Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Síða 22
LAUGARDAGUR 9. MARS 1996 UV
;; sérstæð sakamál
„Þar fer vel um tréð þitt"
Pamela Avery hvarf sporlaust
þann 14. júlí 1982 en maðurinn
hennar, Ralph, tilkynnti lögregl-
unni ekki hvarfiö fyrr en þremur
dögum síðar. Hún virtist hafa farið
af heimili þeirra hjóna í Halem,
liltu þorpi nærri Newark í Notting-
hamshire á Englandi, og aðeins tek-
ið með sér litla ferðatösku með
nokkrum persónulegum eigum.
Kveöjubréf hafði hún ekki skilið eft-
ir og engin skilaboð fundust til son-
anna tveggja, Richards, sem var tíu
ára, og Raymonds, sem var tólf ára.
Lögreglan brást við á sama hátt
og venja er til þegar svona stendur
á. Mynd af Pamelu var dreift á allar
lögreglustöðvar á Englandi en í
raun vænti lögreglan í Newark ekki
mikils af því. Hún hafði grunsemdir
um að Ralph Avery vissi vel hvað
orðið hefði um konu hans. Það gat
vart talist eðlilegt að eiginmaður
biði í þrjá daga með að tilkynna
hvarf konu sinnar.
Tauga-
óstyrkur
Rannsóknarlögreglumenn, undir
stjóm Allens Adairs fulltrúa, sáu
um rannsókn málsins. Þeir fóru
heim til Ralphs Averys til að fá sem
greinarbesta frásögn af hvarfinu.
Þeir töldu sig verða vara við nokkra
taugaveiklun hjá honum þegar þeir
spurðu hann hvað kona hans hefði
tekið með sér.
„Bara nokkra kjóla og blússur,
tvö pör af skóm og dálítið af undir-
fotum,“ var svarið.
„Hvernig veistu hvað var í ferða-
tösku konunnar þinnar?" spurði
Adair fulltrúi þá. Þá varð Ralph
óstyrkur en reyndi að leyna því.
Hann svaraði: „Ég veit það í raun
ekki nákvæmlega. Ég gat mér bara
til um það.“
Þegar rannsóknarlögreglumenn-
imir héldu burt eftir viðtalið lét
Adair grunsemdir sínar í ljós við
einn félaga sinna, John McNaught,
og var hann sammála. Var nú
ákveðið að láta fylgjast með ferðum
Ralphs Averys.
Daginn eftir fannst feröataska Pa-
melu Avery. Opinber starfsmaður
fann hana á haugum, aðeins um sex
kílómetra frá heimili Avery-hjón-
anna. Þetta var fyrsta áþreifanlega
vísbendingin. Var nú tekin um það
ákvörðun að fela tuttugu rannsókn-
arlögreglumönnum rannsóknina.
Bréf með
ilmvatnslykt
Með viðtölum og fyrirspumum
hjá kaupmönnum, nágrönnum og
öðmm í Halem tókst nú að finna
hugsanlega ástæðu fyrir morði. Hún
kom í Ijós þegar rætt var við póst-
meistarann á staðnum, Janet
Amold. Hún skýrði svo frá aö aU-
mörg bréf til Ralphs Averys hefðu
farið um hendur hennar að undan-
fömu og léki lítiil vafi á að þau
væm frá konu því greinileg ilm-
vatnslykt heföi verið af þeim.
í framhaldi af þessu fékk Adair
fuUtrúi húsleitarheimUd hjá Ralph.
Þurfti ekki að leita lengi til þess að
finna bréfin. Samtímis var byrjað
að leita á svæöum í næsta nágrenn-
ni hússins ef vera skyldi að það
fyndust merki um gröf.
Garðurinn við hús Ralphs var
grandskoðaður og grafið í hann á
nokkrum stöðum en þar kom ekkert
grunsamlegt í ljós. Kom það því í
hlut rannsóknarlögreglunnar að
koma honum í samt lag aftur.
En bréfin voru lesin gaumgæfi-
lega. Að lestrinum loknum héldu
Adair og McNaught heim tU ungfrú
Rosmary Watts en hún bjó við
Sheriff- stræti í Newark. FuUtrúarn-
ir voru nú þeirrar skoðunar að loks
væri rannsóknin farin að bera ár-
angur.
Pamela Avery.
En ungfrú Watts
gat ekki komið
þeim frekar á
sporið. Hún sagð-
ist ekki hafa hug-
mynd um hvar
frú Avery væri.
Og hún kærði sig
ekki heldur um
að vita það.
Setningin
undarlega
Enn voru bréfin
lesin og svo enn á
ný. í bæði skipt-
in, eins og í það
fyrsta, hnutu full-
trúarnir um
nokkrar setning-
ar en þó sérstak-
lega eina. Á ein-
um stað stóð:
„Ég vona að aUt
gangi vel þann 14.
og að þú getir
gróðursett tréð
þitt í eitt skipti
fyrir öU. Það er
faUegt við vatnið
og þar fer vel um
tréð þitt.“
Bréfið sem þetta
stóð í hafði verið
póstlagt 8. júli,
það er að segja
sex dögum áður
en Pamela Avery
hvarf. Og væru
grunsemdir fuU-
trúanna réttar
hlaut tréð að
tákna líkiö af
henni.
Rannsóknir með-
fram Blue-vatn-
inu, eina stöðu-
vatninu nærri
Halem, leiddu
loks í ljós grun-
samlegt jarðrask
og þegar grafið hafði verið á hálfs
annars metra dýpi kom líkið af
Pamelu Avery í ljós. Þá voru þrett-
án vikur liðnar frá hvarfi hennar og
varð að leita tU tannlæknis hennar
tU að fá staðfestingu á að líkið væri
af henni.
Tæknimenn rannsóknarlögregl-
unnar komust brátt aö því hver
dánarorsökin hafði verið. Pamela
haföi þrívegis verið stungin í brjóst-
ið. í einu rifjanna fannst hnífsodd-
ur. Var greinUegt að morðvopnið,
hnífurinn, haföi brotnað. Samstund-
is héldu rannsóknarlögreglumenn
heim til Ralphs Averys tU að leita
að brotnum hníf en leitin bar engan
árangur.
Fáll
Janet Arnold.
Allen Adair.
saman
Nú var svo komið að lík haföi
fundist, ástæða tU morðs lá fyrir og
viss eða vissir aðUar lágu undir
grun. Engu að síður haföi rannsókn-
arlögreglan ekki þau gögn undir
höndum sem duga myndu tU sak-
feUingar við réttarhöld.
Adair fuUtrúi og einn félaga hans
héldu nú enn einu sinni heim til
ungfrú Watts tU að segja henni
hvers hann og félagar hans hefðu
oröið vísari. Adair fylgdist með
svipbrigðum hennar en hún virtist
mjög yfirveguð, aUt þar tU hann
nefndi hnífinn og sagði að nú þyrfti
aðeins að finna hann tU að leysa
mætti gátuna. Þá féU hún skyndi-
lega saman og fór að hágráta.
Adair róaði hana og sagði:
„Reyndu nú að slaka á og segðu mér
svo rólega og skilmerkUega það sem
þú veist. Á ég að heUa upp á te fyr-
ir þig meðan þú jafnar þig?“
Rosemary Watts kinkaði kolli.
Samson fuUtrúi, sem var með Ada-
ir, sat inni í stofu hjá ungfrú Watts
meðan Adair fór fram í eldhús. Með-
an hann beið eftir því að suðan
kæmi upp á vatninu í katlinum hóf
hann leitina sem var hin raunveru-
lega ástæða til þess að hann fór
fram í eldhús. Og í einni eldhús-
skúffanna fann hann steikarhníf
sem oddinn vantaði á.
Áreksturinn
Adair sagði ekki frá því sem hann
hafði fundið frammi í eldhúsinu
þegar hann kom með teboUann.
Hann baö Rosemary Watts bara um
að létta á samvisku sinni. Hún byrj-
aði á því að segja frá því hvemig
þau Ralph hefðu kynnst.
„Við hittumst fyrir tUviljun,"
sagði hún. „Hann ók á bílinn minn
en bað mig um að tilkynna trygg-
ingafélaginu ekki áreksturinn því
hann vUdi ekki missa bónusinn.
Það varð svo að samkomulagi að ég
léti gera við bUinn en hann borgaði
reikninginn. Hann kom svo sjálfur
heim til mín með peningana. Okkur
kom vel saman allt frá byrjun. Síð-
an fór hann aö koma reglulega í
heimsóknir og loks varð ég ástkona
hans.
Eftir nokkurn tíma varð okkur
ljóst að það eina rétta væri að Ralph
fengi skUnað. Þá fór ég að senda
bréfin heim tU hans. Það var undir-
búningur að skUnaðinum. Hún
myndi lesa þau og yrði brátt ljóst
hvemig komiö var.
GaUinn var bara sá,“ sagði ung-
frú Watts „að hún vUdi ekki horfast
í augu við staðreyndir og neitaði að
faUast á skilnað. Þá fékk Ralph þá
hugmynd að myrða hana. Áætlunin
var þannig að ég byði henni heim tU
viðræðna en meðan hún væri þar
kæmi hann og svo færum við þrjú
saman niður aö Blue-vatni.“
Morðið
AUt gekk eftir áætlun. Þau þrjú
hittust heima hjá ungfrú Watts og
þaðan var haldið niður að vatninu.
Þar fór síðasta tilraunin tU að fá
Pamelu tU að faUast á skUnað út um
þúfur. Þá stakk Ralph hana í bijóst-
ið með hníf sem hann haföi tekið
með úr eldhúsi Rosemary Watts.
Síðan hjálpuðust hún og Ralph við
að grafa líkið.
Rosemary Watts var færð á lög-
reglustöðina þar sem hún gerði
skriflega játningu. Hún var þegar
send saksóknaraembættinu sem tók
síðar ákvörðun um að ákæra Ros-
emary.
Þegar skrifleg játning ungfrú
Watts lá fyrir var fengin heimUd tU
að setja Ralph Avery í gæsluvarð-
hald. Var hann handtekinn á heim-
Ui sínu. Þegar honum var gerð
grein fyrir því að ástkona hans
hefði gert fuUa játningu neitaði
hann að segja nokkuð. TU þess haföi
hann líka ftUlan rétt. En það gagn-
aði honum lítið því rannsóknarlög-
reglan haföi nú aUt sem þurfti tU að
fá sakfeUingu yfir þeim hjúum.
Dómarnir
Ralph Avery fékk þrjátíu ára dóm
fyrir morð að yfirlögðu ráði og fær
vart frelsi fyrr en komið verður
fram yfir aldamót. Þá verður hann
orðinn næstum sextugur. Hvort Ro-
semary Watts bíður hans skal látið
ósagt. Hún er nú fjörutíu og þriggja
ára óg veröur senn látin laus tU
reynslu.
Drengimir tveir, sem urðu for-
eldralausir 1982, munu ekki bíða við
dyr fangelsisins þegar faöir þeirra
verður látinn laus. Þeir fengu gott
uppeldi hjá nákomnum ættingjum
og eru nú fuUvaxta. Báðir hafa þeir
lýst yfir því að þeir hafi ekki í
hyggju að faðma og fyrirgefa föð-
urnum sem svipti þá móðurinni.