Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 7. MARS 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Sljómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdasljóri og úlgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarrilstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Misjafnt skömmtuð samúð Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa sent stjóm ísraels samúðarkveðjur vegna nýrra hermdar- verka Hamas-samtaka öfgaftillra Palestínumanna. Ráð- herramir hafa aldrei sent Palestínumönnum samúðar- kveðjur vegna hryðjuverka ísraelshers í Palestínu. Átakasaga síðasta áratugar á hemumdu svæðunum í Palestínu hefur verið næsta eindregin saga ríkisrekins ofbeldis ísraels gegn vopnlausum Palestínumönnum. Nokkur hundruð Palestínumanna hafa á þessum tíma failið fyrir vopnum hryðjuverkasveita ísraelshers. Framkvæmd hemáms ísraels í Palestínu hefur allan þennan tíma strítt gegn alþjóðlegum sáttmálum um rétt- indi fólks á hernumdum svæðum. Þessi framkvæmd hef- ur magnað stuðning almennings við öfgasamtök á borð við Hamas, sem hafiia friðarsamningum. Samkvæmt ísraelskum lögum má herinn beita pynt- ingum í fangelsum sínum. Enn fremur eru sakir á hend- ur einstaklingum látnar leiða til ofbeldis gegn ættingjum þeirra. Til dæmis eru þeir reknir úr húsum sínum og þau jöfnuð við jörðu, svo sem nú er að gerast. Núverandi forsætisráðherra ísraels, Símon Peres, er sem fyrrverandi hermálaráðherra persónulega ábyrgur fyrir tugum bamamorða í Palestínu og fyrir eyðingu þúsunda heimila í hefndarskyni fyrir meinta glæpi ein- hverra skyldmenna þeirra, sem í húsunum bjuggu. Um hemumdu svæðin fara ísraelskir trúarofstækis- menn alvopnaðir og ögra heimamönnum, sem ekki mega bera vopn. Engar ráðstafanir em gerðar til að koma í veg fyrir hryðjuverk ofstækismannanna, sem hafa með bandarískum stuðningi reist sér heimili í Palestínu. í friðarferli undanfarinna ára hefur ísraelsstjóm nán- ast neytt Frelsissamtök Palestínumanna til uppgjafar. Yassir Arafat hefúr mátt kyngja þungbærum samninga- niðurstöðum, sem stjóm ísraels hefúr síðan ekki staðið við, nema þegar hún telur sér það henta. Engin furða væri, þótt meirihluti íbúa Palesttnu hefði hafnað forsjá Arafats og styddi öfgasinnaða hryðjuverka- hópa á borð við Hamas. Það er raunar mesta furða, að meirihluti fólksins í landinu skuli enn styðja friðarferil- inn sem leiðtogar þjóðanna hafa stundum verið að feta. ísraelum er enginn greiði gerður með einhliða samúð- arkveðjum valdamanna, sém enga samúð hafa sýnt á hinum vængnum. Slíkt hvetur valdamenn ísraels til að halda áfram hryðjuverkum, er flokkast sem glæpir gegn mannkyninu samkvæmt alþjóðlegri skilgreiningu. Betra væri, að vestrænir valdamenn segðu valda- mönnum ísraels, að þeirra ábyrgð felist í að hafa komið upp krumpuðu þjóðskipulagi, þar sem Herrenvolk ísra- elsmanna kúgar Untervolk Palestínumanna og beitir eins konar Gestapósveitum til að kúga þá til undirgefhi. Vestrænir valdamenn eiga að segja valdamönnum ísraels, að í því ástandi, sem þeir hafi komið upp í Palest- ínu, sé ekki lengur auðvelt að gera greinarmun á frelsis- hetjum annnars vegar og hryðjuverkamönnum hins veg- ar. Hemámsríkið geti sjálfu sér um kennt. Hryðjuverkamennirnir, sem hafa stjómað ísrael frá því að Palestína var hemumin, em valdamenn í.skjóli kjósenda. Almenningur í ísrael ber ábyrgð á valdamönn- um sínum og hefur raunar hvatt til þeirrar hörku, sem enn einu sinni hefur kallað á hryðjuverk á móti. Erlendis er spakmæli, er segir, að þeir, sem kjósa að lifa með sverði, hætti líka á að deyja með sverði. Þeir þurfa ekki meiri samúð en fómardýr þeirra. Jónas Kristjánsson „Og ég skil ekki hvernig samanlögð prestastétt landsins getur setið aðgerðalaus hjá og horft á kirkjuna drabb- ast niður í svaðið..." segir greinarhöfundur m.a. Eftir höfðinu dansa limirnir: Syndafyrirgefning fyrir síðustu 1000 ár Málefni kirkjunnar og ýmissa þjóna hennar eru mikiö til um- fjöllunar um þessar mundir. Ann- ars vegar eru það vandamál Lang- holtskirkjusóknar og hins vegar ásakanir á hendur núverandi bisk- upi um kynferðislega áreitni. Með- ferð þessara mála og sérílagi þess síðamefnda sýnir að kirkjan er ófær um að taka á innri vandamál- um. Þannig hefúr ítrekað mátt horfa uppá vandræðalega fulltrúa kirkj- unnar velta málinu miUi sín og í besta faUi hafa þeir beðið þjóðina afsökunar á öUu þeim miska sem kirkjunnar þjónar kunna að hafa unnið henni fyrr og síðar. Semsagt syndafyrirgefning fyrir síðustu 1000 ár eða svo á einu bretti! Sérstaka athygli vekur þó að prestastéttin megnar ekki einu sinni að lýsa trausti á yfirmann sinn og segir það meira en mörg orð um stöðu hans. Ótraustvekjandi málsmeðferð AUt þetta hefur markvisst graf- ið undan trausti á kirkjunni og ekki hefur biskup sjálfur haldið þannig á spUum að traustvekjandi sé. Hann hefur tU dæmis í hótun- um við Stígamót í sjónvarpi vegna fjárveitinga frá kirkjunni en þegar hann verður ber að buUi reynir hann að telja fólki trú um að þetta hafi verið gálgahúmor af sinni hálfu! Biskup með gálgahúmor í máli sem getur svipt hann kjóli og kaUi og rúið þjóðkirkjuna öUu trausti? Og hann kaUar þessi mál heUa- spuna og fjarstæðu; konumar eigi bágt og að kirkjan eigi að hjálpa þeim að ná bata. En hvað gerist svo? Jú, hann hótar málaferlum ef Kjallarinn Sigurður Þór Saivarsson sjálfstætt starfandi blaðamaður þær segja söguna frá sinni hlið þó hann sé búinn að útskýra hana op- inberlega frá sínum sjónarhóli. Siðferðisbrot fyrnast ekki Vissulega geta þessi mál verið lagalega fymd. ÖUum má þó ljóst vera að siðferðisbrot af því tagi sem biskup er sakaður um fýmast ekki þótt liðinn sé einhver lagaleg- ur árafjöldi frá meintum atburð- um. í mínum huga er það afar ósennilegt aö á sama tíma komi fram þrjár og jafnvel fleiri konur sem skáldi blákalt framaní þjóðina upplognum sökum á biskup. Hverjum dettur í hug að konur héðan og þaðan úr þjóðfélaginu frnni skyndilega hjá sér hvöt tU að leggja mannorð sitt að veði fyrir það að ljúga uppá biskup? AUar líkur benda tU að málin eigi við einhver rök að styðjast; sú skýring biskups að aUar þessar konur séu handbendi hins Ula dugir ekki. Vantraust þjóðarinnar í málum þeim sem í hámæli eru stendur orð gegn orði og reynir því á trúverðugleika málsaðUa. Samkvæmt nýlegri könnun DV tekur meirihluti þjóðarinnar af- stöðu gegn biskupi og viU að hann segi af sér. Sú niðurstaða gefur eindregið tU kynna að stór hluti þjóðarinnar trúir ekki málflutningi biskups. Það ætti að vera áhyggjuefhi fyrir hann og prestastéttina þvi traust þjóðarinnar á biskupi hlýt- ur aö haldast í hendur við traust á þjóðkirkjunni. Og ég skil ekki hvernig samanlögð prestastétt landsins getur setið aðgerðalaus hjá og horft á kirkjuna drabbast niður í svaðið einsog nú er að ger- ast. Sigurður Þór Salvarsson „Hverjum dettur í hug að konur héðan og þaðan úr þjóðfélaginu finni skyndilega hjá sér hvöt til að leggja mannorð sitt að veði fyrir það að ljúga uppá biskup?“ Skoðanir annarra Breytingar og markmið „Það er ekki nóg aö hafa þekkingu. Það þarf einn- ig að kunna að nýta hana. Læra þarf af mistökum, reynslu og árangri annarra. . . . Örar breytingar án stöðugleika leiða til stjómleysis. Stjórnlausar breyt- ingar valda óróleika og skila ekki nægum árangri. Með sama hætti og skip þarfnast leiðsagnar, sigl- ingakorts og stefnu að ákveðnum áfangastað, þurfa breytingar að hafa markmið í sjálfu sér og að byggja á skýrri stefnu og stöðugleika.“ Þorkell Sigurlaugsson í Viðskiptabl. 6. mars. Einbeitt almenningsálit „Augljóst mætti vera, að það sem varðar mestu er einbeitt almenningsálit, sem fordæmir fíknaró- mennskuna án linkindar og uppgerðar-málsbóta. Og hollast er öllum, að þar sé hvaðeina nefnt réttu nafni. . . . Að sjálfsögðu er skylt að gera allt sem verða má til að draga upp úr svaðinu þá afglapa sem þangað hafa flanað. Hitt skiptir þó ekki minna máli, að í augmn þeirra, sem eru að stálpast, sé afglapinn afglapi, og svaðið svað, en ekki vettvangur djarf- mannlegrar hegðunar, sem ástæða sé til að kynna sér af eigin raun. Þar kæmi sér öðrubetur sú brýn- ing, að sá er alls volað skauð, sem lætur hafa sig að slíku fífli.“ Helgi Hálfdanarson í Mbl. 2. mars. Biskupsmálin „Um sinn beinist athyglin að stofnunum kirkjimn- ar, að því hvemig hún ætlar að taka á siðferðisþætti málsins. Þaö væri verulegt áfall fyrir stöðu kirkj- unnar ef henni væri ekki unnt að afgreiða þessi mál með fullnægjandi hætti, meðal annars vegna þess að þá reyndi verulega á þá pólitísku ábyrgð sem óhjá- kvæmilega fylgir tengslum þjóðkirkjunnar við ríkis- valdið, fyrst og fremst ráðuneyti kirkjumála og al- þingi Islendinga." Úr forystugreinum Þjóvakablaðsins 6. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.