Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1996, Blaðsíða 22
34 FIMMTUDAGUR 7. MARS 1996 Fólk í fréttum Alfreð Þorsteinsson Alfreð Þorsteinsson, forstjóri Sölu varnarliðseigna, til heimUis að Vesturbergi 22, Reykjavík, var í gær í DV-fréttum vegna söluaug- lýsinga varnarliðsins á Internet- inu. Starfsferill Alfreð fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði um skeið nám við KÍ, var blaðamaður við dagblaðið Tímann 1962-77 og hefur verið forstjóri Sölu varnar- liðseigna frá 1977. Alfreð var varaborgarfuUtrúi 1970-71, borgarfuUtrúi 1971-78, varaborgarfulltri 1986-94 og er nú borgarfuUtrúi frá 1994. Alfreð hefur setið í ýmsum nefndum borgarinnar, s.s. fræðsluráði, heilbrigðisráði, stjórn Innkaupastofnunar og umferðar- nefnd, en er nú formaður Veitu- stofnana og Innkaupastofnunnar Reykjavíkurborgar. Alfreð var formaður knatt- spymufélagsins Fram 1972-76 og 1989-94, sat í stjórn ÍSÍ 1976-86 og hefur setið í ýmsum nefndum á vegum ÍSÍ, var formaður Fram- sóknarfélags Reykjavíkur 1985-95, sat í miðstjórn Framsóknarflokks- ins og í stjóm FUF um árabU, var formaður Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna sam- vinnu 1978-80 og sat síðar í stjórn SVS, sat í stjórn Landsvirkjunar 1991-95, var stjórnarformaður ís- lenskrar getspár 1993-94 og situr í stjóm Sparisjóðs vélstjóra frá 1995. Fjölskylda Alfreð kvæntist 18.7. 1970 Guð- nýju Kristjánsdóttur, f. 12.8.1949, setjara. Hún er dóttir Kristjáns Pálssonar, húsasmíðameistara á Seltjamamesi, f. 1928, d. 1965, og k.h., Helgu Sæmundsdóttur hús- móður, f. 1929, d. 1991. Dætur Alfreðs og Guðnýjar eru Lilja Dögg, f. 4.10. 1973, nemi í stjórnmálafræði við HÍ; Linda Rós, f. 31.5. 1976, nemi við MH. Bræður Alfreðs: Gunnar Þór, f. 1926, d. 1974, verkamaður í Reykjavík; Óli Þór, f. 1936, raf- virkjameistari í Reykjavík; Sigur- jón Þór, f. 1945, vélamaður við kjarnorkuver í Englandi; Ingvar Þór, f. 1949, framreiðslumaður í Danmörku. Foreldrar Alfreðs: Ingvar Þor- steinn Ólafsson, f. 25.10.1901, d. 25.10. 1964, verkamaður í Reykja- vík, og k.h., Sigríður Lilja Gunn- arsdóttir, f. 7.1. 1909, d. 22.8. 1971, húsmóðir. Ætt Þorsteinn var sonur Ólafs Ólafssonar, sjómanns í Papey. Sigríður LUja var dóttir Gunn- ars, b. í Kjalardal, Bjarnasonar, b. í Kjalardal, Guðlaugssonar, b. á Eyri í Fjörðum, HaUgrímssonar, b. á Eyvindará, HaUgrímssonar. Móðir Bjarna var Lilja Bjarna- dóttir, b. á Eyri, Rafnssonar. Móð- ir Gunnars var Guðrún Gunnars- dóttir, b. á MerkigUi í Eyjafirði, Gíslasonar og Sigríðar Jóhanns- Alfreð Þorsteinsson. dóttur. Móðir Sigríðar LUju var Þórdís HaUdórsdóttir, b. á Vestrieyri, Ólafssonar og Gróu Sigurðardótt- ur. Afmæli Lynette Joyce Jensen Lynette Joyce Jensen, fiskverk- unarkona frá Adelaide í Suður- Ástralíu, tU heimilis að Norður- vegi 13, Hrísey, varð fimmtug í gær. Fjölskylda Lynette fæddist í InvercargUl á Nýja-Sjálandi. Hún kom til ís- lands 24.9.1995 og mun dvelja hér fram í nóvembermánuð á næsta ári. Lynette giftist 13.5. 1989 Christ- ian Jensen. Börn Lynette eru Donna Marie, Diane Joyce, Christopher Glen og Stuart William, sem búsett eru Lynette Joyce Jensen. Ástralíu, og Richard James, bú- settur á Nýja-Sjálandi. Stjúpbörn Lynette eru Kathleen Jensen á Akureyri; Christian WUliam HaU Jensen og Christopher WiUiam HaU Jensen í Ástralíu og Rebecca Joyce Jen- sen sem búsett er á Englandi. Ömmubörn Lynette eru Aidan Dempsey og Liam Dempsey, Mitchel Scott og Zac Nicholson, og Eli Olsen Valgarðsson. Fréttir Búnaðarþing: Afurðasölumálin aðalmálið - segir Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna Búnaðarþing stendur nú yfir á Hótel Sögu. Þingið hófst sl. mánu- dag og búist er við að því ljúki á laugardag. „Afurðasölumál í víðum skilningi eru eitt veigamesta um- fjöUunarefni þessa þings. Þróunin hefur undanfarin ár verið í átt til aukins frjálsræðis í framleiðslu og viðskiptum og betri tengsla miUi markaðarins og bænda og hún verð- ur áfram í þessa átt,“ segir Ari Teitsson, formaður Bændasamtak- anna, við DV. Ari segir að þess sjáist víða merki að þessi þróun hafi gengið of hratt fyrir sig og bændur margir misst fótfestuna hvað varðar tekjur. Nauðsynlegt sé að gæta þess að jafn- Búnaðarþing Ekki fullreynt? Fyrir búnaðarþingi liggur áskor- un frá formannafundi Búnaðarsam- bands A-Húnavatnssýslu um að þingið beiti sér fyrir útflutningi á lambakjöti. Húnvetningarnir vilja að hafist verði handa í málinu strax í ágúst nk. og að kjötiö verði flutt út ferskt. Jafnframt vUl formannafundur- inn að gerðar verði þær breytingar á innvigtun lambakjöts að hækiU, banakringla og jafnvel slög komi ekki til innvigtunar hjá sláturleyfis- höfum. -SÁ vægi haldist en ljóst sé að staða bænda almennt í afurðasölumálum sé að veikjast. Bændur í hinum ýmsum greinum landbúnaðar séu sundraðir og ósamstiga. Ekkert bendi tU þess að það muni breytast á næstunni á sama tíma og dreifing- araðilar efli með sér samstöðu inn- an öflugra dreifingarfyrirtækja. „Bændur hafa ekki náð að finna sér mótvægi við þetta og af því höfum við áhyggjur," segir Ari Teitsson, formaður bændasamtakanna. Fundir voru í nefndum þingsins í fyrradag en í gær var haldinn árs- fundur Framleiðsluráðs. Að honum loknum verður þingstörfum fram haldið með umræðum. -SÁ Búnaðarþing Hver á hálendið? „Vinna þarf að lagasetningu sem tryggi eignarrétt og lögsögu einstaklinga og sveitarfélaga, svo og hefðbundinn nytjarétt," segir i tiUögu Rögnvaldar Ólafs- sonar og fjögurra búnaðarþings- fuUtrúa. í tiUögunni er því beint til þingsins að það hvetji stjórn Bændasamtakanna að taka til vandlegrar athugunar eign- arrétt og lögsögu á landi, sér- staklega á hálendi íslands. -SÁ Andlát Karl F. Thorarensen Karl Ferdinand Thorarensen, járnsmíðameistari og fyrrv. út- vegsbóndi, tU heimilis að VaU- holti 20, Selfossi, lést miðvikudag- inn 28.2. sl. Útför hans verður gerð frá Eskifjarðarkirkju, laugar- daginn 9.3. kl. 14.00. Starfsferill Karl fæddist á Gjögri á Strönd- um 8.10.1909 en ólst fyrstu átta árin upp hjá foðursystur sinni, Karólínu, og manni hennar Frið- riki Söbeck í Reykjarfirði. Hann lærði ketU- og plötusmíði hjá Hamri í Reykjavík, lauk sveins- prófi 1936 og varð síðar járn- smíðameistari. Karl stundaði síðan járnsmíði í Reykjavík til 1942, var viðgerðar- maður við sUdaraverksmiðjuna í Djúpuvík 1942-49 og jafnframt út- vegsbóndi og járnsmíðameistari á Gjögri í Árneshreppi 1946-62, starfaði hjá byggingarfyrirtækinu Snæfelli á Eskifirði frá 1962 og var síðan verkstjóri á vélaverk- stæði Hraðfrystihúss Eskifjarðar til 1981. Þá fluttu þau hjónin á Selfoss þar sem þau bjuggu síðan. Fjölskylda Karl kvæntist 24.8. 1939 Regínu Emilsdóttur Thorarensen, f. 29.4. 1917, fréttaritara DV á Selfossi og á Ströndum. Regína er dóttir Em- ils Tómassonar, b. á Stuðlum í Reyðarfirði, og k.h., Hildar Þuríð- ar Bóasdóttur húsfreyju, af Stuðlaættinni. Börn Regínu og Karls eru HUmar Friðrik f. 8.6. 1940, banka- maður í Reykjavík, kvæntur Ingi- . gerði Þorsteinsdóttur leikskóla-' kennara og eiga þau þrjú börn; Guðbjörg Karólína, f. 18.4. 1947, húsmóðir á Eskifirði, gift Búa Þór Birgissyni verkstjóra og eiga þau tvo syni; Guðrún EmUia, f. 17.11. 1948, húsmóðir á Eskifirði, gift Rúnari Kristinssyni bifreiðastjóra og eiga þau fjórar dætur; EmU f. 1.1. 1954, útgerðarstjóri, bæjarfuU- trúi og fréttaritari DV á Eskifirði, en kona hans er Bára Rut Sigurð- ardóttir húsmóðir og eiga þau þrjú börn. Systkini Karls eru öU látin. Þau voru Jakob Jens, dó ungur; Olga Soffía f. 30.3. 1903, d. 24.5. 1940, húsfreyja á Gjögri; Valdimar, f. 20.5. 1904, d. 18.6. 1990, sjómaður og smiður á Gjögri; Axel, f. 24.10. 1906, d. 14.5. 1993, sjómaður og vitavörður á Gjögri; EUert, f. 8.10. 1909, d. 22.11. 1911; Svava, f. 17.8. 1912, d. 3.8. 1984, húsmóðir í Reykjavík; Esther, f. 25.4. 1916, d. 4.9. 1922; KamiUa, f. 5.5. 1919, d. 3.5. 1942. Systkini Karls, samfeðra, voru Jakob, f. 18.5. 1886, skáld í Reykja- vík; Jakobína Jensína, f. 9.9.1887, d. 28.3. 1976, kaupkona á Hólma- vík; Adolf, f. 8.9. 1896, fórst 12.12. 1924, stýrimaður á ísafirði. Foreldrar Karls voru Jakob Jens Thorarensen, f. 24.10.1861, d. 5.10. 1943, bóndi, vitavörður, há- karlaformaður og úrsmiður á Gjögri, og k.h., Jóhanna Sigrún Guðmundsdóttir, f. 4.2.1884, d. 12.1. 1931, húsfreyja. Ætt Jakob var sonur Jakobs Thorarensen, kaupmanns í Reykj- arfirði, Þórarinssonar Thoraren- sen, verslunarstjóra í Reykjar- firði, Stefánssonar, amtmanns á Möðruvöllum í Hörgárdal, Þórar- inssonar, sýslumanns á Grund í Eyjafirði og ættfóður Thoraren- senættarinnar, Jónssonar. Móðir Jakobs kaupmanns var Katrín, systir Péturs amtmanns, föður Hannesar Hafstein, skálds og ráð- herra. Katrín var dóttir Jakobs Havsteen, kaupmanns á Hofsósi, Níelssonar, timbursmiðs í Hólm- inum í Kaupmannahöfn, Jakobs- Karl F. Thorarensen. sonar. Móðir Jakobs á Gjögri var Guðrún Óladóttir Viborg, b. í Ófeigsfirði, Jenssonar Olesen Viborg, beykis í Reykjarfirði, frá Viborg á Jótlandi. Móðir Guðrún- ar var Elísabet Guðmundsdóttir, b. á Hafnarhólmi, Guðmundsson- ar, og k.h., Elísabetar Magnús- dóttur, systur Guðrúnar, langömmu Guðmundar, afa Al- fred Jolson biskups. Guðrún var einnig móðir Jóhönnu, langömmu Sólveigar, móður Jóns Baldvins, alþm. og fyrrv. ráðherra, og Arn- órs heimspekings Hannibalssona. Jóhanna var dóttir Guðmund- ar, b. í Kjós i Víkursveit, Pálsson- ar, b. á Kaldbak og ættfóður Pálsættarinnar, Jónssonar. Móðir Jóhönnu var Guðríður Jónsdóttir, b. í Kjós, Þórólfssonar, b. á Óspakseyri í Bitru, Jóhannssonar, prests í Garpsdal, Þórólfssonar, b. á Múla á Skálmamesi, Nikulás- sonar, bróður Guðrúnar, ömmu Eggerts Ólafssonar skálds. Móðir Guðríðar var Helga Hjálmarsdótt- ir, b. í Kjós, Jónssonar, bróður Einars, langafa Ragnheiðar, móð- ur Snorra skálds og Torfa, fyrrv. tollstjóra og sáttasemjara, Hjart- arsona. Tll hamingju með afmælið 7. mars 85 ára Elísabet R. Jónsdóttir, Njarðargötu 27, Reykjavík. 75 ára Friedel H. Jónsson, Hveravík, Kaldrananeshreppi. Tómas Grétar Sigfússon, Kelduhvammi 1, Hafnarfirði. 70 ára Helga Þráinsdóttir, Vallholtsvegi 17, Húsavík. Anna Jónsdóttir, Kleppsvegi 24, Reykjavík. Will Harrison Kári Perry, Ásbúð 106, Garðabæ. Ingibjörg J. Helgadóttir, Lyngheiði 22, Kópavogi. 60 ára___________________ Sigurður Ólafsson, Seljalandsvegi 75, ísafirði. Hreinn Aðalsteinsson, Klapparstig 18, Reykjavík. Magnús Andrésson, Glæsibæ 6, Reykjavík. 50 ára Guðfinna Jóhannesdóttir, Kjama, Arnameshreppi. Jónas Hermannsson, Tjamarstíg 1, Seltjarnamesi. Gunnhildur Halldórsdóttir, Snartartungu, Broddaneshreppi. Hlif Kristjánsdóttir, Fögrubrekku 25, Kópavogi. 40 ára Hansína María Haraldsdóttir, Tjarnarlundi 18E, Akureyri. Magnea Þorsteinsdóttir, Fifumóa 5C, Njarðvík. Ingibjörg Sigríður Ámadóttir, Selvogsbraut 9, Þorlákshöfn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.