Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Blaðsíða 35
DV LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 39 méttir Sölumiðstöðin keypti Sælgætisgerðina Opal og seldi hana síðan Nóa-Síríusi með þeirri „kvöð“ að um 20 störf við sælgætisframleiðslu flyttust norður, Tæpt ár liðið frá lokum ÚA-málsins á Akureyri: Hefur Sölumiðstöðin staðið við sitt? inni Odda. Þar er nú allt annað og betra ástand en áður var en það er ekki víst að allir vilji þakka SH það. Þeir eru fleiri sem telja að kaup Akureyrarbæjar á flotkví, sem leigð er stöðinni, hafi verið það sem öllu breytti hjá Odda. En í tilboðinu voru einnig hlutir sem lítið hefur farið fyrir. Kanna átti möguleika á að flytja starfsemi Jökla hf. til Akureyrar. Þá var rætt um að stefha að samhæfðri söfnun ígulkera til vinnslu á Akureyri sem lítið bólar á. Síðar kom upp sá möguleiki að hafja starfrækslu fisk- réttaverksmiðju á Akureyri sem myndi e.t.v. skapa 100-200 ný störf og Jón Ingvarsson, stjórnarformað- ur SH, sagði af því tilefni í samtali við DV: „Við vitum um skýrslu sem unnin hefur verið fyrir atvinnu- málanefnd Akureyrarbæjar um þetta mál og ég hef lýst yfir fullum vilja að láta fara fram frekari könn- un á hagkvæmni þessarar fram- leiðslu." Ekkert hefur heyrst af þessu máli frekar, enda var það ekki hluti af tilboði SH. Litlar áhyggjur Niðurstaðan er sú að SH eigi nokkuð í land með að efna öll lof- orðin. Menn eru misrólegir yfir því og bæjaryflrvöld virðast ekki hafa miklar áhyggjur. Staðreynd er að SH hefur þegar flutt til bæjarins um 30 störf, annast launagreiðslur til eins prófessors við Háskólann og komið málum þannig fyrir að 20 störf í sælgætisgerð skapast. Þetta eru um 50 ný störf. Eftir stendur þá að skapa um 20 ný störf og að Eim- skipafélag íslands auki starfsemi sína þannig að þar skapist 10 ný störf. Forráðamenn SH hafa marglýst því yfir að þeir muni standa við sitt að fullu, þeir hafl enn til þess tíma og vinni að því hörðum höndum. Miðað við framgang málsins er varla ástæða til að óttast annað, en á Akureyri munu menn halda áfram næstu árin að deila um það hvort hyggilegra hefði verið að fá ís- lenskum sjávarafurðum hf. í hend- ur afurðasölu ÚA og fá í staðinn 70 manna höfuðstöðvar félagsins til Akureyrar. DV, Akureyri:_____________________ Nú þegar tæpt ár er liðið frá því að meirihlutinn í bæjarstjórn Akur- eyrar tók þá ákvörðun að Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna héldi við- skiptum sínum með afurðasölu Út- gerðarfélags Akureyringa er fróð- legt að líta yfir sviðið og kanna hver framvinda ÚA-málsins svokallaða hefur orðið. Kapphlaup SH og ís- lenskra sjávarafurða hf. um afurða- sölu ÚA vakti mikla athygli snemma síðasta árs og fyrirtækin buðu bæði gull og græna skóga fengju þau bitann stóra sem afurða- sölumál ÚA óneitanlega eru. Það sem réð ekki síst úrslitum í málinu var að Sölumiðstöðin lofaði að taka öflugan þátt í atvinnuuppbyggingu á Akureyri og sjá til þess að 80 ný störf yrðu til í bænum. Það þótti betra boð en flutningur höfuðstöðva ÍS til Akureyrar. En hver af loforðum SH eru kom- in til framkvæmda um 11 mánuðum eftir að bæjarstjómarmeirihlutinn, sem riðaði til falls vegna málsins á sínum tíma, ákvað að SH fengi ÚA- viðskiptin og hver voru þessi loforð SH um þátttöku í atvinnuuppbygg- ingu á Akureyri? Ekki hægt að hafna Þegar SH spilaði út trompum sín- um töluðu margir um tilboð sem ekki væri hægt að hafna. í því fólst m.a. að flytja hluta af yfirstjóm SH tO Akureyrar, alls 31 starf. Umbúða- miðstöðin sem er í eigu SH flytti hluta starfsemi sinnar norður, alls 38 störf. Tíu störf kæmu tO vegna aukinna umsvifa Eimskipafélags ís- lands og SH bauðst tO að kosta eina stöðu prófessors við Háskólann á Akureyri. AOs var því lofað 80 nýj- um störfum í bænum. SH flutti í sumar hluta yfirstjórn- ar sinnar tO Akureyrar en þar er um að ræða 31 staif eins og lofað var. Þær raddir hafa þó heyrst að það viti enginn nema SH-menn sjálf- ir hvort störfin séu það mörg og sumir draga það í efa. Samningar hafa verið undirritaðir við Háskól- ann á Akureyri og SH greiðir nú laun eins prófessors. Samkvæmt heimildum DV hafa ekki orðið tO 10 ný störf hjá Eimskipafélaginu sem rekja má tO þessa máls. Opal í stað umbúða Nýjustu tíðindin eru að flutningi hluta af starfsemi Umbú'ðamiðstöðv- arinnar til Akureyrar hefur a.m.k. verið frestað um tíma sem kann e.t.v. að þýða að þau áform hafi end- anlega verið lögð á hilluna. Þess í stað lék SH „m010eik“ eins og sagt er á máli skákmanna. Fyrirtækið keypti Sælgætisgerðina Opal og seldi hana siðan Nóa-Síríusi með Fréttaljós á laugardegi Gylfi Kristjánsson þeirri „kvöð“ að um 20 störf við sæl- gætisframleiðslu flyttust norður, í það húsnæði sem ætlað hefur verið Umbúðamiðstöðinni. Þárna er nokkurt „gat“ því talsverður munur er á 20 störfum í sælgætisfram- leiðslu og 38 störfum í umbúðafram- leiðslu. „Margir, þeirra á meðal bæjar- stjórinn á Akureyri, hafa þó fagnað þessu en aðrir telja að hér séu svik á feröinni og sælgætisframleiðslan standist ekki samanburð við um- búðaframleiðsluna. Bæði sé um að ræða lægra launuð störf og Opal fylgi minni umsvif en umbúðafram- leiöslunni. Þá segja þeir sem gagn- rýna þetta að eigendum Nóa-Síríus- ar verði í lófa lagið að flytja sælgæt- isframleiðslu Opals aftur til Reykja- víkur við fyrsta tækifæri, rétt eins og gerðist er Súkkulaðiverksmiðjan Linda var flutt tO höfuðborgarsvæð- isins af nýjum eiganda sem keypti fyrirtækiö af heimamönnum en hafði þó áður sagt að framleiðslan yrði áfram á Akureyri. Fleira á spýtunni En það hékk fleira á spýtunni. SH lofaði öflugri uppbyggingu skipa- smíðaiðnaðar á Akureyri og að dótt- urfyrirtækið Jöklar hf. keypti ásamt fleiri meirihluta í Slippstöð- Jií* -JÉi« Skrifstofustarf Laust er til umsóknar skrifstofustarf við embætti Sýslumannsins á Húsavík. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Upplýsingar um starfið veitir skrifstofustjóri. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og starfs- reynslu óskast sendar undirrituðum fyrir 16. janúar nk. SÝSLUMAÐURINN Á HÚSAVÍK ÚTGARÐI 1,640 HÚSAVÍK FRÖNSKUNÁMSKEIÐ Alliance Francaise Vetrarnámskeið verða haldin 15. janúar -19. apríl. Innritun ferfram alla virka daga kl. 15-19, Austurstræti 3, sími 552 3870 Alliance Francaise Jólatrésskemmtun VR Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna sunnudaginn 7. janúar nk. kl. 16 á Hótel íslandi. Miðaverð er kr. 600 fyrir börn og kr. 200 fyrir fullorðna. Miðar eru seldir á skrifstofu VR í Húsi versl- unarinnar, 8. hæð. Nánari upplýsingar í síma félagsins 568-7100. Verzlunarmannafélag Reykjavikur ÞÓRSHAMAR Byrjenda- námskeið eru að hefjast simi: KARATE....... Karatefélagið Þórshamar 551 4003

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.