Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1996, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR 7. MARS 1996
Útlönd____________________________________________________
Friðarumleitanir á Norður-írlandi í mikill óvissu:
Lýðveldisherinn hafnar
kröfum um vopnahlé
Irski lýðveldisherinn, IRA, hefur
hafnað kröfum um vopnahlé og seg-
ir tilraunir Breta og íra til að koma
friðarumleitunum í gang á ný vera
ófullnægjandi. Skæruliðar IRA
höfnuðu einnig að afhenda nokkuð
af 100 tonna vopnabirgðum sinum
sem notaðar hafa veriö í baráttunni
gegn breskum yfirráðum á Norður-
írlandi síðastliðin 25 ár. Bresk
stjórnvöld setja afhendingu vopna
efst á dagskrá fundar allra deiluað-
ila sem halda á 10. júní en talsmað-
ur IRA sagði að engin vopn yrðu lát-
in af hendi fyrr en samið hefði ver-
ið endanlega um lok deilunnar.
Yfirlýsing IRA er mikið áfall fyr-
ir tilraunir breskra og írskra stjórn-
valda til að halda lifl í friðarvonum
á Norður-írlandi og tilraunir til að
fá lýðveldisherinn til að virða
vopnahlé sem brotið var með
sprengjutilræði í London 9. febrúar.
Skilaboð lýðveldishersins birtust
í grein í vikulegu tímariti stjórn-
málaarms IRA, Sinn Fein. Þar var
vitnað í talsmann IRA sem sagði að
skæruliðar mundu halda vopnaðri
baráttu gegn Bretum áfram meðan
pólitískar aðstæður breyttust ekki.
Sagði hann enn fremur að aðstæður
væru ekki fyrir hendi sem tryggðu
frið í stað átaka. Slík þróun yrði að
byggja á raunhæfum samningum
sem tryggðu að fjallað yrði um
grundvallaratriði deilunnar og þau
leyst.
Yfirlýsing IRA kemur skömmu
eftir birtingu greinar Gerry Adams,
leiðtoga Sinn Fein, í bandaríska
vikublaðinu Irish Voice. Þar vitnaði
Adams í annan talsmann IRA sem
sagði: „Við vildum frið en Bretar
vildu stríð. Ef það er þeirra vilji
skulum við gefa þeim önnur 25
ófriðarár.“
Fyrstu viðbrögð úr herbúðum
mótmælenda á Norður-írlandi, sem
vilja viðhalda sambandinu við
Breta, voru daufleg. Ian Paisley,
leiðtogi sambandssinna, sagði yfir-
lýsingu IRA staðfesta að þar á bæ
vildu menn ekki fara lýðræðislega
leið. IRA vilji ná takmarki sínu um
sameinað írland með sprengjutil-
ræðum, morðum og limlestingum.
Paisley hvatti stjórnvöld í Bretlandi
og á írlandi til að handtaka meinta
meðlimi IRA svo koma megi í veg
fyrir blóðsúthellingar. Reuter
Tsjetsjenskir skæruiiðar
sækja að Rússum í Grozní
Tsjetjenskir uppreisnarmenn
börðust við rússneska hermenn í
Grozní, höfuðborg Tsjetsjeníu í all-
an gærdag og náðu nokkrum hverf-
um borgarinnar á sitt vald. Sprengi-
drunur og skothvellir bergmáluðu á
götum borgarinnar þegar skærulið-
arnir sóttu að miðborginni úr
norðri, vestri og suðri.
Sókn skæruliðanna í gær sýnir
að þeir láta engan bilbug á sér finna
eftir 15 mánaða stríð við rússneska
herinn. Enn mikilvægara er nú en
áður fyrir Borís Jeltsín Rússlands-
forseta að finna lausn á átökunum í
Tsjetsjeníu ef hann á að eiga mögu-
leika á endurkjöri til forsetaembætt-
isins í vor. Jeltsín hefur boðað ör-
yggisráð sitt til fundar í dag til að
skoða hvaða leiðir eru færar til að
koma á friði.
Interfax-fréttastofan hafði það eft-
ir háttsettum manni í stjórn
Tsjetsjeníu að tíu menn úr sveitum
innanríkisráðuneytis héraðsins
hefðu fallið í átökunum.
Fréttir í gær hermdu að einn
helsti foringi skæruliða, Salman
Radújev, hefði látist af völdum
skotsára sem hann fékk á sunnudag
en heimildarmenn innarí raða
skæruliða báru það til baka. Reuter
Bob Dole, leiðtogi repúblikana í
öldungadeild Bandaríkjaþings sem
er nær öruggur um sigur í forkosn-
ingunum í New York í dag, hvatti
repúblikana til að sameinast að
baki sér til að tryggja útnefningu
hans sem forsetaefnis flokksins.
Slegist er um 93 fulltrúa á flokks-
þing repúblikana í sumar.
Helstu keppinautar Doles, þeir
Steve Forbes og Pat Buchanan, létu
þau boð út ganga að þeir tækju enn
þátt í kapphlaupinu af fullum
þunga.
Skoðanakannanir sýna aö Dole
nýtur mun meira fylgis en keppi-
nautarnir. Búist er við að Forbes
verði í öðru sæti langt á eftir Dole
og að Buchanan lendi í því þriðja.
Buchanan viðurkenndi í gær að
útnefning Doles væri nánast tryggð
en á fjöldafundi í Flórída hét hann
því að berjast til þrautar, eða þar til
„frysti í helvíti og berjast síðan á
ísnum“.
Forbes, sem hefur eytt um 23
milljónum dollara af fóðurarfi sín-
um í baráttuna, sagði að hann yrði
með í kapphlaupinu að minnsta
kosti fram að kosningunum í Kali-
forníu 26. mars. Hann krækti sér
líka í stuðning íhaldsmannsins
Jacks Kemps, fyrrum þingmanns
frá New York og vinsæls manns í
röðum repúblikana.
Tveir frambjóðendur repúblik-
ana, þeir Lamar Alexander og Ric-
hard Lugar, hættu keppni í gær og
lýstu báðir yfir stuðningi sínum við
Dole. Reuter
iwwng^|Tiiw—iinni ....
Panasonic
myndbandstæki
Panasonic SD200 [Super Drive, A1 Crystal view] allar
aðgerðir koma fram á skjá, innstilling stöðva sjálfvirk
ásamt langtima upptökuminni. SD 200 fékk 10 fyrir
myndgæði i What Video
Tækið endurgreitt!
Einn heppinn viðskiptavinur fær tækið endurgreitt!
stgr.
rær-ff
VIDEOHOLLIN
LÁOMÚLA 7
#ff
m J&BSk Ælht
■ . r
I IW *£■
gH
i a !
Leikarinn Robin Williams ræðir hér við dansara sem skemmti í frumsýning-
arpartíi eftir frumsýningu myndarinnar Birdcage, eða Fuglabúrið, í Los Ang-
eles í gærkvöidi. í myndinni leikur Williams homma sem á og rekur nætur-
klúbb. Símamynd Reuter
Forkosningaslagur repúblikana heldur áfram:
Dole sigurviss í
New York í dag
BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI S. 562 5200
Stuttar fréttir dv
Stríðsyfirlýsing
Dagblað á Taívan sagði að
Kínverjar mundu líta á það sem
stríðsyfirlýsingu ef flugskeyti
yrði skotið niður eða skip tekið
við fyrirhugaðar tilraunir
þeirra með flugskeyti við Taí-
vanstrendur.
Viðvörun að vestan
Bandarísk stjórnvöld hafa
varað Kínverja við afleiðingum
þess ef tilraunir þeirra með flug-
skeyti fara úrskeiðis.
Ciinton gefur loforð
Bill Clint-
on Banda-
ríkjaforseti
lofaði því í
gær að nýr
yfirmaður
baráttunnar
gegn fíkni-
efríavandan-
um í landinu fengi öll þau tól og
tæki sem nauösynleg væru til
að heyja baráttuna.
Múslímar ekki með
Rúmlega fimm mánaða óvissu
í tyrkneskum stjórnmálum lauk
í gær þegar forseti landsins
samþykkti myndun minnihluta-
stjórnar íhaldsmanna án þátt-
töku íslamskra harðlínumanna.
Alvariegt stríð
Utanríkisráðherra Argentínu
sagði að fiskveiðideilan við
Breta nærri Falklandseyjum
væri komin á alvarlegt stig og
skaðaði samskipti landanna.
Atkvæðaseðiar óskars
Bandaríska kvikmyndaaka-
demían sendi út atkvæðaseðla
fyrir óskarsverðlaunin tO 5032
félagsmanna sinna og það verð-
ur þeirra að ákveða hverjir fái
verðlaunin eftirsóttu.
Chirac fuiivissar
Jacques
Chirac
Frakklands-
forseti reyndi
að draga úr
ótta lands-
manna sinna
við efríahags-
leg áhrif end-
urskipulagningar varnarmála og
niðurskurðar til þeirra á ferða-
lagi sínu um Júrahérað.
Fuglar dauðir í olíu
Rúmlega 2200 fuglar hafa
drepist í olíumengun frá olíu-
flutningaskipinu sem strandaði
undan ströndmn Wales í fyrra
mánuði.
Hertar refsiaðgerðir
Fulltrúadeild Bandaríkja-
þings 'samþykkti með miklum
meirihluta atkvæða að herða
refsiaðgerðir gegn Kúbu fyrir að
skjóta niður tvær óvopnaðar
einkaflugvélar bandarískar.
Horfir til bóta
Bandarísk stjómvöld til-
kynntu í gær að ástandið í
mannréttindamálum í heimin-
um hefði farið batnandi í fyrra
en þau væru þó víða brotin enn,
m.a. í Rússlandi og Kína.
Nýr sáttmáli
• Tveir helstu stjórnmálaflokk-
ar Austurrikis hafa komist að
samkomulagi um að halda
stjómarsamstarfinu áfram.
Mandela hraustur
Nelson
Mandela, for-
seti Suður-
Afríku, er
við hesta-
heilsu sam-
kvæmt rann-
sóknum sem
hann hefur
gengist undir síðustu daga og
læknar sögðu að hann yrði
sendur heim af sjúkrahúsinu í
dag, degi fyrr en ætlað var.
Sprengt í Bahrain
Öflug sprenging varð einum
manni að bana í banka í
Persaflóaríkinu Bahrain í gær-
kvöldi og særði tvo. Reuter