Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1996, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1996, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 7. MARS 1996 3 pv____________Fréttir Gamal- reyndur bruggari tekinn í Hveragerði Gamalreyndur Druggari var handtekinn í fyrradag í Hveragerði ásamt 100 lítrum af spíra sem hann hafði eimað í verksmiðju sinni. Tvö suðutæki fundust á staðnum en ekki meira af veigum enda leit svo út sem bruggarinn væri að undir- búa flutning. Tækin á staðnum voru að sögn lögreglu mjög öflug og var hægt að eima þar hundruð lítra á viku. Mað- urinn náðist fyrir samvinnu flkni- efnalögreglunnar og lögreglunnar á Árnessýslu. Fyrir rúmu ári var þessi sami maður handtekinn við annan mann i Mosfellsbæ vegna umfangsmikils bruggs. Þá var hald lagt á 200 lítra af landa og 250 lítra af gambra. Verksmiðjan -í Mosfellsbænum var að hluta í einangruðum og upp- hituðum sendibíl þar sem hægt var að hafa 4000 lítra af gamhra í gerj- um. Var þar gert ráð fyrir að flytja verksmiðjuna með stuttum fyrir- vara. -GK Eskiíjörður: Lögreglu- maður skallaður í andlitið Lögreglumaður slasaðist þegar maður grunaður um fikniefnamis- ferli skallaði hann í andlitið á Eski- firði um helgina. Lögreglan á staðnum var ásamt lögreglu frá Neskaupstað við fíkni- efnaleit í húsi á Eskifirði. Fjórir menn voru handteknir, þrír heima- menn og einn aðkomumaður. Var það aðkomumaðurinn sem beitti of- beldi. Hann hefur oft áður komið við sögu hjá lögreglu vegna fíkni- efnamála. í húsinu fundust tæki til flkni- efnaneyslu en engin flkniefni. -GK Ellefu teknir við ofsaakstur Ellefu bílstjórar voru teknir fyrir ofsaakstur í Kópavogi í fyrradag. Þar af voru níu teknir á Hafnar- fjarðarvegi, allir á vel yfir 100 kíló- metra hraða. Þá tók Kópavogslögreglan þrjá ökumenn sem freistast höfðu til að aka þrátt fyrir réttindaleysi og auk þessa urðu þrír árekstrar I Kópa- vogi þar sem eignatjón varð þótt fólk slyppi án meiðsla. -GK Hvammstangi: Drengur á hjóli fýrir bíl Þrettán ára drengur lærbrotnaði og hlaut fleiri meiðsl er hann hjólaði fyrir bíl á Hvammstanga á þriðjudag. Að sögn lögreglunnar varð slysið er tveir bílar voru að mætast. Drengurinn var fluttur á Sjúkrahús Reykjavlkur. -IBS Neyðarlínan - leiðrétting Missagt var I leiðara DV I gær aö ekki hefði farið fram útboð á hinni umdeildu neyðarlínu sem nýlega kom til framkvæinda. Hið rétta er að val á rekstraraðilum fór fram á grundvelli samstarfsútboðs sem Ríkiskaup sáu um og samþykkt var af Samkeppnisstofnun. Ótri^egur 10.000 kr. afnMtlml Enn einu sinni slær aiura í gegn með ævintýralegu tilboði á enn öflugri hljómtækjum í tilefni ferminganna er boðinn sérstakur 10.000 kr. afsláttur af þessum einstöku tækjum. NÚ kr. @9bSCI€1 stgr- NÚ kr. 49 ■ 6 0 Ú stgr. aiura nsx-vs 84 vott Þessi 49.900 kr. stæða er nú boðin á sérstöku tilboðsverði. Fullkominn geislaspilari, tónjafnari með rokk/popp/djass, karaoke kerfi með radddeyfi, super bassi, útvarp með 32 stöðva minni, tvöfalt segulband, klukka/timer, fjarstýring. aiuia NSX-V30 90 vött Þessi 59.900 kr. stæða er nú boðin á sérstöku tilboðsverði. 3 diska geislaspilari, útvarp með 32 stöðva minni, tvöfalt segulband, tónjafnari með rokk/popp/klassík, super T-bassi, hátalarar, fjarstýring. aiuia nsx-vso i30vott Þessi 69.900 kr. stæða er nú á sérstöku tilboðsverði. 3 diska geislaspilari, Front Surround hátalarar, 3S hljómkerfi, 7 banda tónjafnari með rokk/popp/klassík, útvarp með 32 stöðva minni, super T-bassi, karaoke kerfi með radddeyfi, tvöfalt segulband, segulvarðir hátalarar, fjarstýring. aiu/a NSX-V70 250 vött Þessi 79.900 kr. stæða er nú á sérstöku tilboðsverði. 3 diska geislaspilari, Front Surround hátalarar, DSP hljómkerfi, 9 banda tónjafnari með rokk/popp/klassík, útvarp með 32 stöðva minni, super T-bassi, BBE hljómkerfi, karaoke kerfi með radd- deyfi og digital echo, tvöfalt segulband, segulvarðir hátalarar, fjarstýring. Það er ekki spurning um yfirburði, heldur hversu mikla yfirburði sum hljómtæki hafa framyfir önnur Ármúla 38 (Selmúlamegin), 108 Reykjavík Sími 553 1133 • Fax 588 4099

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.