Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1996, Blaðsíða 15
14 FIMMTUDAGUR 7. MARS 1996 FIMMTUDAGUR 7. MARS 1996 27 Iþróttir Iþróttir Milosevic á skotskónum Aston Villa sigraöi Sheffield Wednesday, 3-2, í ensku úrvals- deildinni í gærkvöldi. Milosevic gerði tvö af mörkum Villa en hann hafði ekki skoraði í 13 leikjum á undan. Andy Town- send það þriðja. Blinker skoraði bæði mörk Wednesday. Leeds sigraði Q.P.R. á útivelli, 1-2. Kevin Gallen skoraði mark Q.P.R. en Anthony Yeboah bæði mörk Leeds United. -JKS Seizinger meistari Heidi Zurbriggen frá Sviss sigraði í bruni í heimsbikar- keppni kvenna á skíðum í Lil- lehammer í Noregi í gær. Isolde Kostner frá Ítalíu varð önnur og Katja Seizinger, Þýska- landi, þriðja og þar með tryggði hún sér sigur í heimsbikar- keppninni í samanlögðum grein- um. Heimasigur hjá Kjus Heimamaðurinn Lasse Kjus sigraði í bruni karla á sama stað og er nú skammt frá því að tryggja sér sigur í heildarstiga- keppni heimsbikarsins. Arnar af stað Arnar Gunnlaugsson, knatt- spyrnumaður hjá Sochaux í Frakklandi, er farinn að æfa að nýju eftir meiðsli sem hrjáð hafa hann. Sochaux er í 9. sæti i frönsku 2. deildinni. Venison í bann Barry Venison, einn besti leik- maður Southampton í ensku knattspymunni, var í gær úr- skurðaður í leikbann vegna fjölda refsistiga. Hann mun því missa af leik Southampton gegn Manchester United í 8 liða úrslitum bikar- keppninnar á mánudaginn. Konurnar eftir viku Úrslitakeppnin í 1. deild kvenna í handknattleik hefst næsta fimmtudag. Þá leika í 8- liða úrslitunum Stjarnan-Valur og ÍBV-Víkingur og kvöldið eftir mætast Fram-KR og Hauk- ar-Fylkir. Kirsten á leið í Celtic Mjög líklegt er talið að Ulf Kirsten hjá Bayer Leverkusen skrifl undir samning á næstu dögum við skoska liðið Glasgow Celtic. Fiorentina og Rangers hafa verið á höttunum eftir Kirsten en hann vill helst fara til Celtic þar sem fyrir er vinur hans og samlandi, Andreas Thom. Aftureld.-Selfoss (13-14) 28-27 2-2,4-4, 8-4,11-6,11-12 (13-14), 16-16, 23-18, 27-20, 27-26, 28-26, 28-27. Mörk Aftureldingan Jóhann Samú- elsson 7, Bjarki Sigurösson 6, Ingimund- ur Helgason 4/2, Páll Þórólfsson 4, Róbert Sighvatsson 3, Alexei Trúfan 3, Þorkell Guðbrandsson 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsv. 15. Mörk Sellöss: Vaidimar Grímsson 10/5, Einar G. Sigurðsson 5, Siguxjón Bjamason 4 Björgvin Rúnarsson 4, Hjörtur Leví Pét- ursson 3, Erlingur Klemenzson 1/1. Varin skofc Gísli Felix Bjamason 12, Hallgrímur Jónasson 3. Brottvísanin Afturelding 6 min., Sel- foss 2 mín. Dóinarar: Guöjón Sigurðsson og Há- kon Sigurjónsson, sluppu þokkalega. Áhorfendur: Um 300. Maður leiksins: Jóhann Samúels- son, Aftureldingu. IBV hélt sætinu DV, Vestmannaeyjum: IBV tókst að halda sæti sínu í 1. deild með frækilegum sigri á deildarmeisturum KA, 28-26, í Eyjum í gærkvöldi. Tveir sigur- vegarar stóðu uppi eftir leikinn því Erlingur Kristjánsson, fyrirliði KA, tók við deildar- bikarnum eftir leikinn. ÍBV varð fyrir miklu áfalli þegar Gunnar Berg Viktorsson meiddist undir lok fyrri hálf- leiks en hinn 17 ára gamli Sigurður Bragason tók stöðu hans og átti mjög góðan leik. Alfreð Gíslason setti varalið KA inn á í seinni hálf- leik en byrjunarliðið kom aftur inn á þegar staðan var 22-20 fyrir ÍBV. Það var of seint, þrátt fyrir fimm mörk í röð fr á Duranona fóru Eyjapeyjar á kostum, léku í raun langt yfir getu og sigruðu örugglega. Eyjamenn sýndu og sönnuðu að þeir gefast aldrei upp, sérstaklega þegar um líf og dauða er að tefla. Sigmar Þröstur fór enn einu sinni á kostum í markinu og Amar Pétursson og Svavar Vignisson áttu stórkostlegan leik í sókninni. „Ég er ánægður með að við skyldum halda sætinu. Við höfum verið óheppnir með meiðsli í vetur og okkur var spáð falli en okk- ur tókst að klára þetta af eigin rammleik," sagði Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari ÍBV. „Ég leyfði ungu strákunum að spreyta sig í kvöld, enda fer erfið úrslitakeppni í hönd, en ungu Eyjapeyjamir vom bara betri. Aðalliðið fór inn á í jafnri stöðu en Sigmar Þröstur reyndist okkar banabiti og það ekki í fyrsta skipti,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA. -ÞoGu Ævintýralegt sigurmark gegn Val var Víkingum ekki nóg: „Gerum vonandi það sama og Skaginn" Víkingar fallnir eftir 27 ára dvöl í 1. deildinni Víkingar fógnuðu ekki lengi eft- ir ævintýralegt sigurmark Rúnars Sigtryggssonar gegn Val í Víkinni í gærkvöldi. Rúnar skoraði beint úr aukakasti eftir að leiktímanum lauk, 24-23. Gleði Víkinga breyttist strax í sorg því þeir fengu þær fféttir að iBV hefði sigrað KA og þeir væm þar með fallnir eftir 27 ára samfellda dvöl í 1. deild. Víkingar sýndu gífurlegan bar- áttuvilja gegn áhugalitlum Vals- mönnum sem voru aldrei með sitt sterkasta lið inn á. Þeir léku vörn- ina með tveimur mönnum langt úti á velli og lömuðu með þvi sókn Valsara á löngum köflum. Vals- menn sýndu smáneista á lokakafl- anum en hefðu aldrei verðskuldað stigið sem virtist í höfin. „Við töpuðum þessu ekki núna á lokasprettinum, það voru grátleg töp fyrr í vetur sem felldu okkur ásamt ótrúlegri óheppni í meiðsl- um og fleiru. Auðvitað átti maður von á að KA myndi vinna í Eyjum en vissi að það gat allt gerst. Én ég vona bara að félaginu takist að nota dvölina í 2. deild til að byggja upp að nýju, hrista upp í öllu, inn- an vallar sem utan, og aö við kom- um sterkir upp í 1. deildina aftur, eins og Skaginn gerði í fótboltan- um,“ sagði Árni Friðleifsson, Vík- ingur, við DV eftir leikinn. -VS Eldri kynslóðin sem man tímana tvenna Þrír gamalkunnir Víkingar sem fögnuðu mörgum titlum á sínum tíma horfa á félagið sitt nálgast 2. deildina á lokamínútunum gegn Val f gærkvöldi, Árni Indriðason þjálf- ari, Páll Björgvinsson liðsstjóri og svo hinn gamalkunni Steinar Birg- isson sem tók fram skóna eftir langt hlé og lék með Víkingum í gær- kvöldi. Staðan í Eyjum hafði borist á varamannabekk Vfkinga áður en leiknum lauk. Á minni myndinni er Rúnar Sigtryggsson sem gat ekki fagnað lengi eftir hið glæsilega sig- urmark sitt í lokin og Valsmaðurinn Valgarð Thoroddsen reynir að hug- hreysta hann. DV-myndir Brynjar Gauti Lokastaðan Lokastaðan í Nissandeildinni í handknattleik eftir leiki 22. umferðar í gærkvöldi: KA 22 18 2 2 612-552 38 Valur 22 16 3 3 58M86 35 Stjarnan 22 12 4 6 568-522 28 Haukar 22 12 3 7 564-520 27 FH 22 10 4 8 570-546 24 Afturelding 22 10 3 9 533-525 23 Grótta 22 8 4 10 526-534 20 Selfoss 22 9 1 12 529-583 19 IR 22 8 1 13 477-508 17 ÍBV 22 6 3 13 502-551 15 Víkingur 22 6 1 15 489-519 13 KR 22 2 1 19 521-644 5 Haukar-FH á laugardag Strax á laugardaginn heíjast 8 liða úrslit deildarinnar en þá mætast Haukar og FH í Hafnar- firði. KA og Selfoss leika á Akur- eyri á sunnudagskvöldið og á mánudagskvöldið mætast Valur og Grótta að Hlíðarenda og Stjaman og Afturelding í Garða- bæ. Seinni leikir liðanna verða síðan á þriðjudag og miðvikudag og síðan verða oddaleikir á fimmtudag og fóstudag ef með þarf. Gunnar ekki meira með Gunnar Andrésson leikur ekki með Aftureldingu í úrslita- keppninni. Gunnar er handar- brotinn og auk þess meiddur í nára og gengst undir aðgerð í dag. Fertugur og frískur Steinar Birgisson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, lék á ný með Víkingum eftir langt hlé í gærkvöldi en hann verður 41 árs í vor. Steinar var mjög grimmur í varnarleiknum og átti tvær glæsisendingar eftir hraðaupphlaup sem gáfu mörk. Víkingar hefðu kannski betur sótt hann niður í 1. flokkinn fyrr. -VS Selfyssingar sluppu - þrátt fyrir tap í Mosfellsbæ, 28-27 „Þetta var bull á köflum en margir góðir punktar voru í þessu. Við slökuðum of snemma á í tvígang eftir að hafa náð góðu forskoti og það er slæmt að missa þetta niður á svona stuttum tima eins og í lokin,“ sagði Einar Þorvarðarson, þjálfari Aftureldingar, eftir leik- inn. En Selfyssingar gerðu sjö mörk á síðustu 5 mín. leiksins gegn einu marki Aftureldingar og þrátt fyrir tapið eru þeir sloppnir í 8 liða úrslitin þar sem ÍR-ingar töpuðu fyrir Haukum. Afturelding lék vörnina framarlega og um helmingur markanna kom úr hraðaupphlaupum eftir mistök í sóknarleik Selfoss. Jóhann Samúelsson og Bjarki Sigurðsson áttu mjög góðan leik en hjá Sel- fossi var Valdimar Grímsson góður ásamt Björgvini Rúnarssyni. -ÞG Otrúlega auðvelt - Stjarnan í 3. sæti eftir sigur á FH, 29-22 Dmitri Filippov var besti maður Stjörn- unnar í gærkvöldi. „Við vorum ákveðnir í að vinna og ná þriðja sætinu í deildinni. Það tókst og mér fannst þetta ganga vel hjá okkur. Mér líst vel á að mæta Aftureldingu, við höfum ekki unnið þá í vetur svo það er kominn tími til að taka þá,“ sagði Magnús Sigurðsson, leikmaður Stjörn- unnar, eftir stórsigur liðsins gegn FH, 29-22, í Garðabæ í gærkvöldi. Sigur Stjörnunnar var ótrúlega auðveldur og FH-ingar virtust ekki taka leikinn mjög alvar- lega, sérstaklega þegar það fréttist að Haukar væru að vinna ÍR. Nú er ljóst að FH-ingar mæta Haukum og virtust FH-ingar mjög ánægðir með það. „Það verður mjög gaman að mæta Hauk- um og ég held að það verði skemmtilegt fyrir Hafnarfjörð," sagði Guðjón Árnason, fyrirliði FH, eftir leikinn. Stjörnumenn léku vel með Dmitri Filippov sem besta mann. Sigurður Sveinsson var best- ur í frekar slöku og áhugalausu liði FH. -RR Ólafur líklega til Wuppertal Allt bendir til þess að Ólafur Stef- ánsson, landsliðsmaður í handknatt- leik úr Val, skrifi fljótlega undir tveggja ára samning við þýska félag- ið Wuppertal. Ólafúr er með tilboð frá félaginu í höndunum og fulltrúi þaðan er væntanlegur til landsins í dag til frekari viðræðna. „Já, ég er mjög heitur fyrir því að fara. Mig langar að breyta til og það er greinilegt að Wuppertal ætl- ar sér stóra hluti og stefnir á 1. deildina og það yrði gaman að spila með liðinu þar seinna árið en ég reikna með því að skrifa undir tveggja ára samning. Það er allt i lagi að byrja í 2. deildinni, það er ekki mikill munur á henni og þeirri fyrstu I Þýskalandi," sagði Ólafur við DV í gærkvöldi. Wuppertal er nýtt lið sem í raun verður stofnaö eftir þetta tímabil úr tveimur 2. deildar liðum frá sömu borg, SWWuppertal og LWWupper- tal. Dagur Sigurðsson, félagi Ólafs úr Val og landsliðinu, hefur einnig verið orðaður við brottför frá Val fyrir næsta tímabil. „Ég stefhi vissulega að því að komast út en það hefur ekkert gerst í því máli enn þá. Það var svissneskt lið í myndinni síðasta vor en þaö hefúr ekkert framhald orðið á því,“ sagði Dagur við DV í gærkvöldi. -SK/VS Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu: Ajax með góða stöðu Real Madrid lagði Juventus Meistaradeild Evrópu í knatt- spyrnu hófst að nýju eftir hlé í gærkvöldi en nú eru átta'lið eftir í keppninni. Um var að ræða fyrri viðureignir liðanna en þær síðari verða eftir hálfan mánuð. Athygli vakti sigur Real Ma- drid á Juventus, 1-0, en spænska liðið lék oft vel í leiknum. Það var Raul Conzalez sem gerði eina markið á 21. mínútu. Evrópumeistarar Ajax standa með pálmann í höndunum eftir góðan útisigur, 0-2, í Dortmund. Edgar Davids skoraði fyrra mark- ið á 8. mínútu og Patrick Kluivert það siðara á 83. mínútu. Matthias Sammaer hjá Dortmund fékk að sjá rauða spjaldið í síðari hálf- leik. Nantes átti ekki í neinum erfið- leikum með Spartak Moskvu en liðið hefur séð á eftir nokkrum lykflmönnum til liöa á megin- landinu á síðustu mánuðum. Jap- het N’Doram og Nicolas Ouedec skoruðu mörk Nantes. í Varsjá gerðu heimamenn í Legía markalaust jafntefli við gríska liðið Panathinaikos. -JKS Yfirburöir hjá Fram og HK Úrslitakeppni 2. defldar í handknatt- leik karla hófst í gærkvöldi. Fram vann Breiðablik, 35-16, í Framhúsinu eftir að staðan í hálfleik var 20-5. Jón Þórir Jónsson og Oleg Titov skoruðu 7 mörk hvor fyrir Fram. Bragi Jónsson skoraði 7 mörk fyrir Breiðablik. HK vann stórsigur á ÍH, 32-15, en hálf- leikstölur voru 17-5. Sigurður Sveinsson skoraði 9 mörk fyrir HK og Óskar Elvar Óskarsson 7. Ólafiir Thordarsen og Ólafúr Magnússon skoruðu 7 mörk hvor fyrir ÍH. Þór sigraði Fylki, 16-14, á Akureyri. Fylkir hafði forystu í hálfleik, 6-8. Sæv- ar Ámason gerði 10 mörk fyrir Þór. Hjábnar VOhjálmsson skoraði 4 mörk fyrir Fylki. -JKS „I úrslitakeppninni reynir virkilega á mannskapinn" - 8 liða úrslit í körfuboltanum heQast í kvöld Úrslitakeppni átta efstu liða um íslandsmeistaratitOinn í körfu- knattleik hefst í kvöld með tveimur leikjum. íslandsmeistarar Njarðvík- inga fá Tindastól í heimsókn og bik- armeistarar Hauka taka á móti ÍR- ingum. Annað kvöld sækir SkaOa- grimur Grindavík heim og Keflavík leikur á heimaveOi gegn KR. Liðin eigast svo aftur við á laugardag og sunnudag en tvo sigurleiki þarf tO að komast í undanúrslitin. DV sló á þráðinn til Reynis Kristjánssonar, þjálfara Hauka, og bað hann að spá í leikina. „Mér líst vel á þetta fyrir okkar hönd. Ég vil samt ekki segja að leik- irnir gegn ÍR verði eitthvað auð- veldir. Þeir sýndu það í Njarðvík að þeir geta strítt öUum liðum. ÍR er með mjög gott 5 manna lið og við þurfum að spila vel til að vinna þá. Leikirnir í úrslitakeppninni eru af aUt öðru tagi og þá reynir virkUega á mannskapinn. AUir mínir menn eru heUir og ég held að þeir séu vel innstUltir á úrslitakeppnina," sagði Reynir. að fara að tapa fyrir Borgnesingum. Lítill stöðugleiki hefur verið hjá SkaUagrími og þeir hafa ekki einu sinni náð góðri útkomu á sínum frá- bæra heimaveUi." Keflavík-KR Njarðvík-Tindastóll „Ég hef ekki trú á öðru en að Njarðvík vinni þetta. Með góðum leik á heimaveUi gæti TindastóU velgt meisturunum vel undir ugg- um en ég held að Njarðvíkingar hafi þetta.“ Grindavík-Skallagrímur „Grindvíkingar vinna þessa viðureign. Þeir eru aUt of sterkir til „Ég held að aUt geti gerst í þess- um leikjum. Keflvíkingar hafa ekki náð sér á strik í vetur og ég er ekki farinn að sjá þá rífa sig neitt upp. Ég spái því að Keflvíkingar verði í miklu „strögli" í þessum leikjum. Þessi skipti hjá þeim á útlendingum hafa ekki skilað sér og KR-ingarnir hafa verið í sókn að undanfornu en það sem mun skipta sköpum fyrir þá er að Jontahan Bow nái sér á strik“. -GH Víkingur-Valur (12-12) 24-23 0-1, 2-1, 2-4, 44, 5-7, 10-7, 11-10 (12-12), 15-12, 16-16, 18-17, 18-19, 19-20, 22-20,22-22,23-22,23-23, 24-23. Mörk Víkings: Knútur Sigurðsson 6/3, Birgir Sigurðsson 5, Ámi Friðleifs- son 5, Rúnar Sigtryggsson 4, Guðmund- ur Pálsson 2, Hjörtur Amarson 2, Frið- leifúr Friðleifsson 1. Varin skot: Hlynur Morthens 12. Mörk Vals: Dagur Sigurðsson 5/3, Ein- ar Jónsson 3, Sigfús Sigurðsson 3, Ólafúr Stefansson 3, Vaigarö Thoroddsen 3, Skúli Gunnsteinsson 2, Jón Kristjánsson 2, Ari Allansson 1, Davíð Ólafsson 1. Varin skofc Guðm. Hrafiikelsson 10/1. Brottvisanir: Vík. 4 mín., Valur 4 mín. Dómarar Rögnvald Erlingsson og Þor- iákur Kjartansson, sæmilegir en ósamstiDtir. Áhorfendun Um 400. Maöur leiksins: Birgir Sigurðsson, Vlkingi. IBV-KA (11-12) 28-26 0-3, 3-4, 4-7, 7-7, 8-10, 10-10 (11-12), 11-13, 14-14, 15-18, 17-18, 22-20, 24-21, 25-23, 26-24, 28-25, 28-26. Möik ÍBV: Amar Pétursson 10/1, Svav- ar Vignisson 8, Haraldur Hannesson 3, Ev- geni Dudkin 3/3, Amar Richardsson 2, Dav- ið Haiigrímsson 1, Gunnar Viktorsson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur.19/1. Mörk KA: Björgvin Björgvinsson 6, Julian Duranona 6/1, Heimir Haralds- son 4, Jóhann G. Jóhannsson 3, Patrek- ur Jóhannesson 3, Heiðmar Felixson 2, Sverrir Bjömsson 1, Atli Samúelsson 1. Varin skot: Guðmundur A. Jónsson 7, Bjöm Bjömsson 10/1. Brottvísanir: KA 6 mín. Dómarar: Egill Már og Öm Mark- ússynir, mjög sprækir. Áhorfendur: 605. Maður leiksins: Sigmar Þröstur Óskarsson, ÍBV. Stjarnan-FH (15-12) 29-22 2-1, 4-2, 4-5, 6-8, 8-10, 12-10 (15-12)., 18-13,19-16, 22-18, 25-20, 29-22. Mörk Stjömunnan Dmitri Filippov 8/4, Magnús Sigurðsson 5, Viðar Eriingsson 5, Konráð Olavsson 5, Jón Þórðarson 2, Sig- urður Bjamason 2, Leon Pétursson 1. Varin skofc Ingvar Ragnarsson 9, Axel Stefansson 2/1. Mörk FH: Sigurður Sveinsson 5/2, Siguijón Sigurðsson 4, Hans Guðmunds- son 4/2, Guðjón Ámason 3, Gunnar Bein- teinsson 3, Háifdán Þórðarson 1, Sturla Egilsson 1, Stefán Guðmundsson 1. Varin skofc Magnús Ámason 8/2, Rúnar Stefánsson 6. Brottvfsanir: Sfjaman 6 mín., FH 4 min. Dómaran Ólafúr Haraidsson og Gunnar Kjartansson, þokkalegir. Áhorfendur: Um 700. Maður leiksins: Dimitri Fiiippov, Grótta-KR (10-13) 22-24 3-0,5-3,7-7,7-9 (10-13), 12-15,13-16, 17-20,18-23, 21-23, 22-24. Mörk Gróttu: Juri Sadovski 7, Dav- íð Gíslason 4, Jón Þórðarson 4, Ólafur Sveinsson 3, Jens Gunnarsson 2, Ró- bert Rafhsson 1, Jón ö. Kristinsson 1. Varin skot: Sigtryggur Albertsson 8, Sigtryggur Dagbjartsson 1. Mörk KR: Hilmar Þórlindsson 9/4, Eiríkur Þorláksson 6, Sigurpáll Ámi Aðalsteinsson 4, Haraldur Þorvarðar- son 2, Björgvin Barðdal 1, Ágúst Jó- hannsson 1, Gylfi Gylfason 1. Varin skot: Hrafh Margeirsson 19. Brottvísanir: Grátta 6 mín., KR 6 min. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Haf- steinn Ingibergsson, ágætir. Áhorfendur: 420. Maður leiksins: Hrafn Margeirs- son, KR. Haukar-IR (12-10) 26-20 0-2, 4-3, 84, 9-7,10-10 (12-10), 13-10 15-12, 19-14, 22-17, 24-19, 26-20. Möik Hauka: Haildór Ingólfsson 8/4, Gústaf Bjamason 8 Óskar Sigurðsson 4, Petr Baumruk 3, Þorkell Magnússon, Ein- ar Gunnarsson 1, Gunnar Gunnar Gunn- arsson 1, Hinrik Bjamason 1. Varin skot Bjami Frostason 18, Bald- ur Guðmundsson 1/1, Möik ÍR: Njörður Ámason 5, Frosti Guðlaugsson 5/3, Guðfinnur Kristmanns- son 4, Magnús Þorðarson 2 Daöi Hafþórs- son 1, Ólafúr Gyliason 1, Einar Einarsson 1, Ragnar Óskarsson 1. Varin skofc Magnús Sigmundsson 13/1. Brottvisanir: Haukar 8. min., ÍR 3 min. Dómaran GunnarViðarssoncgSigur- geir Sveinsson, þokkalegir. Áhorfendun 400. Maður leiksins: Bjarni Frostason, KR kvaddi með sæmd Eftir aö hafa fengið eitt stig í fyrstu 20 leikjum vetrarins luku KR-ingar tímabilinu með sæmd. Þeir fylgdu eftir stórsigrinum á ÍBV með því að vinna granna sína úr Gróttu, 22-24, á Seltjam- arnesi í gærkvöldi og kvöddu því 1. deildina með 5 stig. í fyrri hálfleik átti Hrafn Mar- geirsson stórleik í marki KR og varði þá 14 skot, þar af þrjú víta- köst. Gróttumenn náðu sér aldrei á strik í leiknum gegn bar- áttuglöðum KR-ingum. Auk Hrafns léku Sigurpáll Árni, Eirikur Þorláksson og Hilmar Þórlindsson mjög vel með KR. Hjá Gróttu var Juri Sadvoski góður og Davíð Gísla- son lék vel. -SS „Besti leikur í langan tíma“ sagði Bjarni Frostason „Ég hlakka til að mæta FH-ingum og taka á móti þeim í Strandgötunni. Þetta var besti leikur okkur í langan tíma og vonandi er þetta sgm koma skal,“ sagði Bjarni Frostason, markvörður Hauka, eft- ir sigurinn á ÍR-ingum í gærkvöldi, 26-20. Það sem skildi liðin að var góð mark- varsla Bjarna og sterkur varnarleikur og fyrir vikið höfðu Haukarnir tögl og hagld- ir allan tímann. ÍR-ingar léku illa og það einkum í sókninni. Þá virtist skorta allan vilja til að ná 8. sætinu af Selfyssingum en það hefði verið þeirra með sigri. Auk Bjama í markinu voru Gústaf Bjarnason og Halldór Ingólfsson góðir hjá Haukum. Magnús Sigmundsson og Njörð- ur Árnason voru bestir ÍR-inga. -GH NBA í nótt: Seattle loks stöðvað Washington Bullets stöðvaði í David Robinson meiddist á fingri nótt sigurgöngu Seattle sem hafði í fyrri hálfleik og varð aö fara af unnið 14 leiki í röð. Það var stór- leikvelli en þrátt fyrir það tókst leikur Julians Howards sem SA Spurs að sigra. Vinny Del lagði grunninn að sigri Bullets, Negro kom sterkur upp og skor- Hann skoraði 21 stig, tók 11 frá- aði 29 stig. Will Perdue kom inná köst og átti 7 stoösendingar. Úr- fyrir Robinson og lék mjög vel. slitin i nótt: Hann skoraði 14 stig og tók 10 Boston-LA Clippers....110-97 fráköst. Minor 20, Day 17 - New York tókst aö rétta aðeins Philadelphia-Minnesota .. 90-103 úr kútnum eftir slakt gengi að - Rieder 29, Lang 20. undanförnu. Hubert Davis fór Washington-Seattle..... 99-88 fyrir liðinu og skoraði 30 stig. Howard 21 - Payton 26, Schrempf 21. Utah Jazz er á góðri siglingu Toronto-New York ...... 82-89 og sigurinn í nótt var sá 19. í síð- Davis 30, Ewing 17 - Wright 18. ustu 23 leikjum. Karl Malone SA Spurs-Denver....... 100-90 skoraði 20 stig og tók 20 fráköst Del Negro 29 - Mutombo 14. og John Stokton setti 19 stig og Utah-Indiana..........101-94 átti 12 stoðsendingar. Malone 24, Hornacek 23 - Miller 16. -GH _L *r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.