Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1996, Síða 7
FÖSTUDAGUR 1. MARS 1996
7
DV Sandkorn
Matreiðslubókin
í mörgum
bókabflðum er
auglýst fagleg
ráðgjöf fyrir
viöskiptavini.
Einhver mis-
brestur mun
nu vera á að
hún sé alltaf
eins og til er
ætlast. Ekki
alls fyrir löngu
var maður
einn að leita
að bókinni Sulttir eftir þann kunna
norska rithöfund, Knut Hamsun.
Sultur er án efa ein frægasta bók
þessa mikla rithöfundar. En það var
sama hvað maðurinn leitaöi í hillum
bókabúðarinnar, hann fann bókina
ekki. Hann snei sér þá til nærstaddr-
ar afgreiðslustúlku og spurði hana
hvort bókin væri til. Stúlkan sagðist
ekki vita það, sneri sér tii annarrar
afgreiöslustúlku og spurði hana
hvort hún vissi eitthvað um þessa
bók og hvort hún væri til. „Segðu
honum að leita þar sem matreiðslu-
bækurnar eru þama i hominu,“
svaraði stúlkan.
Ástardrykkur
I héraðsfirétta-
blaðinu Austra
er sagt frá því
að á fjörur
blaðsins hafi
rekiö uppskrift
að ástardrykk
sem sagður er
hafa reynst
afar vel og
skilað allt að
þvi hundrað
prósent ár-
angri. Upp-
skriftin er á þessa leið: Ein app-
lesína, 44 kafiibaunir, tíndar í tungs-
ljósi af hreinni mey á kaffiekrum
Kólumbíu, 44 sykurmolar og einn
lítri af landa. Kaffibaununum er
stungið í appelsínuna, sykurmolarn-
ir leystir upp í landanum sem síöan
er hefit yfir. Lögurinn er geymdur í
góðu íláti í 44 daga og er hann þá til-
búinn til notkunar. Drykkurinn
brúkast jafnt af báöum kynjum en
æskilegt er að hefja töku hans á
fullu tungli. Hæfilegur dagskammtur
er ein matskeið.
í Austra er
einnig skýrt
frá því aö á
Húsavík sé
maður að
nafni Hörður
Jónsson og sé
hann orðhag-
ur. Hann hefur
það að tóm-
stundastarfi að
finna upp ný-
yi’ði yfir ýmis
fyrirbæri sem
ekki hafa feng-
ið íslenskt heiti. Hann mun til að
mynda hafa fundið upp orðið flkill á
sínum tíma. Þaö orð hefur nú unnið
sér fastan sess i málinu. Sem kunn-
ugt er hefur svo nefht karaoke notið
mikilla vinsælda víöa um land síð-
ustu árin. Nýjasta hugmynd Harðar
er íslenskt orð yfir karaoke og er
það tónhjarl. Svo er bara að vita
hvort orðið festist í málinu, segir
Austri.
Niðurskurðardeild
Um fátt var
meira rætt í
haust og vetur
en þann mikla
niðurskurð sem
á að eiga sér
stað og hefúr átt
sér stað í heil-
brigðiskerfmu,
Þar hefur lokun
ýmissa deilda
uppvakið mikl-
ar deilur, sem
og ýmislegt ann-
að sem lent hefur undir niðurskurðar-
hnifhum. í byrjun febrúar birtist frétt í
Degi um að upp væri risin og að sperr-
ur hefðu verið reistar á viöbyggingu
við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. í
fréttinni kom fram að byggingin væri
4.000 fermetrar i heild. I tilefni þessa
orti Bjöm Þórleifsson á Akureyri.
Byggingin er fjögur þúsund fer
metrar í heild,
og fé í hana ríkið þurfti að moka.
Því vakna hlýtur spurning hvort
verði þarna deild
sem vegna niðurskurðar þarf að
loka.
Umsjón Sigurdór Sigurdórsson
Tónhjarl
Fréttir
Hundaskilti enn brotin í Öskjuhlíð:
Sama hvað
við setjum
upp mörg
- segir hundaeftirlitsmaður
Skemmdarverk hafa að undan-
förnu verið unnin á sérstökum
hundaskiltum sem komið hefur ver-
ið fyrir á svæðinu í Öskjuhlíð. Hafa
skiltin verið brotin af staurum og
einhverjir því orðið fyrir ónæði af
hundum í lausagangi. Hundaeigend-
um er að jafnaði bannað að láta
hunda sína ganga lausa í Öskjuhlíð-
inni nema á þar til gerðum svæð-
um, t.d. fyrir neðan hlíðina þar sem
gamla braggahverfið var.
Að sögn hundaeftirlitsmanns er
talsvert álag á Öskjuhlíðarsvæðinu,
sérstaklega um helgar eða þegar
eitthvað mikið stendur tU í ná-
grenninu, t.d. i Perlunni. Fáar
kvartanir hafi þó borist þaðan að
undanförnu. Sex skiltum hafi verið
komið fyrir á helstu leiðum en alltaf
séu einhverjir á ferli sem eyðUeggi
þau með því að brjóta þau og juða i
sundur. í raun eigi að vera auðvelt
fyrir hundaeigerfdur að fara um
svæðið án þess að valda öðrum
óþægindum en vegna skemmdar-
verkanna hafi einhverjir augljós-
lega ekki gert sér grein fyrir hvar
hundar þeirra mættu ganga lausir
og hvar ekki.
„Það er í raun alveg sama hvað
við setjum upp mörg skUti, það eru
ailtaf einhverjir sauðir sem þurfa að
láta ljós sitt skína,“ segir hundaeft-
irlitsmaður hjá Reykjavíkurborg.
„Við vinnum um helgar ef við
teljum ástæðu til þess, t.d. þegar
veðrið er sérstaklega gott og margir
eru á ferli með hundana sína. Við
reynum að sinna neyðartUfeUum ef
þau koma upp og erum mjög oft á
símavakt, nema þegar við tökum frí
af persónulegum ástæðum. Fólki
ber einnig að beina svona málum tU
lögreglunnar."
-BH
Hornafjörður reynslusveitarfélag:
Mikið í húfi að
vel takist til
og sjúkra eins og kostur er,“ segir í
frétt frá bæjarstjórninni. J.I.
TOPP
RM
a 544 2323
Líkamsrækt fyrir venjulegt fólk.
Aerobic-pallar fyrir
konur og karla.
Hin vinsælu 8 vikna
fitubrennslunámskeið hefjast
5. mars.
Lokaðir hópar fyrir konur
(sem vilja losna við 10-30 kg).
Sértímar fyrir karla.
Opnir og blandaðir hóptímar
fyrir fjörugt og hresst fólk
(sem vill losna við 0-15 kg).
Átaksklúbbur 20. aldar.
Barnagæsla 9-15.30.
Morguntímar - hádegistímar -
miðdegistímar - kvöldtímar.
Ljós- og nuddstofa.
Konutímar - karlatímar -
unglingatímar - par-
hópar - frúartímar.
Vigtun og mæling -
Matarlistar - Fyrirlestrar.
Kynningar sjá um:
Snyrti- og hárgreiðslustofan
Saloon Ritz
Heiðar Jónsson snyrtir
Verslunin Stórar stelpur.
iJiuc/io- JTlöanu/
SMIÐJUVEGI 1 KÓPAVOGI,
SÍMAR 544 2323 - 551 3066 OG 895-0795
Hornafjörður er eitt af 12 reynslu-
sveitarfélögum landsins og þau
reynsluverkefni sem bæjarstjórn
Hornafjarðar sótti um voru heil-
brigðis- og öldrunarmál, atvinnu-
mál, rekstur framhaldsskóla, gæða-
eftirlit með þjónustu bæjarfélagsins
og félagslegt íbúðarhúsnæði.
Af þessum málaflokkum eru heil-
brigðis- og öldrunarmálin lengst á
veg komin og hefur samningur þess
efnis verið undirritaður af Stur-
laugi Þorsteinssyni, bæjarstjóra á
Höfn, og ráðherrunum Ingibjörgu
Pálmadóttur heilbrigðisráðherra og
Páli Péturssyni félagsmálaráðherra.
Þetta er fyrsta reynsluverkefnið
sem sveitarfélagið tekur að sér og
nær það yfir rekstur heilsugæslu-
stöðvar, hjúkrunarheimilis, elli-
heimilis, heimahjúkrunar og heim-
ilisþjónustu.
Samið hefur verið um að bæjarfé-
lagið fái fasta grunnfjárhæð á
hverju ári til að geta staðið við
skuldbindingar samningsins.
Samningurinn gildir frá 1. jan.
1996 til 31. des. 1999. Gert er ráð fyr-
ir að óháður aðili, Hagvangur hf.,
fylgist með framgangi verkefnisins.
Með því að gera þennan samning
vill bæjarstjórn Hornafjarðar ná eft-
irfarandi markmiðum: Að tryggja
eins og kostur er þá þjónustu sem
upp á er boðið í dag og auka við
hana eftir þvi sem þörf krefur og
fjármagn leyfir; að gera stjórnun í
málaflokkum skUvirkari og að nýta
fjármagn eins vel og kostur er. HeU-
brigðis- og öldrunarráð Austur-
SkaftafeUssýslu mun, í umboði bæj-
arstjórnar Hornafjarðar, gegna hlut-
verki rekstrarstjórnar. Fram-
kvæmdaráð skipa Máni Fjalarsson
yfirlæknir, Anna Sigurðardóttir
framkvæmdastjóri og Guðrún Júlía
Jónsdóttir hjúkrunarforstjóri.
„Hér er um merkilega tilraun að
ræða sem verður leiðbeinandi fyrir
ríki og sveitarfélög um fyrirkomu-
lag í málaflokkum. Mikið er í húfi
að vel takist að tryggja hag aldraðra
ÓJHLii
HflTIÐ
Föstucfeg 1. mar s
og Laugardag 2. irars
Eriar rMtirrpr í bo>i,
ElcMBka, Bssk' s og Jíl fusar
P. Gu>jcnsscnar
íétí>in befst kL. 1300 og
staxbr til kl. 2100, bá>a cfegana