Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1996, Side 32
1« wmmim§jmsr
Verta viðbúin(n) vinnmgi
Fimmtudagur
29.2/96
23)(26)(27)
KIN
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö I DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
. í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FOSTUDAGUR 1. MARS 1996
Helgarblað DV á morgun:
Konurnar tala
Þrjár konur sem sakað hafa bisk-
* ' up íslands um kynferðislega áreitni
segja sína sögu í opinskáu viðtali
við DV á morgun.
Að venju er helgarblaðið fullt af
skemmtilegu efni. Má þar nefna
heimsókn á heimili í Mjölnisholtinu
þar sem löggan brýtur upp dyrnar
en bankar ekki þegar hún lítur inn.
Þá er litið á skemmtistaðinn Bó-
hem í tilefni af ársafmæli samfellds
nektardans á íslandi og rætt við Jó-
hann Örn Héðinsson hjá SÁÁ um
spilafíkn, svo fátt eitt sé nefnt.
Forðaðist
alla bæi
Leitarmenn í Skagafirði fundu
um hádegið í gær Grænlendinginn
sem saknað hafði verið í nær tvo
sólarhringa. Haföi hann gengið um
25 kílómetra frá Sauðárkróki og
forðast alla bæi á leið sinni til fjalla.
Sporhundar röktu slóðina en hún
var mjög krókótt vegna þess að
maðurinn virðist hafa forðast alla
mannabyggð. Hann er nú á sjúkra-
húsinu á Sauðárkróki, sæmilega vel
haldinn, en hefur enn enga skýr-
ingu gefið á ferðalagi sínu.
-GK
Stakk félag-
ann í rassinn
með skærum
Deilum tveggja manna um vín og
víf lauk svo í gærkvöld að skæri
voru hafin á loft og fékk annar
mannanna stungu í rassinn.
Stöðvuðust skærin á mjaðmahnú-
tunni og var hinn stungni fluttur á
Borgarspítalann þar sem gert var að
sárum hans. Fékk hann við svo búið
að fara heim.
Stungumaðurinn var tekinn í
’ yfírheyrslu hjá lögreglunni. Félag-
arnir munu sáttir þrátt fyrir þetta
litla sem út af bar. -GK
Hryggbrotnaði þegar tjakkur á vörubíl sprakk við vegavinnu:
Hryggurinn mol-
aöist þegar tólf
tonna hlass féll
- þriðja slysið sem verður á þessum bíl á skömmum tíma
„Höggið var svo mikið þegar
pallurinn féll að einn hryggjarlið-
urinn einfaldlega molaðist þótt
maðurinn sæti bara í bílstjóra-
sætinu," segir Magnús Bárðars-
son, verkstjóri við vegagerð á
Skálholtsafleggjaranum, í samtali
viö DV.
Slysið varð þegar verið var að
sturta 12 tonna hlassi af bílnum
sem er af gerðinni Mercedes
Benz. Svo virðist sem tjakkurinn
hafi farið í sundur þegar hann
var kominn í toppstöðu og féll bii-
pallurinn niður af miklum þunga.
Bíistjórinn er ungur maöur og
var hann fyrst fluttur á sjúkra-
húsið á Selfossi og þaðan á Land-
spítalann. Maðurinn fór í aðgerð
og sleppur við mænuskaða en
einn hryggjarliður er illa brotinn.
Þetta er ekki fyrsta slysið sem
verður viö notkun á vörubílnum.
Skömmu fyrir áramótin valt bíU-
inn og slasaðist bílstjórinn, sem
þá ók bílnum, alvarlega. Hann
tvíhandleggsbrotnaði og afltaug
slitnaði i öxl. Síðasta sumar valt
billinn einnig en þá án þess að al-
varleg meiðsli hlytust af.
Magnús Bárðarson sagði að
tjakkurinn, sem gaf sig í gær,
hefði verið nýr þótt bíllinn væri
gamall. Hallast menn helst að því
að galli hafl verið í tjakknum en
rannsókn á slysinu er ekki lokiö.
„Þetta er átta þrepa tjakkur og
svo virðist sem þrjú efstu þrepin
hafi brotnað af þegar tjakkurinn
var í toppstöðu. Þetta var gríðar-
legt högg og fúrða að maðurinn
skyldi ekki slasast meira,“ sagði
Magnús.
-GK
„Við höldum henni vegiega afmælisveislu um aldamótin þegar hún verður „eins“ árs,“ segir Lára G. Gunnarsdóttir,
móðir hlaupársbarns sem fæddist í gær.
DV-mynd GS
Síldarsamningarnir:
Svartsýnn
- segir Þorsteinn Pálsson
„Nei, ég er ekki bjartsýnn á
lausn deilunnar á þessari stundu,“
sagði Þorsteinn Pálsson sjávarút-
vegsráðherra um síldarsamningana
við Norðmenn, í samtali við DV í
morgun .
Hann var spurður hvort það út-
spil Norðmanna að bjóða íslending-
um að veiða ótiltekið magn af síld
innan norskrar landhelgi gæti leyst
deiluna.
„Það hefur alltaf verið mikilvæg-
ur þáttur í öllu þessu að það komi
til að einhverju leyti gagnkvæmni í
veiðiheimildum í landhelgi ríkj-
anna. En það eitt og sér leysir ekki
deiluna. Aðalatriðið nú er hvort það
tekst að ná samstöðu um að minnka
heildarveiðina og í því sambandi
verða allir að leggja eitthvað af
mörkum," sagði Þorsteinn. -S.dór
VÍS boðar
hækkun
vegna dóms
Vátryggingafélag Islands segir í
yfirlýsingu vegna dóms Hæstaréttar
í gær í bótamáli Málfríðar Þorleifs-
dóttur að niðurstaðan valdi því að
iðgjöld lögboðinna ábyrgðatrygg-
inga dráttarvéla hljóti að hækka.
Samkvæmt dómnum sé gildissvið
þeirra víðara en félagið hafði geng-
ið út frá fram að þessu - þ.e. slys
sem orsakist af notkun dráttarvéla
sem kyrrstæðs aflgjafa hleðsluvagns
sé nú bótaskylt. VÍS segir að tilfinn-
ingaleg afstaða hafi nokkuð mótað
skoðanir þeirra sem hafa fjallað um
mál af þessu tagi. -Ótt
Hlaupársdagsbörn:
„Eins“ árs um
aldamótin
„Það breytir engu þó að dóttir
mín hafi fæðst í gær, hlaupársdag,
mér finnst það bara skemmtilegt,"
sagði Lára Guðrún Gunnarsdóttir,
móðir 14 marka stúlkubarns sem
kom í heiminn á hlaupársdag, í
spjalli við DV aðeins rúmum 4
klukkustundum eftir fæðingu.
Stúlkan, sem ekki hefur enn hlot-
ið nafn, var hraustleg að sjá og
greinilega fegin að vera komin á
meðal manna og lét vel í sér heyra.
„Hún verður ekki „eins árs“ fyrr
en um aldamótin og þá verðum við
að halda svaka veislu," sagði Lára
en litla stúlkan er annað barn henn-
ar og eiginmanns hennar, Lárusar
Inga Kristjánssonar.
Þegar DV heimsótti fæðingar-
deild Landspítalans í gær höfðu 6
hlaupársdagsbörn litið dagsins ljós
og tvö voru á leiðinni. -brh
ÞETTA ERU
GREINILEGA
SKÆRUUÞAR!
Veðrið á morgun:
Hlýtt
áfram
Veðurstofan gerir ráð fyrir
vestlægri átt, stinningskalda,
og dálítilli þokusúld við vestur-
ströndina. Ánnars staðar er bú-
ist við þurru veðri og mjög víða
léttskýjuðu og að hitinn verði
5-12 stig.
Veðrið í dag
er á bls. 36
Sími 533 2000
Ókeypis heimsending
1 K tf
J KÚLULEGUR Poulsett
JuðurlanasDraut 10. S. 563 6499