Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1996, Side 25
FÖSTUDAGUR 1. MARS 1996
33
I
I
Menning
r '
'
1 ^
$
Björk Jónsdóttir, Gerrit Schuil og Signý Sæmundsdóttir voru með skemmtilega tónleika í Borgarleikhúsinu.
DV-mynd GS
A Ijufum notum
Sópransöngkonurnar Björk Jónsdóttir og Signý Sæ-
mundsdóttir komu fram ásamt pianóleikaranum Ger-
rit Schuil á þriðjudagstónleikum Borgarleikhússins í
vikunni.
Það er ekki oft sem maður er þess aðnjótandi að fá
að heyra tvísöng á tónleikum en ef marka má efnis-
skrá þessara tónleika þá er enginn hörgull á frábær-
um tvísöngslögum.
Tónleikarnir hófust á þrem lög-
um eftir Henry Purceli, Let Us
Wander, My Dearest, My Fairest og
Sound the Trumpet en síðan komu
lögin Saper vorrei sem m’ami (Ég
yildi ég vissi hvort þú elskar rriig)
og Guarda qui che lo vedrai (Horfðu hingað svo þú
sjáir það) eftir Joseph Haydn.
Þetta eru sannkölluð ljúflingslög og öll eru þau frá-
bærlega vel og skemmtilega samin við texta sem allir
fjalla um ástina en raunar má segja að allir textar lag-
anna á þessum tónleikum fjalli á einn eða annan hátt
um það efni.
Þær Signý og Björk hafa fyrir löngu haslað sér völl
sem frábærar söngkonur og samstarf þeirra á þessum
tónleikum var bæði í hæsta gæðaflokki og bráð-
skemmtilegt. Ekki má gleyma hlut Gerrit Schuils en
hann fór yfirleitt á kostum með fíngerðum, næmum
og sérlega músíkölskum leik.
Signý söng síðan þrjú lög eftir Haydn. Tvö þau
fyrstu voru örlítið tregablandin en mjög falleg og það
síðasta kímið. Fór Signý einkar vel með lögin en ekk-
ert má út af bera í þessari viðkvæmu tónlist ef hún á
að njóta sín.
Við fengum þá fjögur skosk þjóðlög
og einnig þar fór tónlistarfólk
kvöldsins á kostum.
Rómantíska tímabilið tók við með
lögum eftir Schumann og Brahms
og fyrir undirrituðum voru þau
hápunktur tónleikanna enda fóru
flytjendurnir þrír á flug í flutningnum.
Björk söng síðan tvö lög eftir Bizet og einkum í því
síðara, Les Adieux de l’Hotesse Arabe (Arabísk kona
kveður gest sinn) sýndi hún frábæra takta.
Það voru síðan þeir Dvorák og Rossini sem áttu síð-
ustu lögin. í La Regata Veneziana (Kappróðurinn í
Feneyjum) eftir Rossini stukku þær m.a. hvað eftir
annað úr brjósttónum upp í höfuðtóna og fóru bæði
létt og einkar vel með. Þetta voru skemmtilegir tón-
leikar.
Tónlist
Áskell Másson
Fréttir
Undirbúningur fyrir komu 25 flóttamanna frá fyrrum Júgóslavíu:
Beðið eftir grænu Ijósi frá
Flóttamannastofnuninni
„Við höfum verið að þrýsta á um
. svör frá Flóttamannastofnun Sam-
’ einuðu þjóðanna um það hverjir
það verða úr hópum flóttamanna
frá ríkjum fyrrum Júgóslavíu sem
( koma hingað til lands. Það er ákveð-
ið að 25 komi til íslands og það verð-
ur reynt að velja þá sem eiga hvað
erfiðast uppdráttar, fólk úr blönduð-
um hjónaböndum þar sem t.d. Serbi
er giftur Króata. Rauði krossinn
mun að sjálfsögðu aðstoða okkur
við valið en það ríkir enn talsverð
óvissa um þessi mál og menn hafa
verið hikandi við að gefa okkur
svör,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir,
formaður flóttamannaráðs.
Ríkisstjórnin tók í fyrra ákvörð-
un um að taka á móti flóttamönnun-
um og í kjölfarið barst boð frá ís-
firðingum um að veita þeim nauð-
synlegt húsnæði og þjónustu.
„Það ríkir fullur vilji, bæði af
hálfu yfirvalda og annarra, um að
taka strax á málinu en það er allt í
biðstöðu því við bíðum enn eftir
grænu ljósi frá Genf. Við getum
ekki sagt til um það hvort fólkinu
verður komið fyrir á ísafirði, það
veltur á því hversu mörg börn
verða í hópnum og hvort t.d. ein-
hverjir þurfa á sérhæfðri heilbrigð-
isþjónustu að halda. Þó er raunhæft
að búast við að hópurinn komi til
landsins í vor.“
Undirbúningur af hálfu Rauða
kross íslands stendur nú sem hæst
og þar er ákvörðunar beðið í þess-
um efnum. Lögð verður áhersla á að
veita fólkinu andlegan stuðning og
áfallahjálp auk þess sem þjónusta
ýmiss konar verður tryggð. Boðið
verður upp á íslenskukennslu og
leitað aðstoðar þeirra Júgóslava
sem búsettir eru á íslandi.
Tillcynmngar
Föstudagur 1. mars
Hallgrímskirkja: Kyrrðarstund
með lestri Passíusálma kl. 12.15.
Langholtskirkja: Aftansöngur kl.
18.00. Lestur Passíusálma fram að
páskum.
Laugarneskirkja: Mömmumorg-
unn kl. 10-12. Markaðsdagur.
Nemendur Menntaskólans á Laugarvatni verða á ferðinni um helgina og
sýna leikritið Ég vil auðga mitt land á tveimur stöðum. Sjá frekari uppl. á bls.
19.
Leikhús
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
SÍMI 568-8000
STÓRA SVIÐ KL. 20.00:
ÍSLENSKA MAFÍAN
eftir Einar Kárason og Kjartan
Ragnarsson
Lau. 2/3, fáein sæti laus, föd. 8/3, fáein
sæti laus, föd. 15/3, fáein sæti laus.
LÍNA LANGSOKKUR
eftir Astrid Lindgren
Sud. 10/3, fáein sæti laus, sud. 17/3,
sud. 24/3. Sýningum fer fækkandi.
STÓRA SVIÐ KL. 20:
VIÐ BORGUM EKKI,
VIÐ BORGUM EKKI
eftir Dario Fo
Fös. 1/3, uppselt, sud. 10/3, fáein sæti
laus, laud. 16/3, fáein sæti laus.
Þú kaupir einn miða, færð tvo!
Samstarfsverkefni
við Leikfélag Reykjavíkur:
Alheimsleikhúsið sýnir á
Litla sviði kl. 20.00:
KONUR SKELFA
toilet-drama eftir Hlín
Agnarsdóttur.
Föd. 1/3, uppselt, laud. 2/3, uppselt,
sud. 3/3, uppselt, mid. 6/3, fáein sæti
laus, fid. 7/3, uppselt, föd. 8/3, uppselt,
sud. 10/3 kl. 16, uppselt, mid. 13/3,
fáein sæti laus.
Barflugurnar sýna á
Leynibarnum kl. 20.30:
BAR PAR
eftir Jim Cartwright
Föd. 1/3, uppselt, laud. 2/3 kl. 23.00,
fáein sæti laus, föd. 8/3 kl. 23.00, fáein
sæti laus, föd. 15/3, kl. 23.00, fáein
sæti laus, 40 sýn. laud. 16/3, uppselt.
Tónleikaröð L.R.
Á STÓRA SVIÐI KL. 20.30.
Þrd. 5/3 Einsöngvarar af yngri
kynslóöinni: Gunnar Guðbjörnsson,
Hanna Dóra Sturludóttir, Ingveldur Ýr
Jónsdóttlr, Sigurður Skagfjörð og
Jónas Ingimundarson.
Miðaverð 1.000 kr.
Höfundasmiðja L.R.
laugardaginn 2/3 kl. 16.00.
Uppgerðarasi með dugnaðarfasi - þrjú
hreyfiljóð eftir Svölu Anrardóttir.
Miðaverð kr. 500.
Fyrir börnin: Lfnu-ópal, Línu-bolir og
Linu-púsluspil.
Miðasalan er opin alla daga frá
kl. 13-20, nema mánudaga frá
kl. 13-17, auk þess er tekið á
móti miðapöntunum i sima
568-8000 alla virka daga.
Greiðslukortaþjónusta.
Gjafakortin okkar
- frábær tækifærisgjöf.
Leikfélag Reykjavíkur -
Borgarleikhús
Faxnúmer 568-0383.
Tilkynrúngar
Slysavarnadeild kvenna
í Reykjavík
Verður með sína árlegu merkjasölu
um helgina. Merkin verða afhent í
húsi deildarinnar, Sigtúni 9, laugar-
dag milli kl. 10 og 16. Góð sölulaun.
Vorhappdrætti Flugbjörgun-
arsveitarinnar í Reykjavík
Nú hefur Flugbjörgunarsveitin í
Reykjavík hleypt af stokkunum
nýju fjáröflunarverkefni, sem er
Vorhappdrætti. Fjöldi góðra vinn-
ÞJÓÐLEIKHÖSIÐ
STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00:
TRÖLLAKIRKJA
leikverk eftir Þórunni
Sigurðardóttur, byggt á bók Ólafs
Gunnarssonar.
Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson.
Leikmynd: Grétar Reynisson.
Búningar: Heiga I. Stefánsdóttir.
Lýsing: Elfar Bjarnason.
Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson.
Leikendur: Anna Kristín
Arngrímsdóttir, Arnar Jónsson,
Bryndís Pétursdóttir, Eyjólfur Kári
Friðþjófsson, Guðrún S. Gísladóttir,
Helga Bachmann, Hilmar Jónsson,
Ingvar E. Sigurðsson, Jóhann
Sigurðarson, Margrét Vilhjálmsdóttir,
Róbert Arnfinnsson og Sveinn Þ.
Geirsson.
Frumsýning í kvöld, örfá sæti laus, 2.
sýn. sud. 3/3, 3. sýn. föd. 8/3, 4. sýn.
fid. 14/3, 5. sýn. Id. 16/3.
ÞREK OG TÁR
eftir Ólaf Hauk Símonarson
Á morgun, uppselt, fid 7/3; örfá sæti
laus, Id. 9/3, uppselt, föd. 15/3, uppselt,
sud. 17/3.
KARDEMOMMUBÆRINN
eftir Thorbjörn Egner
Á morgun kl. 14, uppselt, sud. 3/3 kl.
14, uppselt, Id. 9/3 kl. 14, uppselt, sud.
10/3 kl. 14, uppselt, sud. 10/3 kl. 17,
uppselt, laud. 16/3, kl. 14.00, nokkur
sæti laus, sud. 17/3 kl. 14.00, nokkur
sæti laus.
LITLA SVIÐIÐ KL. 20.00.
KIRKJUGARÐSKLÚBBURINN
eftir ívan Menchell
Fid. 28/3, sud. 31/3.
SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ KL. 20.00:
Leigjandinn
eftir Simon Burke
í kvöld, sud. 3/3, föd. 8/3, fid. 14/3, Id.
16/3.
Sýningin er ekki við hæfi barna.
Ekki er hægt að hleypa gestum inn í
salinn eftir að sýning hefst.
LEIKHÚSKJALLARINN
Ástarbréf með sunnudagskaffinu kl.
15.00. Aukasýning sud. 3/3 kl. 15.00.
, Cjafakort í leikhús -
sigila og skemmtileg gjöf!
Miðasalan er opin alla daga nema
mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og
fram að sýningu sýningardaga.
Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00
virka daga.
Greiðslukortaþjónusta.
Fax: 561 1200
SÍMI MIÐASÖLU: 551 1200
SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204
VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ!
inga er í boði. Dregið verður Sumar-
daginn fyrsta, 25. apríl nk.
Félag ekkjufólks
og fráskilinna
Fundur fostudaginn 1. mars kl. 20.30
í Risinu. Nýir félagar velkomnir.
Byltingin á Kúbu
Málfundafélag alþjóðasinna stendur
að kynningu á þókinni „Episodes of
the Cuban Revolutionary War“, dag-
bók og bréfum Ernesto Che
Guevara laugardaginn 2/3 kl. 13.00
að Klapparstíg 26, 2. hæð. Frum-
mælandi verður Sigurlaug S. Gunn-
laugsdóttir.
ÍÞRÓTTIR FYRIR ALLA
Ársþing ÍFA verður haldið 28. mars n.k. í
íþróttamiðstöðinni í Laugardal, frá kl. 17-19.
Dagskrá, venjuleg aðalfundarstörf.
STJÓRN ÍFA