Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Side 11
LAUGARDAGUR 9. MARS 1996 11 Terence Reese 1913 Einn frægasti bridgemeistari okkar tíma, Terence Reese, lést fyr- ir skömmu 82 ára að aldri. Reese var einnig mjög afkastamikill bridgebókahöfundur og sem slíkur talinn einn sá besti í heiminum. Sumar bækur hans eru klassiskar en hann skrifaði yfir níutíu bækur á ferli sínum, ýmist einn eða með öðrum höfundum. Ein þeirra, Spil- aðu bridge við mig, hefír verið þýdd á íslensku af undirrituðum. Reese vann fjölda Evrópumeistar- atitla með Boris Schapiro sem mak- ker og einnig Bermúdaskálina í New York árið 1955. Er það eini heimsmeistaratitillinn sem Eng- lendingar hafa unnið til þessa í opn- um flokki. Árið 1963 vann Reese Evrópumeistaratitilinn ásamt Schapiro, Harrison-Gray og fl. Reese og Schapiro voru þá nýbyrj- aðir að spila nýtt sagnkerfí sem þeir kölluðu Litla majorinn. Byggðist það að mestu á því að opnun á hálit- unum þýddi allt annað en hálitir. Var það gert í mótmælaskyni við gervisagnkerfi hinna sigursælu ítala, Bláu sveitina. Spilað var í Baden-Baden í Þýskalandi og mér er minnisstætt að yfirleitt var enska sveitin undir í hálfleik. Síðan var Litli majórinn settur út í seinni hálfleik og þá vannst yfirleitt stór- sigur. Hinn mikli bridgemeistari, Harrison-Gray, hafði ekki mikið álit á kerfinu og kallaði það „a lot of rubbish", eða eintóma endaleysu. í framhaldi af sigrinum í Baden- Baden fór enska landsliðið til Buen- os Aires í keppni um heimsmeist- aratitilinn. Liðinu gekk vel en á síð- asta degi mótsins voru Reese og Schapiro ásakaðir um svindl sem fólst í því að sýna með fingrunum hve mörg spil þeir ættu í hjartalitn- um. WBF hélt snöggan fund og enski fyrirliðinn gaf strax alla leiki sem Englendingar höfðu spilað. Þetta lenti strax í heimspressunni. Enska bridgesambandið réttaði strax í máli þeirra félaga og lyktaði því með að sakleysi þeirra var sann- * 2 •f AG86 * D * 1086 ■f 107 4 10 N V A S * D ♦ D985 4 K N-s voru hinir frægu ítalir, Forquet og Garozzo, en a-v Schapiro og Reese. Ásökunin: Að austur hafi sagt tvö hjörtu vegna þess að hann vissi að makker ætti aðeins tvílit og því væri engin hætta á ótímabærri hækkun frá honum. Svar Reese: ítalirnir spiluðu Herberts afmeld- ingar við forhandardobli, þannig að tvö lauf lofuðu einhverjum spilum. Þess vegna vissi austur að vestur átti engin spil. Það var líklegt að li- s ættu geim og einnig líklegt að besti litur þeirra væri hjarta. Þannig að austur gat vel reynt að stela hjartalitnum. Varðandi áhætt- una, að vestrn- ætti einspil 1 spaða og fimm hjörtu, þá gat vestur vitað að það væri maðkur í mysunni. Spilið er í sjálfu sér neikvætt fyr- ir ákærendurna. Ef fjöldi spila í hjartalitnum er þekktur, þá getur vestur strax sagt tvö hjörtu án áhættu. Þetta er raunar upplögð staða fyrir þannig blekkingu. Á hinu borðinu sátu n-s Konstam og Harrison-Gray en a-v Pabis Ticci og D’Alelio. Þar opnaði austur á ein- um spaða, suður stökk í þrjú hjörtu sem norður hækkaði í fjögur. Það vannst slétt og Englendingar græddu 10 impa á spilinu. Umsjón Stefán Guðjohnsen Þrátt fyrir svindlákæruna hélt Reese áfram að skrifa bækur og bridgedálka og um tíma var hann vinsæll sem útskýrandi á bridgemótum. Var kaldhæðni hans og gálgahúmor viðbrugðið en síðan bOaði heyrn hans og hann varð að láta af útskýringum þessum. * Á «* 97 ♦ K43 4 Austur Suður Vestur Norður 1 ♦ dobl pass 2 4 2 a* pass ■ 2 * pass pass 2 g passaö að. WBF tók það ekki gUt og þeir félagar spUuðu ekki meir I landsliði Englands. Reese skrifaði síðan bók, „A story of an Accusation" þar sem hann sýndi fram á fáránleika ásakananna. Við skulum skoða eitt spU úr bók- inni. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Engjasel 13, íbúð á 1. hæð t.h., þingl. eig. Sigríður R. Guðmundsdóttir og Ástráður Berthelsen, gerðarbeiðend- ur Byggingarsjóður ríkisins, Gjald- heimtan í Reykjavík, húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, Sameinaði líf- eyrissjóðurinn og Sjóvá- Almennar hf., miðvikudaginn 13. mars 1996 kl. 14.00.____________________ Krummahólar 4, 3. hæð nr. 1 t.h. m.m. og bílskúr 14, þingl. eig. Amdís Sölvadóttir, gerðarbeiðendur Bygg- ingarsjóður ríkisins, Gjaldheimtan í Reykjavík, íslandsbanki hf., útibú 515, Lífeyrissjóður Dagsbr/Fram- sóknar og Lífeyrissjóður verslunar- manna, miðvikudaginn 13. mars 1996 kl. 15.00.___________ SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK Vonandi sérðu betur en þetta í myrkri ZEIXS Þaö getur veriö þreytandi fyrir augun að aka í myrkri. Viö eigum oft erfitt meö að greina hluti sem á vegi okkar veröa meðal annars vegna Ijósa frá öörum bifreiðum. Víö höfum lausnina! Carl Zeiss getur nú boðið upp á gler í hæsta gæðaflokki með sérstakri glampavörn sem reynist einnig vel þegar ekið er í þoku eða snjókomu. Merkiö í glerinu er tákn um gæöin. Leitið upplýsinga og tryggið ykkur hágæðagler frá Carl Zeiss sem fást hjá eftirfarandi gler- augnaverslunum: Reykjavík: Gleraugna Galleríið, Kirkjutorgi Gleraugnahús Óskars, Laugavegi 8 Gleraugnamiðstöðin, Laugavegi 24 Gleraugnaverslunin Mjódd, Álfabakka 14 Gleraugnaverslunin Sjáðu, Laugavegi 40 Akranes: Sjónglerið, Skólabraut 25 Akureyri: Gleraugnaþjónustan, Skipagötu 7 Egilstaöir: Birta hf., Lagarási 8 Hafnarfj.: Augsýn, Fjarðargötu 13-15 ísafjöröur: Gullauga, Hafnarstræti 4 Keflavík: Gleraugnaverslun Keflavíkur, Hafnargötu 45

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.