Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1996, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 7. MARS 1996
Fréttir_________________________________________________________________________________________dv
Ingvar Sveinsson, sakborningur í Töggsmálinu, dæmdur á ný fyrir tugmilljóna skattalagabrot:
Framdi brotin í fang-
elsi og á reynslulausn
- einnig
Ingvar Sveinsson, fyrrum stjórn-
arformaður bílaumboðsins Töggs
hf., sem árið 1991 var dæmdur í 18
mánaða fangelsi í tugmilljóna saka-
máli fyrir fjárdrátt, fjársvik, skila-
svik og söluskattssvik, hefur nú á
ný verið dæmdur fyrir stórfelld
skattalagabrot með því að komast
hjá þvi að greiða tæpar 7 milljónir
króna í virðisaukaskatt og vantalið
á meðan Töggsmálið var í dómsmeðferð - fær nú 15 mánaða fangelsi
tekjur fyrirtækis síns, Viðskipta-
bókarinnar hf., um 27,9 miUjónir
króna.
Hluta af brotunum framdi Ingvar
er hann var í afplánun í fangelsi á
Kvíabryggju á árinu 1993, hluta
áður en Töggsdómurinn var kveð-
inn upp og hluta á reynslulausnar-
tíma eftir fangelsisafplánunina.
Með þessu broti hefur Ingvar nú
verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi
og er jafnframt gert að greiða 500
þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs.
Eftir að Töggur hf. fór í gjaldþrot
árið 1987 hóf Ingvar störf sem fram-
kvæmdastjóri Viðskiptabókarinnar
hf. Árið 1990 lék grunur á að vsk-
skýrslum væri ekki skilað á réttan
hátt í samræmi við umfang rekstr-
arins - ekki væri nándar nærri áUt
talið fram. Embætti skattrannsókn-
arstjóra ríkisins upplýsti máliö og í
kjölfar þess fór RLR með rannsókn-
ina. Ríkissaksóknari gaf síðan út
ákæru um miðjan janúar síðastlið-
inn. Ingvar viðurkenndi brot sín
skýlaust fyrir Héraðsdómi Reykja-
víkur og var því fjallað um það án
ágreinings og dæmt samkvæmt því.
Ingvar hefur nú verið sakfeUdur
fyrir að hafa vantalið tekjur Við-
skiptabókarinnar hf. stórlega með
því að skUa folskum virðisauka-
skattsskýrslum á tímabUinu frá
mars árið 1990 til desember 1993.
Dómurinn komst að þeirri niður-
stöðu að brotin væru stórfeUd. Auk
sektargreiðslunnar er Ingvar einnig
dæmdur tU að greiða 120 þúsund
krónur í málskostnað. -Ótt
Fylgi „forsetakandídata“ eftir flokkum
- samkv. skoöanak. DV 2/3 '96 -
Guðrún Pétursdóttir
Pálmi Matthíasson
Ólafur Ragnar Grímsson
Davíð Oddsson
□ a0b|d1gDv
□ Óákv./svara ekki
Guðnín Agnarsdóttir
19%
Fylgi fimm „forsetaefna“ eftir stjórnmálaflokkum:
Flestir fylgjenda Guðrúnar
Pétursdóttur ópólitískir
- sjálfstæðismenn dyggir stuðningsmenn Pálma og Ólafs Ragnars
Samkvæmt síðustu skoðanakönn-
un DV um fylgi hugsanlegra forseta-
efna, sem birt var síðastliðinn
mánudag, eru flestir stuðnings-
manna Guðrúnar Pétursdóttur
ópólitískir, þ.e. voru óákveðnir í af-
stöðu sinni til stjórnmálaflokka eða
svöruðu ekki spurningunni. Hlut-
fall þeirra er 40 prósent af fylgishópi
Guðrúnar sem varð langefst í skoð-
anakönnun DV. Að öðru leyti sækir
Guðrún fylgi til allra flokka ef frá er
talinn Þjóðvaki. Þeir fáu sem
nefndu Þjóðvaka í könnuninni
höfðu engan í huga sem efni í for-
seta.
Þetta kemur í ljós ef fylgi hugsan-
legra forsetaefna í hugum kjósenda
er skoðað eftir stjómmálaflokkum.
Tekið skal fram að hafa ber fyrir-
vara við þessa greiningu. Helming-
ur úrtaksins, um 300 af 600, tók ekki
afstöðu. Frekar skal líta á þessar
niðurstöður sem vísbendingu. Skoð-
unin er meira til gamans gerð.
Næstir á eftir Guðrúnu í könnun-
inni komu Pálmi Matthíasson og Ól-
afur Ragnar Grímsson. Þeir eiga
það sammerkt að eiga dygga stuðn-
ingsmenn úr hópi Sjálfstæðisflokks-
ins auk þess sem óákveðnir kjós-
endur í pólitík em íjölmennir í
þeirra liði. Hjá Ólafi Ragnari koma
flestir stuöningsmanna, um 36 pró-
sent, hins vegar úr hans eigin
flokki, Alþýðubandalaginu.
Stuðningsmenn Davíðs Oddsson-
ar, sem lenti í fjórða sæti í könnun
DV, koma flestir úr Sjálfstæðis-
flokkniun, eða 42 prósent. Fram-
sóknarmenn virðast einnig geta
hugsað sér Davíð sem forseta en 25
prósent stuðningsmanna koma úr
hinum ríkisstjómarflokknum.
Fylgi Guðrúnar Agnarsdóttur,
sem hafnaði í fimmta sæti, dreifist
mest á stjórnmálaflokkana af ofan-
greindum „forsetakandídötum".
Flestir koma reyndar úr Sjálfstæöis-
flokknum, um 24 prósent, en miðað
við hlutfallslegt fylgi flokka kemur
drjúgur stuðningur við Guðrúnu úr
Kvennalistanum.
Fylgisskipting eftir flokkum sést
nánar á meðfylgjandi grafi. Sem
kunnugt er stendur A fyrir Alþýðu-
flokk, B fyrir Framsólmarflokk, D
fyrir Sjálfstæðisflokk, G fyrir Al-
þýðubandalag og V fyrir Kennalista.
-bjb
Stuttar fréttir
Jafngildir
uppsögn
Formaður BSRB telur að það
jafngildi uppsögn kjarasamninga
ef frumvörp um opinbera starfs-
menn verða afgreidd á þingi. Út-
varpið sagði frá.
Fyrir Evrópudómstól
Vatnsberamaðurinn ætlar að
fara meö mál sitt fyrir Evrópu-
dómstólinn því hann hafi ekki
fengið réttláta málsmeðferð hér.
Stöð 2 greindi frá.
Fjölmiðla-
risi fæðist?
Fjölmiðlarisi fæðist á lands-
byggðinni ef áætlanir forráða-
manna Elnets hf. ganga upp.
Viðskiptablaðið greindi frá.
25 firá vegna
salmonellu
25 starfsmenn eru frá störfum
á Landspítalanum vegna salmón-
ellusýkingar, að sögn Útvarps.
Rætt um reglur
Viðræður um samskiptareglur
á vinnumarkaði hefjast um helg-
ina. Útvarpiö sagði frá.
Ekkilokað
Heilbrigðisráðherra segir að
Meðferðarheimili barna við
Kleifarveg verði ekki lokað.
Sjónvarpið sagði frá.
Þrír sluppu
* naumlega
Þrir menn sluppu naumlega í
sprengingu í vatnstanki á Eski-
firði i gær, að sögn Stöövar 2.
Rætt um
úthafskarfa
Fundur um skiptingu úthafs-
karfastofhsins á Reykjaneshrygg
hefst í Lundúnum í dag, skv.
Mogga.
-GHS
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því aö
hringja í síma 904-1600.
39,90 kr. mínútan.
Já JL_:
Neí 2
FOLKSINS
904-1600
Er gengið á rétt
reykingafólks?
Þrengingar eru nú komnar í Ártúnsbrekkuna vegna mikilia gatnafram-
kvæmda. Það má því búast við löngum bílalestum í brekkunni á álags-
tímum. DV-mynd S