Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1996, Blaðsíða 20
32
FIMMTUDAGUR 7. MARS 1996
Sviðsljós
Alec Baldwin hefur ekki áhuga á að
ieikstýra bíómyndum.
Alec Baldwin
með 4 í takinu
Alec Baldwin, eiginmaður Kim
Basinger og nýbakaður faðir, svona
tiltölulega, ætlar ekki að sitja með
hendur i skauti og leika við barnið
sitt næstu mánuðina. Hann skýrði
frá því í vikunni að hann ætlaði að
leika í og framleiða fjórar bíómynd-
ir á komandi misserum. Tökur
fimmtu myndarinnar, þar sem hann
leikur bara, fara senn að hefjast. í
einni myndanna fjögurra leikur
Alex fjölmiðlastjóra sem gefur starf-
ið upp á bátinn þegar hann verður
yfir sig ástfanginn af fátækri konu
frá Puerto Rico.
Teri Hatcher er ekki sérlega hrifin af fyrstu skrefunum í kvikmyndaleik:
Berrössuð í klámmynd
Leikkonan Teri Hatcher, sú sem intýri Súpermanns á Stöð 2, virðist
leikur Lois Lane í þáttunum um æv- eiga heldur vafasama fortíð í starfi
Atriði úr myndinni Cool Surface.
sínu, eins og reyndar fleiri frægar
leikkonur. Áður en Teri var upp-
götvuð og hlaut frægð og frama lék
hún í ódýrri og slappri klámmynd.
Myndin nefnist Cool Surface eða
Svalt yfirborð. Myndin fjallar um
stúlku sem vill komast áfram í
heimi kvikmyndanna og sængar
með áhrifamiklum mönnum til að
ná því takmarki sínu. í myndinni fá
tveir menn að gæla við brjóst henn-
ar, sá þriðji nýtur ásta með henni á
skrifborði og sá fjórði er bundinn
við rúmgaflinn áður en hún lætur
tO skarar skríða.
Myndin þótti svo léleg að hún var
aldrei sýnd í kvikmyndahúsum. En
nú hafa aðilar sem sjá gróðavon í
frægð Teri og frama dustað af
myndinni rykið og gefið hana út á
myndbandi. En þó myndin sé léleg
fagna karlkyns aðdáendur og full-
yrða að Teri hafi einhvern fegursta
barminn í Hollywood.
Af Teri er annars að frétta að hún
hefur rýrnað frá því klámmyndin
var gerð og það fullmikið að mati
aðdáenda. Hún hefur fallið í meg-
runargryfjuna og hegðun hennar
Aðdáendur Teri Hatcher geta nú séð
hana bera í gamalli klámmynd.
þykir bera keim af lystarstoli. Hún
neitar að innbyrða meira en 1200
kaloríur á dag og vill einungis bæta
við sig verði hún ófrísk. En slíkar
ráðagerðir eiga ekki upp á pallborð-
ið hjá framleiðendum þáttanna um
ævintýri Súpermanns og Lois Lane.
Þeir hafa hótað með málaferlum
gegn eiginmanni Teriar, leikaran-
um Jon Tenney, verði hún ófrísk.
Hver á að fara með þér til A,
í tilefni af 50 ára afmæli MT/£ifb\ófa L^k!áJ og/fffSAS þér
í skemmtilegan leik með góðum verðlaunum.
Svaraðu þremur léttum spurningum og sendu til DV og þú ræður
hverjum þú býður með þér til Kaupmannahafnar.
Glæsileg verðlaun eru í boði; Tveir þátttakendur fá
flugferð fyrir tvo með SAS til Kaupmannahafnar.
krömir
hwirs váinnings e'i
vvm yȒ
bAerktu v/ð rétt svöf-
Hvar er Kaupmannahöfn höfuðborg:
2.
1.
n Danmörku
Þýskalandi
□ svíþjóð
Merktu við þekktan skemmtigarð í Kaupmannahöfn
Euro-Disney □ Seaworld □ Tívolí
3, Hvaða afmæli heldur SAS upp á í ár?
□ 50 ára U 25 ára □ 75 ára
Sendandi:
Heimilisfang^
Sveitarfélag:
Sími:
Sendu svörin til DV, Þverholti II, 105 Revkjavík, merkt FERÐAGETRAUN, fyrir föstudaginn 15. mars.
Tilkynnt verður um vinningsnafa í blaðauka um ferðir laugardaginn 23. mars
HRINGJA
Þú getur sparað þér sporin og tekið þátt í leiknum með því að hringja
í síma 904 1750 og svara spurningunum hér að ofan. Þú hringir,
svarar spurningunum með tökkunum á símanum, lest inn nafn,
heimilisfang og síma og ert þar með komin(n) í vinningspottinn.
jile
Einfalt og þægilegt. Vero 39 og 90 mínútan.
904 1750 I////J4S
Michael Radford hlaut verðlaun fyrir bestu erlendu kvikmynd ársins, Póst-
inn eða II Postino, í kosningu lesenda kvikmyndatímaritsins Premiere. Verð-
launin voru afhent í fyrrakvöld og fékk Radford leikkonuna Nicole Kidman til
að taka afhendinguna upp á myndbandstökuvél. Kidman var verðlaunuð fyr-
ir aðalhlutverk í myndinni To Die for. Símamynd Reuter
Þó stutt sé í vorið syðst í Evrópu sýna tískuhönnuðir í Mílanó á Ítalíu haust-
og vetrartískuna um þessar mundir. Fyrirsæturnar sýna hér litríka síða kjóla
frá tískuhúsinu Missoni. Símamynd Reuter