Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1996, Síða 19
FÖSTUDAGUR 1. MARS 1996
27
Viðar Eggertsson og leikhúsráð komust að samkomulagi:
Tillögur um starfslok
leikara afturkallaðar
andi lögfræðiálit um hvort leikhús-
stjóri þurfi að bera leikaraval undir
leikhúsráð og hvort meirihluta leik-
húsráðs hafi verið stætt á að afsala
sér rétti til afskipta af uppsögnum
og ráðningum á fundi í janúar sl. Sú
ákvörðun var einmitt mjög gagn-
rýnd af leikurum.
DV barst afrit af einu lögfræðiá-
litanna sem unnið var fyrir Þor-
stein Gunnarsson leikara. Þar segir
að samkvæmt lögum LR þurfi sam-
þykki leikhúsráðs fyrir fastráðn-
ingu og uppsögnum starfsmanna og
leikhússtjóri sé ekki einn valdbær.
Viðar sagði að í öðru lögfræðiáliti
hefði hið gagnstæða komið fram.
-bjb
Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör:
Himnaríki á tvær hátíðir
Nemendur Menntaskólans á Laugarvatni frumsýndu um síðustu helgi leikritið Ég vil auðga mitt land eftir Þórð Breið-
fjörð. Þórður er dulnefni „Matthildinganna" Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, Hrafns Gunnlaugssonar kvik-
myndaleikstjóra og Þórarins Eldjárns rithöfundar. Davíð og Hrafn voru viðstaddir frumsýninguna og eru hér hylltir
að lokinni vel heppnaðri sýningu ásamt Brynju Benediktsdóttur leikstjóra sem einnig setti verkið upp þegar það var
fyrst sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir rúmum 20 árum. Tónlist er eftir Atla Heimi Sveinsson. Menntskælingar munu sýna
tvisvar á Selfossi í dag og nk. sunnudag verða tvær sýningar í Loftkastalnum í Reykjavík, klukkan 5 og 9.
-bjb/DV-mynd: Rannveig Pálsdóttir
„Ég tilkynnti leikhúsráði að ég
muni draga til baka starfslokasamn-
inga sem ég hafði áður kynnt leik-
urum og lít svo á að það mál sé úr
sögunni. Allar tillögur sem ég bar
upp um skipan fastráðins leikhóps
næsta leikár voru samþykktar. I því
felst að tillögur mínar um uppsagn-
ir og ráðningar voru samþykktar.
Þannig að ég er mjög vel sáttur við
þennan fund og get farið að einbeita
mér að undirbúningi næsta leik-
árs,“ sagði Viðar Eggertsson, leik-
hússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, í
samtali við DV eftir fund með leik-
húsráði félagsins í Borgarleikhús-
inu í gærmorgun. Aðalmál fundar-
ins var samþykkt félagsfundar LR
frá þriðjudagskvöldi þess efnis að
Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóð-
ur og Háðvör hefur þekkst boð um
að koma á tvær stórar og virtar
leiklistarhátíðir erlendis i sumar
með leikritið Himnaríki eftir Árna
Ibsen. Um er að ræða hátíðir í
Stokkhólmi í byrjun maí og í Bonn
í Þýskalandi í byrjun júni. Að sögn
Þórhalls Gunnarssonar hjá Hafnar-
fiarðarleikhúsinu komu bæði boðin
í kjölfar heimsókna fulltrúa hátíð-
anna til Islands þar sem verk at-
vinnuleikhúsanna voru skoðuð.
Þórhallur sagði að boðin væru
óneitanlega mikil viðurkenning fyr-
ir leikhúsið og leikrit Árna.
Himnaríki hefur slegið í gegn í
vetur í Bæjarútgerðinni í Hafnar-
firði. Að baki eru 49 sýningar fyrir
troðfullu húsi þannig að um helgina
fer fram 50. sýning. Óþarft er að
taka fram að uppselt er á þá sýn-
ingu.
Leiklistarhátíðin í Riksteatern í
Stokkhólmi er haldin árlega og er
ein sú stærsta á Norðurlöndum. Þar
er sýnt úrval sænskra leikrita auk
valinna verka frá öðrum löndum.
Þess má geta að Hafnarfjarðarleik-
húsið er nýkomið frá Bergen í Nor-
egi þar sem Himnaríki var sýnt við
góðar undirtektir.
I Bonn verða sýnd bestu nýju
leikritin sem setta hafa verið upp í
Þýskalandi auk nokkurra leikrita
sem aðstandendur hátíðarinnar
hafa valið sérstaklega. Alls eru
þetta 24 verk.
„Við erum mjög stollt. Þetta er
endanleg viðurkenning á okkar
starfi, ekki síst starfsstyrkurinn frá
menntamálaráðuneytinu sem við
fengum nýlega til tveggja ára, að til-
lögu leiklistarráðs. Hann nemur 16
milljónum króna og gerir okkur
kleift að setja upp tvær til þrjár
leiksýningar á ári,“ sagði Þórhallur
en tvö stór verk hafa verið valin til
sýninga næsta vetur og verið er að
ganga frá því þriðja þessa dagana.
Þórhallur vildi að svo stöddu ekki
upplýsa hvaða verkefni þetta eru.
-bjb
- mismunandi lögfræðiálit lágu fyrir
- 50. sýning í Bæjarútgerðinni um helgina
Úr uppfærslu Hafnarfjarðarleikhússins Hermóður og Háðvör á leikritinu
Himnaríki eftir Árna Ibsen. Leikhúsinu hefur verið boðið á tvær virtar leiklist-
arhátíðir í Evrópu í sumar.
leikhússtjóri skuli bera uppsagnir
og ráðningar leikara undir leikhús-
ráð framvegis.
Viðar vildi ekki ræða mál ein-
stakra leikara. Þeir starfslokasamn-
ingar sem hafa þó verið afturkállað-
ir, samkvæmt bestu upplýsingum
DV, eru við Valgerði Dan, Sofflu
Jakobsdóttur og Jón Hjartarson.
Eftir stendur uppsögn Guðmundar
Ólafssonar og ákvörðun Þrastar
Leós Gunnarssonar að hætta í Borg-
arleikhúsinu. Þá hefur Sigurður
Karlsson, starfandi formaður leik-
húsráðs, sagt sjálfur upp störfum.
Ekki náðist í Sigurð í gær til að
kanna hvort uppsögnin stæði enn.
Fyrir fund félagsmanna LR og
leikhúsráðsfund lágu fyrir mismun- Viðar Eggertsson.
Ný sagnfræðibók:
Konur og
vígamenn
Sagnfræðistofnun og Háskóla-
útgáfan hafa sent frá sér bókina
Konur og vígamenn - Staða kynj-
anna á íslandi á 12. og 13. öld, eft-
ir Agnesi S. Arnórsdóttur. Þar er
kannað hvaða áhrif konur höfðu
á gang mála á íslandi á síðustu
öldum íslenska þjóðveldisins og
hver staða kvenna var í ætt,
hjónabandi, frillusambandi,
stjórnmálaátökum og ófriði.
Agnes sækir heimildir sínar
einkum í Sturiunga sögu og Grá-
gás og sýnir áþreifanlega fram á
að miðaldaheimildir okkar eru
auðugari af efni um konur en
marga mun hafa grunaö. Agnes
er nú í doktorsnámi í sagnfræði í
Osló en hún lauk BA- prófí í
sagnfræði frá Háskóla íslands
árið 1984. Hún lauk kandídats-
prófi árið 1991 en bókin er unnin
upp úr kandídatsritgerð sem
skrifuð var við Björgvinjarhá-
skóla. Þetta er tólfta bindi í rit-
röðinni Sagnfræðirannsóknir
sem Sagnfræðistofnun Háskólans
hefur gefið út frá 1972.
-bjb
__________Menning
Smásagna-
keppni Dags og
MENOR
Menningarsamtök Norður-
lands, MENOR, og dagblaðið
Dagur efna í ár í fjórða sinn til
samkeppni um bestu frumsömdu
smásöguna. Fyrst fór keppnin
fram veturinn 1989-1990, næst
árið 1992 og síðast árið 1994. Þátt-
takan hefur ávallt verið mikil og
góð. Þrjár sögur verða verðlaun-
aðar og birtar í Degi.
Skilafrestur er til 10. apríl og
sögumar skal senda tO MENOR,
Hrísalundi la, pósthólf 328, 600
Akureyri. Sögurnar mega að há-
marki vera 8-10 blaðsíður í A-4
stærð. Dómnefndina skipa Sigur-
laug Gunnarsdóttir menntaskóla-
kennari, Vigfús Björnsson rithöf-
undur og Kristján Kristjánsson
dósent.
Vaka-Helgafell
stofnar
tónlistarklúbb
Vaka-Helgafell hefur haslað
sér völl á nýju útgáfusviði með
stofnun tónlistarklúbbs en fyrir-
tækið hefur verið kunnara fyrir
klúbba sem boðið hafa félögum
bækur og tímarit. í fyrstu verður
boðið saíh geislaplatna sem hlot-
ið hefur heitið Meistarar sígildr-
ar tónlistar.
Félagar í tónlistarklúbbnum fá
senda heim í mánuði hverjum
geislaplötu með verkum tón-
skálda sem sagan hefur skipað í
fremstu röð. Má þar nefna Moz-
art, Bach, Beethoven, Vivaldi,
Bizet og Schubert. Fyrsta platan
er á sérstöku kynningarverði og
kostar 298 krónur með sendingar-
gjaldi. Hverri plötu fylgja upplýs-
ingar á íslenskum um verkin og
höfunda þeirra. Forsenda tónlist-
arklúbbsins er samningur sem
nýlega náðist við bresk-sviss-
neska fyrirtækið Masterstone
Multimedia um að Vaka- Helga-
fell fengi söluumboð fyrir geisla-
plötur Masterstone hérlendis.
Þjóðminjasafn
sendir út
spurningalista
Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns
íslands hefur sent frá sér spurn-
ingaskrá um náttúruhamfarir og
aukaspurningar um Vestur-
heimsferðir. Vegna náttúruham-
fara er Þjóðminjasafnið að leita
eftir hvers konar alþýðufróðleik
og arfsögnum um snjófióð, sjáv-
arflóð, skriður, jarðskjálfta, eld-
gos og ofsaveður. Jafnframt er
leitað eftir sögnum sem menn
kunna að hafa heyrt í tengslum
við náttúruhamfarir, s.s. um
álagabletti og huldubyggðir,
kveðskap og ljósmyndum eða
ábendingum um tilvist ljós-
mynda sem efninu tengjast.
Aukaspurningar um Vestur-
heimsferðir eru til komnar vegna
sýningar sem Byggðasafn Skaga-
fjarðar ætlar að setja upp á Hofs-
ósi um Vesturheimsferðir. Leitað
er ailra þeirra upplýsinga sem
hægt er að fá hjá eldra fólki eða
afkomendum Vesturheimsfara.
Leiðrétting á
myndatexta
Á menning-
arsíðu DV sl.
þriðjudag var
myndatexti
rangur með
frétt um út-
hlutun úr
Söngmennta-
sjóði Marinós Péturssonar. Þóra
Einarsdóttir söngkona, annar
styrkþega, var sögð á myndinni
en hið rétta er að systir hennar,
Gunnhildur, veitti styrknum við-
töku þar sem Þóra var stödd í
London. Viðkomandi eru beðnir
velvirðingar á þessum mistökum
um leiö og mynd birtist hér af
Þóru Einarsdóttur. -bjb