Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1996, Blaðsíða 28
j^|| Vinningstölur miðvikudaginn 6.3/96
Vinnlngar Fjöldi vlnninga Vinnlngsupphxd
l.tcft ,1 80.660.000
l.lafi 484.880
3. lafl i 380.980
4.4aft 300 2.020
5. 3 af 6 ' v'1.174 220
Miðvikudagur
6.3/96
Heildarvinningsubphxd
___________________82.390.140
@(7)@jg)
Á Islandi
1.730.140
132
FRETTASKOTID
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálst,óháð dagblað
FIMMTUDAGUR 7. MARS 1996
Við árásarstaðinn í Vogunum þar
sem skjalatösku með peningum var
stolið af manni. DV-mynd S
Árásarmaöur handtekinn:
Réðst á
mann og stal
skjalatósku
Lögreglan handtók á miðnætti
árásarmann á veitingastaðnum
Keisaranum. Hinn handtekni hafði
fyrr um daginn ráðist á mann við
,>__heimili hans í Vogunum og hrifsað
af honum skjalatösku með pening-
um í.
Að sögn lögreglu kannaðist sá
sem fyrir árásinni varð við árás-
armanninn, sem er góðkunningi
lögreglunnar, og gat þvi gefið grein-
argóða lýsingu á honum. Telur lög-
reglan ekki ólíklegt að um einhvers
konar uppgjör hafi verið að ræða
milli mannanna.
Árásarmaðurinn hafði í morgun
ekki greint frá því hvar skjalatösk-
una með peningunum væri að
— finna. -IBS
656 milljóna
gróði Flugleiða
Flugleiðir högnuðust um 656
milljónir króna á síðasta ári, sam-
anborið við 624 milljónir árið áður.
Afkoma félagsins hefur ekki verið
betri síðan 1988. Veltan á síðasta ári
var tæpir 16 milljarðar og jókst um
8 prósent. Góð afkoma er einkum
vegna söluhagnaðar af Boeing-þotu.
-þjb
Skákmótið:
Hannes
stöðvaði
Norðmanninn
Hannes Hlífar stöðvaði sig-
urgöngu norska stórmeistarans Ag-
destein í 5. umferð Reykjavíkur-
mótsins í gærkvöldi. Hannes stýrði
svörtu mönnunum og hélt jöfnu.
Tisdall sigraði Djurhuus og er efst-
ur ásamt Agdestein með 454 v. Hann-
es, Nikkolic og Helgi Áss, sem sigr-
aði enska stórmeistarann Conquest
glæsilega, hafa 4 v. íslensku stór-
meistararnir Margeir, Jóhann og
Þröstur sigruðu þrjá landa sína og
>w Helgi gerði jafntefli við Rozentalis.
Þeir hafa 3V2 v. ásamt mörgum öðr-
um. Umferðin í gær var því góð hjá
íslensku stórmeisturunum.
HVAÐ ER EIGINLEGA
KENNT í ÞESSARI
G UÐFRÆPIDEILD?
Vertíðarbátarnir að verða búnir með kvótann:
Menn farnir að
henda þorski í
stórum stíl
þetta vita allir en enginn játar, sagði sunnlenskur skipstjóri
„Það vita allir sjómenn að far-
ið er að henda þorski í sjóinn í
stórum stil. Þetta er auðvitað sak-
næmt og því færð þú engan til að
koma fram undir nafni og játa
þetta á sig,“ sagði sunnlenskur
skipstjóri á dæmigerðum vertíð-
arbáti i samtali við DV.
Hann sagði að á svo einstakri
vetrarvertíð eins og þeirri sem nú
stendur yfir, gæftir og mokfiskirí
upp á hvern dag, væru margir
bátar búnir með kvótann eða
væru á síðustu tonnunum.
„í mokfiskirii hirða menn bara
stærsta þorskinn því fyrir hann
fæst miklu hærra verð en þann
minni. Og svo eru þeir sem eru
búnir með kvóta en eru að veiða
ýsu eða ufsa en fá þorsk með. Þeir
mega ekki hirða hann án þess að
fá sektir. Menn sem leigt hafa sér
kvóta og greiða í leigu 97 eða 98
krónur fyrir kílóið og fá svo ef til
vill um eða innan við 100 krónur
fyrir kUóið í landi hirða auðvitað
bara stærsta þorskinn. Fyrir
þorsk sem er 8 kUó eða meira fást
130 tU 140 krónur fyrir kUóið og
því ekki nema eðlilegt áð menn
freistist tU að hirða bara stóra
fiskinn þegar nóg er af honum. Og
það er alveg það sama hjá togur-
unum. Þeir henda nú öllum
smærri þorski, hvað þá undir-
málsfiski,“ sagði skipstjórinn.
Hann sagðist viðurkenna að sér
liði iUa vegna þessa máls og fleiri
sjómönnum liði ekki vel vegna
þessa. Það væri allt annað en
gaman að þurfa að gera sig að
sakamanni tU að komast af í stað
þess að mega að koma með fisk-
inn að landi. Ekkert þætti sjó-
mönnum verra en að mega ekki
hirða þann afla sem þeir veiddu.
-S.dór
Stunginn
þrisvar í
bak og læri
Þrítugur maður var stunginn
þrisvar með hnífi í átökum sem
komu upp í samkvæmi í vesturbæn-
um. Einn maður hefur verið úr-
skurðaður í 45 daga gæsluvarðhald
vegna málsins en teimur öðrum hef-
ur verið sleppt eftir stutt varðhald.
Atburðir þessir urðu 11. febrúar.
Þrír menn komu óboðnir í sam-
kvæmið og upphófust átök milli
þeirra og manna sem voru fyrir.
Sumir gestanna munu þó hafa snú-
ist í lið með óboðnu gestunum.
Einn aðkomumannanna brá hnífi
og stakk einn þeirra sem fyrir var
tvisvar í bakið og einu sinni í lærið.
Ein stungan gekk á hol og fór hnífur-
inn inn í nýra. Fleiri munu hafa hlot-
ið sár í átökunum en ekki alvarleg.
Allir hurfu aðkomumennirnir á
braut en tveir þeirra náðust
skömmu síðar. Þriðji maðurinn
náðist loks 23. febrúar og var þá
þegar úrskurðaður í gæsluvarðhald
til 7. apríl. Hann er 25 ára gamall.
Stungumál þetta þykir það alvar-
legt að maðurinn verður væntan-
lega í haldi þar til dómur gengur.
Rannsókn málsins er enn ekki að
fullu lokið og vinnur rannsóknar-
lögreglan að því. -GK
Kirkjumálin:
Biskup ákvað
að víkja sæti í
Langholtsdeilu
- hann er of tengdur málinu, segir séra Flóki
„í greinargerðinni til biskups
setti lögfræðingur minn fram þá
kröfu að hann viki í þessu máli því
hann væri blandaður í málið og of
Eldur gaus skyndilega upp á sjötta tímanum í gær í fólksbíl sem lagt hafði ver-
ið fyrir utan Suðurlandsbraut 4. Lögregla kom fijótt á staðinn og var búin að
slökkva eldinn að mestu leyti með dufttækjum er slökkviliðið kom. Bíllinn
skemmdist töluvert. í morgun var enn óljóst um eldsupptök. DV-mynd S
tengdur málinu í langan tíma vegna
afskipta sinna. í þessu bréfi, sem ég
fékk í gærkvöld, afneitar biskup því
en segir að hann hafi ákveðið að
stíga til hliðar vegna þess að ég hafi
kvartað til siðanefndar vegna um-
mæla sinna. Það er í raun það sama,
persónuleg afskipti hans af málinu
valda því að hann leggur það frá
sér,“ segir séra Flóki Kristinsson,
sóknarprestur í Langholtskirkju.
Biskup Islands, herra Ólafur
Skúlason, tilkynnti séra Flóka í
gærkvöld að hann viki sæti í Lang-
holtskirkjudeilunni og beindi því til
kirkjumálaráðherra að tilnefna
annan til að úrskurða í málinu.
Aður hafði séra Flóki kvartað til
siðanefndar presta yfir ummælum
biskups um að ásakanir um kyn-
ferðislega áreitni væru runnar und-
an rifjum séra Flóka og konur, sem
ásakað hefðu biskup, væru skjól-
stæðingar séra Flóka.
DV barst í gær yfirlýsing frá
bróður konu, sem sakað hefur bisk-
up um kynferðislega áreitni. Bróðir-
inn segist vera fullkomlega sann-
færður um að frásögn systur sinnar
sé með öllu tilhæfulaus og telur frá-
leitt að sér hefði ekki borist til
eyrna ávæningur af þeim atburðum
sem hún hefur vitnað til.
I yfirlýsingu frá Sigrúnu Pálínu
Ingvarsdóttur segir að aðdróttanir
um að séra Flóki standi á bak við
ásakanir á hendur biskupi séu sið-
lausar og ósannar. -GHS
L O K I
Veðriö á morgun:
Hvöss
sunnanátt
Á morgun verður hvöss
sunnanátt og rigning víða um
land fram eftir degi en síðdegis
fer smám saman að lægja.
Hiti 4 til 10 stig.
Veðrið í dag
er á bls. 36
Hlaðborð í hádeginu
NSK
KÚLULEGUR
Powlsen
Suðurlandsbraut 10. S. 568 6499