Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1996, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 7. MARS 1996
Spurningin
Hvert ferð þú helst til að
skemmta þér?
Guðmundur Guðmundsson nemi:
Á Glaumbar eða Kofann.
bar eða Tunglið.
Steingrímur Sigurjónsson bygg-
ingafræðingur: Ég fer lítið að
skemmta mér, ég fer út úr bænum í
sumarbústað.
Georg Ragnarsson símvirki: Það
er misjafnt, á Hótel Island og Sögu.
Grétar Sveinsson símvirki: Á Hót-
el ísland, annars fer ég mest lítið.
Harpa Helgadóttir nemi: Oftast á
Sólon eða Kafíibarinn.
Lesendur
Kerfiskarlar ætla
að kæfa málin
- vilja ekki fá hreint borö
Samt hefur núverandi biskup sjálfur beðið um rannsókn, segir m.a. í bréf-
inu.
Kristján Guðmundsson skrifar:
Þeir eru áreiðanlega fleiri en
færri innan íslenska stjórnkerfisins
sem finnst verulega óþægilegt að
kljást við hin svokölluðu „óþægi-
legu“ mál sem upp koma við og við.
Slík mál eru viðloðandi í hverju
þjóðfélagi og þykir ekki tiltökumál
að fást við þau - og leysa jafnóðum.
En það er líka mun ábyrgara stjóm-
kerfi víðast hvar annars staðar en
hér á landi, þar sem meira að segja
stjómarskráin sjálf er svo ófullkom-
in að hún tekur vart til mála ann-
arra en þeirra sem giltu á meðan
við vomm enn undir danskan kóng
seldir.
Tvö mál eru nú komin upp á yfir-
borðið og bæði til verulegs ama í
stjórnkerfinu. Annað er svonefnt
biskupsmál. Hitt Geirfinns- og Guð-
mundarmálið. í biskupsmálinu hafa
menn í kerfinu hrópað það mál í
kaf, hver á eftir öðrum. Allt frá því
að næstsíðasti biskup vísaði málinu
frá sér og þar til bæði ríkissaksókn-
ari og dóms- og kirkjumálaráðherra
eru búnir að lýsa því yfir að málið
sé afít fyrnt og verði því ekki einu
sinni tekið á dagskrá. Samt hefur
núverandi biskup sjálfur beðiö um
rannsókn. En kerfið stendur við
sitt, jafnvel þótt þjóðin óski eindreg-
ið afsagnar biskups á meðan rann-
sókn stendur yfir.
í Geirfinns- og Guðmundarmál-
inu hefur gengið á ýmsu eftir að
einn hinna dæmdu fór þess á leit að
málið yrði tekið upp á ný. Eftir að
tveir aðrir fyrrum sakborningar
komu svo fram með nýjar játningar
mun kerilð líklegast kosta kapps
um að kæfa það mál endanlega. Ef
ekki með þegjandi þögninni þá með
því að láta málið i hendur lögmanni
sem á að afla nýrra „gagna“ eins og
það er kaUað - tU þess að hægt sé að
meta hvort málið skuli taka upp að
nýju! Auðvitað hrein sýndar-
mennska og engum tfí framdráttar
nema þeim lögmanni sem mun nú
gerast gagnagrúskari á vegum ríkis-
ins.
Biskupsmálið og Guðmundar- og
Geirfinnsmálið eru þau tvö mál sem
þjóðin vill fá úr skorið, hvort sem
einhverjum yfirmönnum í kerfinu
kemur það betur eða verr. Það er
ekki laust við að almenning sé farið
að gruna það versta. Að fullkomin
rannsókn leiði annað og meira í
ljós; spiUingu og jafnvel gjörspUl-
ingu. Málið á því ekki heima í um-
ræðunni. Ekki svona mál! Þetta eru
mál sem erfitt er að ræða og enn
verra að taka á. Kerfiskarlarnir
vilja nefnUega umfram aUt ekki fá
hreint borð.
Hvar eiga íslendingar innhlaup?
Ásgeir Ásgeirsson skrifar:
Fyrir stuttu greip ég niður í svo-
kaUaðan „leiðara“ í Helgarpóstin-
um, sem ég les nú rétt með höppum
og glöppum þegar ég sé hann. Þessi
skrif ritstjórans slógu mig í augna-
hlikinu, þar sem ég sat á Kaffivagn-
inum og beið eftir manni. Mig
minnir að yfirskriftin hafi verið
„BjúgverpiU heimtufrekjunnar". Ég
las aldrei nema hluta textans, ætl-
aði að gera það síðar en það fórst
fyrir.
Þessi skrif komu mér svo í hug
núna þegar maður heyrir fréttir af
því að við séum meira og minna að
missa öU tök á samningum við er-
lendar þjóðir um lögsögu á fiski-
stofnum sem við þó eigum fuUan
rétt á. Þetta hefur aUt farið á verri
veg á síðustu áratugum. Allt frá því
við áttum feiknagott lið samninga-
manna með Hans G. Andersen í far-
arbroddi og hvern sjávarútvegsráð-
herrann öðrum skeleggari, t.d. Lúð-
vík heitinn Jósefsson og aðra, bæði
á undan honum og á eftir. Og svo
eitilharða en um leið lagna embætt-
ismenn sem skipuðu stöður í ráð-
herragengi sjávarútvegsráðuneytis
og Hafrannsóknastofnun.
Nú síðast les maður um að meira
að segja Færeyingar eru að ásaka
ísland um brot á samningum um
ákvæði í kvótalögum! Nú þekki ég
ekki gjörla innviði þessa sérstaka
máls en mér finnst sem við íslend-
ingr eigum sífeUt minni og minni
samúð vegna smæðar okkar og tak-
markaðs lífsviðurværis, sjávarafl-
ans. Innhlaup okkar meðal þjóða
virðist hverfandi. Það er því af sem
áður var.
Ég kenni þetta vanhæfni stjórn-
enda okkar í seinni tíð. Einnig ó-
sanngirninni, kröfuhörkunni og
gírugheitunum eins og þetta var svo
hnyttilega en hroðalega orðað i
áður ívitnuðum leiðaraskrifum.
Hvaða einkaskólar „mega missa sín“?
Miðbæjarskólinn í Reykjavík.
Anna Gunnarsdóttir skrifar:
Ég hlusta stundum á umræður
frá borgarstjórn, á Aðalstöðinni.
Nýlega var þar fjaUað um Miðbæj-
arskólann og hugmyndir um að
breyta honum í skrifstofuhúsnæði
fyrir Fræðslumiðstöð.
Þá heyrði ég m.a. Sigrúnu Magn-
úsdóttur, formann skólamálaráðs,
tala um einkaskóla og að þeir væru
misjafnir og sumir þeirra „mættu
missa sín“. Þrátt fyrir að sjálfstæð-
ismennimir spyrðu hana ítrekað
hvaða skóla hún væri að tala um
svaraði hún engu um við hvað hún
ætti. Ég er hissa á að engir frétta-
menn skuli hafa tekið þetta upp.
Er þaö ekki frétt þegar formaður
skólamálaráðs telur að skóli sé svo
lélegur að hann megi missa sín!
Tveir einkaskólar, Tjarnarskól-
inn og Miðskólinn, munu hafa að-
stööu í húsnæði Miðbæjarskólans
og verða þeir því væntanlega að
víkja fyrir nýju skrifstofunum.
Getur verið að það sé ekki bara
verið að eyðileggja eitt elsta skóla-
húsnæðið í borginni heldur eigi lika
að sjá til þess að einkaskólar, sem
hafa starfað eftir því sem mér hefur
heyrst við miklar vinsældir, verði
að hætta starfsemi sinni.
Launalaus júní
Gísli Baldvinsson skrifar:
Ef ætlun fjármálaráöherra
nær fram að ganga mætti hugsa
sér eftirfarandi feril:
Lög um réttindi og skyldur
opinberra starfsmanna verða
samþykkt á þingi fyrir maílok og
staðfest af forseta. Þar á meðal
ákvæði um að föst laun skuli
gi-eidd eftir á. Það þýðir m.ö.o.
að þegar launþegi hins opinbera
ætlar að sækja laun sín fyrir
júní, í byrjun mánaðarins, kem-
ur hann að tómum kofanum
(reikningi). Júnílaun verða sem
sé greidd fyrsta dag júlímánaðar.
I raun þýðir þetta að ef gert er
ráð fyrir að opinberir starfs-
menn, sem fá 'greidd laun eftir
þessu fyrirkomulagi, séu um 15
þúsund og meðaltal þeirra um
100 þús. kr. þá „sparar" ríkis-
sjóður sér 1,5 milljarð í þeim
mánuði. - En launþegarnir
munu að öllum líkindum þurfa
að bjarga sér með lánum sem
munu kosta um 100 milljónir i
vexti og lánskostnað. - Getur
þetta gengið?
Næsti forseti
íslands
Sigurður skrifar:
Líklegast er að forsetakjör
veröi á milli þeirra Ólafs Ragn-
ars Grimssonar og Davíðs Odds-
sonar sem báðir njóta virðingar
almennings. Kosið verður á milli
hægri og vinstri sinnaðs forseta
og kosningamaskínur flokkanna
notaðar óspart. Ef Davíð gerir
Halldór Ásgrímsson að forsætis-
ráðherra fær hann Framsóknar-
flokkinn eins og hann leggur sig
og vinnur. - Niðurstaðan? Al-
menningur hefur ekkert með
málið að gera.
Sífelldur
körfubolti
Auður Jónsdóttir skrifar:
Ég verð að fá að svara honum
Jakobi sem lýsti í lesendabréfi
eftir meiri körfubolta. - Heyrðu
nú, elsku karlinn minn. Ertu að
reyna að segja okkur að það séu
fá skipti sem körfubolti er á
skjánum? Hafir þú ekki tekið eft-
ir því að það er næstum daglega
sýnt eitthvað úr körfubolta. Það
sama er ekki hægt að segja um
aðrar íþróttagreinar eins og fim-
leika, þolfimi, dans o.fl., sem fólk
úti á landi hlýtur að hafa áhuga
á að sjá líka. Ég er ekki eingöngu
að tala um beinar NBA útsend-
ingar heldur körfubolta almennt.
En hvernig væri að þú keyptir
bara gervihnattadisk til að geta
horft á körfuboltann þinn í friði?
Fagna hvarfi
Radíusbræðra
Eysteinn hringdi:
Ég fagna mjög röggsemi dag-
skrárstjóra Dagsljóss að hindra
þá Radíusbræður í að sýna sor-
ann i þætti sínum. En þar ætl-.
uðu þeir að lauma að ofbeldis-
senum með leikinni aðfor að
heilbrigðisráðherra. Af sora og
ofbeldi erum við búin að fá upp í
háls, eins og sagt er. Og sömu-
leiðis þeim Radíusbræðrum sem
aldrei voru fyndnir hvort eð var,
eintóm uppgerð og ofleikur. Ég
veit að margir fagna hvarfi
þeirra „Radíusbræðra".
Enginn stjórn-
málamaður
Oddur skrifar:
Maður trúir því varla að
menn séu enn að gæla við þá
hugmynd að stjórnmálamaður
verði kosinn forseti. Það er bor-
in von enn sem komið er a.m.k.,
og svo hitt, að langflestir vilja
halda embættinu i höndum konu
úr því svo vel tókst til með nú-
verandi forseta. Óliklegt er að
nokkum fýsi að etja kappi við
frambærilegan kvenframbjóð-
anda til forseta.