Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Qupperneq 13
LAUGARDAGUR 9. MARS 1996
13
„Það kemur héma maður á
eftir sem ætlar að sýna okkur
ryksugu,“ sagði betri helmingur-
inn á rólegu síðdegi nýlega. Eig-
inmaðurinn leit snöggt á konu
sína og spurði hvers konar mað-
ur þetta væra og hvort þörf væri
á nýrri ryksugu, minnugur þess
að gamla Nilfisksugan hafði ver-
ið endurnýjuð skömmu áður.
Hann greip til enn frekari vama
og sagðist þurfa að fara á safnað-
arfund. „Þú verður að vera
heima líka. Þeir neita að halda
sýninguna nema að eiginmenn-
irnir séu viðstaddir,“ sagði kon-
an.
Einfaldur
vinargreiði
Hún sagði honum að hafa eng-
ar áhyggjur. Þessi sýning væri
aðeins formsatriði til að tryggja
að vinkona hennar fengi viðbót
við pottasettið sitt og það sem
vantaði upp á hennar ryksugu:
„Hann kemur og verður í kortér
að renna yfir þetta með okkur.
Ég ætla að gera þetta fyrir hana
Heddu sem fær ekki restina af
sinni ryksugu og nýja pottasett-
inu nema hún útvegi fjóra aðUa
sem samþykkja sýningu. Þetta er
bara einfaldur vinargreiði,"
sagði konan og var greinUega í
varnarsteUingu vegna málsins.
Eins og oft áður innan fjöl-
skyldunnar dró húsbóndinn úr
andófi sínu og samþykkti með
minnsta mögulegum semingi að
ryksugumaðurinn fengi þennan
stundarfjórðung tU að lýsa kost-
um undrasugunnar fyrir heimU-
isfólkinu.
Stjörnur í augum
husfreyju
Á tUsettum tíma birtist svo
maðurinn með heUt vörubretti af
búnaði. Fjölskyldunni var heUs-
að með virktum og það mátti
greina stjörnur í augum hús-
freyjunnar þegar athöfnin hófst á
því að hún fékk að gjöf frá þessu
aldargamla ryksugufyrirtæki
hnífasett sem sagt var kosta
ótaldar þúsundir króna: „Er
nokkur með asma hérna?"
spurði sölumaðurinn þegar mót-
tökuathöfninni var lokið. Þegar
svarið var neikvætt var eitt and-
artak sem þyrmdi yfir hann en
hann náði sér þó strax á strik aft-
ur: „Er ekki einhver nákominn
fjölskylduvinur með asma?“
spurði hann enn. Það var yngsti
■
•*'— ------- .
I
„Síðan ræsti hann þessa ryksugu sem átti að bjarga fjölskyldunni frá hundahárum og rykmengun með tilheyrandi
rykmaurum. Þegar amerfskur mótor sugunnar fór í gang með tilheyrandi kaggahljóðum flúði hundurinn í skelfingu
inn á bað og lokaði á eftir sér. Sölumaðurinn knái setti grisju á ryksugurörið og síðan hófst atgangurinn. "
DV-mynd GS
rétt hlaut drengurinn að mynda
oddaatkvæði í málinu.
Stútur til að verjast
kynferðislegri áreitni
Það var greinilegt hvar átaka-
punkturinn var í málinu. Það var
barist um atkvæði drengsins.
Húsbóndinn reyndi að drepa mál-
inu á dreif: „Ég sé að það er hægt
að láta hana fara út með hund-
inn. Það þarf ekkert nema opna
útihurðina og setja suguna í gang
og þá er hundurinn farinn og
kannski fyrir fullt og fast,“ sagði
hann en gerði sér grein fyrir því
að brandarinn féU í álíka góðan
jarðveg og klámbrandari á árshá-
tíð Stígamóta: „Fylgir ekki stútur
þessu töfratæki til að verjast kyn-
ferðislegri áreitni," bætti hann
við og hló einn, þama í miðri
Langholtssókninni.
Sölumaðurinn svaraði ekki einu
sinni þessum bjánalegu athuga-
semdum en tók þess í stað til við
að kynna þá 20 mismunandi stúta
sem í boði voru. Það var greini-
legt að stöðumat hans og hús-
bóndans var svipað þegar þessi
einkakynning hafði staðið í tæpa
tvo klukkutíma. Hann gaut aug-
um refslega í átt að drengnum
sem nú markaði skil milli gróða
og kyrrstöðu i afkomu hans. Svo
hristi hann fram úr erminni
stóra trompið og dró fram stút
sem var áberandi mjór í endann.
„Þessi stútur er notaður til að
blása upp blöðrur 17. júní og
hvenær sem hentar,“ sagði hann
og leit sigri hrósandi á húsbónd-
ann sem sá í einni hendingu
varnir sínar falla eina af annarri.
Drengurinn tók viðbragð þar sem
hann var við það að sofna í sófan-
um undir kynningunni. „Vá,
mamma, kaupum hana,“ sagði
hann og leit á fóður sinn: „Pabbi,
þetta er nauðsynlegt til að blása í
blöðrurnar," bætti hann svo við
og skynjaði að varnir voru litlar
sem engar.
Formlea
uppgjöf
Á þessum tímapunkti var ekk-
ert eftir nema að lýsa yfir form-
legri uppgjöf. Sölumaðurinn, sem
nú haföi unnið fullan sigur í mál-
inu á rúmum tveimur klukkutím-
um, tók nú til við að bera smyrsl
á sárin.
„Þið fáið pottasettið með. Þetta
er hágæðasett sem kostar ekki
fjölskyldumeðlimurinn sem
mundi að systir hans búsett í öðr-
um landshluta hefði átt við þetta
að stríða. „Systir mín er með
asma,“ sagði hann og það lyftist
brúnin á sölumanninum. „Þá er
engin spurning hjá ykkur að fjár-
festa í þessari ryksugu," sagði
hann og færðist nú allur í aukana.
Hann tók undratækið, sem kostaði
tvöfalt verð smábíls fjölskyldunn-
ar, og setti það upp á borö. Hjónin,
yngsta barnið og heimilishundur-
inn horfðu andaktug á þegar vélin
var komin í hásæti á heimilinu.
Heimilisryksugan, sem orðið
hafði fjölskyldunni á erfiðum
stundum tilefni gleði og ánægju,
var dregin fram á stofuteppið og
sölumaðurinn bað um að sá aðili
sem mesta reynslu hefði af því að
láta hana vinna sýndi nú hvað
hún gæti. Það féll í hlut húsmóð-
urinnar að beita henni á teppið.
„Vandaðu þig nú eins og þú best
getur og síðan skulum við kíkja á
muninn þegar mín vél er búin að
yfirfara fiötinn," sagði sölumaður-
inn, brattur.
Þegar gamla ryksugan hafði
nauðgað teppinu drjúga stund hóf
sölumaðurinn enn upp raust sína.
„Þetta er gott. Nú skulum við
fara með alvörutæki á blettinn,"
sagði hann.
Síðan ræsti hann þessa ryksugu
sem átti að bjarga fjölskyldunni
frá hundahárum og rykmengun
með tilheyrandi rykmaurum. Þeg-
ar amerískur mótor sugunnar fór
í gang með tilheyrandi kaggahljóð-
um flúði hundurinn í skelfingu
inn á bað og lokaði á eftir sér.
Sölumaðurinn knái setti grisju á
ryksugurörið og síðan hófst at-
gangurinn.
„Þarna sjáið þið hvað ykkar
ryksuga hefur verið að gera und-
Laugardagspistill
Reynir Traustason
anfarin ár,“ sagði hann og losaði
um grisjuna sem var full af ryk-
maurum og hundahárum. „Þið
hafið sem sagt eytt stórum hluta
æfinnar í að berja óþverrann ofan
í teppið," sagði hann við húsmóð-
urina sem eytt hafði að meðaltali
þremur tímum á viku við þessa
miður þokkalegu iðju siðustu ára-
tugi.
Þegar þama var komið sögu var
ekki bara stundarfjórðungurinn
liðinn heldur klukkutíma betur.
Það voru greinilega tekin að
hrannast upp torkennileg ský á
himni þessarar millistéttarfjöl-
skyldu sem var háð daglegri notk-
un ryksugu. Við snöggt stöðumat
húsbóndans var honum ljóst að
húsmóðirin var þegar á bandi
sölumannsins. Drengurinn virtist
óráðinn en afstaða hundsins var
skýr. Það lá fyrir að sökum þess
að hundurinn hafði ekki atkvæðis-
undir 60 þúsund kalli út úr búð.
Þegar þið svo eruð búin að útvega
fjóra aðila sem við megum heim-
sækja þá fáið þið það sem vantar
upp á pottasettið og nýju ryksug-
una,“ sagði hann.
Þegar sölumaðurinn var horf-
inn með sitt hafurtask var tekið að
nálgast miðnætti. Ryksugan mal-
aði vinalega uppi á stól og hús-
bóndinn sat þögull og hnípinn á
þessari stund ósigursins. Konan
tók upp þráðinn þar sem sölumað-
urinn hætti og reyndi að milda
málið svo sem kostur var: „Það
hlýtur að vera hægt að selja gömlu
ryksuguna í Kolaportinu fyrir
slikk,“ sagði húsmóðirin og bætti
svo við svona til að kóróna allt:
„Ég verð með dollukynningu
hérna heima í næstu viku. Þú get-
ur kannski skroppið eitthvað á
meðan.“