Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1996, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1996, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 1. MARS 1996 Spurningin Hver eldar á þínu heimili? Dóra Thorsteinsson hjúkrunar- fræðingur: Við gerum það bæði hjónin. Ásgrímur Jósefsson þjónn: Bæði konan og ég. Eiríkur Ólafsson tjónaskoðunar- maður: Við bæði, ég og konan, til skiptis. Grétar Guðfinnsson sjómaður: Yfirleitt stelpurnar i sjoppunni. Guðrún Ósk Þórðardóttir hús- móðir: Karlinn, ég geri pasta. Lesendur - Tómas Huber sýnir í Gerðarsafni Listamaðurinn og Mjölnir í Landmannalaugum. Eggert Ásgeirsson skrifar: Gerðarsafn er að veröa einn besti sýningarsalur okkar. Þar er ágæt sýning Þjóðverjans Tómasar Huber. Málverk Tómasar eru einstæð og áhugaverð. Ættu menn ekki að láta þau fram hjá sér fara. Hér er nor- ræn, söguleg sýning. Tómas leitar að og finnur kjama landsins. Tómas stundaði listnám við eftirsótta lista- akademíu í Múnchen. Með námi og sýningum hefur hann ferðast um norrænar slóðir og hæstu fjöll. Hann heimsækir ísland oft, var kunnur fyrir tveimur árum er hann var hér á ferö og málaði myndirnar sem hér eru. Landsbjörg bjargaði honum í fárviðri við Hrauneyjafoss fyrir jólin. Ekki er Tómas þreyttur eða þung- lyndur. Fætur em einkenni og að- alsmerki sýningarinnar, við fínnum hann skokka léttan í skapi um víð- ernin, einan, með sjálfum sér. Hinn þráðurinn er goðanna. Hann finnur Jötunheima í Hverfjalli, hittir Skírni, skósvein Freys; segir ástar- sögu hans og Gerðar Gýmisdóttur og gandreið mikla er lýsir tengslum goða og hesta. Við sjáum spaug- myndir. Hesturinn Svaðilfari dreg- ur kletta úr Herðubreiðarlindum til byggingar Ásgarðs. Loki gerir verk- ið erfitt í líki hests og lokkar Svað- ilfara. Sleipnir er styrkur á átta hóf- um. Tómas sýnir uppdrátt af Ás- garði, sem við köllum Herðubreiö, með Breiðabliki, Bilskirni, Vala- Skjálfi, Nóatúnum, Miðgarði, Ýdöl- um og Sessrúmni, allt á sínum stað í innréttingunni. Mikla þýðingu í allri þessari landkönnun hefur Óðinn og sagan er hann missti auga. Þá er það Þór hinn ástsjúki. Á sýningunni er bæði brúöarkjóll hans og Mjölnir, hamar- inn sem setur mikinn svip á sýning- una, sem enginn hefur séð fyrr en nú í Kópavogi! Vonandi kemur listamaðurinn aftur og gleður okkur með óvæntri list. Farið í Gerðarsafn og fylgist með listamanni og vini íslenskra goða. Slæmt að Ólafur Briem, síð- asti málsvari goðaheims, sem að kvað, skuli fallinn og missa nú af þeim anda aðdáunar á þessari ver- öld og gamansemi sem hann átti sjálfur í ríkum mæli. - Bestu þakk- ir fyrir komuna, Tómas Huber. Lifshaski i list Stuðningsmannahópur fyrir biskup Guðmundur Benediktsson skrifar: Það var vel við hæfi að fram kæmi yfirlýsing frá stuðnings- mannahópi með biskupi íslands. Yf- irlýsingin sem birtist í Morgunblað- inu var þó ófullkomin að því leytinu að engin nöfn fylgdu með. Þeir vin- ir og samstarfsmenn biskups hefðu gefið yfirlýsingu sinni meira vægi með nöfnum sínum. Það er veruleg- ur stuðningur sem felst í nafnabirt- ingu, einkum og sérstaklega þegar um þekkt nöfn er aö ræða. Nöfnum sem gegna t.d. lykilhlutverkum í þjóðfélaginu, persóna sem eru burðarásar í samfélagskerfinu, og mega ekki vamm sitt vita í einu eða neinu. Þannig fólk er gott að eiga að þegar á bjátar. Þess vegna skora ég á alla þá sem ætla aö safna undirskriftum til stuðnings biskupi að láta nöfn sín fylgja með til birtingar, svo að sjá megi, svart á hvítu, hverjir styðja biskup í raun. Það er ekki einskis nýtt að sjá nöfn góðborgara samfé- lagsins í helstu fjölmiðlum landsins. Og biskup íslands þarf sannar- lega á stuðningi að halda, til þess að hann megi haldi embætti sínu og óskertri virðingu. Raunar dugar ekki minna en yfirlýsing um sam- stöðu frá Prestafélaginu, ásamt siða- nefnd þess og meirihluta þegna þjóökirkjunnar til þess að sanna áframhaldandi traust á biskupnum yfir íslandi. - Svo furðulegt sem það er dugar biskupi íslands ekki frávís- un kirkjumálaráðuneytis, frávísun ríkissaksóknara og hlutleysi þriggja ráðherra af málum hans, því emb- ættið er jú sjálfstæð stofnun eins og segir í hverri yfirlýsingunni eftir aðra frá opinberum aðilum. - Eins konar sjálfseignarstofnun líkt og DAS eða SÍBS happdrættin og aðrar líknarstofnanir. Hagfræði í framhaldsskólana Skortir fjármálaþekkingu í námsefni íslenskra skóla? Guðbjörg Jónsdóttir skrifar: Ég fylgdist með sjónvarpsviðtali á dögunum við Þorvald Gylfason hag- fræðiprófessor um bók hans, Síð- ustu forvöð, og fleira sem i viðtalinu kom fram um íslenskt efnahagslíf, hinn umtalaða efnahagsbata sem nú á að standa yfir hér, en er örugglega ofmetinn, og margt, margt fleira. - Ekki hef ég i annan tíma orðið jafn sammála og í raun uppveðruð af við- tali við íslenskan fræðimann. Þorvaldur Gylfason talar m.a. um iiia upplýsta stjórnmálamenn, þ.e. þá sem fara með húsbóndavaldið í stjórnkerfinu. Eflaust er þetta rétt mat hjá hagfræðingnum. Margir, segir Þorvaldur Gylfason, telja þetta stafa af landlægu virðingarleysi gagnvart hagfræði. En hann telur að vanþekking og upplýsingaskortur hjá stjórnmálamönnum stafi bein- línis af alvarlegri slagsíðu í íslensku skólakerfi. Eins og eigi viö um skóla i Evrópulöndunum, a.m.k. sumum. Bandarískir unglingar í framhalds- skólum og lengra komnir í námi séu all vel að sér í hagfræði, sem þar sé lögð veruleg áhersla á. Þar af leið- andi kunni t.d. amerískir þingmenn talsvert góð skil á hagfræði og viti hvernig markaðslögmálin virka. Að mati prófessorsins þarf að gera hagfræöi hærra undir höfði í náms- efni framhaldsskóla. Betra jafnvægi á milli félagsvísinda og raunvísinda í skólunxun. Með því móti gætu menn hér áttað sig mun betur á réttu og röngu, ekki síst í umræð- unni um efnahagsmál. Þjóðin væri betur upplýst en hún er í dag. Lífs- kjör í landinu myndu hatna, og koma mætti í veg fyrir margar ákvarðanir sem eru byggðar á van- þekkingu og einnig virðingarleysi gagnvart einíoldum sannindum. - Ég hvet alla til að lesa bókina eftir dr. Þorvald Gylfason, hún er fjár- sjóður sanninda um vanda Islensks efnahagslífs. DV Salmonella í flestum matvörum Ámi Ámason skrifar: Það kom mér ekki á óvart að heyra í fréttum að salmonella væri í íslensku kjúklingakjöti og líklega losnum við ekki við hana úr þessari matvælategund í bráð. Það kom mér hins vegar mjög á óvart að salmonella væri nánast í flestum tegundum hrá- efnis sem kemur frá ræktuðu landi hér. Það er sóðaskapur og kæruleysi sem þama veldur. Það er hart að þurfa að kyngja þess- um staðreyndum, ásamt salmon- ellunni, og er náttúrlega ekki sérstök auglýsing fyrir útflutn- ing okkar á matvælum. Varasamar vaxtabreytingar Þórarinn hringdi: Það er ljóður á ráði íslenskra peningastofnana að vera sífellt að hringla með vextina upp og niður - og þó aðallega upp. Það er talað um „næsta vaxtabreyt- ingadag" eins og fastan punkt í peningaumsvifum hér. Þetta er algjörlega óraunhæft og þekkist ekki neins staðar, nema kannski í ríkjum óðaverðbólgunnar eins og í Suður-Ameríku. Og jafnvel ekki þar. Þessar sífelldu vaxta- breytingar eru varasamar og dýrar, jafnt þeim sem standa í viöskiptum og vilja og þurfa að gera áætlanir fram í tímann og þjóðarbúinu öllu. Hverjir græða á Geirfinns- málinu? Jóhannes Sigurðsson skrifar: Nú er hið fyrrum þekkta Geir- finnsmál að skjóta upp kollinum að nýju. Gott er það, leiði það í ljós aöra niðurstöðu en fyrrum, t.d. ef vera kynni að dæmdir ein- staklingar væru alsaklausir. Hveijir verða þá bornir sökum? Þáverandi ráðherrar, dómarar eða ráðamenn einhverjir, eins og einn aðilinn sem nú hefur dreg- ið til baka játningu sína ýjar að í útvarpsviðtali. Er dóms- og réttarfarskerfið í landinu gjör- spillt þegar öllu er á botninn hvolft? Og hefúr ef til viil verið í áratugi? Ég hef þó á tilfinning- unni að einhverjir aðilar ætli að græða á Geirfinnsmálinu endur- uppteknu. Að hverjum skyldu nú böndin berast í þeim efhum? Svari hver fyrir sig. Aðskilnaður ríkis og kirkju Elín hringdi: Þegar nú hefúr komið fram í skoöanakönnun hjá DV m.a. að rúmlega meira en 70% þjóðar- innar vilja aðskilnað rikis og kirkju finnst mér aö þingmenn ættu að taka þetta til umræðu. Hér er um stórt mál að ræða og fyrr eða síðar kemur þetta upp á yfirborðiö af miklum þunga. Er ekki tímabært að kjömir ráða- menn fari að taka mark á vilja landsmanna í hinum veigameiri málum? Mikill vill meira! Harpa Karlsdóttir skrifar: Þar sem komið hefur til tals að forsætisráðherra ætli sér í forsetaslaginn vona ég að hann sjái sóma sinn í að segja af sér embætti forsætisráðherra, verði af framboði hans. Ekki er siðlegt aö forsætisráðherra taki sér „frí“ frá ráðherrastörfum meðan beðið er úrslita um hvort hann hreppir hnossið eða ekki á með- an fólk flýr land unnvörpum vegna atvinnuleysis, lágra launa og niðurskurðar hjá hinu opin- bera, sem bitnar mest á þeim sem lægstu launin hafa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.