Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Blaðsíða 25
JLlV LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 25 Kristín Ásta Jónsdóttir, dóttir Jóhönnu, tvíburasysturnar Jóhanna Sigríður og Ástríður Guðný og fylgdarmaður þeirra í Svíþjóð, eiginmaður Ástríðar, Halldór Elís Guðnason. DV-mynd Jón Ben Þakklæti efst í huga - segir Jóhanna Sigríður Daníelsdóttir sem fékk nýra úr tvíburasystur sinni „Ég Fmn geípilega mikinn mun á mér síðan ég fékk nýrað, fann reyndar strax eftir aðgerðina auk- inn kraft. Ég var búin að vera veik frá því í apríl 1994. Það byrjaði með beinverkjum, kuldahrolli og háum hita. Ég hafði alltaf verið hraust," sagði Jóhanna Sigríður Daníelsdótt- ir sem fékk nýra úr Ástríði Guð- nýju, tvíburasystur sinni, 25. októ- ber sl. á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Þær voru úti í sjö vik- ur og komu heim 10. desember. „Við höfum alltaf verið samrýnd- ar systurnar og það hefur ekkert breyst. Ég hugsaði mikið um þetta og hafði áhyggjur af því að systir mín væri að leggja þetta á sig fyrir mig. Læknarnir sogðu mér að ég ætti bara að hugsa um að láta mér batna. Engin höfnunar- einkenni Mér er efst í huga hve þetta gekk allt vel og finnst undarlegt að svona lagað skuli vera hægt. Mig langar að færa öllum þeim sem hjálpuðu okkur þakkir. Núna er ég bara að vinna að því að styrkja mig. Engin höfnunarein- kenni hafa komið fram. Ég léttist um 35 kíló í veikindunum. Vöðvarn- ir eru ansi slappir. Það tekur lang- an tíma að byggja sig upp en þetta er ailt að koma. Börnin mín tvö eru hérna hjá mér. Ég missti manninn minn 1991 og var að ná mér eftir það þegar ég veiktist," sagði Jó- hanna Sigríður. Nýtt nýra eina ráðið „Það var í september sl. sem læknarnir sögðu að ekki væru til nein önnur ráð en að Jóhanna fengi nýra. Það má ekki biðja neinn að gefa nýra, maður verður að gefa sig fram og ég gerði það,“ sagði Ástríð- ur Guðný. „Mér fmnst bara gleðilegt hve þetta hefur gengið vel og er mjög ánægð með að þetta er búið. Lika að Jóhanna geti verið heima, hún þurfti að vera í Reykjavík vegna veikindanna. Dóttir hennar, fjórtán ára, var hjá mér á meðan,“ sagði Ástríður Guðný. „Við lögðumst inn á spítalann á sama tíma, aðgerðin á mér tók fjóra klukkutíma, þetta er mjög stór að- gerð, sérstaklega á mér,“ sagði Ástríður. Ekki eineggja Tryggingastofnunin á íbúð í Stokkhólmi og systurnar dvöldu þar eftir aðgerðina ásamt manni Ástríð- ar og voru þær systur sammála um að nauðsynlegt hefði verið að hafa hann þeim til halds og trausts. „Læknarnir sögðu að vefjaflokkar í okkur væru líkari en gerist og gengur hjá systrum. Þó erum við ekki eineggja," sagði Ástríður. - Ertu búin að ná þér? „Nei, ég er slöpp ennþá en það er alveg eðlilegt. Það fylgir þessu mik- U1 blóðmissir og áreynsla, bæði and- leg og líkamleg," segir Ástríður Guðný. Jóhanna Sigríður býr á Flúðum en Ástríður Guðný þar rétt hjá. Þær eru 47 ára gamlar. Ástríður og mað-' ur hennar eru með kúabú, einnig sumarbústaði og golfvöll en Jó- hanna Sigriður vann í mötuneyti og á skrifstofu áður en hún veiktist. -ÞK ENSKA ER OKKAR MÁL SÉRMENNTAÐIR ENSKIR KENNARAR - LIFANDI NÁMSKEIÐ Julie John Ný námskeið að hefjast, með áherslu á talmál. Bæði fyrir byrjendur og lengra komna. HVOLSVÖLLUR 7/////////////////A Nýr umboösmaöur DV ARNDÍS KRÍSTLEIFSDÓ TTIR Hvolsvegi 20 - Sími 487 8767 BLÖNDUÓS 7////////////////// Nýr umboðsmaður DV GERÐUR HALLGRÍMSDÓTTIR Melabraut 3 - Sími 452 4355 VARNARLIÐIÐ LAUST STARF Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar eftir að ráða lærðan kjötiðnaðarmann til starfa hjá Matvöruverslun Varnarliðsins. Mjög góð enskukunnátta nauðsynleg. Vinnutími: Þriðjudaga 0800-1600, fimmtudaga 0800-1600, föstudaga 0800-1700 og laugardaga 0800-1700. Starfið er tímabundið til 31. ágúst 1996. Umsóknir berist til Ráðningardeildar Varnarmálaskrifstofu, Brekkustíg 39, Njarðvík, sími 421-1973, eigi síðar en 15. janúar 1996. Starfslýsing liggur frammi til aflestrar fyrir umsækjendur og er þeim bent á að lesa hana áður en sótt er um. Umsóknareyðublöð fást einnig á sama stað. Byrjendanámskeið GYM 8ð AND Suöurlandsbraut 6 Nánarí upplýsingar gefa stwfsfölk GYM80 í slma 588 83 83 et)a Hróar í síma 554554 7 Council of Europe Conseil de l’Europe + ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Give your career a European outlook Join the Council ofEurope in Strasbourg! We are looking for a number of skilled administrators to provide comprehensive executive and advisory support to committees of experts or parliamentarians working within this expanding European organization. Since 1949, the Council of Europe has worked to promote respect for the rule of law and ever greater cooperation between the governments of member States, currently numbering thirty-eight Matters dealt with by the committees are very broad, ranging from legal, social and administrative issues through to public health and environmental protection. You must have a university degree, preferably in law, humanities, political or social sciences, of at least the standard required for entry to the senior level of the lcelandic national civil service. Since graduating, you will either have been obtaining higher academic qualifications or gaining professional experience in law or administration. Strong analytical skills, the ability to draft clear and precise reports, and an aptitude for computer work are also sought Aged under 35, you must have sound knowledge of one of the Council of Europe’s official languages (English/French) and be able to work in that language, and a good knowledge of the other. Knowledge of other European languages will be useful. Discretion, teamwork, and inter<ultural flexibility are all important requirements. Further information including the official vacancy notice and an application form (to be returned by 15 February 1996) are available from the Council of Europe (ref. 107/95), Bureau des Concours (Pers.), 67075 Strasbourg Cedex, France. Please send self-addressed envelope (23 x 32 cm no stamp required). Enskuskólinn Túngötu 5 - Sími 552 5330 Administrative offfcers m/f | These posts are open, through competition, to all lcelandic nationals I who meet the stated terms.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.