Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1996, Blaðsíða 8
8
FÖSTUDAGUR 1. MARS 1996
Stuttar fréttir
Umsátrinu lokið
Hinu langa umsátri um Sara-
jveo lauk formlega í gær þegar
lögregla sambandsríkis múslíma
og Króata tók við stjórninni í Ili-
jas- úthverfinu þaðan sem flestir
serbnesku íbúanna voru flúnir.
Repúblikanar rífast
Bob Dole
reyndi hvað
hann gat að
taka ekki þátt
i rifrildi keppi-
nauta sinna
um forsetaút-
nefningu
repúblikana-
flokksins í
sjónvarpskappræðum í Suður-
Karólínu I gærkvöldi en Pat
Buchanan gaf honum engin grið
og sagði hann úr tengslum við
almenning.
ísraelar varkárir
Palestínsku skæruliðasamtök-
in Hamas hafa boðið ísraelum
skilyrt vopnahlé en fyrstu við-
brögð eru í varkárari kantinum.
Upp og niður
Vinsældir Chiracs Frakk-
landsforseta eru á uppleið en
Juppé forsætisráðherra er á nið-
urleið.
Áfram á Haítí
Öryggisráð SÞ hefur fram-
lengt friðargæslu SÞ á Haítí um
fjóra mánuði.
Hættið aðstoð
Tveir bandarískir öldunga-
deildarþingmenn vilja að stjóm-
völd hætti allri aðstoð við Kól-
umbíu vegna eiturlyfjaspilling-
ar.
Evrósmokkur til sölu
Staölaður smokkur er nú
kominn í verslanir í löndum
ESB og mun hann einnig verða
ráöandi á íslandi.
Keating sigurviss
Paul Keating, forsætisráð-
herra Ástralíu, þykist viss um
að sigra í kosningunum á morg-
un þótt kannanir bendi til ann-
ars. Reuter
Utlönd
Þúsundir manna misstu heimili sfn þegar kofahverfi í Dhaka, höfuðborg Bangladesh, gereyðilagðist í bruna í gær.
Vitað var um eitt barn sem fórst í eldhafinu en margra barna er saknað. Á myndinni róta menn í rústunum en inn-
fellda myndin sýnir sálarangist konu sem missti allt sitt í eldinum. Símamynd Reuter
Bréf kemur
Major í
vandræða-
lega stöðu
Opinberun á bréfi sem eiginkona
Michaels Howards innanríkisráðherra
skrifaði fyrrum íhaldsþingmanni og
konu hans hefur komið John Major
forsætisráðherra í vandræöalega
stöðu. Bréfiö er stflað á Peter Thurn-
ham, þingmann sem sagði sig úr þing-
flokki íhaldsmanna í síðustu viku og
gerðist óháður, og eiginkonu hans.
Bréfið var óvart sent á faxi frá skrif-
stofu Thurnhams tfl dagblaðs í Bolton.
í bréfinu, sem ráðherrafrúin ritaði
án vitundar eiginmanns síns, segir
meðal annars: „Ég veit hve ilia hefur
verið farið með ykkur. Það er hræði-
legt.“ í bréfinu segir einnig að
Howardhjónin beri mikla virðingu fyr-
ir Thurnham og konu hans og að
meirihluti íhaldsmanna beri hlýjan
hug til þeirra.
Með brotthlaupi Thurnhams hafa
vangaveltur aukist um að Major neyð-
ist tfl að efna tfl kosninga strax á þessu
ári en hann viil fresta þeim tfl vors
1997. Reuter
Rúmlega eitt hundrað manns fórst í flugslysi í Andesflöllum:
Flakið fannst í gljúfri
í 2500 metra hæð
Farþegaþota af gerðinni Boeing
737 fórst í aðflugi að flugvellinum í
Arequipa í suðurhluta Andesfjalla í
Perú í nótt og með henni.allir sem
um borð voru, 117 farþegar og sex
manna áhöfn.
„Það er staðfest. Enginn komst lifs
af,“ sagði flugvallarstarfsmaður við
Reuters-fréttastofuna.
Leitarflokkar fundu flak flugvélar-
innar í gljúfri í 2500 metra hæð yfir
sjávarmáli, nærri Arequipa sem er
þúsund kflómetra suður af Lima,
höfuðborg Perú.
Fjölmiðlar í Perú sögðu að flugvél-
in, sem var í eigu perúska flugfélags-
ins Faucett, hefði flogið beint á fjall í
þoku en embættismenn gátu ekki
staðfest það að sinni og sögðu hugs-
anlegt að orðið hefði vélarbilun.
„Við vitum í raun ekki hvað gerð-
ist,“ sagði Jorge D’Acuna, talsmaður
Faucett-flugfélagsins.
Nokkur fjöldi útlendinga var um
borð í vélinni, þar á meðal Argent-
ínumenn og Chilebúar, en ekki er
vitað með vissu hversu margir þeir
voru.
Flugvélin fór frá Lima laust eftir
miðnætti að íslenskum tíma í nótt og
fórst rúmum klukkutíma síðar, að-
eins fimm mínútum áður en hún átti
að lenda á flugveflinum í Arequipa.
Sjónvarpsstöð skýrði frá því að
flugmaðurinn hefði séð reyk koma
úr öðrum væng vélarinnar áður en
hún fórst.
Þyrla flaug yfir flugvélarflakinu
til að vísa björgunarsveitarmönnum
frá Arequipa veginn.
Tugir örvæntingarfulíra ættingja
og vina farþeganna söfnuðust þegar í
stað saman á flugvöflunum í Lima og
Arequipa tfl að leita uplýsinga.
Fullorðin kona brast í grát og
hrópaði í sífellu: „Af hverju hún? Af
hverju hún? Af hverju hún?“
Reuter
UPPBOÐ
Uppboð munu byrja á skrifstofu
embættisins að Skógarhlíð 6,
Reykjavík, sem hér segir, á eft-
irfarandi eignum:______________
Álftahólar 4, íbúð á 7. hæð, merkt C,
þingl. eig. Vigftís Már Vigfússon og
Ingunn J. Sigurðardóttir, gerðarbeið-
andi Búnaðarbanki íslands, þriðju-
daginn 5. mars 1996 kl. 10.00.
Bergþórugata 17, 2. hæð, þingl. eig.
Sigurður Richardsson, gerðarbeið-
endur Gjaldheimtan í Reykjavík og
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins,
þriðjudaginn 5. mars 1996 kl. 10.00.
Depluhólar 5, þingl. eig. Depluhólar
5 hf., gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í
Reykjavík, Iðnlánasjóður, íslands-
banki hf., höfuðst. 500, og íslands-
banki hf., þriðjudaginn 5. mars 1996
kl, 10,00,_____________________
Fannafold 94, 2. hæð, merkt 0202,
þingl. eig. Jóhannes Gylfi Jóhannsson
og Ása Guðmundsdóttir, gerðarbeið-
andi Gjaldheimtan í Reykjavík,
þriðjudaginn 5. mars 1996 kl. 10.00.
Granaskjól 78, þingl. eig. Pétur
Bjömsson og Guðrún Vilhjálmsdóttir,
gerðarbeiðandi Byggingarsjóður rík-
isins, þriðjudaginn 5. mars 1996 kl.
13.30._________________________
Grensásvegur 5, 1/2 1. hæð austur-
hluta og Grensásvegur 7, götuhæð í
norðurenda ásamt öllum vélum og
tækjum, þingl. eig. Þómnn Guð-
mundsdóttir, gerðarbeiðendur Gjald-
heimtan í Reykjavík og Iðnlánasjóður,
þriðjudaginn 5. mars 1996 kl. 10.00.
Hátún 6B, íbúð 03-03, þingl. eig.
Helgi Óskarsson, gerðarbeiðendur
Byggingarsjóður ríkisins og Gjald-
heimtan í Reykjavík, þriðjudaginn 5.
mars 1996 kl. 10.00.
Hraunbær 122, 3. hæð f.m., þingl. eig.
Ólafía Nongkran Guðmundsson,
gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í
Reykjavík, Lífeyrissjóður Tæknifræð-
ingafél. og Sjóvá-Almennar hf.,
þriðjudaginn 5. mars 1996 kl. 10.00.
Hverfisgata 57A, hluti í kjallara og
viðbygging, merkt 0001, þingl. eig.
Karólína Hreiðarsdóttir, gerðarbeið-
andi Byggingarsjóður ríkisins, hús-
bréfadeild, þriðjudaginn 5. mars 1996
kl. 13.30._________________________
Hverfisgata 102, íbúð á efri hæð,
merkt 0201, þingl. eig. Albert Eiðsson,
gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í
Reykjavík, þriðjudaginn 5. mars 1996
kl. 13.30.________________________
Krummahólar 10, íbúð á 4. hæð
merkt A, þingl. eig. Einar Jóhanns-
son, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður
ríkisins, þriðjudaginn 5. mars 1996 kl.
10.00.____________________________
Neðstaleiti 26, 60% hluti, þingl. eig.
Sigríður Ársælsdóttir, gerðarbeiðend-
ur Landsbanki íslands, Höfðabakka,
og Lífeyrissjóður Sóknar, þriðjudag-
inn 5. mars 1996 kl. 10.00.
Skipasund 21, kjallari, þingl. eig. Ás-
mundur Þórisson, gerðarbeiðandi
Landsbanki íslands, þriðjudaginn 5.
mars 1996 kl. 10.00.
Skólavörðustígur 20A, þingl. eig. Bú-
seti svf., húsnæðissamvinnufél., gerð-
arbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins,
þriðjudaginn 5. mars 1996 kl. 10.00.
Unufell 35, íbúð á 1. hæð t.v., merkt 1-
1, þingl. eig. Vilhjálmur Hjartarson,
gerðarbeiðendur Sparisjóður Hafn-
arfjarðar og Sparisjóður Reykjavíkur
og nágr., þriðjudaginn 5. mars 1996
kl. 10.00._________________________
Vallarás 4, íbúð á 2. hæð og geymsla á
1. hæð, þingl. eig. Júlía B. Árnadóttir,
gerðarbeiðandi Kaupþing hf., þríðju-
daginn 5. mars 1996 kl. 10.00.
Vesturfold 34, þingl. eig. Símon
Sverrisson, gerðarbeiðandi Gjald-
heimtan í Reykjavík, þriðjudaginn 5.
mars 1996 kl. 10.00.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
UPPBOÐ
Framhald uppboös á eftirfarandi
eignum veröur háö á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Fífurimi 24, hluti í íbúð nr. 3 frá
vinstri á 1. hæð, þingl. eig. Eggert
Guðmundsson, gerðarbeiðendur
Gjaldheimtan í Reykjavík og Kredit-
kort hf., þriðjudaginn 5. mars 1996 kl.
15.30.
Frostafold 153, hluti í íbúð á 2. hæð,
merkt 0201, þingl. eig. Valgarður Sig-
urðsson, gerðarbeiðandi Blossi sf.,
varahlutaverslun, þriðjudaginn 5.
mars 1996 kl. 16.00.
Skeifan 17, 3. hæð t.v. (ehl. 4,38%),
ásamt tilh. Ióðarréttindum, þingl. eig.
Tölvukaup hf., gerðarbeiðendur
Gjaldheimtan í Reykjavík, Iðnþróun-
arsjóður, íslandsbanki hf., höfuðst.
500, Lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna
og Sparisjóður Kópavogs, þriðjudag-
inn 5. mars 1996 kl. 14.00.
Stigahlíð 46, íbúð á 2. hæð og bílskúr
fjær húsi, þingl. eig. Ólöf Ingibjörg
Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Búnaðar-
banki íslands, Byggingarsjóður ríkis-
ins, Lífeyrissjóður verslunarmanna
og Samvinnulífeyrissjóðurinn,
þriðjudaginn 5. mars 1996 kl. 13.30.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
Morðingi föður
Jordans dæmdur
Kviðdómur í Norður- Karólínu-
ríki í Bandaríkjunum komst að
þeirri niðurstöðu í gær að 21 árs
maður að nafni Daniel Green væri
sekur um að hafa myrt föður körfu-
boltasnillingsins Michaels Jordans í
misheppnuðu vegaráni í júlí 1993.
Kviðdómur komst að niðurstöðu
sinni eftir fimm klukkustunda fund
en á eftir að ákveða hvort refsingin
verður lífstíðarfangelsi eða dauða-
dómur. Saksóknari sagðist mundu
hvetja til dauðadóms. Green, sem
breytti nafni sínu i U’allah í fang-
elsi, var einnig fundinn sekur um
vopnað rán og fyrirætlanir um
vopnað rán. Green var svipbrigða-
laus meðan dómur var upp kveðinn
og sagði við blaðamenn á eftir að
þegar spurt væri um líf eða dauða
skipti ekkert máli.
Lik James Jordans, 53 ára, fannst
í skurði nærri ránsstaönum eftir að
hans hafði verið saknað. Hann hafði
stöðvað bíl sinn við vegkantinn til
að fá sér kríublund þegar Green
kom við annan mann og skaut hann
í brjóstið.
Réttarhöldin stóðu í átta vikur og
einkenndust af ásökunum á báða
bóga. Saksóknari byggði málflutn-
ing sinn á framburði Larrys Dem-
erys, sem viðurkenndi aðild sína að
ráninu í þeirri von að sleppa við
dauðadóm. Demery sagðist hafa
hjálpað Green að losna við líkið af
Jordan eldri eftir að Green hafði
skotið hann. Verjendur Greens
héldu því hins vegar fram að Dem-
ery hefði tekið í gikkinn. Demery
sagði Green einnig hafa stolið veski
og skartgripum sem Jordan hefði
Moröingi föður Michaels Jordans
hefur verið dæmdur.
Símamynd Reuter
fengið að gjöf frá syni sínum.
Kveðinn verður upp dómur í máli
Demerys síðar og stefnir saksóknari
á að fá hann dæmdan til dauða.
Enginn af skyldmennum Jordans
var viðstaddur dómsuppkvaöning-
una. Reuter