Ari Garðar Georgsson, f. 11.6. 1955, matreiðslumeistari í Bandaríkjun- um, og á hann fjögur börn og þrjú fósturbörn. Foreldrar Gerðar Árnýjar voru Georg Þorsteinsson, f. 12.12.1907, d. 13.10. 1971, skrifstofumaður i Reykjavík, og Esther Jóhanna Bergþórsdóttir, f. 11.9.1913, d. 20.12. 1971, húsmóðir. Gerður Árný Georgsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.