Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1996, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 7. MARS 1996 Fréttir 7 Loðnufrysting veldur vatnsleysi á Reyðarfirði: Ekki hægt að bursta tennurnar - segir íbúi í efsta hverfi ReyðarQarðar „Við höfum verið meira og minna vatnslaus eftir að loðnuflokkun og frysting hófst og reyndar líka þegar hlé hefur verið á vinnu við loðnuna. Þetta hefur ekki verið bara klukku- tíma og klukkutíma vandamál held- ur höfum við hér í Hæðargerði og víðar í efsta hverfi Reyðarfjarðar verið meira og minna án vatns sól- arhringum saman,“ segir Guðný Ríkharðsdóttir, íbúi á Reyðarfirði. Guðný hefur þurft að sæta því að ekki hefur verið nægilegt vatn til að hella upp á kaffi, hvað þá til þvotta og baða svo sólarhringum skiptir. „Vatnið kemur brot og brot úr degi en vatnsskortur hefur verið viðvar- andi alla vertíðina," segir hún. Bæði hún sjálf og aðrir íbúar hafa ítrekað spurst fýrir um úrbætur á skrifstofu sveitarstjóra og þau svör fengið að verið sé að vinna í málinu. „Það sköpuðust sérstakar aðstæð- ur hér við flokkun og frystingu loðnunnar," segir ísak Ólafsson, sveitarstjóri á Reyðarfirði. Hann segir að vatnsöflun veitunnar sé langt inni í landi en á enda lagnar- innar er miðlunartankur, þannig að búið er að fæða mikið af bænum áður en vatn kemur í miðlunartank- inn. ísak segir að við loðnuflokkun og frystingu sé sjór mikið notaður en vegna þess hve stórstreymt hefur verið og þar af leiðandi mikil flóð og miklar fjörur einmitt þegar fryst- ingin stóð sem hæst hafi ekki verið hægt að taka sjó til vinnslunnar að marki. Því hafi vinnslustöðin skrúf- að frá vatnsveitunni og hreinlega tæmt hana trekk í trekk án þess að láta kóng né prest vita. Sveitarstjóri segir að ákveðið hafi verið að fara út í framkvæmdir sem koma eigi í veg fyrir að þetta geti gerst aftur. Vatnsveitan sé að stofhi til gömul en bætt hafi verið við hana eftir því sem bærinn hafi stækkað. Þegar vatnsnotkunin verði veruleg hreinlega anni veitan því ekki. SÁ Hvar ert þú? - góð landkynning í útbreiddasta ferðatímariti heims FLUGLEIDIR/mr Aðalfundur Flugleiða hf. AðalfundurFlugleiða hf. verðurhaldinnfimmtudaginn 14. mars 1996 íEfriþingsölum Scandic Hótels Loftleiða og hefstkl 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins um heimild til stjómar til að hækka hlutafé með sölu nýrra hluta. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum íyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fýrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, hlutabréfadeild á 2. hæðfráogmeð 8. marsM. 14:00. Dagana 11. til 13. mars verða gögn afgreidd frá kl 09:00 til 17:00 og fundardag til kl. 12:00. Hluthafar em vinsamlegast beðnir að vitja fundargagna sinna fýrir kl. 12:00 áfundardegi. Stjóm Flugleiða hf. í útbreiddasta ferðatímariti heims, Condé Nast Traveler, sem kemur út mánaðarlega, er fastur getraunadálkur með ljósmynd af einhverjum óþekktum stað og les- endur blaðsins eru spurðir hvar myndin sé tekin. Jafnan eru gefnar nokkrar vís- bendingar í bundnu máli sem eiga að hjálpa til við úrlausnina. í febrú- arhefti Condé Nast Traveler er mynd sem tekin er á íslandi, nánar tiltekið af minjasafninu að Skógum í V- Skaftafellsýslu. Vísbendingar eru gefnar um þjóðina í því landinu sem myndin er tekin. Sagt er meðal annars að þjóðin sé þekkt fyrir að gefa út fleiri bækur miðaö við höfðatölu en nokkur önn- ur þjóð veraldar og 100% lands- manna séu læs og skrifandi. Þjóðin hafi ekki breytt tungumáli sínu síð- an á miðöldum og fólki sé raðað í stafrófsröð í símaskránni eftir fyrsta nafni en ekki fjölskyldunafni. Gestir sem heimsæki landið megi í febrúarhefti Condé Nast Traveler er mynd sem tekin er á íslandi, nánar til- tekið af minjasafninu að Skógum í V-Skaftafellsýslu. DV-mynd GS Vinnuskólinn: Gert ráð fyrir sama starfstíma og í fyrra Laun 14 og 15 ára unglinga hjá Vinnuskóla Reykjavíkur veröa í sumar 90 prósent af unglingatöxtum Verkamannafélagsins Dagsbrúnar eins og undanfarin ár. Miðað við kauptaxta Dagsbrúnar frá síðustu áramótum fá 14 ára unglingar 192,90 krónur á tímann en 15 ára 218,60 krónur. Gert er ráð fyrir að starfstíminn verði jafn langur og í fyrrasumar, að sögn Amfmns Jónssonar, skóla- stjóra Vinnuskóla ■ Reykjavíkur. í fyrra unnu 14 ára unglingar í þrjár og hálfa klukkustund á dag í 6 vik- ur en 15 ára unglingar unnu í sjö klukkustundir á dag í 6 vikur. „Við höfum í okkar áætlunum reiknað með að það verði eins í sumar en formsins vegna fer tillaga um starfs- tíma frá stjórn Vinnuskólans til borgarráðs til endanlegrar af- greiðslu," segir Amfinnur. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokks gerðu ráö fyrir í rammaáætl- un, sem lögð var fram við umræðu um fjárhagsáætlun 1996, að auka framlög til Vinnuskólans þannig að starfstíminn yrði lengdur. -IBS búast við því að vera boðið upp á hákarlakjöt, kynfæri hrúta eða svið- in kindahöfuð sem skolað sé niður með miði sem kallaður er Svarti dauði. Þess má geta að tímaritið er keypt í nánast öllum löndum heims og því umtalsverð landkynning. -ÍS Enn oin m Ginni... bjóðum við þessi fallegu sjónvarpstæki á frábæru verði • íslenskt textavarp • Super VHS inngangur • Fullkomin fjarstýring • Sjálfvirk stöðvaleitun • Allar aðgerðir á skjá • 3 ára ábyrgð á myndl. • Heyrnartólatengi • Tímarofi 15-120 mín. • 2 Scart-tengi • Tengi fyrir aukahát. NÝR BLACK LINE MYNDLAMPI 28" PHOENIX 8A70 /ft fkfl fk NICAM STEREO... Ö \^UU stgr. Einnig: 29" Nicam stereo m. ísl. textavarpi kr. 79.900 21" m. ísl. textavarpi kr. 39.900 14" m. ísi textavarpi kr. 29.900 Ármúla 38 (Selmúlamegin), 108 Reykjavík Sími 553 1133 • Fax 588 4099

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.