Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1996, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 7. MARS 1996 9 I>V Karl hneykslaður á Qárkröfum konu sinnar: Díana heimtar þrjá milljarða Skilnaðarsamningar Karls ríkis- arfa og Díönu prinsessu virðast ætla að dragast á langinn ef fram heldur sem horfir. Díana prinsessa hefur krafist þriggja milljarða króna greiðslu til handa sér eigi endirinn á 15 ára hjónabandi þeirra að verða henni að skapi. Dagblöð í Bretlandi skýrðu frá því að Díana hefði harðneitað að ræða lægri upp- hæð. 1 þessu sambandi hafa einn og hálfur miUjarður oft verið nefndur en samkvæmt heimildum nærri henni er sú tala ekki komin frá henni. Haft er eftir aðstoðarmanni Díönu að einn og hálfur milljarður sé ekki nógu há upphæð eigi hún að lifa áhyggjulaust til æviloka. Segir hann að Díana hugsi mjög til langs tíma. Talsmenn Buckinghamhallar Díana heimtar þrjá milljarða. sögðu að blaðafréttir um fjárkröfur Diönu væru byggðar á getgátum. Allir sammingar milli lögmanna þeirra hjúa væru trúnaðarmál og enginn þrýstingur væri á þá um hvernig málum skyldi háttað. Nefhdar fjárkröfur Díönu munu hafa hneykslað Karl ríkisarfa sem mun hafa vonast eftir samningum um 75 milljóna króna ársgreiðslu til handa henni. Karl fær engin laun frá breska ríkinu en hefur um tveggja milljarða króna tekjur, eftir skatt, af fasteignum sinum. Sam- kvæm samningum sem gerðir voru þegar Karl og Díana skildu að borði og sæng fær hún árlega 90 milljónir króna. Díana sást i fyrsta skipti opinber- lega í gær eftir að skilnaðurinn var ákveðinn í síðustu viku. Skoðaði hún nýja álmu taugaspítala sem hún vígði 1992. Reuter Palestfnskur lögreglumaður býr sig undir að sparka inn hurð á híbýlum múslíma sem grunaðir eru um aðild að Ham- as-samtökunum. Lögreglumenn brutust inn í fjölda hfbýla meintra meðiima hreyfinganna Hamas og Jihad í gær. Símamynd Reuter Simon Peres setur Yasser Arafat úrslitakosti: Krefst að hann færi sér höfuðpaura Hamas Simon Peres, forsætisráðherra ísraels, hefur sett Yasser Arafat, for- seta Palestínu, úrslitakosti og kraf- ist þess að hann finni og fangi höf- uðpaura Hamas-hreyfingarinnar sem bera ábyrgð á sprengjutilræð- um sem kostað hafa 57 manns lífið. Arafat lét undan þrýstingi bæði ísraelsmanna og Bandaríkjamanna í gær og framkvæmdi umfangs- mestu lögregluaðgerð sem fram hef- ur farið á Gazasvæðinu síðan hann tók við því 1994. • „Ég verð ekki ánægður fyrr en Arafat færir mér höfuðpaura hern- aðararms Hamashreyfingarinnar,“ sagði Peres sem horfist í augu við minnkandi vinsældir í kjölfar sprengjutilræðanna og heyr baráttu fyrir pólitísku lífi sínu og framhaldi friðarsamninga Israela og araba. Peres krafðist þess enn fremur að Arafat þurrkaði út kafla úr stofn- skrá Frelsishreyfingar Palestínu- araba, PLO, um að Ísraelsríki skuli eytt. Peres sagði að ef ísraelar ættu að láta Hebron á Vesturbakkanum af hendi yrði Arafat að hafa breytt stofnskránni fyrir 7. maí. Arafat hefur áður lofað að endurskoða stofnskrána tveimur mánuðum eftir kosningamar sem voru í janúar. Palestínsk lögregla og leyniþjón- ustumenn brutust í gær inn í fjölda múslímskra stofnana og íbúðarhúsa á Gazasvæðinu þar sem myndir af meðlimum Hamas, herklæðnaður, skjöl og tölvudisklingar voru gerðir upptækir. Áður hafði verið ráðist til atlögu við fjölda bænahúsa og mú- slímskan háskóla þar sem hundruð meintra Hamas-meðlima voru hand- tekin. Við húsleitir fannst mikið magn sprengiefna og sjálfvirkra skotvopna. í viðlíka aðgerðum á Vesturbakkanum voru um 200 meintir meðlimir Hamas handtekn- ir. ísraelskar hersveitir hafa forðast að starfa opinberlega á svæðum Pa- lestínuaraba í kjölfar sprengjutil- ræðanna. En Peres fullyrti að ef Arafat gæti ekki fært honum höfuð- pairna Hamas yrðu ísraelskir her- menn fengnir til verksins. Reuter ____________________Utlönd Papon segist aldrei hafa verið nasisti Saksóknari í Frakklandi sakaði Maurice Papon, fyrrum ráðherra, um að hafa sent gyðinga í „biðsali dauðans" í heimsstyijöldinni síð- * ari og krafðist þess að hann yrði lögsóttur fyrir glæpi gegn mann- kyninu. Lögfræðingar sögðu að saksókn- arinn hefði fordæmt Papon við lokaðar vitnaleiðslur í réttarsal í Bordeaux í gær en þar verður ákveðið hvort Papon verður dreg- inn fyrir rétt fyrir að hafa fyrir- skipað flutning 1690 gyðinga, þar af 233 barna, úr landi á árunum 1942 til 1944. Flestir þeirra létust síðan í dauðabúðum nasista í Auschwitz. Papon, sem er 85 ára, var hátt- settur í stjórn suðvesturhéraða Frakklands á tímum þýska her- námsins. Hann var ekki viðstadd- ur vitnaleiðslumar í gær. Saksóknarinn sagði að Papon hlyti að hafa vera kunnugt um „lokalausn" Hitlers, eða útrým- ingu gyðinga í Evrópu, þótt hann hefði engar sannanir þar um. Papon sagði dagblaðinu Libér- ation að hann væri saklaus og að gyðingar hefðu sett saman listann yfir gyðinga sem yfirvöld notuðu. Hann væri enginn nasisti og hefði aðeins fylgt skipunum. Reuter Maurice Papon. Gilclir aðeins í 3 daga. Frábærf . tilboð Þú kaupir einn Undra- brjóstahaldara og færð annan , frítt. Eg og Þú Laugavegi 66 • Sími 5512211 Hér er einn alveg frábær og þægilegur hornsófi sem heitir Lausanne. Lausanne er úr sérstaklega slitsterku áklæði sem gott er að þrífa og hentar því vel þar sem börn eru á heimilum. 3 áklæðalitir 200x250cm 10% staðgreiðsluafsláttur eða góð greiðslukjör CD HUSGAGNAHOLLIN Bildshofði 20 - 112 Rvik - S:587 1199

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.