Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1996, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 7. MARS 1996
13
Leigjendasamtöki n
- klíka kynlegra kvista og styrkjasnapa
Klíka kynlegra kvista og
styrkjasnapa. Jón frá Pálmholti
vandar mér ekki kveðjurnar í
grein í DV sl. föstudag. Tilefnið er
viðtal við mig á Stöð 2 um þær
ráðagerðir borgaryfirvalda að
blanda saman félagslegum íbúðum
og eignaríbúðum. Benti ég á hætt-
ur því samfara og hvatti til var-
úðar en var fráleitt boðberi for-
dóma gagnvart félagslegu húsnæði
og því ágæta fólki sem þar býr.
Sé lastarinn Jón á móti er
málið gott
Jón er trúr sinni lund og ræðst
að mér persónulega og ber mér
mannfyrirlitningu á brýn. Hann
er lastari af lífi og sál og finnur
flestu til foráttu og þá frekast því
sem gott er og til framfara. Hann
er svo öfugsnúinn og upp á kant
við allt og alla að það er örugg vís-
bending um að maður sé á réttri
leið ef hann er á móti. í húsnæðis-
málum er Jón ofstækisfullur og
þröngsýnn einfari og hefur fyrir
löngu dæmt sig úr leik í ábyrgri
umræðu um húsnæðismál. Jón er
þeirrar náttúru að hann leggur yf-
irleitt vont til alls og engin mál
eru svo slæm að honum lánist
ekki að gera þau verri.
Öfgafull betliklíka
Jón hefur góðan tíma til greina-
skrifa enda er það létt verk að
stýra „Leigjendasamtökunum“
sem eru lítið meira nafnið eitt.
Þau standa ekki á eigin fótum fjár-
hagslega en stunda betl og nærast
á snöpum og styrkjum og eru í
raun klíka örfárra öfgafullra
kvista. Þeir fara um með betlistaf
og gera einkum út á opinbera
styrki og láta sem þeir séu fjölda-
Kjallarinn
Sigurður Helgi
Guðjónsson
hrl., formaður Húseigendafélagsins
hreyfing. Það er af og frá og Jón
hefur vafasamt umboð til að fara
um víðan völl sem málsvari leigj-
enda. Hann siglir undir fölsku
flaggi þegar hann sperrir sig sem
slíkur í fjölmiðlum og gagnvart
stjórnvöldum. Þetta brölt er ekki
verðugt neinna styrkja og sætir
furðu að jafnvel opinberir aðilar
skuli hafa keypt sér frið eða látið
plata sig til þess.
Lélegur lagaskilningur og
ranghugmyndir
Lagaskilningur Jóns er með
endemum og hann les og túlkar
lög eins og kölski Biblíuna. Hann
getur ekki meðtekið að löggjöf
verður að byggjast á raunsæi og
málamiðlun milli ólíkra sjónar-
miða og hagsmuna og að eðlilegt
og sanngjarnt jafnvægi verður að
vera á milli réttinda og skyldna.
Jóns háttur er að hrifsa með
frekju öll réttindin en láta öðrum
eftir að axla ábyrgð og skyldur.
Fjöleignahúsalögin og
mannfyrirlitning
Jón opinberar ofstæki sitt, van-
þekkingu og ranghugmyndir með
því að ráðast á fjöleignarhúsalögin
og mig sem höfund þeirra og segir
hann þau lykta af mannfyrirlitn-
ingu. Hann áttar sig ekki á að á
réttarstöðu eigenda og leigjenda er
grundvallarmunur og það er ekki
mannfyrirlitning sem því ræður.
Þeir sem til þekkja eru á einu máli
um að fjöleignarhúsalögin séu
merk réttarhót og hafi reynst mjög
vel. Ég var ekki einn að verki við
samningu þeirra og mannvonska
mín var ekki eina leiðarljósið.
Þegar hann segir þau einkennast
af -mannfyrirlitningu er hann
einnig að fella dóm yfir mætustu
lögfræðingum landsins sem voru
mér til ráðgjafar, yfir félagsmáía-
ráðuneytinu og Alþingi sem sam-
þykkti lögin einum rómi og yfír
öllum þeim sem telja lögin til
heilla og framfara. Mannfyrirlitn-
ingin virðist því víða eiga sama-
stað, eiginlega alls staðar nema í
koti Jóns sjálfs. „Mannvinurinn"
Jón er sem endranær einn á móti
öllum.
Sigurður Helgi Guðjónsson
„Þetta brölt er ekki verðugt neinna
styrkja og sætir furðu að jafnvel opinberir
aðilar skuli hafa keypt sér frið eða látið
plata sig til þess.“
Jón Kjartansson, formaður Leigjendasamtakanna. „Hefur vafasamt um-
boð til að fara um víðan völl sem málsvari leigjenda," segir Sigurður
Helgi m.a. í grein sinni.
Nató og „hannM
Hér kom í heimsókn, af kurteisi
fremur en áhuga, aðalritari Nató,
Javier Solana, áður menningar-
málaráðherra Spánar, vísinda-
maður að mennt en stjórnmálam-
aður af hugsjón og ástríðu. Á tíma
var hann andstæðingur hernaðar-
bandalagsins sem hann er nú for-
maður fyrir. Hann svaraði spurn-
ingu blaðamanns Morgunblaðsins,
hvernig slíkt gæti staðist, með því
að vitna í breska hagfræðinginn
Keynes sem sagði að spakir menn
skiptu um skoðun.
Þannig svar stenst kannski
kröfur sem gerðar eru til stjórn-
mála, ekki til vísinda. Það verður
að vera nákvæmara, því Solana lét
ekki getið í hvaða máli Keynes
skipti um skoðun og hvort
kúvendingin væri hliðstæð við
hans eigin. Svo er ekki vitað hvort
Keynes, eða Solana, varð vitrari á
undan eða eftir.
...nema þeir hafi maga-
mál...
Því miður hafði blaðamaðurinn
ekki vit til að inna Solana eftir
þessu sem hefði getað orðið fróð-
legt. Solana er fær, bæði á sviði
vísinda og stjórnmála, maður sem
verður ekki orðlaus og óþarfi að
hlífa honum. Hann flýr ekki und-
Kjallarinn
Guðbergur Bergsson
rithöfundur
an sökum skorts á rökum. En
hann býður ekki upp á veislu vits-
munanna, nema þeir sem ræða við
hann hafi magamál og séu hæflr
til að borða af gullfötum gula fisk-
inn. Hann slapp því auðveldlega,
eflaust sár yfír að fá ekki að ræða
neitt af viti.
í staðinn fóru stjórnmálamenn
hér að garfa við hann í peningum,
eins og þeirra er von og vísa, og
spyrja, hvort ekki fengist einhver
króna frá Nató.
Solana ekki einsdæmi
Ganga Spánar í Nató var nauð-
syn, stjórnmálalega séð, því hefði
hinn valdamikli her landsins ekki
fengið umbun, þegar sósíalistar
komust til valda, heföi hann reynt
að gera uppreisn til að halda völd-
um sínum. Best var því að fá hon-
um sess í sambandi vestrænna
herja.
Það var Narcí Serra, stjórn-
málamaður sem hafði neitað að
gegna herþjónustu, sem kom nú-
tímasniði á spænska herinn með
viti, ekki reynslu. Solana er því
ekki einsdæmi.
Frjóar mótsagnir
Mótsagnir í fari manna geta ver-
ið frjóar. Við ættum að læra af
þeirri vísbendingu. íslendingur
hefði því getað stjórnað Nató, þótt
við höfum ekki eigin her. Marga
svíður að maður frá yngsta ríkinu
innan Nató stjórni því í breyttum
heimi.
Af hverju var enginn valinn af
okkur sem vorum meðal stofnend-
anna. Við eigum ekki nógu snjalla
menn. Mesti íslenski natósinninn,
lofsöngvari Nató i tvo ættliði, hef-
ur varla opnað munninn, frá því
hann fékk málið, án raddsetningar
bandalaginu í vil, en hann getur
varla stjómað menntamálunum,
hvað þá óskabarni sínu, enda er
eitt að lofsyngja, annað að hafa vit
á því sem er lofsungið. - Svo
„hann“ kemst ekki sem friðar-
sinni til Bosníu heldur ber hér
heima á kennslukonum.
Guðbergur Bergsson
„í staðinn fóru stjórnmálamenn hér aö
garfa við hann í peningum, eins og þeirra
er von og vísa, og spyrja hvort ekki feng-
ist einhver króna frá Nató.“
Með og á
móti
Ríkisfyrirtæki í hlutafélög
Mikilvægt að
einkavæða
þau
„Ég tel að
þeim ríkisfyr-
irtækjum sem
eru í sam-
keppni við
einkafýrirtæki
á markaðnum
eigi að breyta í
hlutafélög.
Þetta á að gera
til þess að
hægt sé að láta
sömu starfs-
reglur gilda um fyrirtækin þegar
til samkeppninnar kemur. Líka
til þess að ríkisfyrirtækin hafi
sömu möguleika á markaðnum
og einkafyrirtækin. Þetta er
nauðsynlegt fyrir ríkisfyrirtæk-
in vegna þess að allar áætlanir
þeirra verða að liggja fyrir svo
snemma og koma fram í fjárlög-
um. Þetta verður til þess að
ákvarðanatakan verður hægari
og eins sjá samkeppnisaðilarnir
með góðum fyrirvara hvað fyrir-
tækið ætlar að gera. Þetta á við
fyrirtæki eins og Póst og síma
hvað varðar öll fjárfestingará-
form. Ég tel að það sé í raun enn-
þá mikilvægara en að breyta fyr-
irtækjunum í hlutafélög að
einkavæða þau. Þar með væri
ríkið ekki að stunda starfsemi
sem einstaklingar og samtök
þeirra eða fyrirtæki geta vel
stundað. í tilfelli Pósts og síma
tel ég það sérstaklega mikilvægt
að gera fyrirtækið að hlutafélagi
vegna þess að það mun verða í
mikilli samkeppni við erlenda
aðila í framtíðinni. Eftir því sem
opnunin á þessu sviði verður
meiri munu erlendir aðilar hafa
áhuga á að koma til íslands og
keppa á okkar markaði."
Hlutafélags-
formið ekki frá
guði komið
„Hlutafé-
lagsformið er
ekki frá guði
komið, þótt ís-
lenskir sfjóm-
málamenn
hafi gert því
hærra undir
höfði .en öðr-
um rekstrar-
formum. Hvað alþlnglsmaður.
það varðar að
breyta ríkisfyrirtækjum í hluta-
félög er hættan sú að við eignar-
tilfærslu fyrirtækjanna komi há-
karlanir og segi. „Nú get ég.“
Fyrirtækið er komið í búninginn
og hrossakaup milli flokka eru
gerð. Því er bókun og setning í
lögum um að bréfin verði því að-
eins seld að meirihluti Alþingis
vilji það engin fyrirstaða. Enda
kalla frjálshyggjumennirnir
þetta hlutafélagavæðingu. Ég tel
að skilgreina þurfi hvað á að
vera í höndum ríkisins. At-
vinnureksturinn á auðvitað að
vera í höndum einstaklinga og
félaga þeirra. Samt er nauðsyn-
legt í litlu samfélagi að ýmislegt
sé hjá ríkinu sem snýr að þjón-
ustu í heilbrigðis- og mennta-
málum. Ríkisbankarnir og Póst-
ur og sími eru hvað stjórnun og
viðbrögð á markaði varðar, jafn
vel settir og einkafyrirtæki. Rík-
ið ber auðvitað ábyrgð á banka-
starfsemi þótt hún sé i höndum
einstaklinga. Hlutafélögum ræð-
ur fjármagn en ekki manngildi.
Eiga peningarnir að vera ofar
manngildi? Ég segi nei.“
-S.dór
Arni M. Mathiesen
alþingismaður.